Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 22
22 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 13. JANÚAR 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingár: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðslaf Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Berlín-Búdapest- Prag-Vilnius A Aþjóðhátíðardegi Islendinga árið 1953 réðust sovézkir skriðdrekar á vopnlausa verka- menn á götum Austur-Berlínar og myrtu þá. Dimma haustdaga 1956 réðust sovézkar skriðdrekasveitir inn í Búdapest og börðu niður hetjulega baráttu Ungveija til þess að endurheimta sjálfstæði sitt. í ágústmánuði 1968 gerðu Sovét- menn og ieppar þeirra innrás í Tékkóslóvakíu og í krafti sovézkra skriðdreka var sjálfstæðisbarátta Tékka og Slóvaka, sem kennd var við vorið i Prag, brotin á bak aft- ur. Allir þessir atburðir hafa greipzt í vitund þeirra, sem með þeim fylgdust á sínum tíma, Nú hefur Vilnius í Litháen bætzt í hóp þeirra borga, þar sem sovézku hervaldi er beitt tii þess að kúga smáþjóð, sem berst fyrir frelsi sínu. Enn einu sinni eru sovézkir skriðdrekar komnir á kreik. Enn einu sinni eru sovézkir hermenn sendir á vettvang til þess að kæfa í fæðingu frelsisbaráttu fólks. Atburðirnir í Litháen síðustu sólarhringa eru óhugnanlegir. Sovézkar skriðdrekasveitir og fall- hlífasveitir hafa tekið á sitt vald nokkrar lykilstöðvar í höfuðborg landsins. Þegar löglega kjörinn forseti Litháens hringir í Gorb- atsjov, forseta Sovétríkjanna á þeirri stundu, þegar blóð byrjar að renna um götur Vilnius, er frið- arverðlaunahafi Nóbels upptekinn í hádegisverði! Frelsisbarátta Eystrasaltsþjóð- anna hefur alltaf höfðað til okkar íslendinga með sérstökum hætti. Við höfum fylgzt með örlögum þessara þjóða af meiri áhuga en flestar aðrar þjóðir, þ. á m. Norð- urlandaþjóðir. I samræmi við það hefur Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, nú þegar sent utanríkisráðherrum annarra aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins bréf, þar sem hann hvetur starfs- bræður sína til harðra mótmæla við Sovétstjórnina. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins hinn 10. nóvember sl. var vitnað til samtals við Landsbergis, forseta Litháens, sem var hér á ferð sl. haust. Þar sagði m.a.: „Þegar heimsstyrjöldinni síðari lauk lagðist hópur ungra Litháa í skæruhernað gegn Sovétmönnum og. leyndist í skógum landsins í nokkur ár áður en þeir höfðu ýmist týnt lífinu eða urðu að gefast upp. Þessum ungu mönnum gleymir þjóðin aldrei og fordæmi þeirra verður okkur Litháum leiðarljós um aldur og ævi í baráttu okkar fyrir fullu sjálfstæði, segir Lands- bergis. Og þegár hann er spurður, hvort honum hafi staðið ógn af sovézka hervaldinu, þegar skrið- drekar Rauða hersins brunuðu um götur höfuðborgarinnar fyrr á þessu ári var svarið þetta: við vor- um ekkert hræddir við þá. Þeir gátu ekki gert okkur neitt annað en taka okkur af lífi.“ Slik er óhagganleg rósemi þess manns, sem þessa dagana veitir þjóð sinni forystu frammi fyrir of- urefli sovézks hervalds. Hefur ekk- ert breytzt frá því í Berlín, Búda- pest og Prag? Að sumu leyti ekki. Enn er sovézku hervaldi beitt gegn saklausu fólki, sem biður ekki um annað en frelsi. Hins vegar vekur það vonir, að innan Sovétríkjanna sjálfra rís nú upp andstaða við framferði Kremlarstjórnarinnar i Vilnius. Jeltsín, forseti stærsta lýð- veldisins innan Sovétríkjanna, Rússlands, hefur mótmælt þessum aðförum. Þrátt fyrir það sýna atburðirnir í Vilnius síðustu daga, að Gorb- atsjov getur sýnt á sér sama and- lit og forverar hans í Kreml. Þess vegna verða Vesturlandaþjóðir að halda vöku sinni. Og hvað sem gerast kann næstu daga megum við hvergi hvika í stuðningi okkar við frelsisbaráttu Eystrasaltsþjóð- anna. 107 MENN I •geta deilt um fullveldi og sjálf- stæði þjóða. Sumir segja það sé ekki eins mikið eða mikilvægt nú á dögum og áður var vegna þeirra miklu utanaðkom- andi áhrifa sem raun ber vitni. Sjálfsákvörðunarréttur sé takmark- aður við þróun og áðstæður. Þetta má víst að einhveiju leyti til sanns vegar færa. Við ráðum tilaðmynda litlu um það hvaða sjónvarpsefni flæðir úr gervihnöttunum inná íslenzk heimili og vitum ennþá minna um það, hvort þetta efni er skaðvaldur og aðför að íslenzkri tungu eða ekki. Drögum þó þá ályktun, studda margvíslegum reynslurökum, að þetta útlenda flæði á heimilunum spilli tungunni og geti jafnvel veitt henni náðar- stuðið. Því sé nauðsynlegt að fara með gát og reyna að efla andlegt þrek viðtakenda með alvörumennt- un sem þolir álagið einsog sterkur vamargarður. Það er engin menningarleg land- helgi andspænis gervihnattabylgj- unni, ekkert fullveldi. 1 AO í STAÐINN FYRIR UT- X O «anstefnur í gamla daga erum við nú farin að skjóta ýmsum málum til erlendra stofnana, sjálf- viljug og án þvingana. Nú þykir sjálfsagt að hiíta samþykktum Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra, launþegasamtök leita álits og umsagna alþjóðastofnana og afhenda þeim þannig íhlutunarrétt í okkar mál, og þá þykir það ekki sízt í samræmi við sjálfstæði okkar og fullveldisvitund að skjóta málum til erlendra dómstóla. Gvendi bysk- upi góða og Jóni Arasyni var legið á hálsi fyrir þetta sama en þemi. þótti jafnsjálfsagt að skjótá málum ti! Róms eða erkibyskups í Niðarósi og vernda sjálfstæði kaþólsku kirkj- unnar. Við höfum þó ekki talið það til fyrirmyndar eða eftirbreytni; ekki framað þessu; svoað ekki sé nú talað um afskipti Noregskon- unga af íslenzkum málum og danskra stjórnvalda á hörmungaröldunum. 1 AQ ÍSLENDINGAR ERU, X " J í/ • ef jnarka má skoðana- kannanir, sundraðir í afstöðu til aðildar að Evrópubandalaginu og því afarauðvelt að hefja nú sárs- aukafullar áróðursherferðir til stuðnings eða andstöðu við aðild. í öllum flokkum eru mjög skiptar skoðanir og því mikil hætta á klofn- ingi og þverpólitískum átökum, svo viðkvæmt sem málið er, þarsem um gæti verið að tefla grundvöll lífsaf- komu okkar, fiskimiðin, og fullveld- ið að einhveiju leyti. Við börðumst ekki fyrir því í 500 ár til að farga því að hluta án mikils ávinnings sem væri enn mikilvægari sjálfstæði ,okkar og lífshagsmunum en skertur sjálfsákvörðunarréttar í einstökum málum. Margvísleg löggjöf banda- lagsins er t.a.m. betri og nær samtímahugsun í nútímaþjóðfélagi en okkar lög og verðum við blákalt að horfast í augu við þá staðreynd einsog hún birtist í athyglisverðu riti utanríkisráðuneytins, Saman- burður á íslenskri löggjöf og sam- þykktum Evrópubandalagsins, 1990. Með því að kynna sér þetta fróðlega þúsund blaðsíðna rit er fyrst hægt að skilja hversvegria meirihluti ungs fólks er fylgjandi aðild að Evrópubandalaginu. Það er einfaldlega mjög nýtízkulegt bandalag og margt í löggjöf þess höfðar augsýnilega til ungs fólks vegna þess fijálsa og félagslega anda sem svífur yfir vötnunum. Margvísleg réttindi, t.a.m. nám og próf, eru gagnkvæm og því freist- andi. Félagsleg löggjöf bandalags- ins er nær launafólki en margt í okkar löggjöl'. Hún er mjög í anda borgaralegrar mannúðarstefnu. Það er augljós ástæða fyrir því meirihluti opinberra starfsmanna virðist fylgjandi aðild að bandalag- inu. En þótt svo virðist sem meiri- hluti þeirra sem afstöðu hafa tekið í skoðanakönnunum sé fylgjandi aðild, þá eru hinir hóparnir fjöl- mennir sem eru andvígir eða óá- kveðnir, hinir síðarnefndu yfír þriðj- ungur þjóðarinnar. Og enginn veit raunar hver vilji meirihlutans er. Það er engin tilviljun sjómenn og bændur eru öðrum stéttum andvíg- ari aðild. Sjómenn horfa fyrst.og síðast til fiskimiðanna og bændur hugsa með hryllingi um óheftan innflutning landbúnaðarvara, þótt þeir verði að taka þátt í því að lækka .ríkisútgjöld vegna útflutn- ingsbóta og niðurgreiðslna svo þungur baggi sem þær eru á skatt- greiðendum og neytendum. Hags- munir sjómanna og.annarra íslend- inga fara saman. Varla getur hvarflað að nokkrum manni að opna nýfengna fiskveiðilögsögu okkar fyrir þeim sem þaðan eru nýfarnir eftir aldalanga rányrkju; Bretum, Portúgölum, Spánveijum, Belgum og Þjóðveijum svo nokkrar þjóðir séu nefndar.' Á. þessu atriði mun allt velta. Einsog tæknin er orðin og ágang- ur erlendra miðla að menningar- helgi okkar er engin sérstök ástæða til að óttast yfirgang af því tagi, hann er einfaldlega fyrir hendi eins- og oft hefur verið bent á, arfur okkar á undir högg að sækja og tungan raunar um sárt að binda vegna gervihnatta, myndbanda og annarrar nýtækni; gleymum ekki tölvunum og alþjóðamáli þeirra, enskunni. Evrópubandalagið virðist þvertámóti stuðla að varðveizlu sér- stæðs menningararfs fámennra þjóða eða þjóðbrota. Okkur vantar mótvægi gegn yfirflæðandi engil- saxneskum áhrifum. En . . . M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall IÞEIM SKOÐANASKIPTUM OG deilum, sem orðið hafa um fisk- veiðistefnuna á undanförnum árum hefur það stundum gleymzt, að almenn samstaða er um nokkur meginatriði í sjáv- arútvegsmálum okkar íslend- inga. Ekki er úr vegi að minna á þetta vegna þess, að umræðurnar beinast frem- ur að þeim þáttum í málefnum þessarar atvinnugreinar, sem valda sundrungu. Það verður að líta svo á, að víðtæk ein- ing sé um það grundvallaratriði, að fiski- miðin séu sameign þjóðarinnar. Þeir eru fáir, sem leyfa sér að halda því fram, að eðlilegt sé, að fámennur hópur þjóðfélags- þegna eigi þá auðlind, sem sköpum skiptir um búsetuna í þessu landi. Akvæði um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum, hef- ur nú verið lögfest. Ekki verður annað skilið en að hagsmunasamtök í sjávarút- vegi séu sammála því ákvæði. Þetta grund- vallaratriði hlýtur að vera viðmiðun í öllum umræðum um þessi mál. En það er fleira en þetta, sem lands- menn eru yfirleitt nokkuð sammála um varðandi sjávarútvegsstefnuna. Þannig verður að telja, að allur þorri landsmanna sé þeirrar skoðunar, að ekki komi til greina að veita fiskiskipum frá öðrum þjóðum heimild til veiða innan 200 mílna fiskveiði- lögsögu okkar Islendinga. I þeim skoðana- könnunum, sem gerðar hafa verið og sýnt hafa ótrúlega mikið fylgi við aðild að EB, hefur jafnframt komið í ljós, að yfirgnæf- andi meirihluti fólks er andvígur því að veita öðrum þjóðum heimild til fiskveiða hér við land á nýjan leik, enda er ekki af neinu að taka. Með sama hætti má telja nokkuð víst, að mikill meirihluti íslendinga telji ekki koma til greina að veita erlendum fyrir- tækjum heimild til að fjárfesta í íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þótt skoðanir kunni að vera skiptari um þetta en veiði- heimildir innan fiskveiðilögsögunnar er þó ljóst, að það er fámennur hópur, sem telur erlenda eignaraðild að fyrirtækjum í sjáv- arútvegi koma til greina, enda væri þá verið að hleypa útlendingum inn í fiskveiði- lögsögu okkar inn um bakdyrnar. Þá má telja víst, að nokkuð almenn samstaða sé um það markmið í sjávarút- vegsmálum að fækka fiskiskipum svo mjög, að stærð flotans verði í einhveiju samræmi við það aflamagn, sem óhætt er að sækja hveiju sinni. Nú er fiskiskipa- flotinn alltof stór, sem veldur því, að rekst- ur útgerðarinnar er óhagkvæmari en hann þyrfti að vera og kostnaður við að sækja fiskinn á haf út mun meiri en hann gæti verið. Það er svo önnur saga, að menn eru ekki sammála um, hvernig ná eigi þessu markmiði. Loks verður að telja, að það sé nú orð- ið nokkuð almenn skoðun, að fækka verði fiskverkunarhúsum verulega og um það markmið er áreiðanlega víðtækari sam- staða en var fyrir nokkrum árum. Af þessu má sjá, að samstaða um meginstefnu og markmið í sjávarútvegsmálum er býsna mikil í veigamiklum þáttum þessarar at- vinnugreinar og grundvallarþáttum. Þessu má ekki gleyma í umfjöllun um það, sem deilum veldur. Kvótakerfið veldur deilum ÞAÐ ER HINS vegar hið svo- nefnda kvótakerfi, sem veldur deilum. Þótt andstaða við það hafi verið nokk- ur í upphafi hefur hún magnazt á undan- förnum árum og þá sérstaklega síðustu mánuði. Með einhveijum hætti hafa um- ræður um trillukvótann orðið til þess, að almenningur sér þetta mál í skýrara ljósi en áður. Þegar fiskiskip, sem kostuðu hvort sem var mörg hundruð milljónir króna, hækkuðu verulega vegna kvótans sem fylgdi skipunum, tók fólk ekki mikið eftir því. Þegar hins vegar trillur, sem kostuðu kannski örfáar milljónir, hækkuðu skyndilega í verði, svo nam mörgum millj- REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 12. janúar ónum vegna kvótans, áttaði fólk sig á því, sem var að gerast: aðgangur að físki- miðunum, sem lögum samkvæmt eru sam- eign þjóðarinnar allrar, þýddi stórkostlega eignaaukningu fámenns hóps manna. Talsmenn kvótakerfisins segja, að það sé eina raunhæfa leiðin til að hafa stjórn á fiskveiði landsmanna, en slík stjórn sé óhjákvæmileg vegna takmarkaðrar stærð- ar fiskistofnanna við landið. Þeir benda á, að eftir að kvótinn sé orðinn framseljan- legur, stuðli þetta kerfi að því, að útgerðar- menn kaupi skip af öðrum, færi kvóta þeirra milli skipa og taki önnur úr notkun. Þannig muni það markmið nást á næstu árum, að fækka skipum, auka hagkvæmni í fískveiðum og þá um leið afrakstur þjóð- arinnar allrar af nýtingu hinnar sameigin- legu auðlindar. Þegar þessi endurskipu- lagning í sjávarútvegi sé að mestu um garð gengin í krafti hins framseljanlega kvóta muni útgerðarfyrirtækin skila arðin- um til þjóðarinnar m.a. í formi skatt- greiðslna. Andstæðingar kvótakerfisins, eins og það hefur þróazt, benda á það grundvallar- atriði, að fiskimiðin séu sameign þjóðarinn- ar allrar samkvæmt lögum, sem Alþingi hefur sett. Þess vegna sé það fáheyrt, að rétturinn til þess að nýta þessa sameign sé afhentur fámennum hópi manna, án endurgjalds. Svo langt sé gengið, að út- gerðarmenn eignfæri kvótann með leyfi skattyfirvalda, þótt lög kveði á um, að hér sé um sameign þjóðarinnar að ræða, sem nú er eignfærð í bókhaldi einstakra útgerð- arfyrirtækja! Talsmenn þessa sjónarmiðs benda á, að með þessu sé verið að framkvæma stór- fellda eignatilfærslu. Hún sé svo mikil, að sum útgerðarfyrirtæki eigi kvóta sam- kvæmt þessu, sem er að verðmæti nokkrir milljarðar króna og alla vega nokkur hundruð milljónir króna. Úr því, að útgerð- armenn hafí efni á að borga hver öðrum fyrir kvótann hljóti þeir að hafa bolmagn til að borga þjóðinni fyrir réttinn til að nýta fískimiðin. Andstæðingar kvótakerfisins draga í efa, að það reynist tæki til þess að ná því marki að fækka verulega fiskiskipum og benda á, að hægt hafi gengið í þeim efn- um. Talsmenn kvótans segja hins vegar að nú sé kominn skriður á þá þróun, sem ganga muni hratt fyrir sig á næstu árum. Enginn vafi er á því, að stuðningsmenn og formælendur kvótakerfisins eru komnir í mjög sterka stöðu. Kerfið er komið á og með hveiju árinu sem líður styrkir það sig í sessi. Mesti veikleiki í málflutningi and- stæðinga kvótakerfisins er Sá, að þótt þeir færi fram sterk rök fyrir grundvallar- sjónarmiðum í málinu eru þeir á veikari grunni, þegar kemur að útfærslu annarra hugmynda, sérstaklega vegna þess, að þeir hafa ekki gert nægilega grein fyrir því, hvernig þeir hugsa sér framkvæmd þeirra hugmynda. Þrátt fyrir það má telja víst, að svo mikil andstaða sé komin upp gegn kvóta- kerfinu, að enginn friður verði um það á næstu árum. Þess vegna er hyggilegt fyr- ir talsmenn kvótakerfísins og handhafa kvótans að hlusta á sjónarmið þeirra, sem telja þetta kerfí siðleysi, og taka þátt í því með þeim að ná málamiðlun um þetta veigamikla atriði í þjóðarbúskap okkar. EF ANDSTÆÐ- ingar kvótakerfis- ins ætla að ná árangri í baráttu sinni gegn því hljóta þeir að leita leiða til þess að út- færá hugmyndir sínar á þann veg, að þær geti talizt fram- kvæmanlegar. En hvað getur komið í stað- inn fyrir kvótann? Sumir eru þeirrar skoðunar, að taka eigi upp á ný hið svonefnda skrapdaga- kerfi. Spurning er, hvort menn telji það kerfi nógu sannfærandi til þess að ná þeim markmiðum, sem að er stefnt, þ.e. árang- Hvað getiir komið í staðinn fyr- ir kvótann? ursríkri stjórn fiskveiðanna, verulegri fækkun fiskiskipa og hagkvæmari rekstri útgerðar yfirleitt. Aðrir telja, að taka eigi upp veiðileyfa- kerfi. Með því að selja veiðileyfí eða gera útgerðinni að greiða endurgjald fyrir afnot fiskimiðanna sé hægt að tryggja, að út- gerðin verði rekin á sem hagkvæmastan hátt. Þá .muni fiskiskipum í rekstri fækka verulega af þeirri einföldu ástæðu, að end- urgjaldið knýi útgerðarmenn til þess að fækka skipum. Þar með sé öllu réttlæti fullnægt og eigandi auðlindarinnar, þjóðin öll, fái sanngjarnt endurgjald fyrip afnot hluta þjóðarinnar af auðlindinni. í þessu sambandi var athyglisvert að hlýða á sjón- armið skipstjóra í Vestmannaeyjum í sjón- varpsviðtali fyrir nokkrum dögum, sem hefur verið á sóknarmarki, en telur hag sinn skertan mjög eftir að það hefur verið afnumið. Hann hafði orð á því, að kánnski væri eina leiðin að borga eitthvað fyrir réttinn til þess að fiska. Andstæðingar veiðileyfanna spyija, hvernig það kerfi eigi að vera í fram- kvæmd. Á að bjóða fiskveiðiréttinn upp? Ef hann er boðinn upp á landsvísu og seld- ur hæstbjóðanda mundu þeir, sem mest fjármagn hafa, ná fiskveiðiréttinum til sín og geta farið með hann að vild, segja þeir. Hugsanlegt sé að heilir landshlutar og allavega stór byggðarlög nái engum kvóta til sín með slíku kerfi, segja andstæðingar veiðileyfa og halda því fram, að landauðn blasi við, verði veiðileyfakerfí tekið upp. Talsmenn veiðileyfa hafa ekki útfært hugmyndir sínar nægilega vel til þess að hafa á reiðum höndum svör við slíkum röksemdum kvótatalsmanna. Hins vegar er nauðsynlegt að það verði gert í þágu þessara umræðna, sem fjalla um svo veiga- mikla þætti í þjóðarbúskap okkar. Bæði fyrr og aftur nú hafa komið upp hugmyndir um, að þjóðin taki stórt lán og noti það til þess að kaupa upp fjórðung eða þriðjung fiskiskipaflotans. Með þeim hætti væri hægt að ná fram á skömmum tíma þeirri hagræðingu í rekstri útgerðar- innar, sem nánast allir eru sammála um, að stefna þurfi að. Þeir sem nýlega hafa reifað þessa hugmynd segja sem svo, að eðlilegt sé, að sú útgerð, sem eftir verður, greiði slík lán- niður á löngum tíma vegna þess, að hún muni njóta í ríkum mæli hagkvæmninnar af lántökunni. í slíkri hugmynd eru fólgnar ákveðnar undirtektir við að útgerðin greiði fyrir afnotin af físki- miðunum. Fleiri hugmyndir hafa verið nefndar um valkost í stað núverandi kvótakerfis, svo sem að kvóti fylgi vinnslustöðvum að ein- hveiju leyti en ekki fiskiskipum eða jafn- vel landshlutum. Þessar hugmyndir hafa ekki fengið byr. Til eru þeir, sem telja sanngjarnast að leyfa fijálsa sókn að þeim mörkum, sem leyfilegur heildarkvóti segir til um. Hins vegar sé það mjög óhagkvæm aðferð, þegar fiskiskipaflotinn er alltof stór eins og nú. En hvað ef búið er að skera hann niður um ijórðung eða þriðjung með þeirri aðferð, sem að framan var nefnd? Og loks má nefna þann möguleika að stíga fyrstu skrefin til þess að koma á endurgjaldi fyrir afnot af fískimiðunum með því að gera útgerðinni að greiða ákveðið gjald ár hvert fyrir þann kvóta, sem nú er í gildi. Málamiðlun ÞOTT UTGERÐ- armenn hafi komið ár sinni vel fyrir borð með því kvóta- kerfi, sem nú er við lýði, er alveg ljóst, að meirihluti þjóðarinnar sættir sig ekki við þetta kerfí til lengdar. Þess vegna væri hyggilegt fyrir hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi að koma til móts við gagnrýnend- ur þessa kerfis. En auðvitað er ljóst, að það verður engu kerfí komið á í fiskveiði- stjórnun til frambúðar, sem hagsmunaaðil- ar í sjávarútvegi og talsmenn almanna- valds eru ekki sæmilega sáttir við. Taki útgerðarmenn hins vegar þá af- stöðu að halda fast við það kerfí, sem jeir hafa náð í gegn og hentar þröngum hagsmunum þeirra augljóslega mjög vel, má búast við hörðum og vaxandi deilum um þetta mál vegna þess, að nieirihluti jjóðarinnar mun smátt og smátt komast að þeirri niðurstöðu, að sú eign hennar, sem mestu skiptir, hafi verið afhent fá- mennum hópi manna fyrir ekki neitt. Og við það verður aldrei unað. Sumir líkja þessu við efnahagslegt valdarán með að- stoð stjórnmálamanna. Veiðileyfakerfi get- ur a.m.k. ekki orðið siðlausara en það kvótakerfí, sem nú er í framkvæmd og alla vega réttlátara að því leyti, að þeir framselja eignina, sem eiga hana. Slík handhöfn á miðunum væri byggð á sið- ferðilegu réttlæti en ekki eignatilfærslu- braski þeirra, sem eiga ekki það, sem þeir braska með. Morgunblaðið hefur stundum vikið að því, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem kemur saman í byijun marzmánaðar, hlyti að taka þetta mál til meðferðar með árangursríkari hætti en síðasti landsfund- ur flokksins. Hvers vegna landsfundur Sjálfstæðisflokks? Vegna þess, að hann er sá vettvangur, þar sem saman koma undir pólitískum formerkjum útgerðar- menn, fiskverkendur, sjómenn, landverka- fólk og fulltrúar flestra stétta í þjóðfélag- inu. Þess vegna er landsfundur Sjálfstæð- isflokksins mikilvægur vettvangur fyrir málamiðlun núlli ólíkra sjónarmiða um þetta mikla þagsmunamál. Það má ekki koma til þess, að landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins víkist undan því að taka afstöðu til þessa máls. Það má heldur ekki koma til þess, að landsfundur flokksins endurómi einungis sjónarmið hinna öflugu samtaka útgerðarmanna og annarra hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Hér þarf þvert á móti að nást sú málamiðlun, sem þorri þjóðarinnar getur sætt sig við. Morgunblaðið/Ámi Sæberg “Þrátt fyrir það má telja víst, að svo mikil and- staða sé komin upp gegn kvóta- kerfinu, að eng- inn friður verði um það á næstu árum. Þess vegna er hyggilegt fyrir talsmenn kvóta- kerfisins og hand- hafa kvótans að hlusta á sjónar- mið þeirra, sem telja þetta kerfi siðleysi, og taka þátt í því með þeim að ná mála- miðlun um þetta veigamikla atriði í þjóðarbúskap okkar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.