Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 Minning: Dóra Thorberg Þorsteinsdóttír Fædd 12. júlí 1974 Dáin 10. júní 1991 Nú er hún Dóra vinkona mín dáin. Þetta er okkur öllum góðu vinum hennar ótrúleg staðreynd. Við kynntumst fyrst í ellefu ára bekk Hvassaleitisskóla og urðum við þá strax góðir vinir, hún var svo opin og listræn og ég man eft- ir fyrstu jólaskemmtuninni í skól- anum, hún var með eftirhermur og lék af hjartans list, maður sá strax hvaða hæfiieika hún hafði, það hefði ekki hvaða ellefu ára gamalt barn farið upp á svið og leikið eins og hún gerði fyrir fullan sal af vin- um og foreldrum. Og man ég hvað foreldrar mínir héldu upp á hana. Hún var alltaf glöð í bragði og gat komið manni í gott skap með uppátækjum og sprelli. Hún flutti úr hverfmu tólf ára gömul og hætti þá í skólanum, þá missti ég að mestu samband við hana um tíma, þó þekktumst við alltaf og töluðum saman þegar við hittumst á götu, svo lágu leiðir okkar saman á ný þegar ég kynntist stelpu sem bjó við hliðina á henni og vorum við þá fimmtán ára. Síðan hef ég hald- ið miklu sambandi við hana. Ég man hvað mér þótti gaman að hitta hana aftur og skrítið að stelpan sem ég er með væri vinkona hennar. Henni var margt til lista lagt og hún teiknaði skemmtilegar myndir sem vöktu hlátur og glaðværð. Nú upp á síðkastið vorum við óvenju mikið saman, stundum fór- um við tvö, ég og Dóra, og keyrðum um bæinn og töluðum um lífið og tiiveruna, hún var mín besta vin- kona og gott að eiga hana sem trún- aðarvin, hún hlustaði svo vel, ég gat borið undir hana öll mín vanda- mál og hún átti alltaf góð ráð en þótti líka gott að eiga trúnað ann- arra. Nú um hvítasunnuna fórum við í sumarbústað norður í Eyja- fjörð nokkrir krakkar saman og áttum við þar skemmtilega helgi saman, Dóra var þarna hrókur alis fagnaðar að venju, þá grunaði auð- vitað ekkert okkar að stutt væri í aðskilnað. Ég vona að hún hafí vitað hvað okkur öllum þótti vænt um hana, en hún var elskuð og dáð af þeim sem þekktu hana vel. Það er okkur mikill missir að þessi góði vinur er nú horfinn úr hópnum og skilur eftir sig óbætanlegt skarð. Við kveðjum hana öll og sendum foreldrum hennar og ættingjum okkar bestu samúðarkveðjur, Guð blessi Dóru okkar. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar bamið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í grðf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? „Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau á haustin, og þau vaxa aftur á vorin — einhvers staðar." (Halldór Laxness.) Mig langar að minnast elsku frænku minnar, sem dó af slysför- um 10. júní sl. Ég hef örugglega verið 9 ára þegar ég sá Dóru fyrst, eða þegar Siggi móðurbróðir minn og Edith móðir Dóru kynntust 1977. Ég var þá sex árum eldri en Dóra, þannig að við urðum aldrei neinir „leikfélagar", heldur átti hún meira sameiginlegt með Lilju systur minni, en aðeins ár skildi þær frænkurnar að. Samt man ég hvað hún var alltaf lítil og sæt, enda hafði mamma hennar gaman af því að punta hana og gera fína, og hún var ósjaldan í sniðugum heimagerð- um fötum þar sem sköpunargleði mömmunnar eða Dóru ömmu fékk að njóta sín. Það áttu þær mæðgur allar sameiginlegt að vera listræn- ar, enda ber heimili þeirra þess glöggt merki. Alls staðar er þar að fínna eitthvað fallegt sem þær hafa gert. Nú í seinni tíð hef ég samt orðið svo lánsöm að fá að kynnast henni betur, bæði persónulega, sem og í gegnum móður hennar, sem stund- um bar okkur saman, því margt af því sem Dóra gerði eða sagði hafði ég eins gert á hennar aldri. Eitt í dag og annað á morgun var táknrænt fyrir Dóru. Það sást t.d. á því hvað hún skipti oft um háralit eða föt. Meira að segja þeg- ar hún var smástelpa var hún alltaf að breyta til. Dóra var líka alltaf rosalega hress og hafði mjög skemmtilegan húmor. Hún gat hlegið sig máttlausa af því sem við kölluðum fimmaurabrandara, eða bara einhveijum karli eða keriingu úti í bæ. Hún hafði líka alveg ótrú- lega smitandi hlátur. Það var eitt- hvað að þeirri manneskju sem ekki hló með þegar Dóra fór að hlæja. Hláturinn eigum við eftir að muna lengi. Sumir eru alia ævi að finna sér farveg. Þó var ekki svo með Dóru, því hún bjó yfir listrænum hæfileik- um sem hún ætlaði að virkja, því hún ætlaði að læra myndlist. Dóra gat nefnilega teiknað, og hún var Stúdenta tilboð! 6 myndir og tvœr stœkkanir 20 x25 cmá aðeins kr. 6.000,00 3. ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofan Mynd sími 5 42 07 Barna oe fjölskyldumyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 3020 Gildir til 22. júní REYKJALUNDUR líka hugmyndarík og listræn í alla staði, og sérlega næm. Oft hefur verið sagt að enginn geti orðið lista- maður nema hafa djúpa skynjun og tilfinningu og það skorti Dóru ekki. Það sást vel er hún vann á röntgendeild Borgarspítalans við aðhlynningu. Hún fann svo til með sjúklingunum, og gaf svo mikið af sjálfri sér að hún var hreinlega þróttlaus bæði líkamlega og and- lega er vinnudegi lauk. Að lokum var svo komið að hún varð að hætta starfi sínu, með mikilli eftirsjá þó, því henni fannst ástæðurnar ekki nógu sannfærandi. En enginn gefur meira en hann á sjálfur. Dóra var yndisleg stúlka og við geymum mynd hennar í hjarta okk- ar alla ævi. Fyrir mér var hún fal- leg og skemmtileg manneskja, sem vakti athygli fyrir hreinskilni og ljúfa framkomu. Elsku Edith, Siggi, Steini, Lella, Trausti, ömmur, afar, frændur, og frænkur. Guð styrki ykkur í sorg- inni. Bryndís Nú ertu leidd, raín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært hann, sem þér huggun sendi, hánn elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Með þessum orðum Hallgríms Péturssonar kveð ég nú elsku Dóru mína í þeirri einlægu trú að hún taki á móti okkur á ný með brost- inu sína blíða, eins og hennar var vandi. Ég bið Guð að blessa foreldra hennar, Sigga pabba, systknin þijú, afa, ömmur og alla sem nú sakna Dóru svo sárt. Gugga Stutt er bilið á milli lífs og dauða. Það rann upp fyrir mér þegar Dóra vinkona lést. Dóra var búin að vera mér náin og traust vinkona síðan við fluttum á sama tíma í hverfið fyrir um 5 árum. Dóra var sannarlega vinur vina sinna. Það var alltaf gott að tala við Dóru þegar manni leið illa. Hún hafði alltaf mikla samúð með öllum og átti hún mjög stóran vinahóp. Við áttum margar góðar stundir saman sem aldrei munu gleymast. Dóra var mjög glaðlynd, hló mik- ið og hafði frábært skopskyn, hún gat alltaf komið manni til að hlæja. Dóru þótti alltaf gaman að vera innan um vini sína, til dæmis þegar við fórum í útilegur, á böll og fleira. Dóra var viðkvæm á sinn hátt og stundum var mjög erfitt að átta sig á henni, því hún var mjögtilfinn- ingarík og átti sín leyndarmál. Eitt aðaiáhugamál hennar var að teikna og hefði Dóra átt mikla framtíð fyrir sér á því sviði ef ævidagar hennar hefðu orðið fleiri. Hún var hugmyndarík og átti auðvelt með Benedikt Viggósson Utileiktæki og busllaugar S x f ■ Ji I í ! , i f I 1 i { ; § : ! i í í í 1 i f ||; * ' r | \ /I • L. t ? L -.i. ■ i: i lu x n \ /1 ^ | ; L ítaatóStí* L Róla og vegaróla, verð kr. 8.400, stgr. kr. 7.980. .Xfé /y' s>. •• ■ . Róla. vegaróla, tvöfaldur stigi og kaðal- stigi, verð kr. 13.300, stgr. 12.650. Stór busllaug, 122x244 cm. Sterkur dúkur með botnlokum á stálgrind. Sæti og viðgerðarsett. Verð kr. 10.900, stgr. 10.355. Sendum i póskröfu. Kreditkort og greiöslusamningar. Varahlutir og viðgeröir. Verið vandlát og verslið i Markinu. 414RKID Ármúla 40 Símat 35320 - 688860 VARMO SNJOBRÆÐSLA að láta sér detta eitthvað nýtt í hug. Dóra teiknaði mjög fallegar og sérkennilegar myndir. Þegar Dóra varð ástfangin gagntók ástin hana. Hún var ástrík og fann ekki raunverulega ham- ingju í lífinu nema að hún væri elsk- uð til baka, hún sagði að það væri betra að elska og missa en að elska ekki. Það er mjög erfitt að sætta sig við það og trúa því að besta vinkon- an sé farin og komi aldrei aftur, en Guð gaf og Guð tók. Það er gott en erfitt að hugsa til þeirra stunda þegar hún var glöð og fíflað- ist með okkur vinkonunum, en núna er Dóra í höndum Guðs þar sem friður ríkir. Það sem mér þótti vænst um í fari hennar er mér ljóst í fjarveru hennar því ástin þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðar- stundinni. Þessi missir er mjög erfiður og megi Guð styrkja Edith, Þorstein, Sigga, Lellu, Trausta, Þór og aðra nána ættingja og vini hennar í sorg- inni. Megi Guð fylgja henni og varð- veita. „Ó hjartans vinur, vissir þú, hvað vel ég man til þín. Ég lít á blóm og lifí í trú, að líkt þú saknir mín. Svo ber ég þig á bijósti leynt, þar byrgir ástin sig. Og sem mitt blóm er himinhreint, eins hreint ég elska þig. (Stgr. Th.) Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (K. Gibran.) Kristrún Elsku Edith, Siggi, Steini og börn. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Mig langar að kveðja Dóru með þessum ljóðlínum: Sem fagurt blóm við björtu eyjasundin svo blíð og saklaus þroskans vegu gekk. Sem dagur vorsins létt og glöð var iundin, við lindir dyggða holla svölun fékk. I sólarátt hún sveigði krónu bjarta og sendi ilm til þess, er nálægt var, í bijósti hennar bærðist göfugt hjarta, hið bjarta og fagra átti heima þar. Hin djúpa þrá, að leita á lista brautir, sér lýsti best í öllu, sem hún vann. Er lagvirk höndin hafði unnið þrautir, með hugargleði leit hún sigur þann. I föðurgarði var hún vonarbamið, sem vafði yl og ljósi dagleg störf. Sem vorið bjart, sem bræðir vetrar hjamið, hún bætti ailt, svo vonglöð, ljúf og djörf. í hljóðri sorg, þar sundin björtu streyma nú sitja þau, er áttu hið fagra blóm, og iáta sig um góða dóttur dreyma í dagsins önn, við straumsins þunga óm. Þau horfa sæl á minninganna myndir og morgunroða hennar ævidags. Þau dvelja við þær ljúfu svalalindir, það léttir sporin fram til sólarlags. (Rnnbogi J. Amdal - Milli skúra) Magga Dáin, harmafregn. Oft er stutt á milli skins og skúra. Það kom eins og reiðaslag yfir mann fregnin um að hún Dóra litla væri dáin í blóma lífsins. Þessi fátæklegu orð eru kveðju- orð frá mér og hjartans þakkir fyr- ir þá stuttu samleið sem við Dóra áttum saman. Ég man alltaf hana litlu brosmildu Dóru, þegar hún var að koma í heimsókn til mín og stundum í gistingu hjá Jósu frænku eins og hún kallaði mig þá. Alla erfiðleika sigraði hennar glaða og góða skap þegar mamma þurfti að fara. Þó samskiptin yrðu minni er árin liðu rofnuðu þau aldrei. Hún á alltaf þann bjarta reit sem hún gróðursetti hjá mér á barnsárunum sínum. Ég bið góðan Guð að styrkja og styðja foreldra hennar , systkini og alla vandamenn. hjartans þakkir fyrir alit flyt ég Dóru mminni. Guð geymi hana. Rósa Af hveiju hún elsku Dóra vin- kona okkar sem kvaddi lífið svo fljótt, hún sem átti svo margt ógert í lífinu. Hún átti svo ótal marga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.