Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBIAÐIÐ MlÐVl^UDAGURia. APRÍL J9<)1 fundi 26. maí 1940, þakkaði Sigur- björn Á. Gíslason, formaður sóknar- nefndar, biskupnum, herra Sigur- geiri Sigurðssyni, „hversu mikinn ötulleik hann hefði sýnt, að koma þessu máli fram. Honum bæri að þakka það, að þessi lausn hefði fengist. Hann ætti heiðurinn.“ Bisk- up bað menn aftur að muna það, að það hefði verið prófessor Sigurð- ur Sívertsen, sem hefði lagt fyrstu drögin að því frumvarpi, sem nú væri orðið að lögum. Ég hygg, að þessir þrír, sem hér hafa nú verið nefndir, hafi allir lagt mikið til þessa máls. Sigurbjörn Á. Gíslason var formaður sóknar- nefndar Reykjavíkur alian tímann sem mál þetta var að þróast. Hann hlaut að leiða söfnuðinn veg, sem var býsna vandrataður, af því að enginn söfnuður hafði áður þurft að ráðast í slíkar framkvæmdir. Og hann hafði mannval sér við hlið, sóknarnefnd, sem tók litlum breyt- ingum allt frá 1926. Nöfn þeirra manna mega gjarnan geymast. Þeir voru: Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður, Pétur Halldórsson borgarstjóri, Sigurbjörn Þorkelsson kaupmaður í Vísi og Jón Gunnars- son forstjóri Samábyrgðar Islands á fiskiskipum. Jón hætti störfum 1929 og var þá kosinn Sigmundur Sveinsson umsjónarmaður Miðbæj- arskólans. Eftir það starfaði nefnd- in óbreytttil 1940. Safnaðarfulltrúi var Knud Zimsen verkfræðingur og um hríð borgarstjóri. Sigurður Sívertsen kom inn í þetta _mál sem formaður Prestafé- lags íslands og var falin forysta kirkjuráðsnefndarinnar svokölluðu, sem samdi fyrsta lagafrumvarpið um þetta mál. Sigurgeir biskup, sem var mikill framkvæmdamaður, mun svo hafa haft góð áhrif með því að fyigja málinu eftir persónu- lega við þingmenn og ráðherra. Dómkirkjuprestarnir komu báðir mjög við sögu. Og það kom í hlut sr. Friðriks Hallgrímssonar sem prófasts að standa fyrir formlegri stofnun nýju safnaðanna þriggja, sem um þessar mundir eiga hálfa öld að baki í starfi og þjónustu. „Þetta er hörku puð“ - segir Gunnar Marel Eggertsson, um und- irbúning og siglingu eftirmyndar Gauks- staðaskipsins til Ameríku í sumar Vestmannaeyjum. GUNNAR Marel Eggertsson, Vestmannaeyingurinn, sem verður í áhöfn eftirmyndar Gauksstaðaskipsins sem sigla á frá Noregi til Ameríku í sum- ar, kom í stutta heimsókn til landsins á dögunum. Gunnar hélt til Noregs í byrjun mars og hefur unnið við að gera skip- in þrjú, sem verða í leiðangrin- um, sjóklár. Gunnar segir að öllum undirbúningi miði vel, búið sé að sjósetja skipin og æfingar hefjist nú af fullum krafti. Morgunblaðið/Gunnar Marel Eggertsson Gauksstaðaskipið við bryggjuna í Haaholmen. „Ég hlakka til að fara út aftur því nú eru framundan æfingar á skipinu og verður æft á fullu fram að brottför. Handtökin eru mörg og þetta er rosa puð. Það þarf til dæmis þijá tii fjóra menn bara til að hífa upp seglið og þeir þurfa að taka vel á því. Það er því eins gott að allir séu í góðri æfingu og klárir þegar lagt verður í hann,“ sagði Gunnar Eggertsson að lokum. Grímur Skipin eru byggð á eyjunni Haanholm, sem er skammt frá Kristjansund. Gunnar hélt þangað 6. mars sl. og hefur dvalið þar við undirbúning fararinnar ásamt fleirum úr væntanlegum áhöfnum skipanna. Annar íslendingur, Rik- hard Pétursson, sem verður skip- veiji í leiðangrinum, hefur einnig dvalið ytra við undirbúning. „Það hefur verið í nógu að snúast við undirbúning. Þegar ég kom út var verið að leggja síðustu hönd á skipin fyrir sjósetninguna," sagði Gunnars. „Mér var strax fengið það verkefni að ljúka smíði á mastrinu í Gauksstaðaskipið og koma því síðan fyrir. Skipið var svo sjósett 14. mars en fylgdar- skipin tvö 16. mars. Síðan hefur verið gengið frá hinum ýmsu hlut- um og þegar ég fór heim um síðustu helgi var allt að verða klárt. Við erum búnir að fara í eina prufusiglingu og reyndist skipið vel. Þá var siglt undir þöndu segli, sem er engin smásmíði, um Gunnar Marel Eggertsson legg- ur lokahönd á smíði masturs skipsins. 130 fermetrar að stærð. Það komu ýmsir smá agnúar í ljós í þessari siglingu sem við höfum síðan unn- ið við að lagfæra," sagði hann. Gunnar sagði að þokkalegap vistarverur væru í skipinu. Á dekkinu hefði verið. komið fyrir tveimur kössum og þar yrði af- drep áhafnarinnar. I öðrum þeirra væri smá kokkhús en í hinum væri búið að koma upp nokkrum kojum. „Mér sýnist að vistarver- urnar verði bara þokkalegar, svona miðað við hvernig þær geta orðið,“ sagði hann. ' ~ í i PK;,-V : r,;; . .. % ' yvilfe* * u 1 j / 1 5 - ■ ' R S H A Tf D verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu, föstudaginn 12. apríl 1991 úast má vió mikilli aósókn, en aögangur er heimill öllu skemmtilegu fólki, sem hefur áhuga á starfsemi klúbbsins og vönduóum feróalögum. DAGSKRÁ: Húsið opnað með fordrykk kl. 19.30. Fegurðardrottning frá Filippseyjum afhendir gestum blóm. Heimsveizlan hefst kl. 20.30 stundvíslega. Fjölbreyttur hátíðarkvöldverður með austurlenzku ívafi. Veizlustjóri: Ingólfur Guðbrandsson. Kynning fer fram á starfsemi Heimsklúbbsins með þátttöku erlendra gesta. SKEMMTIATRIÐI: Reykj avíkurkvartettinn leikur léttklassíska tónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir, óperusöngvari syngur vinsælar aríur og íslenzk lög. Hljómsveit leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Spari- eða samkvæmisklæðnaður. Aðgöngumiðar verða seldir hjá VERÖLD á jarðhæð, miðvikudag 3. og fimmtudag 4. apríl. Þeir gilda einnig sem happdrættismiðar og verður góður vinningur dreginn út á miðnætti. Borðapantanir á sama stað HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS, FERD AMIDSTÖDIN VERÖLD Austurstræti 17, símar 626525/622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.