Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 4
£ MORGUNBLAÐH). ÞRIÐJöDA<5UE 4. 3ÚNÍ 19914 Víðtækar rannsóknir á físk- stofnunum hefjist uni áramót Heildarendurskoðun fiskveiðistefnunnar hefjist í þessum mánuði ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra ætlar að beita sér fyrir því að víðtækar rannsóknir hefjist um næstu áramót á fisk- stofnunum i hafinu umhverfis ísland. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherrann flutti á sjómannadaginn. Verkefnið mun standa yfir út árið 1995 og er áætlaður kostnaður hátt í 300 milljónir kr., þar af 60 milljónir á fyrsta ári. Ráðherrann hyggst leita eftir sam- starfi við sjávarútveginn um fjármögnun áætlunarinnar. Stefnt var að því að vinna við endurskoðun fiskveiðistefnunnar byrjaði nú i júnímánuði. því við sjávarútveginn. Það er eðli- legt að hann fái aðild að einhvers konar ráðgjafanefnd um fram- kvæmd verksins og fulltníar at- vinnugreinarinnar geti þannig fylgst með. Þannig geti skapast sterkari tengsl milli atvinnugreinar- innar og þeirra sem að rannsóknun- um vinna,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil nauðsyn væri á því að hefja svokallaðar fjöl- stofnarannsóknir, þ.e.a.s. rann- sóknir á heildartengslum einstakra stofna í lífríki sjávarins. „Ég tel að þetta sé mikilvæg forsenda fyrir skynsamlegum ákvörðunum um nýtingu auðlindarinnar og fyrir þá sök verði ekki komist hjá því að VEÐUR fara í þetta verkefni. Ég lagði það til í þessari ræðu að sjávarútvegur- inn myndi kosta þetta verkefni en það hafa engar viðræður farið fram ennþá. Ég varpaði þessari hugmynd fram í ræðunni. Ég hef í hyggju að kynna þetta verkefni frekar og leita eftir samstarfi við kostun á því. Ég tel að það sé mjög eðlilegt við þessar aðstæður að leita eftir Hann kvaðst stefna að því að vinna við heildarendurskoðun fisk- veiðistefnunnar hæfist í þessum mánuði. Samkvæmt núgildandi lög- um ætti að gera mat á öllum kost- um sem væru fyrir hendi og því lagaboði yrði framfylgt. „Ég er þeirrar skoðunar að allar ákvarðan- ir um nýtingu auðlindarinnar þurfí að byggjast á sem mestri þekkingu og þessi þekkingaröflun er óhjá- kvæmileg. Áætlunin hlýtur að vera þáttur í nýjum verkefnum og mati á fískveiðistjómun og nýtingu auð- lindarinnar," sagði Þorsteinn. Hann sagði að hér væri um við- bótarverkefni að ræða og það yrði varla unnið án þess að kalla til fieiri en unnið hafa að rannsóknar- verkefnum fram til þessa. Hafrann- sóknarstofnun hefði gert ítarlega skýrslu um áætlunina og kostnað við hana. Þar kæmi fram að heildar- kostnaður yrði um 300 milljónir kr., þar af 60 milljónir kr. fyrsta árið. Reykur í Sæfaxa Vostmannaeyjum. SLÖKKVILIÐ Vestmannaeyja var í gærmorgun kallað að Sæ- faxa VE sem lá við bryggju en mikinn reyk lagði frá bátnum. VEÐURHORFUR I DAG, 4. JUNl YFIRLIT: Fyrir vestan og norðvestan land er 1.032 mb haeð, en lægðasvæði yfir Skandinavíu og annað langt suðvestur í hafi. SPÁ: Hæg breytileg eða norðaustan átt. Víðast léttskýjað, en held- ur vaxandi líkur á síðdegisskúrum sunnanlands. Fremur svalt norð- anlands, einkum við sjóinn en allt að 16 stiga hiti suövestantil. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg breytileg eða norðaustan átt. Skýjað og smáskúrir eða él við norðausturströnd- ina en annars víða léttskýjað. Svalt áfram um norðanvert landið en 10-16 stiga hiti að deginum syðra. Svarsimi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TAKN'. Heiðskirt Lettskyiað Hálfskýjað Skyjað Alskyjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður Truflanir á símasam- bandi næstu nætur TRUFLANIR verða vegna viðgerða næstu nætur hjá þeim símnotend- um sem tengjast miðbæjarstöð í Reykjavík og útstöðvum hennar og hafa simanúmer sem byija á 1, 2, eða 6. Búist er við að símar þess- ara notenda verði óvirkir tví- eða þrívegis á tímabiíinu frá miðnætti og fram undir hálf þijú og þá í nokkrar mínútur í senn. I gær var talið að truflananna yrði fyrst vart nú í nótt sem leið. Alls tengjast um 9.000 notendur þeiin stöðvum, sem hér um ræðir, þar á meðal lögregla og slökkvilið. Að sögn Ragnars Benediktssonar, deildarstjóra hjá fjarskiptadeild Pósts og síma, verða truflanimar þegar skipt verður um vinnsluforrit í stafrænu sfmstöðinni í miðbænum. Hann segir að þama sé um umfangs- miklar breytingar að ræða og ekki sé hætt á að gera þær allar í senn. Þær séu gerðar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að bilanir, sem orð- ið hefur vart í stöðinni, endurtaki sig. Ragnar segir, að truflanimar lýsi sér þannig, að númerin verði sam- bandslaus í nokkrar mínútur í senn, þannig að hvorki verði hægt að hringja úr þeim né í þau. Hins vegar haldist samband á þeim símtölum, sem séu hafin áður. Vegna tmflananna hefur Lögregl- an í Reykjavík gert grein fyrir því, að svari neyðarnúmerið 11166 ekki á umræddu tímabili skuli fólk hringja í númerið 671166 og Slökkviliðið bendir á símann 27287, svari ekki neyðarsíminn 11100. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Sofnaði á þakinu en vaknaði í steininum Ungur maður klifraði upp á þak Bankastrætis 10 á sunnudagsmorg- uninn og lagðist þar til svefns. Lögreglumenn veittu honum athygli á sjöunda tímanum og þar sem líkur voru taldar á að hann félli niður af þakinu, 8 metra, ef hann bylti sér, var fenginn kranabíll frá slökkviliðinu til að færa manninn til jarðar. Manninum var komið fyrir í sjúkrakörfu, hann ólaður við hana og látinn síga til jarðar. Þrátt fyrir þessar aðfarir mmskaði maðurinn ekki fyrr en eftir nokkra dvöl í fangageymslum lögreglunnar enda er hann talinn hafa verið allölvaður. A myndinni sést hvar slökkviliðsmaður færir manninn á sjúkrabömmar. Hreinn Loftsson. Hreinn Lofts- son aðstoðar- maður Davíðs HREINN Loftsson héraðsdóms- lögmaður hefur verið ráðinn að- stoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og hefur hann störf sem slíkur í dag. Hreinn er 35 ára gamall. Að loknu lögfræðiprófí fór Hreinn til fram- haldsnáms í Englandi, þar sem hann nam réttarheimspeki og stjómskip- unarrétt. Hann var aðstoðarmaður Matthíasar Á. Mathiesen í við- skipta-, utanríkis- og loks sam- gönguráðherratíð hans. Hreinn sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann myndi nú taka sér frí frá lögfræðistörfum. Hann er einn af eigendum lögfræði- stofunnar Lögmanna Höfðabakka. Hreinn er giftur Ingibjörgu Kjart- ansdóttur. Eiga þau tvö börn. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Ekki var eldur í bátnum en olía sem slettist á pústgreinina orsakaði reykinn. Skemmdir á bátnum em ekki fullkannaðar en talið er að þær séu ekki alvarlegar. Sæfaxi hélt til veiða á ný í gærkvöldi. Grímur vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlt! veður Akureyri 8 léttskýjað Reykjavík 12 léttskýjað Bergen 12 úrkomaígr. Helsinki 11 skúr Kaupmannahöfn 14 alskýjað Narssarssuaq 16 skýjað Nuuk 6 háHskýjað Ósló 13 skurás.klst Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn 5 skúrás.ldst. Algarve 22 þokumóða Amsterdam 9 rigning Barcelona 20 mistur Berlín 19 léttskýjað Chicago 18 þokumóða Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 16 skúrás. klst. Glasgow 10 úrkoma i grennd. Hamborg 12 rigningás. klst. London 12 skýjað Los Angeles 13 léttskýjað Luxemborg 11 skúrás.klst. Madnd 25 iéttskýjað Maiaga 22 léttskýjað Mallorca 21 skýjað Montreal 17 léttskýjað NewYork 22 heiðskírt Ortando vantar París 13 skýjað Madeira 19 skýjað Róm 20 skýjað Vin 21 skúr Washington 23 þokumóða Winnipeg 17 skýjað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.