Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 23 Stika er hinn hermannlegasti í fínum einkennisbúningi, rauðum jakka með gylltum hnöppum og borðum og bláa herforingjahúfu. Mér finnst góði dátinn Sveik þarna lifandi kominn. Stika talar ágæta þýzku einsog margir landar hans. „Ég vann hjá austurrísku fyrirtæki í fjórtán ár,“ segir hann. „Auðvitað lærði ég rússnesku líka, hún var skyldunám í öllum skólum í fjörutíu ár. Þeir voru fjölmennir hérna rússnesku hershöfðingjarnir með gæðinga sína að njóta lífsins, lögðu stærsta hótelið, Imperial Sanator- ium, allt undir sig, en eru nú sem betur fer farnir,“ segir Stika og dæsir við. Hann segir mér að rússn- eskan heyrist varla lengur, líkt og fólki finnist óbragð að þessu stór- merka tungumáli eftir innræting- una, blekkingarnar og heilaþvott- inn, sem troðið var uppá frelsisunn- andi fólk í nafni marxískrar hug- myndafræði. Eftir að blekkingin var afíijúpuð verða skólarnir að skipta um kennslugögn. Nýr veruleiki er tekinn við, en það eru engir pening- ar til neins. Þjóðin þarf að læra að hugsa upp á nýtt. „En þið hafið verið laus við þessar kenningar á íslandi?", spyr Stika um leið og við göngum af bílastæðinu inn á fjórðu hæð hótelsins og tökúm lyftu niður í gestamóttöku. Dvorák-hótelið er í einkarekstri og finnst fljótt á þjónustunni. Á ríkisrekna hótelinu í Prag mátti enginn vera að að afgreiða mig og sýndi því takmarkaðan áhuga. Hér gefur fólk sér tíma til að sinna gesti, alls staðar þessi yfirlætis- lausa alúð og vinsemd án ágengni, yfirbragðið fágað og slípað af margra alda menningarhefðum, aðalsmerki tékknesku þjóðarinnar, sem sósíalisminn hefur ekki náð að þurrka út. Lífsins vatn í öðru hverju húsi er hótel, sanat- orium, eða kavarná, kaffistofa, eða vínarná, vínstofa. Göturnar í Karlovy Vary eru fullar af gang- andi fólki en fátt um bíla. Bæði eru það ferðamenn í stuttri heimsókn á frægan stað og dvalargestir, sem koma til hvíldar og heilsubótar í skemmri eða lengri tíma. Straumur fólksins liggur í báðar áttir eftir bökkum Tepla-árinnar undir eikar-, beyki- og linditijánum og innanum alblómstrandi runna af alparós í hvítum og fjólubláum litum. Áin niðar hægfara neðst í dalnum, sem hún hefur sjálf skorið og mótað á milljónum ára. Svona er lífið. Kyn- slóðirnar koma og fara og það er einsog niður þeirra blandist þessum árnið. Karlsbad má muna sinn fífil fegri, en hún er að vakna til lífs að nýju eftir hálfan Þyrnirósar- svefn, því flest hefur staðið í stað hér í hálfa öld, og andblær liðins tíma svífur yfir öllu. Það er ævin- týri að detta inn í þetta andrúm og menningu millistríðsáranna, sem víðast er horfið í Evrópu. Þú getur jafnvel litið lengra til baka og fund- izt þú vera á 19du öldinni, búizt við að mæta Goethe, Liszt eða Brahms á einhveijum göngustígn- um, en allir dvöldust þeir hér lang- dvölum. Það er sem þú sjáir þessa liðnu tíð ljóslifandi fyrir sjónum þér, lifir hana í huga þér og hafir bætt einni til tveimur öldum framan við líf þitt. Goethe dvaldist hér þrettán sinnum svo vitað sé og upptendraði anda sinn af fegurð staðarins og töfrum náttúrunnar, hinni eilífu uppsprettu allrar sköp- unar. Ástaróð hans til Karlsbad er að finna skráðan gylltum stöfum á marmarahellu við einn göngustíg- inn: Karlsbad ■ Allt sem eg hef unnað hér og notið, allt sem eg hef fangað hér og hlotið, fögnuð þann og fylling minna vona fel í mínum draumi og minnist svona: Megi hver sem gistir þínar grundir gleðjast svo um allar s'mar stundir. í Karlovy Vary er margt sem minnir á Goethe og ber nafn hans, göngustígar uppi í hlíðunum, veit- ingahús, þar sem hann borðaði, vínkrár, þar sem hann hafði drukk- ið, auk minnisvarðans. En ekki að- eins skáld, rithöfundar og tónsnill- ingar komu. Pétur mikli Rússakeis- ari kom tvisvar, Karl Marx þrisvar, ævintýramenn og heimspekingar, konungborið fólk, broddborgarar, aðalsfólk og flækingar. En eitt áttu allir sameiginlegt, þeir komu til að drekka vatnið fræga úr brunnunum. Vegleg súlnagöng, sem áður voru nefnd, voru reist yfir þá fyrir einni öld. Þeir eru tólf talsins og heita ýmsum nöfnum einsog Myllubrunn- ur, Rusalka, Václava, Pramen, Svobody o.s.frv. Svo bættist Gag- arin-höllin við á dögum Rússanna, nýtízkubygging úr stíl við allt ann- að með risastyttu af Juri Gagarin í geimferðabúningi á stéttinni fyrir framan. Þangað safnast fólk að Spilahöllin, Casino, er ein af mörgum skrautbyggingum sem reistar voru í Karlsbad fyrir einni öld. Spilavíti er rangnefni, þarna er enn í dag eins konar félagsmiðstöð og vettvangur menningarviðburða. Útsýni yfir Karlsbad af uppáhaldsgöngustígum skáldsins J.W. Goethe drekka heilsuvatnið 40-60 gráðu heitt, sem seytlar úr litlum krönum við hvern brunn. Fólk kemur með ílátin sín að drekka úr eða kaupir handmálaðar könnur með stút, sumir fylla á flöskur og brúsa að taka með sér. Hér er lífsins vatn óskammtað og ókeypis fyrir hvern sem hafa vill. Talið er sannað vís- indalega að ekkert annað vatn í heimi hafi sama efnainnihald og vatnið í Karlsbad og að neyzla þess hafi ótvíræðan lækningamátt, eink- um gegn sjúkdómum í lifur, gall- blöðru, nýrum, þörmum og ristli, auk þess sem sykursjúkir fá bót meina sinna og hafa orðið albata. Ég losnaði ekki aðeins við fimm aukakíló, heldur hvarf bólgan úr vöðvum, liðamótum og ónefndum innri líffærum. Unaðstilfínning fer um hvern þann, sem skynjar vorið í kringum sig, en hvað jafnast á við að finna endurnýjun vorsins í sjálfum sér? Ég kveð með söknuði' þessa vorstemmningu í Karlsbad. Eftir vikudvöl er ég sannfærður um að tékknesk heilsuhótel eru ákjós- anlegur valkostur fyrir Islendinga, sem vilja án mikils kostnaðar tryggja heilsu sína og bæta hana, a.m.k. meðan við eigum ekki nema eitt heilsuhæli, sem menn geta ekki komið sér saman um hvernig reka beri. Tryggingarstofnanir tiyggja hvorki líf fólks né heilsu. Bætur þeirra eru aðeins skammdræg og ófullnægjandi lausn á mesta böli manns, heilsuleysi til líkama eða sálar. Trygging þín kemur innanfrá og sýnir sig í jákvæðri, heilbrigðri lífsstefnu og lífsstíl. Þú mátt ekki aðeins rækta garðinn þinn. Þú verð- ur að rækta líf þitt og mátt aldrei nema staðar, fyrr en þessu er lokið. Höfundur er ferðamálafrömuður. NYFÆDDA BAKNID m KnmKMUfítÁmi af barnavörunum til 29• júní nk. Yndislegt, nýfætt barn þarf ást og umhyggju í miklum mæli. Það er ekki sama hvaða krem, olía eða sápa er notuð fyrir vaxandi líkama þess. BARNAVÖRURNAR eru unnar úr völdum jurtum og blómum undir ströngu eftirliti lækna og lyfjafræðinga. Jurtirnar í HiMWiJi' barnavörunum eru ræktaðar á lífrænan hátt, án allra aukaefna og þekktar frá alda öðli fyrir yndisleg áhrif sín og nú nýttar á vísindalegan hátt. Engin gerviefni. Engin litar- eða geymsluvarnarefni. Engin eiturefni. niTjjUJil barnavörurn- ar hafa reynst eldri börnum með viðkvæma og/eða ofnæmis- húð, mjög vel enda ráðlagt af læknum. ÞÚ GETUR TREYST Hulda Jensdóttir, Ijósmóöir, leiðbeinir og kynnir WELEDA barnavtírurnar í verslun- inni Þumalínu. WELEDA ÞUMALINA Leifsgötu 32. Opið kl. 1 1-18 virka daga. *\N Næg bílastæði. Póstsendum. Sími 12136. N.1 Steinakrýl Fyrir þá sem vilja mála sjaldan en gera það vel Þú vandar til verksins, þegar þú málar húsið með Steinakrýli frá Málningu hf. Stein- akrýl veitir steininum ágæta vatns- vörn og möguleika á að að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinakrýls er gulltrygg og því getur þú einnig notað það sem grunn undir Kópal-Steintex. Þú getur málað með þessari úrvalsmálningu við lágt hitastig, jafnvel í frosti. Hún þolir vætu eftir um eina klst., hylur fullkomlega í tveimur umferðum, veðr- unarþol er frábært og litaval gott. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er imálning'f - það segir sig sjálft -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.