Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 ERLEMT INNLENT Ahættu- álagá Jökulfelli Á fundi fulltrúa Samskipa, út- gerðar Jökulfells og stéttarfélaga farmanna var gengið frá sam- komulagi um mönnun, kjör og tryggingar skipshafnarinnar á Jökulfelli í , yfirstandandi ferð skipsins um átakasvæðið í Persaf- lóa. í samkomulaginu fellst 2.00% álag á alit kaup og tvöföldun á líftryggingu. Yfirvinnuheimild aukin Háskólaráð hefur ákveðið að lyfta yfirvinnuþaki fastráðinna kennara við Háskóla íslands úr 60 stundum á mánuði í 100 stund- ir. í athugun er að fækka nám- skeiðum eða samnýta þau á milli deilda. Samtök stundakennara við HÍ hafa beint þeim tilmælum til fé- lagsmanna að þeir taki ekki að sér kennslu á vorönn vegna yfir- standandi kjaradeilu þeirra við ríkið. Átak gegn stríði Samtökin Átak gegn stríði héldu útifund á Lækjartorgi á fimmtudaginn til þess að undir- strika kröfu um að ríkisstjórnin lýsi ótvírætt yfir andstöðu við styijaldaraðgerðir í Mið-Austurl- öndum. 4000 manns skrifuðu und- ir kröfu þessa efnis sem afhent var forsætisráðherra. Flestir þeirra íslendinga sem búsettir eru á hættusvæði við Persaflóa eru nú á heimleið. Engir samningar um sérfræðilæknishjálp Tryggingaráð hefur hafnað nýgerðum samningi Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingarstofn- unar ríkisins um sérfræðilæknis- hjálp utan sjúkrahúsa. Þar með eru engir samningar í gildi um störf sérfræðinga á eigin stofum og því munu sjúklingar þurfa að greiða fyrir sérfræðilæknishjálp að fullu. Rafmagnsveiturnar krefja ríkið bóta Rafmagnsveitumar munu kref'ja ríkissjöð um bætur vegna tjóns sem varð í óveðrinu á Norð- urlandi í fyrri viku. Talið er að • tjón Rafmagnsveitunnar nemi • hátt í 150 miljónum króna. Bjarni íþróttamaður ársins Bjarni Friðriksson, júdómaður, hefur verið útnefndur Iþróttamað- ur ársins 1990 af íþróttafrétta- mönnum. Fékk hann 405 atkvæði af 420 mögulegum. ERLENT Arangurs- lausar við- ræður um Persaflóa- deiluna Utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna og íraks komu saman til fundar um Persaflóadeiluna í Genf á miðvikudag. Fundurinn skilaði engum árangri og sagði James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að írakar hygðust virða samþykktir Sameinuðu þjóðanna og kalla innrásarlið sitt heim frá Kúveit. Tareq Aziz, starfsbróðir hans frá írak, rtrekaði að írakar væru að- eins tilbúnir til að kalla herliðið heim ef fundin yrði heildarlausn á deiluefnum í Mið-Austurlönd- um. Hann endurtók fyrri hótanir um að írakar myndu ráðast á ísra- el brytust út átök við Persaflóa. PLO mun beijast með írökum Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), lýsti því yfir á útifundi í Bagdad í írak á mánudag að liðs- menn PLO myndu berjast við hlið Iraka, freistuðu banda- menn þees að hrekja innrásarliðið frá Kúveit með hervaldi. De Cuellar til Bagdad Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri SÞ, átti á föstudag fund með utanríkisráðherrum EB-ríkja en hélt síðan til Bagdad til fundar við. Saddam íraksforseta. Al- mennt var litið á för de Cuellars sem lokatilraunina tií að leysa Persaflóadeiluna með friðsamleg- um hætti. Nýr forsætisráðherra í Litháen Albertas Simenas, fertugur óflokksbundinn hagfræðingur, var á fímmtudag kjörinn forsætis- - ráðherra Lithá- ens. Hét hann því að gripið yrði til aðgerða til að bæta almenningi upp gífurlegar verðhækknir en þær urðu ríkis- stjórn Kazimiera Prunskiene að falli á þriðjudag. ^ Hervaldi beitt í Litháen Sovéskir fallhlífaherrrienn tóku tvær stjórnarbyggingar á sitt vald í Vilnius, höfuðborg Litháens, á föstudag. Sex manns hið minnsta særðust er hermennirnir hófu skothríð. Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, sagði á fimmtudag að Litháen yrði fært undir beina stjórn Kremlarvaldsins héldu landsmenn áfram að hundsa lög og stjórnarskrá Sovétríkjanna. Þótti Gorbatsjov aldrei áður hafa hótað að bijóta á bak aftur sjálf- stæðisbaráttu Litháa með svo af- dráttarlausum hætti. Mikil spenna var ríkjandi í landinu í vikunni; sovéskir hermenn óku bryndrek- um um götur höfuðborgarinnar og sjálfstæðissinnar sem og fylg- ismenn Kremlverja efndu til fjöl- mennra fundahalda. Norski varnarmálaráðherrann: Sovéskar rangfærslur í af- vopnunarmálum hættulegar SAMSKIPTI Sovétríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) geta versnað alvarlega, ef ráðamenn í Moskvu gefa ekki fullnægjandi skýr- ingar á þeim rangfærslum sem hafa komið fram í sovéskum upplýsing- um um framkvæmd afvopnunarsamninga. Þetta sagði Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, í ræðu sem hann flutti í Militære Samfund í Ósló nýlega. Ráðherrann sagði, að sovéskar tölur um herafla væru ekki sannleik- anum samkvæmar. Þær væru ófull- komnar og gæfu kerfisbundnar vill- ur til kynna. Auk þesg..hefðu Sovét- menn flutt töluvert af hergögnum og vopnum austur fyrir Uralfjöll, sem ráðherrann taldi í sjálfu sér ekki bijóta í bága við CFE-sam- komulagið um fækkun hefðbundins herafla í Evrópu. Holst sagði hins vegar, að það. væri andstætt anda og tilgangi samkomulagsins ef þær vígvélar sem hafa verið fluttar aust- ur fyrir Úralfjöll væru til afnota fýrir virkar hersveitir og þannig væri að tækjunum búið, að þau mætti nota með skömmum fyrirvara til sóknar í Evrópu. Sovétmenn yrðu að gera grein fyrir einstökum þátt- um þessa máls. Sovétmenn hafa flutt flughersveit frá herstjóminni undir stjórn örygg- islögreglunnar KGB. Þá er vélaher- deild fótgönguliða við Arkhangelsk nú sögð vera strandvarðsveit og færð undir yfírstjórn flotans til að skjóta henni undan vegna hámarks- fjölda hermanna samkvæmt sam- komulaginu. Tvö stórfylki land- gönguliða flotans á Kólaskaga e.ru ranglega skráð til að skjóta þeim undan CFE-samkomulaginu, sagði varnarmálaráðherrann. Taldi ráðherrann ýmislegt benda til þess að, að sovéskir herforingjar hefðu tekið æ harðari afstöðu gagn- vart framkvæmd samkomulagsins. Ef til vill mætti tengja það hlutverki hersins í lýðveldaátökunum í Sov- étríkjunum. Yrði ekki tekið tillit til athugasemda sem Norðmenn hefðu gert við framkvæmd samkomulags- ins innan samráðsnefndar sem fjall- ar um hana, kynni það að hafa áhrif á afstöðu manna til þess, hvort stað- festa ætti samkomulagið og gæti haft alvarlegar afleiðingar fýrir sam- starfið milli Sovétríkjanna og NATO. Sovésk risaæfing undirbúin í ræðu vamarmálaráðherrans kom fram, að Sovétmenn undir- byggju nú mestu heræfíngu sem þeir hefðu nokkru efnt til við norsku landamærin í Finnmörku. Þijár véla- herdeildir með allt að 17.000 manns myndu taka þátt í æfmgunum. Fór Holst hörðum orðum um þessa æf- ingu. Hann sagði ekki traustvelqandi að Sovétmenn efndu til svo mikillar heræfingar í landamærahéraði, jafn- vel þótt eftirlitsmönnum væri boðið að fylgjast með henni. Þetta væri auk þess fjölmennari æfíng en nokkru sinni fyrr á þessum slóðum, næstum tvöfalt stærri en sovéska æfingin 1968. Þar vísar ráðherrann að sögn norska blaðsins Aftenposten til þess, að aðfaranótt 7. júní 1968 hófst sovésk heræfíng við norsku landa- mærin á Kólaskaga. Þá bárust frétt- ir frá norskum landamæravörðum um stöðugan gný handan landamær- anna. Þungum brynvörðum vögnum var ekið að landamærunum og snúið inn í Noreg. Norskir hermenn sem höfðu farið í varðstöðvar sinar sáu að vopnum bryndrekanna var beint í áttina að þeim. Litið er á þennan atburð sem hinn dramatískasta í samskiptum Norð- manna og Sovétmanna frá því í síðari heimsstyijöldinni. Til þessa dags veit enginn með vissu hvers vegna efnt var til þessarar sovésku „æfingar". Nokkrum vikum síðar hélt sovéski herinn inn í Tékkósló- vakíu. Fiskveiðistefna EB: Niðurskurður og hert veiði- eftirlit forgangsverkefni FISKVEIÐISTEFNA Evrópubandalagsins (EB) verður formlega endurskoðuð á næsta ári en nú þegar er hafin umræða um helstu þætti end- urskoðunarinnar. Innan bandalagsins eru skipt- ar skoðanir um tilgang hennar. Portúgalir og Spánveijar hafa lagt áherslu á að grundvallar- breytingar verði gerðar á stefnunni m.a. til að laga hana að breyttum aðstæðum sem sköpuð- ust við aðild þeirra að EB. Ríkin í norðanverðu bandalaginu hafa hins vegar lítinn áhuga á rót- tækri endurskoðun sem þau telja að eigi að bíða ársins 2002 en þá fellur stefnan úr gildi, sam- kvæmt samkomulagi frá árinu 1988. Forsenda hinnar sameiginlegu Heildarafli stefnu var fyrst og fremst sú að EB-flotans er sameiginlega næðu aðildarríkin áætlaður um meiri árangri í friðun og uppbygg- sjö milljónir ingu fiskistofna en hvert í sínu tonna á ári lagi. Á þeim sjö árum sem stefhan sem er rúm- hefur verið við lýði hefur lítið lega fjórfaldur dregið úr sóknarmætti flotans og heildarafli ís- ekkert ber á ^__ endurreisn fiskistofna. Mestu munar um aðild Sþán- ar og Portúgal að bandalag- inu árið 1986 en fiskveiðiflotar þessara landa voru ekki í nokkru samræmi við fiskimið ríkjanna. Ekkert bendir til þess að ríkin við Norðursjó hyggist samþykkja breytingar á stefnunni sem kæmu til móts við kröfur þessara ríkja. Framkvæmdastjóm EB hefur í skýrslu til ráðherraráðsins, aðild- arríkjanna og Evrópuþingsins sett fram þau markmið sem hún telur að keppa eigi að í þessari endur- skoðun. Framkvæmdastjórnin vill fyrst og fremst koma lagi á þá þætti sem mestu hafa valdið um yfirvofandi gjaldþrot stefnunnar. En það er allt of stór floti og slæ- legt eftirlit með veiðunum. í samanburði við aðrar atvinnu- greinar og sem hluti af heildar- framleiðslu EB-landana skiptir sjávarútvegur næsta litlu máli. Utgjöld vegna fiskveiðistefnunnar á vegum EB eru rúmlega 34 millj- arðar ÍSK sem jafngildir 1% af íjárlögum bandalagsins. BAKSVIÐ Kristófer M. Kristinsson skrifar frá Brussel lenska flotans. Fiskiskipafloti EB er talinn vera rúmlega 84 þúsund skip. Það segir sína sögu um flotann að meðal- stærð fiskiskipa er 20 tonn og meðaláhöfn er þrír sjómenn. Langstærsti hiuti flotans er smá- bátara og trillur. Það má hins vegar ekki gleyma því að fiskiðn- aður og veiðar eru stundaðar á landsvæðum sem bjóða upp á tak- markaða möguleika á annarri at- vinnustarfsemi. Pólitískt mikil- vægi fiskveiða innan EB verður þess vegna ávallt mun meira en efnahagslegt mikilvægi þeirra gefur tilefni til. Endurskoðun _ fiskveiðistefn- unnar skiptir íslendinga miklu máli og þá helst breyttar áherslur í samskiptum EB við ríki utan bandalagsins. Ýmislegt bendir til þess að dregið verði úr mikilvægi Ýmislegt þykir benda til þess að á næstu árum muni EB-ríkin leggja aukna áherslu á að treysta aðföng, vinnslu og markaði innan bandalagsins og að leitað verði eftir samstarfi við ríki utan þess. þeirrar kennisetningar að fyrir aðgang að mörkuðum EB komi aðgangur að fiskimiðum ríkja ut- an EB. í þeirri umræðu sem þeg- ar hefur átt sér stað um fyrirhug- aða endurskoðun er frekar lögð áhersla á að komast að annars konar samningum t.d. um sam- starfsverkefni sem miðuðu að því að treysta aðföng, vinnslu og markaði innan EB. Fátt er talið benda til þess að róttækar breytingar á fískveiði- stefnunni verði samþykktar á næsta ári. Líklegt er að þær bíði fram yfir næstu aldamót. Hér hafa Islendingar mikilla hags- muna að gæta, algjört hrun fiski- stofna undan meginlandi Evrópu yrði engum til framdráttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.