Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 32
32 MO^GUNBLAÐJjD MIDVIKUDAGUH 19. JÚNÍ 199,1 Kvenréttindadagurinn 19. júní: Konur gefa trjáreit við Naustaborgir nafn KONUR úr ölium stjórnmála- flokkum efna til samkomu við Naustaborgir næstkomandi miðvikudag, á kvenréttindadag- inn, 19. júní. Árið 1985 í lok kvennaáratugar hittust konur við Naustaborgir og gróður- settu um 10 þúsund plöntur í sérstakan reit sem þeim var úthlutaður og nú á miðviku- dagskvöldið verður þessum reit formlega gefið nafn. Yfirskrift samkomunnar að Naustaborgum er Grill, glens og gaman og hefst hún með gróður- setningu kl. 18, en tijáplöntur verða til sölu á staðnum. Kveikt verður upp í grillinu um klukku- stund síðar, en þátttakendur leggja sjálfir til matar- og drykkj- arföng. Á síðasta ári, er konur héldu upp á 75 ára afmæli kosningarétt- ar síns, var efnt til samkeppni um nafn á svæðinu og verða úrslit kunngjörð og þar til gert skilti er Jenný Karlsdóttir skar út í tré verður hengt upp við reitinn. Ráðgert er að gera kvennasam- komur að Naustaborgum að árleg- um viðburði, þar sem konur mun hittast, gróðursetja tijáplöntur, grilla og skemmta sér að hætti kvenna. Konur af Eyjafjarðar- svæðinu og raunar kjördæminu öllu eru velkomnar að taka þátt í samverustund þessari. Davíðskvöld í Davíðshúsi GUNNAR Stefánsson rithöfund- ur flytur erindi um Davíð Stef- ánsson og skáldskap hans í Dav- íðshúsi næstkomandi fimmtu- dag, 20 júní, kl. 20.30. Gunnar dvaldi fyrir um ári í lista- og fræðimannaíbúð í Davíðs- húsi og hefur hann undanfarið unnið að rannsóknum á ævi Dav- íðs Stefánssonar og skáldskap hans. Erindi Gunnars mun einkum fjalla um æskuár skáldsins og tengsl hans við Eyjafjörð og Akur- eyri, auk þess sem sumarljóðum hans verða gerð nokkur skil. Auk erindis Gunnars og upp- lesturs úr verkum Davíðs, mun Hólmfríður Benediktsdóttir söng- kona syngja lög við ljóð eftir Dav- íð við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar píanóleikara. KE A leigir rekstur þrotabús Fjöreggs KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur gert leigusamning við þrotabú Alifuglabúsins Fjöreggs í Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd. Leigusamningurinn er til þriggja mánaða og rennur út 12. september næstkomandi. Arnar Sigfússon bústjóri þrota- búsins sagði að kaupfélagið tæki allan rekstur búsins á leigu til þriggja mánaða og væri tilgangur leigusamningsins fyrst og fremst að tryggja að rekstrinum yrði haldið gangandi. Einnig yrði tíminn notaður til að kanna hvort kaupandi fyndist að rekstrinum, en ætlunin væri að selja rekstur Alifuglabúsins í heilu lagi. Arnar bjóst við að auglýsa búið til sölu innan skamms. Alifuglabúið Fjöregg var úr- skurðað gjaldþrota í síðustu viku, en reiknað er með að gjaldþrotið nemi um 80 milljónum króna. Eignir búsins eru um 163 milljón- ir króna og sagði Arnar að bú- stofn væri þar meðtalinn, en um 15 þúsund varphænur eru á búinu og 25-30 þúsund kjúklingar í upp- eldi. Arnar sagði að verðmæti bústofnsins fælist í því að unnt yrði að halda rekstrinum í gangi og á þeim tíma er leigusamningur við KEA væri í gildi yrði reynt að finna kaupanda að búinu. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju: Myndlistarsýning fimm ára stúdenta ÁTTA ungir myndlistarmenn opna sýningu á verkum sínum í sal Safnaðarheimilis Akur- eyrarkirkju á morgun, laugar- dag, kl. 14. Allir eiga listamennirnir það sameiginlegt að hafa grunn- menntað sig í Myndlistarskólan- um á Akureyri veturna 1984-1986 og útskrifast _ úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árin 1989- 1990. Flestir þeirra eru einnig fimm ára stúdentar frá Mennta- skólanum á Akureyri. Þeir sem þátt taka í sýningunni eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Biynhildur Kristinsdóttir, Gústav Geir Bollason, Laufey Margrét Pálsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Róbert Róbertsson, Sigtiyggur Bjarni Baldvinsson og Sigurborg Jóhannsdóttir. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 23. júní og er opin frá 16 til 22 virka daga, en um helg- ar og 17. júní er opið frá 14 til 22. Morgunblaðið/Rúnar Þór 111 stúdentar voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. 111 stúdentar brautskráðir frá MA: ^ Menntumn er undirstaða alls, þess að vera maður - sagði Tryggvi Gíslason, skólameistari MENNTASKOLANUM á Ak- ureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Iþróttahöllinni á Ak- ureyri á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, en þá voru brautskráðir frá skólanum 111 stúdcntar. Tryggvi Gíslason, skólameistari MÁ, gerði grein fyrir skólastarf- inu í ræðu sinni og hann ræddi um kjör kennara og húsnæðis- þörf skólans. Heimsóknir gam- alla nemenda til skólans á skóla- hátíð ár hvert sagði hann mikils virði. Ljóst væri einnig að skól- inn væri nemendunum mikils virði. Samfélag norðanmanna byggi yfir einhverju sem ekki væri að finna annars staðar. Á liðnu hausti hófu 590 nemend- ur nám við skólann, 420 voru af Norðurlandi eystra þar af rúmlega 300 frá Akureyri, eða um helming- ur nemanna líkt og verið hefur síð- ustu tvo áratugi, tæp 14% koma af Norðurlandi vestra, 7% af Vest- urlandi og Vestfjörðum, tæp 3% af Austurlandi og af Suðurlandi, Reykjavík og Reykjanesi koma tæplega 4%. Um 250 umsóknir hafa borist um nám á fyrsta ári og hefur verið ákveðið að taka allt að 200 nýja nemendur inn á fyrsta ár, þannig að neita þarf um 50 nemendum um skólavist. Félagsstarf var öflugt síðasta vetur og nefndi Tryggvi í ræðu sinni að nemendur skólans hefðu borið honum gott vitni, þeir báru sigurorð af öðrum í spurninga- keppni Ríkisútvarpsins og urðu einnig fremstir í stærðfræðikeppni Hins íslenska stærðfræðifélags sem og í eðlisfræðikeppni fram- haldsskólanna. „Sú þjóð sem meðhöndlar kenn- ara sína eins og gert er nú hér á landi verður ekki lengi í hópi þjóða sem best eru menntaðar. Við ís- lendingar höidum að við séum bet- ur menntaðir en aðrar þjóðir. Það má ef til vill til sanns vegar færa á sumum sviðum og ljóst er að minni munur er á fólki hér en víð- ast annars staðar í Evrópu og ómenntuð lágstétt hefur ekki verið á íslandi til þessa,“ sagði Tryggvi er hann ræddi um kjör kennara. Hann sagði að sér byði í grun að hinn ráðandi minnihluti - hin ríkj- andi stétt, væri ekki eins vel mennt- uð og í nágrannalöndum okkur og skorti þar einkum víðsýni og skiln- ing á hinum stóru málum, hún skildi ekki samhengi hlutanna. „Maðurinn lifir ekki af brauðinu einu saman. Trú, menning, listir og saga skipta iíka máli og mennt- unin er undirstaða alls, þess að vera maður.“ Skólamenntun hefði ekki átt upp á pallborðið, þrátt fyrir allt tal um menntun og menningu. „En þegar skólunum er nú gert að ala upp börnin okkar - því heimilin er þess ekki megnug - og fijálshyggja í samkeppni og framleiðslu á að ráða úrslitum verðum við að eiga vel menntað fólk og það fæst ekki annars staðar en í skólum. Ef til vill þarf að skera upp allt atvinnu- líf og hagkerfi þjóðarinnar, en ef skólinn gleymist getum við gleymt hinu iíka,“ sagði Tryggvi. „Skóla- menntun er ekki aðeins æskileg heldur lífsnauðsyn. Nú er talað um samvinnu og jafnvel sameiningu þjóðríkja Evrópu. Öll ríki Evrópu skulu lúta einni stjórn. Ef íslend- ingar eiga ekki að týnast í því mikla þjóðahafi verður við að taka á honum stóra okkar og þá skiptir skólamenntun þjóðarinnar öllu máli.“ Hátíðahöldin tókust mjög vel og sjaldan hefur jafn mikið fjölmenni komið saman á flötinni fyrir framan samkomuhúsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.