Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBIAÐlÐ-VIÐánPnÆÉébróllr WUDJUDAgUR 4. JÚNÍ 1991 ‘aí‘ 37 VELTUAUKIMIIMG — Veltuaukning Daimler Benz var 6% fyrstu fjóra mánuði ársins. Þrátt fyrir það er verið að grípa til spam- aðaraðgerða hjá fyrirtækinu. Bílaiðnaður Daimler Benz grípur til sparnaðarráðstafana Leita út fyrir landsteinana eftir smíðaefni Daimler Benz, steersta fyrirtæki Þýzkalands, hyggst leita í auknum mæli út fyrir landsteinana eftir smíðaefni í Mercedes-bíla sína til að draga úr áhrifum sí hækkandi launakostnaðar og samdrætti tekna. Harðnandi samkeppni á alþjóða- markaði fyrir bíla í hágæðaflokki, sveiflur á gengi dollars, og nú síðast 7% launahækkun hjá starfsmönnum verkfræðideilda Daimler Benz sam- steypunnar valda því að stjörnendur neyðast til að grípa til þessara sparn- aðarráðstafana. Það var Edzard Reyter stjómar- formaður fyrirtaékisins sem tilkynnti þessa ákvörðun um leið og hann skýrði frá áætlunum um sparnaðar- aðgerðir, sem eiga í áföngum að lækka árlegan kostnað samsteyp- unnar um 4 milljarða marka (rúm- lega 140 milljarða króna) á næstu ijórum árum. Sagði formaðurinn að erfitt hafi reynzt að samrýma rekst- ur bíla-, flugvéla- og rafeindadeilda samsteypunnar, og þyrfti að ráða á því bót. Tveir þriðju heildarsölunnar og rúmlega þrír fjórðu hagnaðar Daiml- er Benz koma frá Mercedes bíla- smiðjunum, og eru Mercedes bílar taldir tákn hágæða og verkkunnáttu. En Reuter stjómarformaður sagði á blaðamannafundi um rekstrar- reikninga samsteypunnar fyrir árið 1990 að nú mætti finna sömu gæða- kosti í bílum smíðuðum í öðrum lönd- um þar sem smíðakostnaðurinn er lægri á hverja einingu. Aðeins 11% af öllum bifreiðahlut- um sem fara í smíði Mercedes bíla koma erlendis frá, en þetta hlutfall á eftir að hækka verulega þar sem hagstæðara er að kaupa fleiri hluti erlendis á lægra verði en í Þýzka- landi. Fækkun starfsfólks A síðasta starfsári, sem lauk 31. marz, fjölgaði starfsfólki hjá Daimler Benz um 10.000, og er nú í athugun að fækka á ný í sparnaðarskyni. Nefndi Reuter sérstaklega í því sam- bandi að verið væri að kanna mögu- leika á að loka skrifstofuvéladeild AEG, eða taka upp samvinnu við einhvern keppinautanna á markaðn- um. AEG smíðar Olympia skrifstofu- vélar, og hefur sú deild verið rekin með tapi að undanförnu. Þótt verið sé að grfpa til sparn- aðaraðgerða varð 6% aukning á veltu Daimler Benz fyrstu fjóra mánuði þessa árs, og nam hún nú nærri 27 milljörðum marka (um 954 milljörð- um króna). Þá er reiknað með að ársveltan aukist um 10%, úr 85,5 milljörðum marka árið 1990 í um 94 milljarða í ár. Heimild: Tlie Guardian. Fjármál Nígerískum gylli- boðum rignir yfir norræn fyrirtæki ISLENSK fyrirtæki eru ekki þau einu sem undanfarið hafa feng- ið gylliboð frá nigerískum aðilum sem lofa gulli og grænum skóg- um fyrir afnot af bankareikningum viðkomandi fyrirtækja. Fyrir stuttu var greint frá því hér í viðskiptablaðinu að Rafagnatækni sf. hefði borist slíkt tilboð þar sem í boði var þóknum upp á 250 milljónir íslenskra króna fyrir afnot á bankareikningi til að geyma á rúman milljarð íslenskra króna í nokkurn tíma. I danska blað- inu Börsen var nýlega greint frá því að fyrirtæki á Norðurlöndum hefðu fengið slík tilboð í hrönnum frá Nígeríu. í Börsen er vitnað í starfsmann að vera auð að öðru leyti, og stimpl- danska útflutningsráðsins sem seg- ir að bréf, lík því sem Rafagna- tækni fékk, hafi flætt yfir Norður- lönd undanfarna mánuði. Bréfin koma öll frá Nígeríu og eru lík að upplagi. Munurinn felst í upphæð- inni sem farið er fram á að fá að millifæra, ástæðum sem gefnar eru fyrir millifærslunni og þóknuninni. Hún skiptir þó alltaf hundruðum milljóna íslenskra króna, enda er hún yfirleitt 25-35% af heildarupp- hæðinni. Auk þess sem beðið er um núm- 'er á bankareikningi fyrirtækja, er farið fram á undirskrifuð eintök af vörureikningsskjölum sem þurfa uð skjöl með fangamarki viðkom- andi fyrirtækis — einnig auð að öðru leyti. Bréfin eru vel uppsett og ástæðurnar sem gefnar eru fyr- ir beiðninni trúverðugar. Skv. því sem í Börsen er haft eftir lögreglunni í Svíþjóð, hafa nokkur þarlend fyrirtæki slegið til í þeirri barnalegu trú að þarna væri um auðfenginn gróða að ræða. Því væri full ástæða til að vara menn við. Sum fyrirtæki hefðu jafnvel greitt 10% í skatt til níger- ískra yfirvalda af þeirri upphæð sem þau áttu seinna að fá í þókn- un. Varla þarf að taka fram að sú þóknun hefur látið standa á sér. ^x4jl~*SUMARTILBOÐ Yið bjóðum þig velkominn í nýja verslun okkar í Borgartúni 26, Reykjavík og verslun Rafha í Hafnarfirði. ’ ZANUSSI uppþvottavélar eru til í tveimur gerðum ZW 106 m/ 4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báðarf. borðb. fyrir 12. Hljóðlátar-einfalaar í notk- un. rí Verð frá kr. 60.640,- a / — Tilboðkr. 56.728,- —-—j / Gufugleyparfrá ZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUP- PHRSBUSCH eru fyrir útblástur eða gegnum kolsiu. Verð frá kr. 9.594,- Tilboð kr. 8.786,- RAFHA, BEHA og KUPPERS- BUSCH eldavélareru með blæstri eða án blásturs. Með glerborði og blæstri. 4 hellurog góður ofn. 2ja ára ábyrgð é RAF- HA vélinni - frí uppsetning. Verð frá kr. 44.983,- Tilboð Rafhavél kr. 45.109,- Um er að raeða mjög margar gerðir af helluborðum: Glerhellu- borð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eða 4 rafm. hellur með eða án rofa. Verð frá kr. 21.655,- ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar í fjölbreyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri - m/grillmótor m/kjöthita- mæli - m/kataliskum hreinsibún- aði og fl. Verð frá kr. 34.038,- ZANUSSI örbylgjuofnar í stærð- um 18 og 23 Itr. Ljós íofni, bylgju- dreifir, gefur frá sér hljóðmerki. 23 Itr. verð kr. 28.122,- Tilboð kr. 26.308 f 13== 1Í0& Bjóðum upp á 5 gerðir þvotta- véla. 700-800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hita- sparnaðarrofa. Hraðvél, sem sparar orku, sápu og tima. Þvottavél með þurrkara og raka- þéttingu. 3ja ára ábyrgð - upp- setning. Verð frá kr. 54.512,- Tilboð kr. 49.922,- Þurrkarar 3 gerðir hefðbundnir, með rakaskynjaráeða með raka- þéttingu (barki óþarfur). Hentar ofan á þvottavélina. Verð frá kr. 30.786,- Tilboð kr. 28.194,- 7 gerðir kæliskápa: 85, 106, 124, 185 sm hæð. Með eða án frysti- hólfi. Sjálfv. afhríming. Hægtað snúa hurðum. Eyðslugrannir - hljóðlátir. Verðfrá kr. 29.727,- Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frysti- skápa. Mjög margir stærðar- möguleikar: Hæð 122, 142, 175 og 185sm. Frystir alltaf 4stjörnu. Sjónersögu rikari. Fjarlægjum gamla skápinn. Verð frá kr. 42.229,- Tilboð kr. 44.063,- Tilboð kr. 49.420,- Frystiskápar: 50, 125, 200 og 250 Itr. Lokaðir með plastlokum - eyðslugrannir - 4 stjörnur. Verð frá kr. 30.903,- ZANUSSI frystikistur 270 og 396 Itr. Dönskgæðavara. Mikilfrysti- geta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. Verðkr. 41.060,- Verð kr. 49.276,- Verð er miðað við staðgreiðslu. Tilboðið stendur út mánuðinn. Okkarfrábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18.00. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI 620100 - BORGARTÚNI 26 LOTi0ttH ib Metsölublað á hverjum degi! wi “ »fBoasif ®g tai'? Ibúóar- oq sumarhús bygoð al trau.tum aðUum. s G Einm^hus hfi Leitaðu upplysmga og faðu sendan bækhng. Selfossi, sím?98-22277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.