Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 33 Arabaleiðtogar reyna að ná sáttum eftir Persalóastríðið Amman. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, MIKIL gerjun einkennir stjórn- málaástandið í Mið-Austurlönd- um þessa dagana og Arabaleið- togar sem voru á öndverðum meiði í Flóastríðinu róa nú lí- fróður til að reyna að leysa eða að minnsta kosti að slétta úr ágreiningsefnum án þess . að Bandaríkjamenn eða ráðamenn á Vesturlöndum blandi sér í málið. Menn ráku upp stór augu þegar Hussein Jórdaníukonung- ur var allt í einu kominn til Damaskus að hitta fjandmann sinn Assad Sýrlandsforseta og nú um helgina þeysti sá síðar- nefndi svo á fund Mubaraks Egyptalandsforseta. Þessum ferðum hefur verið gerð rækileg skil í fréttum og lögð áhersla á vilja Araba til að ná samstöðu þegar að því kemur að greiða úr hinum ýmsu flækjum sem Flóastríðið gat af sér. Utanríkis- ráðherra Jórdaníu, Taher Masri, hefur sömuleiðis verið á fleygi- ferð um Norður-Afríku auk þess sem fjölmargir sendiboðar liafa farið héðan til rikjanna við Fló- Þá segja opinberar heimildir hér að breyting sé að verða á valdahlut- föllunum í írak í kjölfar nýju ríkis- stjórnarinnar, sem tók við í síðustu viku og með hreinsununum sem áður hefur verið sagt frá í frétt héðan. Saddam Hussein íraksfor- seti hefur til dæmis lítið sést opin- berlega og ekkert frá honum heyrst. Aftur á móti kom nýi for- sætisráðherrann, Saadoun Hammadi, fram í sjónvarpi um helgina .og talaði óumdeilanlega eins og sá sem valdið hefur. Hann sagði að írakar hefðu brotið upp- reisn „svikara“ í suðri og norðri á bak aftur. Þetta hafa fréttamenn CNN og ITN, sem komu til Kirkuk og Arbil í Kúrdistan á sunnudag- inn, staðfest. Hammadi gaf í skyn í ræðu sinni að írakar myndu feta brautina í átt tl lýðræðis, frelsi ljöl- miðla yrði aukið og þjóðaratkvæða- greiðsla um nýja stjómarskrá hald- blaðamanni Morgunblaðsins. Assad Sýrlandsforseti. in eins fljótt og ástandið í landinu leyfði. Þær raddir sem heyrast frá Teh- eran, höfuðborg írans, benda til þess að shítar í Suður-írak hafí orðið að iáta undan síga og all- margir hafa leitað skjóls í íran. Iranir eru greinilega mjög reiðir yfir því að herlið bandamanna í Suður-írak hefur ekki lagt íröskum shítum lið og því hefur raunar ver- ið haldið fram að bandamenn hafi frekar stutt stjórnarherinn. Alvarlegur lyfjaskortur í Bagdad Jórdanskur blaðamaður sem kom frá írak á sunnudag sagði að rafmagn væri nú komið á í allmörg- um hverfum Bagdad, hreinsunar- starf gengi ótrúlega vel og svo virt- ist sem fólk ynni myrkranna á milli til að takast mætti að koma á lágmarksþjónustu í höfuðborg- inni og víðar úti á landinu. Enn vantar hjúkrunargögn og lyf en matur er farinn að sjást í búðum. Hussein Jórdaníukonungur. Fólk verður hins vegar að neita sér um flest þar sem verðlag hefur rokið upp úr öllu valdi og næringar- sjúkdóma er tekið að gæta hjá börnum. Blaðamaðurinn sagði að stjórnarbyggingar væru flestar rústir einar og fjölbýlishús sem verið hefðu í nánd við þær sýndu að nákvæmnin í loftárásum banda- manna hefði ekki verið jafnmikil og af var látið. Það vekur sérstaka athygli að mjög lítið er í augnablikinu rætt um nauðsyn þess að leysa vanda Palestínumanna eins og öllum varð svo tíðrætt um fyrst eftir að stríð- inu lauk. Engipn þrýstingur virðist heldur vera á ísraela af hálfu vest- rænna ríkja og hver ísraelski ráð- herrann af öðrum, nú síðast David Levy utanríkisráðherra, gefur dig- urbarkalegar yfirlýsingar um að )and verði ekki látið af hendi í stað inn fyrir frið - jafnvel þó reynt væri að tryggja þann frið með al- þjóðlegum eftirlitssveitum. Þá hefur órói á ný gert vart við sig í Líbanon en þar var allt með kyrrum kjörum á meðan barist var við Flóann. Skipun stjórnvalda þess efnis að þeim ijölmörgu stríðandi fylkingum sem í landinu eru beri að leggja niður vopn hefur að mestu verð virt að vettugi. Spreng- ingar og skotbardagar - þó í litlum mæli sé miðað við fyrri tíma - 'eru nú daglegir viðburðir í höfuðborg- inni, Beirút, og þrátt fyrir vísbend- ingar nýlega um að vestrænum gíslum þar verði sleppt úr haldi hefur það ekki orðið enn. Georgía: Yfirgnæfandi meiri- hluti vill sjálfstæði Tbilisi. Reuter. YFIRGNÆFANDI meirihluti kjósenda í Sovétlýðveldinu Georgíu lýsti sig fylgjandi sjálfstæði í skoðanakönnun sem þarlend stjórn- völd stóðu fyrir síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum var kjörsókn tæplega 90% og greiddu 98,3% atkvæði með tillögu stjórnvalda. Stjórnvöld í Georgíu tóku ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sovétríkjunum 17. mars síðastlið- inn. Hið sama var uppi á teningun- um í Eystrasaltsríkjunum, Arme- níu og"Moldovu. I atkvæðagreiðsl- unni á sunnudag var spurt eftirfar- andi spurningar: „Ertu hlynntur því að endurreisa sjálfstæði Georg- íu á grundvelli fullveldisyfirlýsing- arinnar frá 26. maí 1918?“ Úrslitin sýna að mati Gudjas Khundadzes, talsmanns þings Ge- orgíu, hversu einhuga þjóðin er í sjálfstæðisviðleitni sinni. „Það verður mjög erfitt fyrir Gorbatsjov [Sovétforseta] að halda Georgíu innan Sovétríkjanna. Við gætum orðið fyrstir eða með þeim fyrstu til að öðlast sjálfstæði.“ Tvö sjálfstjómarhéruð í Georg- íu, Suður-Ossetía og Abkhazía valda stjórnvöldum í Tbilisi þó erf- iðleikum. Þar tóku menn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 17. mars og segjast þeir óttast ofsókn- ir ef Georgía verður sjálfstæð. Um fimmtíu manns hafa fallið í átökum milli Suður-Osseta og Georgíu- manna undanfarna mánuði og herma fregnir að þau vari vax- andi. Sovéska þingið hefur sam- þykkt að skora á Gorbatsjov að lýsa yfir neyðarástandi í Suður-Ossetíu. V ar sj árbandalagið: Hernaðarsamstarfi hætt Moskvu. Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði í leiðara á mánudag, að Varsjár- bandalagið, sem rann skeið sitt sem hernaðarbandalag á enda um helgina, hefði verið horn- steinn friðar og öryggis í Evr- ópu. Lagði blaðið til að banda- lagsríkin rösuðu ekki um ráð fram og legðu pólitískt samstarf sitt á hilluna, en i ráði er að það verði gert síðar á þessu ári. Hernaðarsamstarfi Varsjár- bandalagsríkjanna lauk formlega á miðnætti á páskadagskvöld, 31. mars. Einu viðbrögðin við því í Moskvu daginn eftir var að finna í leiðara Prövdu. Þar sagði að undanfarin ár hefði Varsjárbanda- lagið haft frumkvæði í samninga- gerð á sviði öryggis- og afvopnun- armála. Fréttastofan TASS varaði fyri'um bandamenn Sovétmanna við því að hlaupa til samstarfs við Atlantshafsbandalagsríkin (NATO), þar sem það yrði að telj- ast ögrun við Sovétríkin. Litháen-Sovétríkin: Viðræður hefjast á fimmtudag Riga. Diena. VIÐRÆÐUR milii Sovétstjórnar- innar og Litháa um sjálfstæði hinna síðarnefndu hefjast i Moskvu á morgun, fimmtudag. Robertas Virbitskas fulltrúi Lit- háa í Moskvu segir að báðir aðilar hafi fallist á að viðræðurnar færu fram án skilyrða. Viðræðurnar verða hinar fyrstu síðan sovéski herinn beitti ofbeldi í Litháen í janúar síðastliðnum. 101 /llttJtt . ■m IIMDI «MIU Kynningarverð á 11 daga aukaferð til Portúgal 4.-15.maí frá kr. forfallagjalds. m.v. 2 í stúdíói, stað- Draumur golfarans: Maí erbesti tíminn til greiðslu ferðakostnaðar og golfiðkunar í Algarve. Sex frábœrir golfvellir bíða og án flugvallarskatts og við bjóðum frábcert tilboð á vallargjöldum.: 7 hringir á golfvöllunum frægu Vilamoura I og 11 fyrir aðeins 12.000 kr. Hópafsláttur fyrir 10 eða fleiri! 4 4 Hfc URVAL UTSYN t Mjódd: sími 60 30 60; við Austuwöll; sími 2 69 00; í Hafnarfirði: sími 652366; við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00 - og hjá umboðsmönnum um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.