Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Fiaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 110Ó kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Skuldasöfnun og lánsfjárþörf ríkisins að veltur á miklu fyrir ein- staklinginn og samfélagið, hverju fram vindur í ríkisbú- skapnum. Hann hefur víðtæk áhrif á flesta þætti efnahags- mála, atvinnumála og kjara- mála. Ríkisbúskapurinn hefur bæði bein og óbein áhrif á hags- muni einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Þegar stjórnarstefnan í ríkis- búskapnum, sem og fram- kvæmd hennar, eru lögð í dóm kjósenda í endað kjörtímabilið, blasir ekki við nein glæsimynd. Þrátt fyrir um það bil sextán milljarða aukna skattheimtu á fjórum árum, 1988-1991, nálg- ast uppsafnaður ríkissjóðshall- inn á þessu tímabili þrjátíu milljarða króna. Þessum upp- safnaða ríkissjóðshalla hefur verið mætt með skuldasöfnun, innlendri og erlendri, sem tekur um tíundu hverja útgjaldakrónu ríkisins í vexti. Ríkissjóðshall- inn er í raun einnig skatt- heimta, þar eð efnt var til við- bótarskulda, til að mæta hallan- um, í umboði skattborgaranna, sem greiða þær að lokum, í einni eða annarri mynd. Þess er vart að vænta að skattborg- ararnir, sem búið hafa við skert lífskjör um sinn, leggi blessun sína yfir slíkt verklag í Stjórn- arráðinu, þegar að kjörborðinu kemur. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sat fyrir svör- um fréttamanna í fyrrakvöld í flokkakynningu ríkissjónvarps- ins. Hann var m.a. spurður að því, hvort mikil lánsfjárþörf ríkisins væri ekki meginorsök hárra vaxta hér á landi, en í það stefnir í ár [1991], að allt að 70 krónur af hveijum 100 í nýjum peningalegum sparnaði hér á landi verði teknar að láni af opinberum aðilum, ef mæta á lánsfjárþörfinni að fullu inn- anlands. Svar formanns Fram- sóknarflokksins var ekki marg- flókið: „Ja, viltu heldur að við tökum lán erlendis?" Forsætis- ráðherra horfði í svari sínu fram hjá kjarna málsins, þenslunni í ríkisbúskapnum og eyðslu lög- gjafans en þó einkum fram- kvæmdavaldsins langt umfram tekjur. Það er þessi framvinda sem leitt hefur til ofvaxinnar lánsfjárþarfar og varhuga- verðrar skuldasöfnunar ríkis. Það má vel vera að svar af þessu tagi úr munni forsætis- ráðherra nægi þeim, sem horfa aðeins á yfirborð orðanna, en það er ekki háttvísi við hugs- andi fólk. Það er að vísu rétt hjá for- sætisráðherra að það er ill- skárra að fjármagna eyðslu ríkisins umfram tekjur með inn- lendum lánum en erlendum. Staðreynd er hins vegar að er- lend skuldabyrði ríkisins er ærin. Þannig kemur fram í upp- lýsingariti Þjóðhagsstofnunar, „Búskapur hins opinbera 1980-1989“, að heildarskuldir ríkisins 1988 námu 68.273 m.kr., þar af innlendar skuldir ' 28.068 m.kr. en erlendar skuld- ir 40.205. m.kr. Vaxtagjöld ríkisins uxu úr 1,4% af vergri þjóðarframleiðslu 1980 í 3,3% árið 1989 — og úr 5,4% árið 1980 í 10,6% 1989 sem hlut- fall af heildarútgjöldum ríkis- ins. Skuldaboltinn hefur hlaðið myndarlega utan á sig síðan. Þó kastaði fyrst tólfunum við afgreiðslu lánsfjárlaga rétt fyr- ir þinglausnir. Þegar upp var staðið hafði stjórnarliðið sam- þykkt hæsta kosningavíxil þingsögunnar. Lánsfjárlögin heimila ríkisstjórninni að taka allt að 25 milljarða króna — tuttugu og fimm þúsund millj- ónir — að láni innanlands og utan. Það fer ekki á milli mála hveijir eiga að axla skulda- baggana. Það eru fólkið og fyr- irtækin í landinu, sem eru að vinna sig út úr efnahagskrepp- unni með þjóðarsáttinni. Stjórn- arliðið hefur á hinn bóginn í engu virt þá samfélagssátt, eins og stóraukin skattheimta, þenslan í ríkisbúskapnum, ríkis- sjóðshallinn og lánsfjárlögin vitna gleggst um. Fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar eru í senn höfundar, framkvæmdastjórar og póli- tískir ábyrgðarmenn fjárlaga, skattalaga og lánsfjárlaga. Fyr- ir liggur, svo hafið er yfir allan vafa, að stjórnarstefnan í ríkis- fjármálum hefur brugðizt í öll- um höfuðatriðum. Það hefur heidur ekki tekizt að búa at- vinnuvegunum sambærileg starfsskilyrði — sambærilega samkeppnisstöðu — og atvinnu- líf í grannríkjum býr við. Gjald- þrot einstaklinga og fyrirtækja tala sínu máli þar um, sem og almenn lífskjör í landinu. Það er því hætt við að ráðherrarnir og stjórnarflokkarnir hafi ekki erindi sem erfiði þegar þeir leita eftir umboði almennings, sér til handa, til að halda áfram að deila og drottna í Stjórnarráð- inu, eftir reglum forsjárhyggj- unnar og hrossakaupanna, næstu fjögur árin. Björgvinsbeltið á markaði í rúmt ár: Beltið hefur þeg- ar sannað gildi sitt - segir Björgvin Signrjónsson, hönnuður björgunartækisins Vestmannaeyjum. BJÖRGVINSBELTI var notað við björgnn Haralds Karls Reynisson- ar, skipveija af Sandafelli HF, sem tók út er verið var að leggja netin fyrir nokkru. Björgvinsbeltið er nýlegt björgunartæki, sem ekki hefur enn verið lögskipað um borð í íslensk skip en beltin eru þó komin um borð í nokkur skip. Margir telja að belti þetta sé eitt besta tæki sem völ er á nú til björgunar manna úr sjó. Björgvinsbeltið er hannað af Eyjamanninum Björgvin Siguijóns- syni. Björgvin hóf hönnun þess er hann var í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1986 og vann síðan að þróun þess, með margvíslegum prófunum, í nokkur ár. Friðrik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, og mikill áhugamaður um öryggismál sjó- manna, sem fylgst hefur með hönn- un og prófunum beltisins frá upp- hafi, segir um Björgvinsbeltið: „Eg sagði strax í upphafi að þetta tæki væri góð viðbót við þau björgunar- tæki sem fyrir eru í bátunum og í dag er þetta besta tæki sem völ er á til að ná einstökum mönnum, sem fara í sjóinn, um borð á ný. Beltið er þeim kostum búið að það er auð- velt að fara í það og svo getur maður sem í því er auðveldlega tek- ið annan mann í það með sér, jafn- vel þó svo að sá sé meðvitundar- laus. Það er létt og handhægt og sjálfsögð viðbót öryggistækja um borð í öll skip því alltaf má bæta öryggið um borð án þess að það sé á kostnað þeirra björgunartækja sem fyrir eru.“ Nýtt tæki í stað björgunarhringsins Björgvin Siguijónsson, hönnuður beltisins, hóf sjómennsku 16 ára gamall og hefur stundað hana þau 28 ár sem liðin eru síðan. Haustið 1986 settist hann á skólabekk í Stýrimannaskólanum í Eyjum, var í svokölluðu réttindanámi undan- þágumanna, og lauk þaðan skip- stjórnarprófi 1987. Er Björgvin .var í Stýrimannaskólanum hóf hann hönnun björgunarbeltisins. „Hug- myndin kviknaði reyndar mörgum árum fyrr. Ég hafði rætt það við bróður minn og fleiri að finna þyrfti eitthvert tæki í stað björgunar- hringsins, sem ekki hefur alltaf hentað vel við björgun manna. Menn þurfa að hafa talsverðan kraft til að halda sér í bjarghring, ef draga á þá um borð í skip, og slasaðir menn eða máttfarnir geta það bara ekki. Maður vissi til þess að menn höfðu drukknað vegna þess að þau björgunartæki sem til voru dugðu ekki til að bjarga þeim,“ segir Björgvin um ástæðu þess að hann fór að huga að hönnun beltis- ins. Góð samvinna við Reykjalund „Ég gerði síðan teikningar af þessu belti þarna um veturinn, sem ég var í skólanum, og fékk skósmið- inn í Eyjum til að sauma beltið fyr- ir mig. Mér fannst þetta svo ein- falt þegar ég var kominn með það í hendurnar, að mér þótti ótrúlegt að engum hefði áður hugkvæmst þetta, en það hefur komið á daginn að svo hefur ekki verið. Ég gerði ýmsar prófanir hér heima á beltinu Björgvin Sigurjónsson í samvinnu við áhugamenn um ör- yggismál sjómanna en að ári liðnu fór ég og ræddi við forsvarsmenn Reykjalundar til að athuga hvort þeir hefðu áhuga á að koma inn í þetta og framleiða beltið. Þeir tóku mér mjög vel strax og eftir að þeir tóku framleiðsluna að sér hafa þeir gert miklar prófanir, til að finna bestu hugsanleg efni í beltið. Þeir voru mjög kröfuharðir og eins um umbúðir utan um beltið og öll sam- vinna mín við þá hefur verið með miklum ágætum. Þegar Reykjalundur kom inn í þetta hjá mér var ég alveg að því kominn að gefast upp og hætta þessu öllu. Kerfið er ótrúlega erfitt og ég rakst víða á veggi er ég var Morgunblaðið/Sigurgeir Beltið er auðvelt í notkun. Auðvelt er að hífa menn um borð því á beltinu er gert ráð fyrir að hægt sé að húkka gilskróknum í og hífa menn inn með spilinu. að brasa í þessu. Ég lagði talsverða peninga í þetta í fyrstu og held að ég hefði hreinlega hætt að hugsa um þetta ef þeir á Reykjalundi hefðu ekki tekið svona vel í málið og örvað mig til að halda baráttunni áfram.“ Fyrstu Björgvinsbeltin voru saumuð á Reykjalundi haustið 1989, voru það einungis fá tilrauna- belti, sem síðan voru gerðar smá- vægilegar breytingar á, en reyndar hefur beltið tekið mjög litlum breyt- ingum frá fyrstu gerð Björgvins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið eru varðandi efni í beltinu og flotmagn þess. Framleiðsla hófst svo af alvöru í byijun árs 1990 og hefur beltið því verið á markaði í rúmt ár. En er það komið í mörg skip? Vonbrigði „Því miður finnst mér það ekki vera kpmið í nálægt því nógu mörg skip. Ég held að það sé búið að selja 300-400 belti, og hef ég orðið fyrir svolitlum vonbrigðum með að beltið skuli ekki hafa selst betur. Beltið er komið í allan Eyjaflot- ann, því konurnar í Slysavarna- deildinni Eykyndli gáfu eitt belti í hvern Eyjabát í fyrra. Þá er það komið í eitthvað af bátum annars- staðar á landinu og svo er það líka komið í einhver millilandaskip. Þá hafa einhveijar hafnir og lögreglu- stöðvar fengið sér belti. Ég er ekki í vafa um að þetta björgunartæki á að vera í hveiju skipi og helst tvö belti í hveiju skipi. Á línu- og netabátum, þar sem það gerist svo oft að menn flækjast í færum og fara útbyrðis, getur það skipt sköpum að hafa tæki til að ná mönnunum fljótt um borð. Beltið hefur þegar sannað gildi sitt og það oftar en einu sinni. Tveimur mönnum sem féllu í höfn í Englandi síðstliðið sumar var bjargað með beltinu. Beltið var notað til að ná um borð manni sem fór útbyrðis af Klakki VE í vetur og svo var þessum manni sem fór útbyrðis af Sandafellinu bjargað um borð með beltinu.“ Einfalt í notkun Björgvin segir að helsti kostur beltisins sé hversu einfalt það er í notkun. Það sé sterkt, hefur slitþol upp á 1.100 kíló, létt og þægilegt í meðförum. Það sé auðveldlega hægt að kasta því langt, þó létt sé, og hafi tilraunir sýnt að þó kastað sé upp í vind hafi það góða kast- lengd. Einnig opnist beltið vel um leið og það komi í sjóinn og því sé auðvelt að smeygja sér í það. Þá sé einn aðal kostur þess að menn geti sett beltið á sig ef þeir þurfi að fara á eftir félaga sínum í sjóinn til að bjarga honum og hindri það menn á engan hátt. Þvert á móti gefi það öryggi því oft hafi menn verið hætt komnir við að stinga sér í sjóinn til að bjarga félögum sínum. Ef menn fari með beltið á sér í sjó- inn geti þeir tekið annan mann með í það og síðan sé auðvelt að hífa þá um borð því á beltinu sé gert ráð fyrir að hægt sé að húkkj gils- króknum í og hífa menn inn með spilinu. „Beltið er lítið að sjá en getur gert stóra hluti. Ég hef alltaf verið sannfærður um að það ætti eftir að koma að gagni og var viss um að það skilaði árangri ef reynt yrði að nota það við björgun. Ég lít á það sem viðbót við önnur björgunar- tæki um borð, því allt er þetta gott hvert með öðru. Hvort þetta getur komið í stað bjarghringsins vil ég ekki segja um en finnst þó ljóst að það hefur marga kosti umfram hann, sérstaklega við að ná mönn- um um borð í skipin. Þó sala beltisins hafi farið hægt af stað þá er ég bjartsýnn á fram- haldið. Erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhugá en ég veit ekki hvað úr því verður. Beltið hefur ekki verið lögleitt í íslensk skip en það er viðurkennt af Siglingamálastofn- un sem björgunartækí. Það hefur komið einhver kippur í eftirspurn eftir beltinu nú í kjölfar björgunar skipveijans af Sandafellinu en mér finnst verst að það skuli alltaf þurfa einhver slys til að menn vakni upp í þessum efnum,“ sagði Björgvin. Ólýsanleg tilfinning Nú lagði Björgvin mikinn tíma og vinnu í hönnun og prófanir belt- isins, auk þess sem hann kostaði talsverðum fjármunum til í upp- hafi. Er hann, sem hönnuður, að verða auðugur maður á sölu þess? „Nei, ekki ef þú átt við fjárhagsleg- an auð. Ég eyddi í þetta geysilegum tíma og vinnu. Hef verið í þessu vakinn og sofinn í meira en fjögur ár. Þetta hefur nánast átt hug minn allan. Þá lagði ég í þetta peninga í upphafi og ég efast um að ég eigi eftir að hafa fyrir öllum þeim kostn- aði á næstu árum þó að beltið selj- ist vel. En peningar eru ekki allt og mannslíf verða aldrei metin í peningum. Það er ólýsanleg tilfinn- ing að finna fyrir því að maður hefur átt einhvern þátt í því að mannslífi er bjargað og slíka tilfinn- ingu fann ég þegar ég heyrði sagt frá björgun mannsins á Sandafell- inu. Þegar slíkar stundir koma fær maður sína borgun fyrir erfiðið og vel það. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að ég skyldi fá þessa hugmynd og koma henni í framkvæmd og nú þegar hún hefur orðið til að bjarga mannslífum finnst mér ég vera búinn að fá vel borgað fyrir hana og er innilega glaður að hafa átt þátt i að koma þessu af stað,“ sagði Björgvin Siguijónsson að lokum. Grímur Þórður Harðarson yfirlæknir lyflækningadeildar Landspítalans: Sérfræðiþjónusta utan spít- ala þjóðhagslega hagkvæm GREIÐSLUR frá Tryggingastofnun til sérfræðinga á ríkisspítölunum fyrir vinnu utan spítalanna hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Þórður Harðarson, yfirlæknir Iyflækningadeildar Landspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórn- sýsluendurskoðun hjá ríkisspítölunum væri að mörgu leyti byggð á misskilningi og fyrrnefndar greiðslur rangtúlkaðar sem og starfsemin utan spitalanna. „í mínum huga er aðalspurningin ekki fyrst og fremst sú hvaða laun þessir menn fá fyrir vinnuna, heldur hvort það sé þjóð- hagslega hagkvæmara að koma henni fyrir á sjúkrahúsum. Ríkisendur- skoðun hefði fyrst og fremst átt að spyrja sig þeirrar spurningar, en ég tel að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að þessi starfsemi fari fram á grundvelli einkarekstrar." Þórður sagði að fjölmargir læknar hefðu engan rekstur og engar auka- tekjur. Flestir hefðu hins vegar lítinn einkarekstur og í rauninni væri alveg á mörkunum að hann borgaði sig. Hann gagnrýndi vinnubrögð Ríkis- endurskoðunar í þessu máli og sagði verkið ófræðilega unnið. „Það eru teknir út nokkrir menn, ekki einu sinni sagt hve margir, meðaltal hæstu greiðslna reiknað út og síðan dregnar ályktanir. Það er eins og sagt væri að meðalhæð nokkurra hæstu íslendinga væri tveir metrar þannig að íslendingar væru mjög hávaxin þjóð.“ Kostnaður úr böndum Hann sagði að mikla uppbyggingu þyrfti til ef sérfræðiþjónusta yrði tekin inn á sjúkrahús. „Reynslan sýnir að ríkinu veitist mjög erfitt að standa í húsbyggingum án þess að kostnaður fari úr böndunum. Heilsu- gæslustöðvar kosta til dæmis iðulega hátt á annað hundrað milljónir, en aðstaða, sem hópar sérfræðinga hafa komið upp til sérfræðivinnu í álíka stóru húsnæði hefur kostað 25 til 70 milljónir. í ríkiskerfinu er alltaf tilhneiging til að yfirmanna, en í einkarekstrinum er það hagur eigan- dans að komast af með fátt starfs- fólk. Þannig að það að fiytja sér- fræðiþjónustuna inn á spítalana myndi hafa í för með sér gríðariegan stofn- og rekstrarkostnað fyrir ríkið.“ Rætt hefur verið um dýra þjón- ustu hjá sérfræðingum, en Þórður sagði hana ódýra og ódýrari en hann þekkti til í nágrannalöndunum. Því væri þjóðhagslega hagkvæmt að sér- fræðingaþjónusta færi fram utan spítalanna. Faglega séð skipti það hins vegar ekki miklu máti, en flytt- ist þessi þjónusta inn á spítalana óttaðist hann að biðtími eftir sér- fræðingum yrði margir mánuðir eins og reynslan sýndi í Svíþjóð og sjúkl- ingur sæi ávallt nýjan lækni í hvert skipti, sem hann kæmi á göngudeild. „Ef menn hafa ekki hag af því að reka þjónustuna sem best verður hún oft lakari eins og Austur-Evrópu- þjóðir hafa uppgötvað." Þórður benti á að sérfræðiþjónust- an hefði að sumu leyti flæmst út af spítulunum. Á Landspítalanum væri t.d. ekki skurðstofurými fyrir minni háttar aðgerðir eins og varðandi sýnatökur, æðahnúta og þess háttar, en einkaþjónustan hefði hlaupið und- ir bagga þar sem spítalakerfið hefði brugðist. Eftirlit nauðsynlegt Hann sagði ennfremur að einka- reksturinn væri ekki yfir gagnrýni hafinn. Hann nýttist alltof illa í sam- bandi við kennslu og rannsóknir og of lítið væri um það að kennarar í læknadeild leyfðu nemendum sínum að fylgjast með þessu starfi. Þetta væri til vansa í þessum smærri að- gerðum, sem erfítt væri fyrir lækna- nema að kynnast nema með þessum hætti. Eins væri hugsanlegt að stofurnar væru of opnar fyrir hveijum sem óskaði að njóta þessarar þjónustu og þar væri að einhveiju leyti rekin þjón- usta sem heimilislæknar gætu vel sinnt. Hins vegar sagðist hann ekki vera viss um að heimilislæknaþjón- ustan væri ódýrari, en ýmis óbein vitneskja benti til þess að Islendingar hefðu hagnast af þessari opnu sér- fræðiþjónustu. „Við höfum lengst af verið með lang hæstu tíðni krans- æðaaðgerða allra Evrópuþjóða, sem stafar ábyggilega að verulegu leyti Þórður Harðarson yfirlæknir lyf- lækningadeildar Landspítalans. af því að íslenskir kransæðasjúkling- ar hafa átt greiðan aðgang að sér- fræðingum." Miklar greiðslur til einstakra sér- fræðinga hafa kallað fram spurning- ar um misnotkun. Misnota sérfræð- ingar aðstöðu sína? „Spurningin kallar fyrst og fremst á gott eftirlit af hálfu læknasamtak- anna og það er mikill metnaður í forystu læknasamtakanna að þessi þjónusta sé vammlaus, en það má alltaf gera betur.“ Ekki greitt fyrir alla vinnu Þórður sagðist ekki vita dæmi þess að sérfræðiþjónusta kæmi niður á störfum manna á sjúkrahúsunum. Tafla frá Ríkisendurskoðun gæfi til kynna að vinnuálag lækna og hjúk- runarfræðinga á íslensku sjúkrahús- unum væri meira en á hinum Norð- urlöndunum, en það væri í verka- hring yfirlæknis að fylgjast með að menn skiluðu verkefnum sínum. Hann sagði að sérfræðingur í 100% starfi hefði leyfi til að vera á stofu þrisvar í viku þijá tíma í senn. Aðeins lítið brot sérfræðinga nýtti sér þessa heimild og enginn á lyf- lækningadeild Landspítalans, sem hann veitir forstöðu, en þar starfa á þriðja tug lækna. Enginn gæti tekið að sér vinnu á stofu nema annað- hvort utan reglulegs vinnutíma eða í samráði við yfirmenn. Hins vegar væri það ef til vill til bóta að fast- setja í ráðningarsamning hvenær slík vinna ætti að fara fram, því það gæti vakið tortryggni ef maður, jafn- vel í hlutastarfi, væri horfínn af vinnustað snemma dags. Hann vakti athygli á að vísinda- framlag lækna væri mjög mikið á ýmsum deildum og í nýjustu skýrslu ríkisspítalanna fyrir árið 1989 væri greint frá 45 fræðigreinum frá lyf- lækningadeild Landspítalans, sem væri 10% af spítalanum, og þær hefðu verið 65 á síðasta ári. Læknar stunduðu þessa vinnu á kvöldin og um helgar því ekki væri næði til þess á daginn og aldrei hefði verið rukkað fyrir eftirvinnu fyrir slíkt. Aukinn kostnaður vegna stimpilklukku Stimpilklukkum hefur verið komið upp á sumum deildum ríkisspítala í óþökk starfsmanna. Þórður sagði að það væri kátbroslegt að sænskir læknar hefðu barist fyrir stimpil- klukkum á sínum spítölum, en ekki fengið. „Eftir því sem ég veit best tíðkast það hvergi á byggðu bóli að fagstéttir eins og Iæknar séu látnir nota stimpilklukku. Grundvallarlög- málið í læknisstarfinu er alveg eins og í starfi fréttamanns, ráðherra eða alþingismanns. Það er spurningin um hvort hann skilar verkefni sínu en ekki nákvæmlega á hvaða tíma hann gerir það. Sem yfirmaður deildar, sem ber ábyrgð á ijárveitingu til hennar, hef ég mestar áhyggjur af því að stimpilklukkan mundi hafa í för með sér aukinn kostnað vegna þess að ég hef ekki trú á því að menn haldi áfram að gefa vinnu sína eins og þeir hafa gert ef slíkt kerfi væri tekið upp. Það er eins mjög algengt að læknar líti við kringum kvöldmatarleytið til að huga að rann- sóknarniðurstöðum og sjúklingum sínum og aldrei hefur nokkrum manni dottið í hug að skrá það, nema viðkomandi sé á vakt. Læknum og hjúkrunarfræðingum finnst þessi stimpilklukkukrafa særandi, sér- staklega þegar á það er litið að Ríkis- endurskoðun segir að vinnuálag sé meira hér en tíðkast í nágrannalönd- unum.“ Hneykslaður á Rík- isendurskoðun Þórður sagðist vera hneykslaður á Ríkisendurskoðun vegna þess að hún virtist ekki taka með í reikninginn að Landspítalinn er stofnun, þar sem fer fram mjög þróttmikil rannsókna- starfsemi og mjög umfangsmikil kennsla. Hann sagði að í Bretlandi þætti eðlilegt að kostnaður við kennslusjúkrahús væri 20 til 25% meiri en við venjulegan spítala, en Ríkisendurskoðun gerði engan grein- armun á. Hann sagði margt fleira aðfinnslu- vert í umræddri skýrslu. Stungið væri upp á að þátttaka háskólans í byggingaframkvæmdum yrði leyst með því að fulltrúi Háskólans yrði áheyrnarfulltrúi í stjórnarnefnd ríkisspítalanna, en slík aðild væri þegar fyrir hendi. Lagt væri til að fimm daga’deildum á ríkisspítölum yrði fjölgað. Þetta væri fagleg ábend- ing en ekki ijárhagsleg og kæmi fram á þeim tíma þegar menn væru að sannfærast um að slíkar fímm daga deildir hentuðu ekki einfaldlega vegna þess að fimm daga sjúkdómar væru fátíðir. Sá misskilningur kæmi fram að hjúkrunarfræðingum hafí flölgað stórlega þegar í raun væri um að ræða breytingu á stöðu hjúkr- unarnema í hjúkrunarfræðinga. „Þetta eru dæmi af handahófí en ýmislegt fleira mætti til nefna.“ Háskólaspítali Þórður sagði að þegar horft væri til sparnaðar væri affarasælast að sameina að minnsta kosti tvo af þremur spítölum á Reykjavíkursvæð- inu. „Eins og ástandið er núna skipt- ast þrjú sjúkrahús á að sinna bráða- þjónustu í Reykjavík. Hún er dýr, kallar á umfangsmikið vaktkerfi lækna og annars heilbrigðisstarfs- fólks á röntgendeildum og rann- sóknadeildum og það væri vafalaust heppilegra að slíkt bráðavaktkerfi væri aðeins á tveimur stofnunum í Reykjavík. Svo held ég að það beri brýna nauðsyn til þess að einhver spítal- anna og þá væntanlega Landspítali verði stórlega efldur sem háskóla- spítali, sem raunveruleg miðstöð kennslu og rannsókna í heilbrigðis- fræðum og þá með meiri þátttöku háskólans í stjórn Landspítalans."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.