Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4.1JÚNÍ 1991 Starfa í sátt og samráði við bænd- ur og aðila vinnumarkaðarins - segir landbúnaðarráðherra um búvörusamninginn Buvörusaming'urmn nnlli ríkis- ins og Stéttarsambands bænda sem fyrrverandi landbúnaðarráð- herra og fjármálaráðherra undir- rituðu fyrir hönd ríkisins hefur verið mjög umtalaður á Alþingi þótt hann hafi ekki verið lagður fyrir þingið sem eiginlegt þing- skjal. Síðasta umræða utan dag- skrár í sameinuðu þingi áður en Alþingi var sameinað í eina mál- stofu var um þessa samnings- gjörð. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) fyrrum landbúnaðarráðherra taldi óhjákvæmilegt að ráðherrar núverandi ríkisstjórnar skýrðu sína afstöðu. Utanríkisráðherra hefði sagt að Alþýðuflokkurinn væri ekki fallinn frá afstöðu sinni gagnvart búvörusamning og vitnað til fyrir- vara Alþýðuflokks og sérstaks stefn- uskjals frá Viðey. Landbúnaðarráð- herrann hefði sagst vilja virða búvör- usamninginn. Forsætisráðherrann hefði talað um að miklar íjárskuld- bindingar væru fólgnar í stuðnings- aðgerðum búvörusamnings og sagt að ríkisstjórn sem þyrfti að huga að stórkostlegum halla ríkissjóðs yrði að taka atriði eins og þetta til skoðunar og haft á orði að taka upp viðræður um að draga úr eða fresta þessum þætti. Og fjármálaráðherr- ann hefði bætt um betur. En fjár- málaráðherra hefur talið það íhug- unarefni ef rétt væri að Alþýðuflokk- ur og Borgarafiokkur hefðu gert verulegar athugasemdir og fyr- irvara, að minnihluti Alþingis gæti skuldbundið stjórnvöld um milljarða króna. Steingrímur sagði ljóst að samn- ingurinn væri ein heild og ekki á valdi ríkisstjórnarinnar að týna ein- stök atriði úr sámningnum. Stein- grímur vildi að landbúnaðarráðher- rann svaraði því hvort hann væri að tala um allan samninginn eða hvort hann teldi ríkisstjórnina hafa á sínu valdi að framkvæma bara hluta samningsins. Steingrímur J. Sigfússon spurði forsætisráðherra, hvort hann hygðist styðja landbún- aðarráðherra sinn sem hefði lýst yfir að hann vildi efna búvörusamn- inginn. Einnig var forsætisráðherra spurður um hvort lögfræðiálit ríkis- lögmanns á réttarstöðu búvöru- v-amningsins yrði sent þingmönnum og gert opinbert á næstu dögum. Einnig var ráðherrann spurður hvort svo mætti líta að ef framkvæmd samningsins yrði ekki stöðvuð á næstu dögum hvort, ríkisstjórnin væri þá í reynd að lýsa því yfir að hún ætlaði að virða samninginn. Einnig var spurt um hvort „leyni- skjalið" sem utanríkisráðherra hefði talað um yrði birt. Fjármálaráðherra var inntur eftir því hveijar hann teldi embættisskyldur sínar gagn- vart búvörusamningum og þá ekki síst gangvart stuðningsaðgerðaköfl- um hans, sem forveri hans hefði undirritað, þ.e.a.s. viðauka 1. og 2. Halldór Blöndal landbúnaðar- 'ráðherra þótti þessi umræða um búvörusámninginn vera þrálát orðin þrátt fyrir að gefin hefðu verið skýr- ari svör heldur en væru t.a.m. í ein- stökum bókunum búvörusamnings- ins. Ráðherra minnti á markmið búvörusamningsins m.a. að þróa hagkvæman og öflugan landbúnað, lækka verð á landbúnaðarvörum, koma á jafnvægi í framleiðslu land- búnaðarafurða, þó þannig að komi ekki niður á afkomumöguleikum bænda. Landbúnaðarráðherra sagði forvera sínum í embætti, Steingrími J. Sigfússyni, hlyti að vera kunnugt ,um að enn hefði ekki unnist tími til að vinna úr samningnum í einstökum þáttum, til að gera þinginu grein fyrir því hvernig einstök atriði stæðu, t.d. í tengslum við skattalög. Landbúnaðarráðherra taldi sumar bókanir búvörusamningsins óljósar, t.d. væri sagt í bókun að vegna lækk- unar ríkisútgjalda til lengri tíma lit- 1ð, ekki síst vegna útflutningsbóta, „tejja samnjngsaðilar eðlilegt að gera kröfu“ til þess að varið verði af hálfu ríkissjóðs í tengslum við nýja landgræðsluáætlun, um 2 millj- örðum króna á samningstímanum. Landbúnaðarráðherra var til efs að unnt væri að líta á þessa kröfugerð sem skuldbindandi fyrir næsta Al- þingi. Vart væri til sá bóndi sem liti ekki á þetta sem yfirboð. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) tók undir með landbúnaðarráðherra varðandi það að umræðan væri orð- in þrálát en ástæðan væri að sú að enn hefði skjalið sem utanríkisráð- herra hefði talað um hefði ekki feng- ist afhent þinginu í handritsformi til yfirlestrar. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) sagði búvörusamninginn vera skilgetið afkvæmi þjóðarsáttar og algjört lykilatriði væri að staðið yrði við stuðningsaðgerðir sem hann kvæði á um. Jóhannes Geir inni eft- ir álitsgerð ríkislögmanns og hvað þar væri hægt að lesa. E.t.v. kæmi í ljós að fjármálaráðherra væri stjórnskipulega skylt að leggja til við gerð fjárlaga að staðið yrði við þennan samning. Einnig að fyrirvar- ar stjórnarflokkanna væru ekki tald- ir fullnægjandi til að taka málið upp á nýtt. Embættisskylda Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra svaraði þeim fyrispurnum sem Steingrímur J. Sigfússon hafði til hans beint. Það sem hann varðaði sem fjármálaráðherra væru þeir hlutar samningsins sem forveri hans í embætti hefði undirritað. Það væru viðaukarnir með þeim fyrirvörum sem gerðir væru um samþykkt Al- þingis. Nauðsynlegar lagaheimildir hefðu nú þegar fengist til að hrinda í framkvæmd þeim skyldum sem fælust í viðauka 1, til uppkaupa á fullvirðisrétti og bústofni. Það sem eftir stæði væru stuðningsaðgerðirn- ar í viðauka 2. Það væri embættis- skylda fjármálaráðherra að fylgja fram þessum samningi eins og öðr- um þeim samningum sem fjármála- ráðherra hefði skrifað undir. Fyrir- varinn sem gerður væri, væri um samþykkt Alþingis um fjárveitingar til þeirra verkefna sem þær væru nefnd. Fjármálaráðherra benti á að stundum hefði það gerst að fjárveit- ingar hefðu breyst þrátt fyrir fyrir- liggjandi samning. Fjármálaráð- Kosið var í fastanefndir Alþing- is síðasta föstudag. Aður en þingi var frestað völdu nefndarmenn sér formenn og varaformenn. Ell- efu þingmenn skipa fjárlaga- nefndina og skipa stuðningsmenn stjórnarinnar 6 sæti en stjórnar- andstæðingar 5. I öðrum fasta- nefndum eru einungis 9 sæti til skiptanna í hverri nefnd og skipt- ast þau milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga í hlutföllun- um 5 á móti fjórum. Fjárlaganefnd: Karl Steinar Guðnason (A-Rn) er formaður, Pálmi Jónsson (S-Nv) varaformaður en aðrii- nefndarmenn eru: Einar K. Guðfinnsson _(S-Vf), Sturla Böðv- arsson (S-VI), Árni Johnsen (S-Sl), Gunnlaugur Stefánsson (A-Al), Guð- mundur Bjarnason (F-Ne), Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl), Jón Kristj- ánsson (F-AI) og Guðrún Helgdóttir (Ab-Rv). Efnahags- og viðskipta- nefnd: Matthías Bjarnason (S-Vf) er formaður, Rannveig Guðmunds- dóttir (A-Rn) er varaformaður. Aðr- ir nefndarmenn: Ingi Björn Alberts- son (S-Rv), Sólveig Pétursdóttir (S-Rv), Vilhjáimur Egilsson (S-Nv), Halldór Ásgrímsson (F-Al), Stein- grímur J. Sigfússon (Ab-Ne), Jó- hannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) og Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv). Utanríkismálanefnd: Eyjólfur- herra tók það skýrt fram að með þeim orðum væri hann ekki að lýsa því yfir að ekki yrði staðið við samn- inginn, heldur einungis að svara eins skýrt og mögulegt væri spurningu um embættisskyldu ráðherra. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) fagnaði þeim „sinnaskiptum" Al- þýðubandalags og Framsóknar að þeir vildu nú standa við gerðan samning. Hún taldi að á því hefði fyrr verið nokkur misbrestur. Mátti glöggt skilja að hún hefði í huga samning sem gerður var við Banda- lag-" háskólámenntaðra háskóla- manna á síðasta kjörtímabili í stjórn- artíð fyrrnefndra flokka. Kristín taldi það vera óeðlileg vinnubrögð að ríkisstjórn gerði viða- mikinn samning sem bindi hendur næstu stjórnar. Kristín sagði það vera stefnu Kvennalistans að land- búnaðurinn skyldi rekinn eins og hver önnur atvinnugrein sem þýddi að framleiðslan yrði að standa undir kostnaði við reksturinn og að smám saman yrði að draga landbúnaðinn „undan pilsfaldi ríkisins". Landbún- aðurinn væri að ganga í gegnum sársaukafullar breytingar. Kristín taldi nýja búvörusamninginn ganga of skammt í nauðsynlegri aðlögun að ríkjandi aðstæðum og hefði geng- ið mun skemmra en sjö manna nefndin hefði lagt til. Ekki væri tek- ið á verðmyndun, dreifingu og vinnslu landbúnaðarvara. Það væri því nauðsynlegt að halda áfram því verki sem hafið væri, að endurskoða landbúnaðarkerfið og léttá af ríkis- sjóði þeim miklu skuldbindingum sem hann hefði gagnvart landbúnað- arkerfinu. En samningur væri samn- ingur og þá bæri að virða hvorj heldur væri við bændur eða BHMR. En að sjálfsögðu gæti ríkisstjórnin skoðað samninginn í samráði við bændur. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að í sínum ummælum væri ekkert það að finna sem stangaðist á við orð landbúnaðarráðherra. Hann ítrekaði að hann hefði vakið athygli á því að óheppilegt hefði verið að gera svo umfangsmikinn samning þegar einn stjórnarflokk- anna hefði haft ríka fyrirvara um slíka samningsgerð. Það hefðu reynda fleiri gert, Olafur Þ. Þórðar- son (F-Vf) hefði t.d. sagst ekki geta stutt samninginn óbreyttan. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) hefði einnig Konráð Jónsson (S-Rv) er formaður en varaformaður er Rannveig Guð- mundsdóttir (A-Rn). Aðrir nefndar- menn eru: Björn Bjarnason (S-Rv), Geir H. Haarde (S-Rv), Lára Margr- ét Ragnarsdóttir (S-Rv), Steingrím- ur Hermannsson (F-Rn), Olafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn), Páll Pét- ursson (F-Nv) og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv). Varamenn í utanríkismálanefndinni eru: Árni R. Árnason (S-Rn), Einar K. Guðfinns- son (S-Vf), Karl Steinar Guðnason (A-Rn), Vilhjálmur Egilsson (S- Nv), Árni Mathiesen (S-Nv), Guð- mundur Bjarnason (F-Ne), Hjörleif- ur Guttormsson (Ab-Al), Jón Helga- son (F-Sl) og Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn). Sjávarútvegs- nefnd: Matthías Bjarnason (S-Vf) er formaður en varaformaður er Össur Skaiphéðinsson (A-Rv). Aðrir nefndarmenn: Árni R. Árnason (S-Rn), Guðmundur Hallvarðsson (S-Rvj, Vilhjálmur Egilsson (S-Nv), Halldór Ásgrímsson (F-Al), Jóhann Ársælsson (Ab- VI), Stefán Guð- mundsson (F-Nv) og Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne). í iðnaðarnefnd er Össur Skarphéðinsson (A-Rv) formaður, Pálmi Jónsson (S-Nv) varaformaður og aðrir nefndarmenn eru: Guðjón Guðinundsson (S- VI), Sigríður Anna Þórðardóttir (S-Rn), Tómas Ingi Olrich (S-Ne), Páll Pét- ursson (F-Nv), Svavar Gestsson (Ab- tekið í svipaðan streng, stutt samn- inginn í meginatriðum en með ákveðnum breytingum. Forsætisráðherra sagði að ríkis- lögmaður hefði verið beðinn um minnisblað vegna hinna ríku fyrir- vara eins stjórnarflokksins og í ann- an stað vegna þeirra lagabreytinga sem gerður væri fyrirvari um í samn- ingnum. Áfangaáliti hefði.verið skil- að og taldi forsætisráðherra eðlilegt að eftir að landbúnaðarnefnd hefði verið kosin fengi hún þau plögg til skoðunar. Forsætisráðherra sagði að " spurningunni um „leyniskjalið fræga“ hefði verið margsvarað. Meginatriðið í samkomulagi stjórn- arflokkanna sneri ekki endilega að búvörusamningnum sem slíkum heldur að taka til rækilegs endur- mats vinnslu-, dreifingar-, markaðs- og sölumálin. Óvissa Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) taldi mikilvægt að bændur vissu að hveiju þeir gengju; þeir gætu ekki tekið ákvarðanir um bú- reksturinn frá degi til dags. E.t.v. mætti gagnrýna það að binda hend- ur næstu ríkisstjórnar með stórum ákvörðunum en það hefði þó fyrr viðgengist. Hún lagði áherslu á að búvörusamningurinn væri kjara- samningur sem yrði að standa við. Steingrímur Hermannsson (F-Rn) sagði að búvörusamninginn vera afar viðkvæman en þingflokkur Framsóknarmanna hefði tekið þá afstöðu að styðja þennan samning í heild. Steingrímur skildi landbúnað- arráðherrann þannig að hann væri þeirri afstöðu sammála. Steingrímur gerði m.a. að umtalsefni í sinni ræðu að í búvörusamningnum væri stefnt að lækkun á verði landbúnaðaraf- urða. Nú dyndu vaxtahækkanir yfir og sér væri tjáð að afurðalánavextir hækkuðu mest. Steingrímur taldi að með þessum hækkunum væri hafín sprenging sem væri hækkun á vöru- verði. Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) sagði ástæðu til þess að taka búvöru- samninginn til gagngerrar umræðu og endurskoðunar. Afleiðingar þessa samnings kæmu í ljós í haust þegar 55.000 kindur yrðu urðaðar og það væri ekki þjóðinni til sóma. Spurning væri hvort ekki hefði átt og mátt standa öðruvísi að þessu máli og gefa lengri aðlögunartíma. Gunn- laugur undraðist að Steingrímur J. Sigfússon væri stoltur af þessum Rv), Finnur Ingólfsson (F-Rv) og Kristín Einarsdóttir (SK-Rv). Land- búnaðarnefnd: Egill Jónsson (S-Al) er formaður, varaformaður er Sig- björn Gunnarsson (A-Ne) og aðrir nefndarmenn eru: Árni M. Mathie- sen (S- Rn), Eggert Haukdal (S-Sl), Einar K. Guðfinnsson (S-Vf), Guðni Ágústsson (F- Sl), Ragnar Árnalds (Ab-Nv), Jóhannes Geir Sigurgeirs- son (F-Ne), Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv). I samgöngunefnd er formaður Árni M. Mathiesen (S-Rn) og varaformaður er Sigbjörn Gunn- arsson (A-Ne). Aðrir í nefndinni: Árni Johnsen (S-Sl), Pálmi Jónsson (S-Nv), Sturla Böðvarsson (S-Vl), Stefán Guðmundsson (F-Nv), Jó- hann Ársælsson (Ab-Vl), Guðni Ágústsson (F- SI), Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK- Vf). Mennta- málanefnd: Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn) formaður, Rannveig Guð- mundsdóttir (A-Rn) varaformaður, Árni Johnsen (S-Sl), Björn Bjarna- son (S-Rv), Tómas Ingi Olrich (S-Ne), Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne), Hjörleifur Guttormsson (Ab- Ál), Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) og Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv). Umhverfisnefnd: Gunnlaugur Stef- ánsson (A-Al) er formaðurog Tómas Ingi Olrich (S-Ne) er varaformaður en aðrir sem sæti eiga í nefndjnni eru: Ámi M. Mathiesen (S-Rn), Árni R. Árnason (S-Rn), Lára Margrét samningi sem setti framleiðslurétt- inn í landbúnaðinum á „markaðstorg fijálshyggjunnar" eins og raun bæri vitni. Hann taldi ástæðu til að milda þennan búvörusamning en það væri of seint sökum þess hvernig að hon- um hefði verið staðið. Ræðumaður vakti athygli á því að þessi samning- ur væri ekki til á þingskjali, búvöru- samningurinn hefði ekki komið til umræðu sem þingskjal. Hann vonaði að framvegis yrði staðið öðruvísi að mikilvægri samningsgerð í framtíð- inni. Stefán Guðmundsson (F-Nv) minnti á að Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra hefði fyrrum verið óvæginn við að biðja um upplýsingar „trúnaðarskjala, vinnuskjala". Stef- án skoraði á Halldór Blöndal að standa við þau stóru orð sem þá voru sögð og láta þingmenn fá þessi vinnuplögg. Ólafur Þ. Þórðarson (F-VÓ taldi ekki óeðlilegt að forsæt- isráðherrann hefði vakið athygli á því að hann hefði séð ýmsa ann- marka á búvörusamningnum en hann væri nú undirritaður og það væri farið að vinna eftir honum. Ólafur bað þó forsætisráðherra að hugleiða hvort það væri skynsamlegt að íslenska ríkið ætlaði að kaupa upp fullvirðisrétt í sauðfé í sumar en á haustdögum yrði bændum heimilt að fara og kaupa fullvirðis- rétt. Ólafur óttaðist þann möguleika að einhver bóndi færi fyrr af stað en hliðraði til með dagsetningar. Með því að fara af stað núna í sum- ar með kaup ríkisins en frjáls kaup í haust væri miklu meiri hætta á því að til flats niðurskurðar myndi koma. Og slíkt mætti ekki gerast, það væri „hrein aftaka" á mörgum bændum. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) taldi svar landbúnaðarráðherra held- ur lakara en þau sem hann hefði fyrr gefið, það væri engin tíðindi að nokkur munur væri á bókunum og samningnum sjálfum. Fjármálaráð- herrann hefði þó svarað alveg skýrt og var honum þakkað fyrir það. Fjár- málaráðherra liti á það sem embætti- skyldu sína að fullnusta samninginn og undirbúa lagabreytingar, þ.m.t. fjárveitingar til að framkvæma samninginn. Steingrímur taldi sér heimilt að túlka stuðningsyfirlýsingu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við landbúnaðarráðherra á þann veg að hann væri „fallinn frá fyrri vangaveltum og hugmyndum um endurskoðun samningsins," og styddi landbúnaðarráðherrann til góðra verka. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra þakkaði þessa umræðu. Hann tók undir þá skoðun að þessi búvörusamningur væri uppskera þeirrar vinnu sem bændur og aðilar vinnumarkaðarins hefðu lagt fram. Á þeim grundvelli ætlaði hann að halda áfram störfum. Ragnarsdóttir (S-Rv), Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne), Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al),_ Kristín Ein- arsdóttir (SK-Rv) og Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn). Félagsmála- nefnd: Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) er formaður, Guðjón Guð- mundsson (S-Vl) er varaformaður. Aðrir nefndarmenn: Eggert Haukdal (S-Sl), Einar K. Guðfinnsson (S- VI), Gunnlaugur Stefánsson (A-Al), Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl), Krist- inn H. Gunnarsson (Ab-Vf), Jón Kristjánsson (F-Al), Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir (SK-Rv). Heilbrigð- is- og trygginganefnd: Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne) formaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv) vara- formaður, Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv), Sólveig Pétursdóttir (S-Rv), Sigríður Anna Þórðardóttir (S-Rn), Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl), Svavar Gestsson (Ab-Rv), Finnur Ingólfsson (F-Rv) og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir (SK-Rv). í allsherjarnefnd er formaður Sólveig Pétursdóttir (S-Rv), varaformaður er Össur Skarphéðinsson (A- Rv). Aðrir nefndarmenn eru: Björn Bjarnason (S-Rv), Eyjólfur Konráð Jónson (S-Rv), Ingi Björn Albertsson (S-Rv), Jón Helgason (F-Sl), Krist- inn H. Gunnarsson (Ab-Vf), Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) og Anna Ólafs- dóttir Björnsson (SK- Rv). Skipað í fastanefndir Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.