Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 15 Tryg’giiigar náms- manna erlendis eftir Ástu R. Jóhannesdóttur Um þessar mundir eru þeir námsmenn sem ætla að -stunda nám erlendis að undirbúa brottför sína. Eitt af því sem huga þarf að þegar haldið er utan til námsdval- ar, eru tryggingar ýmiskonar. Þá er mikilvægt að menn kynni sér hvaða tryggingar þeir hafa fyrir. Ymsir skólar erlendis krefjast ákveðinna trygginga af nemendum og veit ég þó nokkur dæmi þess að íslenskir námsmenn, sem ekki hafa kynnt sér rétt sinn gagnvart almannatryggingunum, hafa þurft að leggja út í heilmikinn kostnað vegna slíkra trygginga að óþörfu. Allir landsmenn eru sjúkra- tryggðir samkvæmt lögum um al- mannatryggingar, eigi þeir lög- heimili hér á landi. Þar með eru íslenskir námsmenn erlendis sjúkr- atryggðir samkvæmt þessum lög- um, eigi þeir lögheimili hérlendis. Eg ætla að fjalla í stuttu máli um þær reglur sem gilda um þátt- töku almannatrygginga í sjúkra- kostnaði erlendis, en þær eru mis- munandi eftir löndum. Námsmenn á Norðurlöndum Gagnkvæmur samningur um félagslegt öryggi er í gildi milli Norðurlandanna. Samkvæmt hon- um njóta íslenskir námsmenn og fjölskyldur þeirra sömu réttinda og íbúar viðkomandi lands gagn- vart sjúkrakostnaði. Algengast er að íslenskir námsmenn á Norður- löndum flytji lögheimili sitt til við- komandi lands og gangi þar með inn í almannatryggingakerfi þess. Sjúkrakostnaður úr íslenska al- mannatryggingakerfinu er því enginn vegna þessara námsmanna. Samningur við Bretland íslenskir námsmenn í Bretlandi sem þarfnast nauðsynlegrar sjúkrahjálpar eiga sama rétt og íbúar viðkomandi landsvæðis, til þeirrar þjónustu sem opinbera heil- brigðisþjónustan breska veitir (National Health Service). Réttind- in eru samkvæmt gagnkvæmum samningi milli landanna um heil- brigðisþjónustu. Sjúkrahjálp aðila í einkarekstri heyrir ekki undir þennan samning. Fæst kostnaður vegna hans að takmörkuðu leyti endurgreiddur hjá Tryggingastofnun. Endurgreiðsla kostnaðar Námsmenn erlendis með lög- heimili á íslandi eru sjúkratryggðir hér á meðan þeir dveljast erlendis, nema þar sem gagnkvæmur samn- ingur er í gildi milli landanna. Tryggingastofnun ríkisins endur- greiðir því erlendan sjúkrakostnað í sama mæli og kostnaður Trygg- ingastofnunar hefði verið af sams- konar tilviki hérlendis. A reikning- um vegna læknisþjónustu erlendis verða að vera allar nauðsynlegustu upplýsingar um hverskonar sjúkra- kostnað sé um að ræða og helst þarf læknisvottorð að fylgja. Dæmi um sjúkrakostnað sem endurgreiðist eftir sömu reglum og hérlendis, er sjúkrahúsvist, læknishjálp, rannsóknir, lyf, röntg- engreining, sjúkraþjálfun, sjúkra- flutningur, tannlækingnar á böm- um og lífeyrisþegum og kostnaður vegna fæðingar. Greiðslur umframkostnaðar Verði námsmaður fyrir veruleg- um kostnaði vegna veikinda eða slyss erlendis og fær hann ekki endurgreiddan nema að litlu leyti, er heimilt að sjúkratryggingamar taki meiri þátt í slíkum kostnaði. Tryggingastofnun greiðir þá 75% „Ég- hvet því námsmenn og aðra sem ætla utan til dvalar, að kynna sér þann rétt sem þeir eiga samkvæmt íslenskum lögum, áður en haldið er af stað.“ af hlut sjúklings í fyrstu 1.000 bandaríkjadollurum, en 90% af þeim kostnaði sem fer þar yfir. Reglan tekur til námsmannsins sjálfs, maka hans og barna. Námsmannareglan gildir einnig um elli- og örorkulífeyrisþega sem eru með tekjutryggingu, en þátt- takan er aftur á móti minni hjá öðmm. Námsmaður samkvæmt þessu er sá sem er í lánshæfu námi. Sé námsmaður tryggður hjá trygg- ingafélagi, bæta almannatrygg- ingarnar aðeins þann hluta sem tryggingafélagið bætir ekki. Staðfesting frá Tryggingastofnun getur sparað útgjöld Margir erlendir skólar krefjast þess að nemendur hafi tilteknar lágmarks sjúkra- og slysatrygg- ingar. Þær þurfa oft að vera betri en þær tryggingar sem almanna- tryggingarnar bjóða. Einnig krefj- ast sumir skólar þátttöku í hóp- tryggingu hjá tilteknu erlendu vá- Ásta R. Jóhannesdóttir tryggingafélagi. Nemendur geta fengið skriflega staðfestingu hjá sjúkratryggingadeild Trygginga- stofnunar ríkisins Laugavegi 114, um það að þeir séu sjúkratryggðir samkvæmt íslenskum lögum. Vott- orð frá skóla eða lánasjóði þarf að fylgja beiðni um staðfestinguna. Með því að framvísa þessu plaggi er oft hægt að sleppa við eða fá afslátt af skyldutryggingum er- lendra skóla. Frekari tryggingar Þessar upplýsingar ættu samt ekki að draga úr því að námsmenn kaupi sér tryggingar hjá trygg- ingafélögum. Slíkar tryggingar greiða oft mun fleiri tegundir sjúkrakostnaðar, en almanna- tryggingakerfíð. Einnig þurfa menn að leggja út fyrir kostnaði og fá síðan endurgeitt samkvæmt almannatryggingunum, en sjúkra- reikningar eru sendir beint til tryggingafélags gegn framvísun tryggingaskírteinis í hinu tilvikinu. Það er því að ýmsu að hyggja í þessum efnum. Ég hvet því námsmenn og aðra sem ætla utan til dvalar, að kynna sér þann rétt sem þeir eiga sam- kvæmt íslenskum lögum, áður en haldið er af stað. Höfundur er deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.