Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 fclk f fréttum Steingrímur St. Th. Sig- urðsson. MYNDLIST Farinn að keppa við sjálfan sig að er orðin hefð að Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari sé með sýningu á verkum sínum í Eden í Hveragerði um verslunar- mannahelgina og verður þessi helgi engin undantekning. Nú í vikunni opnaði Steingrímur 71. sýningu sína og er hún sú 15. sem hann heldur í Eden. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Steingrímur að hon- um þætti mun ánægjulegra að sýna í Eden en í viðurkenndum listhús- um. í Eden væri stöðugur straumur fólks sem gaman væri að ræða við yfir kaffibolla eða ís eftir að það hefði séð sýninguna. Mörgum ferðalöngum þætti iíka þægilegt að koma við í Hveragerði, dusta af sér ferðarykið og njóta listarinnar áður en haldið væri áfram. Sýningin tileinkuð Perlunni Steingrímur er nýkominn frá París en margar myndanna sem eru á sýningunni málaði hann þar. Steingrímur sagði að hann vildi til- einka sýninguna Perlunni á Öskjuhlíð. „Þegar ég kom til íslands frá París var þýskur ferðamaður samferða mér frá Keflavíkurflug- velli. Þegar til Reykjavíkur var komið, blasti Perlan við og lét þá Þjóðvetjinn svo um mælt að nú hefðu íslendingar eignast sinn Eif- fel-turn eða Empire State bygg- ingu. Ég fór seinna til að skoða Perluna að innan og þá heillaðist ég af byggingunni sem minnir mig nú reyndar mest á Pompidou-safnið í París,“ sagði Steingrímur. Að gera enn betur Steingrímur sagði að hann stæði á tímamótum á ferli sínum sem list- málari. „Ég hef málað svo mikið og sýnt svo oft að ég er kominn í mikla samkeppni við sjálfan mig. Það er mér mikið metnaðarmál að gera alltaf betur og betur og öll fyrri verk mín veita mér strangt aðhald. Á sýningunni í Eden eru 42 málverk og ég valdi þau með það í huga að þau gæfu sem besta mynd af því sem ég er að fást við núna,“ sagði Steingrímur að lokum. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir Vesturgðtu 16 - Símar 14680-13280 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI UTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.