Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 Sjálfstæðir skólar og ókeypis námsgögn Námsefnisgerð í brennidepli eftir Ragnar Gíslason Umræða um skólamál fékk greiðan aðgang að fjölmiðlum síð- astliðið haust í kjölfar álits umboðs- manns Alþingis um meinta ólög- mæta gjaldtöku skóla af nemend- um með innheimtu efnisgjalds. Sumpart hefur umræðan verið á tilfinningalegum nótum enda málið viðkvæmt og snertir marga. Nú hefur Svavar Gestsson mennta- málaráðherra fengið ríkisstjórnina til að samþykkja tillögur um að í grunnskólalög verði sett ótvíræð ákvæði um að nemendur eigi ekki að bera beinan kostnað af náms- gögnum í skyldunámi og skólum verði óheimilt að innheimta efnis- gjöld af nemendum. Jafnframt boðar ráðherra tillög- ur um nefnd, svokallaða „áfrýjun- arnefnd“ sem veiti námsgögnum viðurkenningu um að þau séu not- hæf í skyldunámsskólum. Að mínu _ mati gætu þessar breytingar boðað betri tíð í skólum landsins en jafn- framt er auðvelt að sýna fram á hvernig þær gætu orðið enn ein kyrkingarólin á framleiðslu náms- gagna fyrir grunnskóla á Islandi. Hvers vegna hafa skólar innheimt efnisgjöld? Ástæður þess að skólar hafa inn- heimt efnisgjöld eru nokkrar. í sumum tilvikum hefur eingöngu verið um að ræða innkaup skólanna á ritföngum og ýmsum gögnum fyrir nemendur, í öðrum tilvikum gjald vegna pappírsnotkunar og ljósritunar og þá hafa sumir skólar notað gjaldið til kaupa á ýmsum námsgögnum, bókum og kennslu- tækjum. t Hvernig virkar úthlutunar- kvóti Námsgagnastofnunar? Námsgagnastofnun hefur á und- anförnum árum miðað úthlutunar- kvóta sinn við reiknað verð á bóka- og námsgagnabirgðum stofnunar- innar og úthlutað skólum kvóta sem svarar u.þ.b. helmings þeirrar upphæðar ár hvert. Það er síðan í valdi skólanna hvað pantað er af -p námsgögnum og skólum er heimilt að endurnýta bækur eins oft og þeim sýnist skynsamlegj;. Námsgögnin eru því raunveru- lega eign skólans en ekki nemend- anna. Ef skóli tekur út námsgögn umfram kvóta sinn gerir Náms- gagnastofnun skólanum reikning sem viðkomandi sveitarfélagi er ætlað að greiða. Ohætt er að fullyrða að mörgum skólastjórum hefur oft reynst erfitt að fá reikninga af þessu tagi viður- kennda af sveitarstjórnum. Hafa sum sveitarfélög efast um rétt- mæti þessara reikninga og borið fyrir sig að það væri utan verk- sviðs þeirra að útvega grunnnáms- efni. Er þá komið að atriði sem virð- ist hafa gleymst í annars fjöl- breyttri umræðu um þessi mál. Námsgagnastofnun framleiðir fleira en grunnefni Allt frá miðjum sjöunda áratugn- um hefur Ríkisútgáfa námsbóka, síðar Námsgagnastofnun, fært út kvíarnar og boðið skólum upp á ýmis konar hliðarefni auk grunn- bóka. Helst er þar að nefna kennsl- uleiðbeiningar, skyggnur og vinnubækur. Einnig hafa komið út námsspil, hljóðbækur, veggspjöld, glærur og myndbönd. Til að byrja með var þetta efni gjarnan boðið til sölu en þróunin vat'ð sú að skól- unum var gefínn kostur á að taka hluta af þessu efni út á úthlutun- arkvóta sinn. Gátu því hagsýnir kennarar og skólastjórar sem fengu nemendur til að fara vel með svon- efnt „margnota efni“ sparað út- tektir á grunnnámsefni og tekið áðurnefnt hliðarefni út á kvóta skólanna. Námsgagnaskortur og ljósritun Eftir að blómleg námsefnisgerð hófst með tilkomu skólarannsókna- deildar menntamálaráðuneytisins upp úr 1968 jókst útgáfa á náms- gögnum og Ríkisútgáfa námsbóka fór árlega fram á viðbótarfjárveit- ingar vegna aukinna verkefna. Fjárveitingavaldið var svifaseint og skortur á námsgögnum varð áber- andi í skólastarfi. Fjármagn til prentunar á námsbókum, gömlum sem nýjum, var ekki lengur í réttu hlutfalli við námsefnisgerðina. Kennarar leystu vandamál skól- anna með því að semja og fjölrita verkefni og því var ekki að undra að þeir tækju sem himnasendingu pappírsljósritunum nýju sem fram komu í byijun níunda áratugarins. Skólar landsins breyttust á skömm- um tíma í eins konar „prentsmiðj- ur“ sem í gríð og erg fjölfölduðu námsefni og verkefni fyrir nemend- ur. Jafnvel lestrarkverið góðkunna „Gagn og gaman" barst nú sjö ára nemendum í stöðluðu A4 formi, í svart-hvítu að sjálfsögðu. Á þessum tíma barðist Námsgagnastofnun fyrir auknum fjárveitingum til að ná kúfnum af óútgefnum handrita- bunkanum sem lá hjá stofnuninni. Um þetta leyti fóru að heyrast raddir meðal skólamanna og sveit- arstjórnarmanna um að ríkið ætti samkvæmt lögum að greiða hluta af þeim aukna pappírskostnaði og kostnaði við rekstur ljósritanna sem nú bættist við í skólastarfinu. Töluðu ýmsir um að senda Náms- gagnastofnun reikning vegna kostnaðar við fjölföldun á námsefni sem ekki fékkst hjá stofnuninni. Lítið varð úr framkvæmdum en hins vegar tóku margir skólar upp á því að leita á náðir foreldra og innheimta efnisgjald, m.a. til papp- írskaupa. Ástæðan var einnig sú að mörg sveitarfélög voru heldur treg til að veita auknu fjármagni til skólanna. Námsgagnastofnun fær námsefnisgerðina en heldur iítinn heimanmund Um og eftir 1983 dró heldur úr námsgagnagerð skólarannsókna- deildar, m.a. vegna skipulagsbreyt- inga sem gerðar voru undir stjórn þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur. Þá kom að því að öll námsgagnagerð var flutt frá menntamálaráðuneytinu til Námsgagnastofnunar. Jafn- framt var 9. bekkur gerður skóla- skyldur 1985 og bar Námsgagna- stofnun að sjá þeim nemendum fyrir ókeypis námsefni. Það var ljóst að stofnunin hafði ærin verkefni framundan og má fullyrða að undanfarin fimm ár hafi starfsemi hennar markast af þeim breytingum sem viðtaka námsefnisgerðarinnar var. Fyrstu árin fóru í undirbúningsstarf, held- ur dró úr nýsmíði námsefnis og óútgefnum handritum fækkaði. Það þýddi þó engan veginn að ekki vantaði nýtt eða breytt námsefni í skyldunámsskólana. Þá jókst vandi Námsgagnastofnunar enn því fjár- veitingar til stofnunarinnar jukust ekki í samræmi við stórauknar skyldur. Aukinn áhugi almennra útgefenda fyrir námsgagnaútgáf u Eftir sögukennsluskammdegið 1983-84, þar sem umræða um skól- amál einkenndist fremur af slag- orðum og upphrópunum en málefn- alegum rökræðum, voru uppi hug- myndir um útboð á námsefnisgerð. Undirtektir tortrygginna skóla- manna voru heldur dræmar en ýmsir útgefendur sýndu málinu áhuga og sumir hófu undirbúning að útgáfu efnis fyrir skyldunáms- skóla. Margir hættu við þegar þeir sáu fram á að Námsgagnastofnun væri ekki reiðubúin til að kaupa eða skuldbinda sig til að kaupa námsefni frá öðrum útgefendum, meðal annars vegna ijárskorts og nægra verkefna sem á stofnunina höfðu verið lögð. Þeir fáu sem gáfu út skólatengt efni eða námsefni fyrir grunnskóla komust að raun um að hyggilegra væri að snúa sér að arðbærari verk- efnum. Námsgagnastofnun keypti ekki efnið nema í litlum mæli og skólamir sjálfir höfðu lítið sem ekkert fé til að kaupa námsefni í því magni sem á þurfti að halda svo að útgáfan borgaði sig. Al- mennir útgefendur sáu að grunn- skólar væru ekki álitlegur markað- ur og þess vegna hafa tiltölulega fáir titlar af grunnnámsefni komið á markað frá almennum útgefendum. Því miður hættu margir útgef- endur einnig að gefa út hliðarefni fyrir skóla. Hefur undirritaður gert úttekt sem sýnir að útgáfa al- mennra útgefenda á efni sem eink- um er ætlað til skólanotkunar hefur verið hverfandi lítil þrátt fyrir ótrú- lega mikið framboð af slíku efni erlendis frá og augljosa hag- kvæmni sem hægt er að ná með samprentun slíkra gagna. Lögmál viðskiptalífsins hreinlega gilda ekki í fyrirtækjunum „Grunnskólar Is- lands“ því fjármagn er þar bundið og lausafé lítið sem ekkert og svigr- úm skólanna til innkaupa því mjög þröngt. Það var helst að stærri skólar, sem innheimtu efnisgjald af nemendum, gætu borist örlítið á. Heldur hljóta þær upphæðir að þykja lágar því 1989 voru skv. könnun menntamálaráðuneytisins innheimtar 18-20 milljónir króna í pappírs- og efnisgjald á öllu landinu sem svarar því sem næst 500 krón- um á hvern nemanda í grunnskóla að meðaltali. Er námsgagnaútgáfa fyrir grunnskóla í blindgötu? Út af fyrir sig er greinarhöfund- ur sammála því að íslenskir grunn- skólanemendur eigi ekki að verða fyrir fjárútlátum vegna lögboðinn- ar skólagöngu sinnar. Það sjá flest- ir að aukin og eftirlitslaus gjaldtaka af nemendum getur leitt til ófarn- aðar og ójöfnuðar. Hins vegar finnst mér að námsgagnaútgáfa fyrir grunnskóla sé í hættu og geti farið hnignandi af eftirgreindum ástæðum: a) Námsgagnastofnun hefur ekki bolmagn til að sinna öllum þeim skyldum sem á stofnunina hafa verið lagðar. Námsefnisgerð er ekki eins öflug og hún þarf að vera. Námsefni frá stofnuninni er lengi í smíðum og eldra efni lengi í notkun — stundum löngu eftir að það er orðið úrelt. Margvíslegt efni vantar og kemur ekki út. Með skýr- ari ákvæðum í grunnskólalögum um að allt námsefni skuli verða ókeypis hlýtur Námsgagnastofnun að þurfa að fjölga titlum á úthlut- unarskrá sinni. Ef fjáiveitingavald- ið fylgir ekki stofnuninni eftir með myndarlegum framlögum mun stofnunin óhjákvæmilega verða flöskuháls í námsefnisgerð fyrir grunnskóla á íslandi. Ráðherraskipuð nefnd um Námsgagnastofnun lagði til 1989 að fjárveitingar til stofnunarinnar yrðu auknar í áföngum, um 12% 1990 og um 10% næstu fjögur ár þar á eftir. Alþingi hefur enn sem komið er ekki farið eftir þessum tillögum. b) Um áramótin 1989-90 tóku sveitarfélögin við auknum kostnaði af skólahaldi í tengslum við ný lög um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Innkaup skólanna á bókum og kennslutækjum utan úthlutun- arkvóta Námsgagnastofnunar hafa verið í höndum sveitarfélaganna. Hætt er við að skólakostnaður vegi enn þyngra í útgjöldum þeirra en verið hefur. Ef sveitarstjórnarmenn veita ekki auknu fé til gagnakaupa fyrir skóla þá verða skólarnir enn fátækari af gögnum en verið hef- ur. Þetta er augljóst áhyggjuefni því þótt margar sveitarstjórnir hafi gert vel við skólana þá hafa því miður allmargar þeirra ekki sinnt þeim sem skyldi og margir skólar landsins því fátækir af gögnum. í sumum tilvikum hefur þrýstingur frá skólastjórum um gagnakaup verið í lágmarki. Þar ráða trúlega miklu tíð kennaraskipti og skortur á réttindakennurum, einkum á landsbyggðinni. c) Grunnskólar hafa ekki sjálf- stæðan fjárhag. Þeir eru háðir fjár- veitingum frá sveitarfélögum og laun fastra kennara eru greidd af ríkinu. Grunnskólar fá úthlutað námsgagnakvóta frá Námsgagna- stofnun og ef þeir vilja kaupa önn- ur námsgögn eða bækur verða þeir að sækja fé til viðkomandi sveitar- stjórnar. Sumir skólar hafa fram að þessu notað hluta svonefnds efnisgjalds til kaupa á námsgögn- um og kennslutækjum. Þessir skól- ar þurfa nú samkvæmt tillögum menntamálaráðherra að sækja pen- inga til slíkra kaupa beint til sveit- arsjóða. Hveijar viðtökur verða þar er erfitt um að spá. Þá er líklegt að skólarnir muni sækja það fast að fá úthlutað frá Námsgagna- stofnun þeim bókum sem nemendur hafa sjálfir þurft að kaupa fram að þessu, m.a. vegna valgreina. d) Almennir bókaútgefendur á íslandi líta ekki á námsbókaútgáfu fyrir grunnskóla sem vænlegan markað. Skólarnir hafa ekki pen- inga til að spila úr. Námsgagna- stofnun hefur ekki bolmagn til að kaupa námsbækur frá öðrum út- gefendum til þess að dreifa ókeyp- is til skólanna. Bókaútgefendur beina því kröftum sínum annað. Sumir gefa út námsefni fyrir fram- haldsskóla — aðrir gefa út jólabæk- ur eða stofna bókaklúbba af ýmsu tagi. Enginn útgefandi annar en Námsgagnastofnun sinnir útgáfu námsbóka fyrir u.þ.b. 40.000 grunnskólanemendur. Námsgagn- astofnun getur ekki við núverandi aðstæður haft frumkvæði um að hvetja almenna bókaútgefendur til að gefa út námsefni fyrir grunn- skóla. Slíkt kallar á skuldbindingar sem stofnunin getur ekki staðið við m.a. vegna fjárskorts. e) Þá skulu nefndir hinir al- mennu grunnskólakennarar. Á meðal þeirra leynast margir ritfær- ir menn og úr þeirra röðum hafa komið fram ágætir námsefnishöf- undar. Hvatning til þeirra um námsefnisgerð á eigin vegum er ekki mikil. Að vísu geta þeir sótt um styrki til Þróunarsjóðs grunn- skóla, Jjróúnarsjóða Kennarasam- bands Islands og Vísindasjóðs Hins íslenska kennarafélags og til skamms tíma hefur Námsgagna- stofnun auglýst eftir umsóknum um starfslaunaverkefni. Jafnvel þótt kennarinn nái að fá greiðslur úr áðurgreindum sjóðum þá er von hans um útgáfu á vegum Náms- gagnastofnunar eða annarra útgef- enda heldur lítil. Námsgagnastofn- un hefur ærin verkefni og almenn- ir útgefendur telja þessa útgáfu óarðbæra. Ef skólanum dytti I hug að fjármagna slíka útgáfu þá þyrfti að sækja í viðkomandi sveitarsjóð. Sú leið að bjóða nemendum efni af þessu tagi til kaups á kostnaðar- verði hefur nú lokast með ákvörðun um bann á gjaldtöku af grunnskól- anemendum vegna efnis- og gagnakaupa. Kerfið er of stirt Eftir atburði haustsins, álit um- boðsmanns Alþingis og tillagna menntamálaráðherra sem sam- þykktar voru af ríkisstjórninni, eiga nemendur í grunnskólanámi tví- mælalaust að fá öll námsgögn ókeypis. Þetta er í sjálfu sér fagn- Ragnar Gíslason aðarefni og felur í sér hugmyndir um jafnan rétt og aðstöðu barna til náms. Hins vegar hlýtur kastljó- sið að beinast að því kerfi sem notað er til að framleiða og drejfa námsgögnum. Ýmsir hafa orðið til þess að benda á að Námsgagnastofnun hafi allmikla sérstöðu í þessu kerfi. Birgir ísleifur Gunnarsson alþingis- maður segir í grein í Mbl. 4. des- ember sl. að vegið sé að sjálfstæði skóla og að í raun þýði hin breyttu ákvæði að skólar eigi að fá öll námsgögn frá Námsgagnastofnun eða fyrir milligöngu hennar. Þetta telur Birgir „ofsalega miðstýringu“ á námsefni. Heimir Pálsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bókaútgef- enda, varar einnig við miðstýringu í grein sinni í Mbl. 6. október sl. og bendir á að Námsgagnastofnun hafi bæði verið gert að framleiða og meta það námsefni sem stofnun- in gefur út eða dreifir. Einnig bend- ir hann á að hvers konar stofnana- einokun geti leitt til stöðnunar í námsefnisgerð. Miðstýrt einokun- arfyrirkomulag sé síður fallið til að nýjungar verði reyndar og hefð- bundnar leiðir verði þess vegna fremur fyrir valinu. Undirritaður getur tekið undir margt í málflutningi Birgis og Heimis. Það er engum í hag að námsefnisgerð fyrir grunnskóla leggist af alls staðar nema í Náms- gagnastofnun, hversu vel sem hún kann að verða búin af fjármagni og mannafla. Það verður að virkja fleiri aðila til verka. Kerfið verður að vera ýtið. I því þarf að vera fólgið ótvírætt afl til framfara og sneggri viðbragða en nú er. Hópur kennara á t.d. að geta sest niður og samið eða útbúið námsefni sem fengist fljótlega gefið út og nýttist í grunnskólum landsins á meðan það er ferskt. Finna þarf sveigjan- legra kerfi sem leiðir til þess að íslendingar búi betur að nemendum í grunnskólum en gert hefur verið. Fjárveitingar til Námsgagnastofnunar í engu samræmi við kröfur Að mínu mati er eitt helsta vand- amál Námsgagnastofnunar hversu víðtæk starfsemi stofnunarinnar er orðin og fjárveitingar ekki í sam- ræmi við það. Skyldur stofnunar- innar eru miklar og reynt hefur verið að sinna þeim eftir föngum á undanförnum árum. Margt hefur þar tekist vel, stofnun kennslumið- stöðvar, myndbandavæðing skól- anna og fræðsluskrifstofanna og margar góðar útgáfur hafa komið frá stofnuninni. Námsefnisgerðin hefur á ýmsum sviðum verið unnin af faglegum metnaði og ber þar hátt útgáfa á sérkennsluefni og aukin rækt hefur verið lögð við útgáfu á efni til lestrar- og íslenskukennslu. Tryggvi Jakobsson, deildarstjóri í Námsgagnastofnun, bendir á í grein sinni í Mbl. 4. janúar sl., hversu sífellt stærri hluti fjármagns Námsgagnastofnunar til útgáfu er bundinn í endurprentunum. Hann vekur einnig athygli á fjölmörgum nýjum kröfum sem gerðar eru til stofnunarinnar án þess að fjár- magn fylgi til nauðsynlegra verka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.