Morgunblaðið - 19.06.1991, Side 14

Morgunblaðið - 19.06.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1991 Höldum okkur við Bandalagið eftirAndrés Pétursson Nokkur umræða hefur verið í blöðum að undanförnu að ekki sé rétt að nota orðið „Evrópubanda- lag“ um þá samvinnu Evrópuríkja sem gengur undir nafninu „Europ- ean Community" á ensku og orðið „Evrópusamfélag“ í stað orðsins „Evrópubandalag" og eru þegar nokkrir farnir að nota þetta nýja orð í fjölmiðlum. Að mínu mati hafa ekki komið fram nægjanlega sterk rök fyrir þessari breytingu og vil ég því eindregið hvetja til þess að gamla góða orðið „Evrópu- bandalag" verði notað áfram. Það er að vísu rétt að ef flett er upp í orðabók þá er grein þýðing á orðinu „Community" eða Comm- unaute“ frekar samfélag en banda- lag. Þetta var kjarninn í lesenda- bréfi í Morgunblaðinu fyrir skömmu frá kennara við Tækniskóla Is- lands. Þar mundar kennarinn stílvopnið allharkalega, ræðst að Gunnari Helga Kristinssyni, lektor við Háskóla Islands, og sakar hann bæði um lítilsvirðingu við almenn- ing í landinu og að vilja ekki þýða orðið rétt yfir á íslenska tungu. Ekki er það áætlun mín að veija Gunnar Helga í þessari grein enda hefur hann margoft sýnt það og sannað að hann er maður til að veija sig sjálfur. Hins vegar er ég alveg sammála röksemd lektorsins að ekki sé neinn tilgangur að breyta góðu og gegnu íslensku orði sem þegar hefur fests í tungunni. Sam- félag er að vísu ágætt orð en banda- lag lýsir viðkomandi samtökum mun betur. Það er auðvitað af hinu góða það starf sem nýyrðasmiðir vinna við að þýða erlend orð og hugtök yfir á íslenska tungu en staðreyndin er sú að ekki er alltaf nóg að stara beint á þýðingu orðs eða orðasam- bands í orðabók. Tökum tvö dæmi. Fyrir nokkrum árum aðstoðaði ég Vestur-íslending við að þýða grein úr ensku yfir á íslensku. Þar kom orðið „director" fyrir í merkingunni kvikmyndaleikstjóri og Vestur- íslendingurinn snaraði því beint yfir með orðinu framkvæmdastjóri eða forstjóri. Þegar ég sfðan leið- rétti þessa villu varð hann hálf- móðgaður við mig og vísaði í orða- bókina þar sem stendur skýrum stöfum að „director“ sé fram- ÚRVALS bón- og hreinsivörur! Olíufélagidhf kvæmdastjóri. Þýðingin var að visu alveg rétt hjá manninum en merk- ingin ekki. Annað dæmi. íslending- ar tóku þátt í stofnun „North Atl- antic Treaty Organisation“ eða NATO árið 949 og það var þýtt sem Atlantshafsbandalag á sínum tíma. Ég hef ekki heyrt í neinum mál- hreinsunarmönnum sem vilja breyta því nafni enda skýrir það ágætlega tilgang samtakanna. Svona til gamans í lokin þá má með sanni segja að íslenska þýðing- in „Bandalag" sé á undan sinni samtíð. Það er framtíðarmarkmið Evrópubandalagsins að stefna skuli að sífellt nánara samstarfi. „An ever closer union“). Þetta kom fram í Rómarsáttmálanum árið 1957 og endurtekið í yfirlýsingu frá ráðherr- um EB árið 1972 er þeir sam- þykktu að koma á bandalagi Evr- ópuríkja. („European Union“. Ef við flettum upp í orðabók þá er orðið „Union“ þýtt sem bandalag. Ef við færum að taka upp orðið Andrés Pétursson „Samfélag" þá þyrftum við að fara breyta því aftur í „Bandalag" þegar og ef samtökin verða einhverskonar „Til þess liggja engin brýn rök að taka upp Evrópusamfélagið í staðinn fyrir Evrópu- bandalagið enda er síðarnefnda orðið það sem bæði Alþingi og Utanríkisráðuneytið nota um þessi samtök.“ Bandaríki Evrópu. Af ýmsum ástæðum, sem of langt mál væri að fara út i í þessu greinarkorni, er það ekki líklegt. Þjóðirnar gi-ein- ir á um hvað þessi setning þýði í rauninni og í bók Þorsteins Magnús- sonar: „Stofnanir Evrópubanda- lagsins" kemur fram að Balladur, einn helsti ráðgjafi Pompideaus Frakklandsforseta, hafi eitt sinn verið spurður hvað þetta þýddi. Svar ráðgjafans var á þá lund að þetta þýddi í rauninni ekki neitt og það væri það góða við það! Þetta var nú fyrir utan aðalefni greinar- innar og ég vil bara endurtaka það sem ég hef sagt. Það tók nokkuð langan tíma að fá fólk til að hætta að tala um Efnahagsbandalag Evr- ópu og það er því ekki rétt að koma með enn eitt orðið inn í umræðuna. Ég vil því gera orð Gunnars Helga í Morgunblaðinu 11. apríl að mínum og segja: Almenna reglan hlýtur að vera þessi: ef ekki eru þess brýnni rök til að breyta um orð sem fest hefur sig í sessi, þá á ekki að breyta til. Til þess liggja engin brýn rök að taka upp Evrópusamfélagið í staðinn fyrir Evrópubandalagið enda er síðarnefnda orðið það sem bæði Alþingi og Utnaríkisráðuneyt- ið nota um þessi samtök. Höfundur er blaðamaður en stundar nú M.Sc.-nám viðLondon School ofEconomic íEnglandi. Eru ríkisskólamir samkeppnishæfir? eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur „Ríkisskólarnir hafa gott af að fá samkeppni," er haft Olafi G. Einarssyni menntamálaráðherra í DV, 8. júní sl. Eru ríkisskólarnir samkeppnishæfir? Áður en þeirri "spurningu er svarað er rétt að . minna á það að ríkisskólarnir starfa hvorki samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, sem hefur reglugerðar- ígildi, né samkvæmt nýjum grunn- skólalögum. Ekki eru allir skólar einsetnir og skóladagur er ekki samfelldur. Ekki fá allir nemendur námsefni við hæfi og skólar eru margir vanbúnir. Hveijir hamla því að skólar starfi eftir lögum og nám- skra? Ríkisvaldið og sveitarfélögin. Ályktanir og stefnuskrár stjórn- málaflokkanna eru nánast sam- hljóða hvað varðar einsetinn skóla og samfelldan skóladag. í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1989 segir m.a.: „Samræma ber vinnutíma foreldra og barna með því að koma á samfelldum skóla- degi og einsetnum skóla. Lengja verður daglegan skólatíma yngra- og miðstigs grunnskóla." Þar sem báðir ráðherrar mennta- og fjár- mála eru úr röðum sjálfstæðis- manna verður spennandi að fylgjast með þegar þessi ályktun kemst til framkvæmda. Eigi ríkisskólarnir að vera sam- keppnishæfir þarf ríkisvaldið og sveitarfélögin að standa við sínar skuldbindingar. Fjölga þarf stöðu- gildum kennara og til að fleiri kenn- arar komi til starfa verður að bjóða þeim hærri laun og góð starfsskil- yrði. Byrjunarlaun kennara eru kr. 67.397 og fæ ég ekki séð að þau laði að marga nýútskrifaða kenn- ara. Ekki nægir að hækka byijunar- launin, Aðalnámskrá grunnskóla, sem kom út 1989, gerir auknar kröfur til kennara, langt umfram erindisbréf þeirra. Erindisbréf kennara eru nú til endurskoðunar og verði verulegar breytingar á þeim, munu þær hafa áhrif á launa- og kjarakröfur kennara. Kennarar fögnuðu komu Aðalnámskrár 1989 og fagna nýjum grunnskólalögum en krefjast þess jafnframt að þeim sé gert kleift að starfa samkvæmt þeirn og í anda þeirra. I skólastefnu kennarasamband íslands segir: „UppeldishlutverK skólanna hefur aukist og gerðar eru meiri kröfur um samstarf og sam- vinnu innan kennarahópsins, við ýmsa aðra sérfræðinga sem skóla- starfinu tengjast og síðast en ekki síst við foreldra og heimili nem- enda.“ Þessar kröfur ásamt kröf- unni um einsetinn skóla og lengda viðveru til samræmis við vinnutíma Vogum. ÞYRLA frá Þyrluþjónustunni var nýlega notuð við að flytja haf- beitarseiði frá laxeldisstöðinni Vogavík í Vogum til sleppingar í Faxaflóa. Þetta er hluti af við- amiklu samstarfsverkefni laxeld- isstöðvarinnar Vogavíkur, Lax- eldisstöðvar ríkisins í Kollafirði og Veiðimálastofnunar sem er foreldra kalla á skilgreiningu á vinnutíma kennara. Kennarar fara fram á lækkun kennsluskyldu og að stefnt verði að því að auka við- veru í skólanum sem því nemur. Kennarar vilja alls ekki skorast undan þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra heldur einungis að þeim sé gert kleift að sinna hinum margvíslegu hlutverkum kennara- starfsins og að þeir fái greidd viðun- andi iaun fyrir. Við gerum því þær kröfur til yfirvalda skólanna að þau standi við sínar skuldbindingar. Alþingi samþykkti ný grunnskóla- lög í vor og þrátt fyrir breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga verður það að sjá til þess að þeim sé framfylgt. Eru ríkisskólamir samkeppnis- hæfir? Já og nei. Starfsfólk skóla og nemendur eru samkeppnishæf. Launakjör kennara og starfsskilyrði nemenda og kennara eru það alls ekki. Menntamálaráðherra, yfir- maður okkar, telur að við höfum gott af samkeppni og nú bíðum við þess að hann ásamt íjármálaráð- styrkt af rannsóknarsjóði. Alls 10.000 merktum seiðum var sleppt með þessari aðferð á nokkr- um mismunandi stöðum í Faxaflóa. Vigfús Jóhannsson framkvæmda- stjóri Laxeldistöðvarinnar í Kolla- firði og verkefnisstjóri sagði í sam- tali við fréttaritara Morgunblaðsins að verið væri að meta ýmsa slepp- ingarstaði, þar sem áður hefur ver- ið sleppt frá ströndinni og úr kvíum, en nú væru seiðin flutt út fyrir við- kvæma svæðið út frá ströndinni. Guðrún Ebba Ólafsdóttir „Kennarar vilja alls ekki skorast undan þeim kröfum sem gerð- ar eru til þeirra heldur einungis að þeim sé gert kleift að sinna hin- um margvíslegu hlut- verkum kennarastarfs- ins.“ herra geri okkur fyllilega sam- keppnishæf. Höfundur erformaður Kennarafélags Reykjavíkur. Með verkefninu er verið að meta hæfni einstakra stærða seiða þar sem kostnaður við seiðin er stærsti kostnaðarliðurinn í hafbeitinni og reyna að komast að því hvaða stærðir reynist hagkvæmastar í sleppingu. Liður í því er að reyna að draga úr afföllum. Þá er verið að reyna ýmsa staði til seiðaslepp- ingar til að meta áhrif á endur- heimtur í hafbeitarstöðvunum. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Sumarnámskeið í hraðlestri hefst þriðjudaginn 16. júlí nk. Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust? Nú er tækifæri fyrir þá, sem vilja margfalda lestrar- hraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN nn 10 ára csi - EG. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Þyrla flytur hafbeitarseiði til sleppingar í Faxaflóa. Yogar: Þyrla notuð við sleppingu hafbeitarseiða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.