Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 1
64 SIÐUR B 135. tbl. 79. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra eftir fund raðherra EB og EFTA: EB fellur frá kröfu um einhliða veiðiheimildir Lúxemborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morg-unblaðsins. „EVRÓPUBANDALAGIÐ hefur fallið frá kröfunum um einhliða veiðiheimildir við Island fyrir aðgang að mörkuðum bandalagsins,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í samtali við Morg- unblaðið í nótt eftir að sameiginlegum fundi ráðherra Evrópubanda- lagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) lauk í Lúxem- borg. Utanríkisráðherra sagði að þegar upp væri staðið væri hið óvænta það að fundurinn hefði ekki farið út um þúfur en til hans var boðað til að freista þess að höggva á hnútinn í viðræðum EB og EFTA um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Endanlegt samkomu- lag liggur ekki fyrir en það komu fram tillögur sem eru skilyrtar og kalla á nánari útfærslu sérfræðinga,“ bætti utanríkisráðherra við. Harðlínumeim vilja draga úr völdum Sovétforseta Talsmaður Gorbatsjovs segir almennar forsetakosningar á þessu ári nær útilokaðar Af íslands hálfu sátu þeir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra fundinn.-Jón Bald- vin kvaðst í samtali við Morgun- blaðið hafa ákveðið að sækja ekki fund utanríkisráðherra aðildarríkja Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE) sem hefst í Berlín í dag, miðvikudag. Kvaðst hann hafa í hyggju að halda þess í stað heim til Islands í þeim til- gangi að gera utanríkismálanefnd Alþingis rækilega grein fyrir þeim tillögum sem fyrir liggja. Fundur ráðherra aðildarríkja Evrópubandalagsins og EFTA, snerist fyrst og fremst um kröfur EB um veiðiheimildir í lögsögu EFTA-ríkjanna gegn greiðari að- gangi sjávarafurða að mörkuðum þess. Þá var og tekist á um stofnun sérstaks sjóðs á vegum EFTA-land- anna sem ætlað er að jafna lífskjör innan EB. Fundur ráðherranna hófst um miðjan dag og lauk honum skömmu fyrir miðnætti. Fyrr um daginn þótti ljóst að töluvert bæri í milli en heimildarmenn töldu ástæðu til að ætla að einhver árangur næðist á lokuðum kvöldverðarfundi ráð- herranna. Talsmaður Evrópubandalagsins (EB) lýsti því síðan yfir seint í gærkvöldi að náðst hefði samkomu- lag um lausn á deilu EB og EFTA um sjávarafurðir innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Að sögn talsmannsins er gert ráð fyrir því að haldið verði áfram viðræðum íslendinga og Evrópubandalagsins innan ramma EES um hlut Islend- inga í lausn þessari. „Haldið verður áfram tvíhliða -og marghliða við- ræðum Islendinga og Evrópubanda- lagsins um þessi efni,“ sagði tals- maðurinn. Hann kvað hugmyndir Norðmanna um lausn á deilunni, sem kynntar voru munnlega, gera ráð fyrir að þau ríki EB sem hafa veiðiheimildir við Svalbarða frá Norðmönnum framselji þær Spán- veijum og Portúgölum. Þar með yrði afli þessara ríkja sameiginlega við Svalbarða 7000 tonn. Jafnframt væn ráð fyrir því gert að Spánveij- ar og Portúgalir héldu óbreyttu hlutfalli, stækkuðu fískistofnar þessir. Að sögn talsmannsins mælir lausnin einnig svo fyrir um að Norð- menn láti þeim þjóðum EB sem leggja fram veiðiheimidir sínar til Spánar og Portúgals samsvarandi veiðiheimildir í Norðursjó. Samkvæmt heimildum innan sendinefndar Spánar hjá EB ganga tillögur EFTA um framlög í þróun- arsjóð allt of skammt. EFTA-ríkin munu hafa boðið að greiða sem svaraði einum_ milljarði ECU (um 75 milljörðum ÍSK) í þróunarsjóðinn á fimm árum og að sjóðurinn lán- aði síðan til uppbyggingarstarfsemi á Spáni, Grikklandi, Irlandi og í Portúgal. EFTA-ríkin myndu skuld- binda sig til að greiða niður hluta af vöxtum í tíu ár eftir að sjóðurinn hætti útlánum. Hugmyndir Evrópu- bandalagsins hafa hins vegar geng- ið út á að framlag EFTA ríkjanna verði 1,4 milljarðar ECU auk þess sem stór hluti framlaga úr sjóðnum yrðu styrkir. HARÐLÍNUMENN í Æðsta ráð- inu, þingi Sovétríkjanna, veitt- ust í gær harkalega að Mikhail Gorbatsjov, forseta ríkisins, og sökuðu hann um óstjórn í efna- hagsmálum og kröfðust þess að dregið yrði úr völdum hans. Það var Valentín Pavlov forsætis- ráðherra sem gaf tóninn með ræðu í Æðsta ráðinu á mánu- dag. Þá krafðist hann aukinna valda til þess að geta tekist á við efnhagsvandann í landinu. Pavlov dró upp dökka mynd af ástandinu í efnahagsmálum og upp- lýsti að herferð Gorbatsjovs frá árinu 1985 gegn áfengisneyslu hefði kostað þjóðarbúið stórfé. Pavlov gerði ennfremur lítið úr efnahagsáætlun Grígoríjs Javl- inskíjs hagfræðings sem nú er til umfjöllunar hjá stjórnvöldum í Moskvu og Washington. Javlinskij naut aðstoðar hagfræðinga við Harvard-háskóla við gerð áætlunar- innar. Sagðist Pavlov þekkja nokkra slíka og þeir hefðu litla hugmynd um aðstæður í Sovétríkj- unum og gætu því ekki orðið þar- lendum að liði. Þingmaðurinn Vladímir Valov tók undir orð Pavlovs í umræðum í gær og sagði: „Við ættum að firra forsetann þeim völdum sem hann notar ekki.“ Aðr- ir þingmenn kröfðust þess að full- trúaþing Sovétríkjanna yrði kallað saman til að Gorbatsjov gæti staðið því reikningsskil gjörða sinna. Karen Karagesjan, einn af blaða- fulltrúum Gorbatsjovs, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að áætlun Javlinskíjs hefði hlotið já- kvæða umfjöllun á fundi undirbún- Jeltsín í Washington Borís Jeltsín, nýkjörinn forseti Rússlands, (t.h.) kom í gærkvöldi í heimsókn til Bandaríkjanna og tók Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, á móti honum á Andrews-herflugvellinum við Washington D.C. í dag mun Jeltsín eiga viðræður við bandaríska þingleiðtoga og á morgun við Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta. ingsnefndar fyrir gerð sambands- sáttmála Sovétríkjanna á mánudag en bæði Gorbatsjov og Borís Jeltsín forseti Sovétríkjanna tóku þátt í honum. „Þetta er 100 blaðsíðna skjal og ekki er hægt að meta það fyllilega fyrr en eftir ítarlega rann- sókn,“ sagði Karagesjan og minnti á að Pavlov hefði heldur ekki haft tíma til að fara yfir plaggið. „Pavlov er ekki sá fyrsti sem gagnrýnir hugmyndir Javlinskíjs og hann verður ekki sá síðasti en umræður af þessu tagi eru hluti af eðlilegri þróun slíkra kenninga.“ Fulltrúar níu Sovétlýðvelda af fimmtán sátu fund undirbúnings- nefndarinnar sem fjallaði um drög að sambandssáttmála og var eink- um ágreiningur um tilhögun skatt- lagningar. Að sögn Karagesjans er hugsanlegt að sambandssáttmálinn verði undirritaður í næsta mánuði ef umræðurnar á þingum lýðveld- anna ganga vel. Ekki er þó ljóst hvernig greiða á úr deilunni um skattamálin. Mengun umfram hættumörk í Aþenu Aþenu. Reuter. AÞENUBÚAR voru hvattir til þess í gær að dveljast sein mest innandyra vegna mikillar loft- mengunar. í yfirlýsingu frá gríska umhverf- ismálaráðuneytinu sagði, að meng- un mældist talsvert yfir hættu- mörkum í höfuðborginni Aþenu og hyggilegast væri því að halda sig innandyra. Bílstjórar voru hvattir til þess að aka ekki inn í miðborg- ina. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisyfirvalda hafa 80 manns ver- ið lagðir á sjúkrahús síðustu daga vegna hjartabilana og öndunar- örðugleika. Sumarið 1987 dóu rúmlega 800 manns í Aþenu vegna hitabylgju og mengunar þar í borg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.