Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGUhlBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 Þingmaður biður Amett afsökunar Bandarískur öldungadeildar- maður, repúblikaninn Alan Simpson frá Wyoming, hefur beðið fréttamanninn Peter Arn- ett hjá CNN-sjónvarpsstöðinni afsökunar, en með fyrirvara. Arnett var um tíma eini banda- ríski fréttamaðurinn í Bagdad þegar Persaflóastríð- ið geisaði og sumar fréttir hans féllu Simpson ekki í geð. Simpson gerði heyrum kunnugt að hann teldi Arnett ystuðningsmann“ Iraka, þar sem hann hefði haldið kyrru fyrir i Bagdad, og hélt því fram að Irakar notuðu hann í áróðursskyni. Um leið rifjaði hann upp gamla sögu um að efast hefði verið um þjóðholl- ustu Arnetts í Ví- etnamstríðinu, því að mágur hans hefði verið virkur stuðningsmaður Viet Cong. Afsökunar- beiðni , Simpsons kom fram í bréfi til The New York Times. Þar kvaðst Simpson harma að hann hefði endurtekið órökstuddar full- yrðingar um fjölskyldutengsl Ar- netts við Viet Cong og notað orðið „stuðningsmaður“. Hann sagði að betur hefði verið við hæfi að kalla hann „ginningarfífl“ eða „verk- færi“ og bætti því við að frét- taflutningur hans frá írak hefði verið „ógeðfelldur“. Arnett tók vafasama afsökunar- beiðni Simpsons til greina. Hann sagðiað „málinu væri lokið“, en kvaðst ekki þurfa að biðjast afsök- unar á fréttum sínum af Persaflóa- stríðinu. Simpson var sjálfur í Bagdad skömmu áður en Persaflóadeilan hófst í fyrra. Þá sagði hann Sadd- Arnett ásamt 23 ára unnustu sinni, Kimberley Moore, í Jerúsalem. Hann hringdi í hana í miðri Persaflóadeilunni og bað hana að giftast sér. am Hussein að hann ætti í erfið- leikum með vestræn blöð, sem væru „hrokafull og ofdekruð“ og „teldu sig pólitíska snillinga". I sömu ferð var harmað að Saddam væri kallaður „slátrarinn frá Bagdad“ í vestrænum blöðum. Fyrsta vetri í hagnýtri fjölmiðlafræði lokið; Góð reynsla af náminu - segir Þorbjörn Broddason lektor FYRSTA námsvetri í hagnýtri fjölmiðlafræði er nú lokið í Háskólan- um og prófin framundan í þessum mánuði. Þorbjörn Broddason lekt- or sem er formaður námsnefndar í þessari grein segir að reynslan af náminu þennan vetur sé mjög góð og að það hafi gengið sam- kvæmt áætlun. anir og siðfræði. Þennan hluta þarf að einfalda aðeins.“ • í máli Þorbjörns kemur fram að þennan fyrsta vetur í hagnýtri fjöl- miðlafræði hafi samstarfið við aðrar deildir Háskólans, þá einkum heim- spekideild, verið með afbrigðum gott. „Hópurinn sem valdist til námsins var fjölbreyttur og áhuga- samur og af þeim fimmtán sem hófu námið veit ég ekki um nein afföll." Tjetta nám skiptist í tvo bálka, annarsvegar fjölmiðlastörf 1 og 2 og hinsvegar fjölmiðlar og íslenska þjóðfélagið," segir Þor- björn. „Reynslan af náminu í fjöl- miðlastörfum er mjög góð og engu þarf að breyta þar enda hefur þetta námsefni slípast nokkuð vel í með- förum Sigrúnar Stefánsdóttur kennslustjóra. Hinsvegar þurfum við að endurskoða aðeins hinn hlut- ann sem fól í sér stjórn- og hag- kerfið, fjölmiðlarétt, skoðanakann- Hefur sjónvarpsgláp áhrif á námsgetu bama? Dregur óhóflegt sjónvarpsgláp úr einbeitingarhæfi- leikum barna? ■ Rannsóknir sýna að þau skólabörn sem horfa mjög mikið á sjónvarp ná lakari árangri í námi en jafnaldr- ar þeirra ER SJÓNVARPIÐ forheimskandi? Er það möguleiki að mikið sjónvarpsgláp dragi úr námsárangri barna? Getur það verið að þessi miðill sem í eðli sínu virðist vera menntandi og upplýsandi hafi svona þveröfug áhrif? Þó svo ótal margar erlendar rannsók- ir á þessu sviði hafi verið framkvæmdar þá liggja ekki fyrir óyggjandi svör við þessum spurningum. Eitt virðist þó vera alveg Ijóst en það er að n\jög mikið sjónvarpsgláp er oft samferða léleg- um námsárangri. Ikönnun sem gerð var í Banda- ríkjunum á um 250 þúsund skólabörnum kom í ljós að þau sem horfðu mjög mikið á sjónvarp náðu slakari árangri í lestri, stíl og stærðfræði en þau sem horfðu lítið eða ekkert á sjónvarp. Þessi munur breyttist ekkert þó svo til- lit væri tekið til þess tlma sem bömin eyddu við heimanám eða almenna lestur. í þessari könnun var tekið tillit til efnahags- og félagslegrar stöðu foreldra barnanna. í ljós kom í fyrsta lagi að sjónvarpsgláp jókst að meðal- tali eftir því sem efnahags- og fé- lagsstaða lækk- aði. í öðru lagi kom það í ljós að eftir því sem böm „betri borgaranna" horfðu meira á sjónvarp því meira áber- andi varð það hversu mjög úr námsárangri dró. Það var sérstak- lega eftir því tekið að þau börn sem lifðu við þann „munað“ að hafa sjónvarp í herbergi sínu og gátu því horft á sjónvarp án eftir- lits foreldra, stóðu sig illa í prófum í áðurnefndum greinum. I annarri könnun sem er ný- legri en einnig bandarísk kom skýrar fram að áhrif sjónvarps- glápsins urðu breytileg eftir því hversu mikið var horft. Ef barnið horfði á sjónvarp á innan við 10 stundir á viku virtist það örva námsárangur en ef það horfði á imbakassann í 10 og upp í 35 stundir á viku virtust áhrifín ekki merkjanleg. Ef börnin hins vegar störðu hins vegar í eldinn gráa I yfir um 40 stundir á viku, em þýðir að jafnaði um sex stundir á dag, virtist það bitna á árangri við nám. Báðar þessar kannanir eiga það sameiginlegt að sýna fram á að fylgni sé á milli námsárangurs barna og sjón- varpsáhorfs en þær sanna ekki nein orsaka- tengsl. Með öðr- um orðum þá er það ekkert borð- liggjandi að hægt sé að kenna sjónvarpinu um þó svo lélegur námsárangur fylgi óhóflegu glápi. Vel getur verið að þriðji þátturinn geti orsakað bæði einkennin. T.d. geta slæmar aðstæður heimafyrir stuðlað að því að barnið geti síður einbeitt sér og leiti ásjár sjón- varps. Ymsar kenningar eru þó uppi um orsakatengsl og vissulega hafa verið gerðar rannsóknir til þess að skjóta fótum undir þær. Ein kenningin er á þá leið að sjón- varpið geri börnin að „lötum les- endum“, þ.e. að einbeiting og hlutdeild í því sem lesið er verður minni en ella. Eins hefur verið á það bent að þau börn sem horfi mikið á sjónvarp þurfi ekki eins mikið að leita til bókar varðandi afþreyingu og almennar upplýs- ingar og þar af leiðandi lesi þau minna og öðlast því minni þjálfun en önnur börn. Eins hefur verið á það bent að hugurinn vinni öðruvísi úr áreitum úr sjónvarpi en úr hefðbundnum miðlum sem enn ráða ríkjum við almennt nám í skólum. Þannig er sá nemandi sem vanari er hefð- bundnum miðlum líklegri til ár- angurs í skólamálum. Sjónvarps- formið hefur þróast þannig að það er stiklað á stóru og farið úr einu í annað án þess að grandskoða nokkuð. Nám er hins vegar að mati sumra þess eðlis að þar er staldrað við meginatriði og þau þróuð og skoðuð skref fyrir skref. Þar af leiðandi skapi sjónvarpið einstaklingnum andleg tól sem gagnist honum lítið í námi. Að lokum má benda á að í sjón- varpi er allskonar brögðum beitt til þess að halda athygli og því er eins og upplýsingarnar, aðalat- riðin, séu með af illri nauðsyn. Þannig venjast þeir sem mikið horfa á sjónvarp á að þurfa „fjör og læti“ til að geta haldið einbeit- ingunni. Af þessum hugleiðingum má draga þá ályktun að allt sé gott í hófi. Sé hófsins gætt þá göfgar sjónvarpsgláp manninn og eflir andann, — sé þess hins vegar ekki gætt skellir það loku fyrir vitin og heftir mannlegan þroska. Heimild: Van Evra, Television and Child Dcvelopment (1990). BAKSVID eftir Ásgeir Friðgeirsson Rós handa Stöð 2 að er alltaf jafn leiðin- legt að sjá, þegar góðir og grandvarir stjórnmálamenn falla í gildru flokkshagsmuna og taka að sér verk, sem ganga í raun þvert á samvisku þeirra. Að sama skapi er það ánægju- legt, þegar fjölmiðlar ná að stöðva framgang málsins. Þetta gerðist um síðustu helgi, er fréttastofa Stöðvar 2 náði að koma í veg fyrir að Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra keypti skuldum setta húseign Tímans á Bæjarhálsi undir heilsugæslustöð Árbæjar. Ég hef sjaldan séð jafn vand- ræðalegan stjórnmálamann og Guðmund Bjarnason, er hann var að reyna að koma sér hjá því að svara beint að vísu fremur óbeinni spumingu fréttamannsins um hvort það væri eðlilegt, að hann væri að beita sér fyrir kaupum á húseign flokksmálgagnsins á síðustu klukkustundum ráðherra- dóms síns. Ég vorkenni Guðmundi Bjarnasyni, að lenda I svona leiðindamáli, sérstaklega vegna þess að hann hefur staðið sig vel í starfi heil- brigðisráðherra og óhræddur tekist á við risana I heilbrigð- iskerfinu með árangri, að því er virðist. Hann hefur komið fram, sem hreinn og beinn í starfi og á því ekki skilið að vera settur í svona aðstöðu af flokksbræðrum sínum. Ekki veit ég hver lak frétt- inni í Stöð 2, en fréttamenn þar tóku fljótt við sér. Gunn- ar Ingi Gunnarsson yfir- læknir heilsugæslustöðvar- innar lét álit sitt í ljós skorin- ort og síðan rúllaði boltinn. En þetta mál er aðeins eitt af fjölmörgum, sem stjórnmálamennirnir ná að koma flestum í gegn án þess að nokkur fái rönd við reist. Mér er ofarlega í huga nær endalaus röð af kosninga- sporslum, sem landsmenn hafa orðið vitni að nú fyrir síðustu kosningar og allar aðrar kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á undan- förnum áratugum. Menn hrista gjarnan höfuðið og segja þetta eru stjómmál og það er auðvitað rétt. Stjórn- mál og fyrirgreiðsla sitja yfirleitt við sama borð og njóta þess lengstum, að þótt fjölmiðlar hér séu margir, eru þeir mannfáir og alls ekki megnugir þess að fylgj- ast með öllu sem er að ger- ast í ráðuneytum og öðrum stjórnsýslustofnunum. Yfir- leitt hafa stjórnmálamenn yfirburðastöðu til að mat- reiða ofan í fjölmiðlana með flóknum tölum og orðaleikj- um næstum því þá útkomu, sem þeir vilja. Og því miður virðist fátt fínna drátta á sjóndeildar- hringnum sem gæti boðið fjölmiðlunum betri tíð. Litlu blöðin eru fátæk, Stöð 2 á enn við verulega fjárhagserf- iðleika að stríða og sömuleið- is Ríkisútvarpið, sem ekki hefur fengið að hækka sín afnotagjöld eins og það hefði viljað. Mogginn er eini fjöl- miðillinn, sem hefur burði til að gera eitthvað. Þess vegna er það ákaf- lega ánægjulegt, þegar mað- ur upplifir það að flölmiðill fær nasasjón af máli, sem lykt er af, opinberar það og stöðvar. Nú er það vafa- laust, að brýnt er að leysa húsnæðismál heilsugæslu- stöðvar þeirra Árbæinga, eins og ráðherrann réttilega sagði og kannski verður nið- urstaðan sú, að húsnæði Tímans henti vel til að leysa vandann, en kaupin á eyrinni eiga þá að gerast undir for- ýstu nýs heilbrigðisráðherra og í samráði við íbúasamtök- in, eins og fram kom í frétt- um að hefði verið lofað, en ekki á lokaklukkutímum tveggja áratuga valdatíma Framsóknarflokksins. Sigur- veig og hennar fólk á frétta- stofu Stöðvar 2 fá rós í hnappagatið. Ingvi Hrafn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.