Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 29 Stefán Kristjáns- son - Minning Fæddur 4. ágúst 1949 Dáinn 26. júlí 1991 Að kveldi 26. júlí var hringt í mig og mér tilkynnt sú sorgarfrétt að Stefán Kristjánsson hefði látist af slysförum. Manni verður orðfátt og orð verða fátækleg þegar góður drengur er tekinn svona snöggt frá og kvaddur hinstu kveðju. Stebbi minn, maður trúir ekki en verður að trúa. Ekkert getur lýst sorginni og hinum mikla söknuði sem þá hellist yfir mann. Þegar við erum á besta aldri er dauðinn svo fjarlæg- ur okkur og við skiljum ekki til- ganginn þegar kallið kemur svona snögglega. Það er svo fjarlægt að hugsa til þess þegar leiðir skiljast að kveldi að eiga ekki eftir að hitt- at aftur. En hvað er lífið? Maður veit aldrei hvenær kallið kemur. Ekki grunaði mig að það yrði í síðasta sinn sem við ættum eftir að hittast í afmælis- hófi frænda okkar og var þá glatt á hjalla hjá okkur Stebba eins og alltaf þegar við hittumst. Mér þótti vænt um Stebba og ekki fannst bónbetri maður ef aðstoðar var þörf því alltaf vildi hann öllum hjálpa, þegar til hans var leitað. Eg læt því lokið þessum fátæklegu kveðjuorðum til elsku frænda míns sem kvaddur var alltof fljótt en eftir lifir minning um góðan og heiðarlegan dreng. Að lokum bið ég góðan guð að styðja og styrkja Valgerði og börnin á þessum erfiðu tímamótum því þeirra er harmurinn mestur. Eg fel í fosjá þína Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þin, svo blundi rótt. (M.Joch.) Sigríður Þyrí Pétursdóttir í dag verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju Stefán Kristjáns- son bóndi og verkamaður í Yzta- Koti í V-Landeyjum. Hann lést í vinnuslysi við steypustöðina á Hvol- svelli föstudaginn 26. júlí síðastlið- inn. Þessa frænda míns og vinar ætla ég nú að minnast með nokkr- um orðum. Stefán Kristjánsson fæddist f Yzta-Koti þann 4. ágúst 1949 sonur Margrétar Stefánsdóttur (f. 1918) þar og Kristján Péturssonar (f. 1921) frá Stóru-Hildisey í A-Land- eyjum, kunnum byggingarmeistara í Reykjavík. Foreldrar Margrétar voru Stefán Jónsson (1875-1923) frá Butru í A-Landeyjum bóndi í Yzta-Koti frá 1917 til dauðadags og Sigurbjörg Gísladóttir (1887-1973) húsfreyja í Yzta-Koti. Stefán Jónsson var fæddur í A- Landeyjum, sonur hjónanna í Butru, Jóns Þorleifssonar (1845- 1906) og Margrétar Hjaltadóttur úr V-Skaftafellssýslu. Sigurbjörg Gísladóttir var fædd á Seljavöllum undir A-Eyjafjöllum, dóttir hjónanna þar, Gísla Guð- mundssonar (1852-1890) frá Selja- völlum og Margrétar Sigurðardótt- ur(1857-1949) frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Gísli fórst í lendingu við Austurfjallssand vorið 1890. Margrét bjó nokkur ár eftir það áfram á Seljavöllum með seinni manni sínum, Hjörleifi Jónssyni (1872-1931) úr Eyvindarhólasókn en frá 1901 í Stóru-Hildisey. Sigurbjörg bjó ekkja í Yzta-Koti í hálfa öld með börnum sínum, kunn að dugnaði og mannkærleika. Heimili hennar var rómað fyrir hreinlæti og myndarskap og þaðan fór enginn svangur. Lengi var þar einnig til heimilis mágkona Sigur- bjargar, Jóhanna Sigríður Jónsdótt- ir (1878-1967) frá Butru, lausa- kona, öllum samferðarmönnum sín- um ógleymanleg fýrir ósérhlílfni og mikið vinnuþrek. Börn Sigurbjargar og Stefáns í Yzta-Koti auk Margrétar eru Gísli Júlíus (f. 1915) bóndi í Yzta-Koti og Marta (f. 1921), nú sjúklingar á Ljósheimum á Selfossi. Stefán Kristjánsson ólst fyrstu tíu ár ævi sinnar upp með móður sinni heima á Yzta-Koti en frá 1960 í Stóru-Hildisey. Þangað flutti hann ásamt móður sinni þegar hún gift- ist Guðmundi Péturssyni (1915- 1982) bónda þar. Guðmundur Pétursson og Kristj- án Pétursson sem áður var nefndur voru bræður, synir Péturs Guð- mundssonar (1893-1959) og Soffíu Guðmundsdóttur (1892-1976). Pét- ur og Soffía voru lengi búandi í A-Landeyjum, fýrst í Selhjáleigu en síðan lengi í Stóru-Hildisey. Þau voru bæði ættuð úr A-Landeyjum. Hálfbróðir Stefáns er Pétur Guð- mundsson (f. 1960) bóndi í Stóru Hildisey. Stefán varð snemma þroskaður, stór og sterkur, mikil verkmaður hvort sem var við sveitarstörf eða á vetrarvertíð í Þorlákshöfn. Skap- lyndi Stefáns var ljúft og jafnt. Hann var ávarpsgóður og mikill vinur vina sinna. Á yngri árum keppti hann í frjáls- um íþróttum fyrir Ungmennafélag- ið Dagsbrún og Héraðssambandið Skarphéðinn. Sérstakt dálæti hafði hann á spretthlaupum. Mörgum jafnöldrum hans er minnisstætt hversum góðum tíma þessi stóri og þungi maður náði í 100 metra hlaupi að því virtist fyrirhafnar- laust. Stefán náði að hlaupa 100 metra á 11,3 sek á íþróttamóti við Gunnarshóla í A-Landeyjum þann 13. ágúst árið 1967. Það var þá fjórði besti tími sem félagsmaður í Héraðssambandinu Skarphéðni hafði náð í keppni. Eiginkona Stefáns var Sigrún Adolfsdóttir (f. 1954) frá Önundar- horni undir A-Eyjafjöllum. Þau bjggu fyrst í Ytri-Njarðvík en síðan fáein ár á Önundarhorni í sambýli við foreldra Sigrúnar. Börn þeirra eru olafur Guðni (f. 1973) og Sigur- björg (1975). Stefán og Sigrún slitu samvistir. Sambýliskona Stefáns síðustu árin var Valgerður Sigurjónsdóttir (f. 1955) frá Galtalæk í Landssveit. Valgerður var ekkja með tvö börn þegar hún og Stefán tóku saman. Þau heita Guðmundur Páll (f. 1976) og Sigríður Anný (f. 1978). Börn Stefáns og Valgerður heita Kristján Gísli (f. 1984) og Grétar (f. 1990). Stefán og Valgerður bjuggu fyrst á Hellu en síðan í félagsbúi með Pétri bróður hans í Stóru-Hildisey og loks í Yzta-Koti frá 1987. Ásamt búskap þar með kindur, hross og nautgripi stundaði Stefán vinnu utan heimilis. Fyrst við afleysngar á búum í A-Landeyjum en síðan við steypustöðina á Hvolsvelli. Við frændurnir vorum búnir að þekkjast frá blautu barnsbeini. Margs er að minnast. Við lékum okkur saman smádrengir heima í Yzta-Koti, tókum ófermdir guttar þátt í hátíðarhöldunum í Reykjavík í ágúst 1961 þegar haldið var upp á 175 ára afmæli kaupstaðarrétt- indanna og ókum ungir menn á kraftmiklum bílum um malarvegi Suðurlandsundirlendisins. Skipti þá ekki máli hvort þurfti að aka úr Landeyjum vestur í Þjórsárver í Villingaholtshreppi eða aðeins aust- ur undir Eyjafjöll til þess að kom- ast á sveitaball. Við fráfall Stefáns er mikill harmur kveðinn að fjölskyldu hans. Vinur og frændur sakna hans sárt. Ég sendi sambýliskonu og börnum hans öllum innilegar samúðarkveðj- ur og sömuleiðis öldruðum foreldr- um og öðrum vandamönnum. Þorgils Jónasson. „Dáinn, horfinn." Harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfír. En ég veit að látinn lifír. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífíð þjóða? Hvað væri sigurinn sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson.) í dag kveðjum við í hinsta sinn vin og vinnufélaga, Stefán Krist- jánsson. Það er ætíð sárt að sjá á bak góðum vini, og traustum fé- laga. Þungbærast er þó þegar vinur á besta aldri er fyrirvaralaust kvaddur héðan. Það tekur sinn tíma að átta sig á slíkum forlögum og sætta sig við þau. Stefán fæddist í Ysta-Koti í Vest- ur-Landeyjum, 4. ágúst 1949. For- eldrar hans eru Margrét Stefáns- dóttir og Kristján Pétursson. Okkur langar með þessum fá- tæklegu línum að rifja upp kynni okkar af Stefáni, sem voru á þann veg að þar bar aldrei skugga á. Hann var búinn að vera starfs- maður steypustöðvarinnar á Hvols- velli nær samfellt frá hausti 1988, og áður alltaf af og til, bæði hjá fyrrverandi og núverandi eigendum steypustöðvarinnar. Hann hafði því lengstan starfsaldur þeirra sem þar starfa nú. Það var sama hvað störf hann gekk í, hvort það var akstur, viðgerðir eða vinna við blöndun í stöð. Öll þessi störf leysti hann af hendi af mikilli samviskusemi og trúmennsku sem han átti í svo rík- um mæli. Hans framkoma í starfi sem leik einkenndist af hógværð •og glettni og að finna spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Ekki síst ef eitthvað blés á móti. Hann var ein- staklega hjálpsamur og fljótur að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Það þurfti sjaldnast að kalla eftir hjálp ef Stefán var einhvers staðar nálægt. Hann var alltaf kom- inn, svo vel var hann vakandi í starfi og meðvitandi hvers eðlis viðfangs- efnið var hveiju sinni. Hann gekk ávallt fumlaust til verka og var mjög gætinn. Því finnst okkur ótrúlegt að einmitt hann skyldi verða fyrir þessu hörm- ulega slysi. En enginn má sköpum renna og þetta sýnir okkur að eng- inn er óhultur í henni veröld, þar sem hættur geta leynst á hverju strái. Fátækleg orð duga skammt þeg- ar sorgin kveður dyra, en þau eru samt það fyrsta sem hægt er að grípa til. Minningin um hann getur aldrei orðið að kulnuðum glóðum, heldur Ijósbera, sem heldur hátt á lofti kyndli minninganna. Leiðir skilja að sinni. Móðir jörð hefur búið honum hinstu hvílu í skauti sínu. Við sem þekktum Stefán syrgjum nú góðan dreng, en mest er þó sorg sambýliskonu hans, barna og ann- arra ættingja. Megi Guð gefa ykkur styrk til að horfa fram á við og minnast fortíðarinnar með gleði yfir þeim árum sem þið áttu með Stefán. Vinnufélagar Heyylirbreiðslur Eins og undanfarin ár höfum við á boðstólnum heyyfirbreiðslur, sem ekki fúna, í mörgun stærðum. Sendum í póstkröfu. Baldur sf., Stokkseyri, sími 98-31310. Gunnar Ásgeirs- son - Kveðja Góður vinur okkar og nágranni- Gunnar Ásgeirsson er látinn. Það var alltaf mikill ferskleiki og kraftur sem fylgdi Gunnari þeg- ar hann kom í heimsókn og viss vorboði sem fylgdi þeim hjónum þegar þau komu að undirbúa hvíta- sunnuhelgina í sumarbústaðnum sínum hér í Þingvallasveit. Þau töluðu oft um að þeim finndist þau vera komin, þegar allt var tilbúið fyrir sumardvölina og þau sest að í sveitinni. Þetta skildum við vel sem búum í þessari fallegu sveit. Hérna voru Gunnar og Valgerður búin að útbúa sér einstakan unaðsreit, fal- legt land við Þingvallavatn, ræktað miklum og fallegum skógi sem þau gróðursettu í gegnum árin svo og sérlega hlýlegan og fallegan sumar- bústað og sundlaug. Það var þeim mikið hjartans mál að deila þessu með öðrum og að sem flestir fengju að njóta þess með þeim. Það var alltaf mikil eftir- vænting hjá börnum um hvenær Gunnar opnaði laugina eins og þau orðuðu það og ekki stóð á að hann léti vita þegar allt var tilbúið til notkunar, bæði fýrir bömin og full- orðna fólkið. Alltaf var boðið uppá eitthvað að afloknum sundferðum. Það var einstaklega notalegt að fara í laugina eftir langan vinnudag og vera svo boðinn inn í bústað til þeirra hjóna í hressingu og spjall, það var góð afslöppun og ánægju- stund. Það var fátt sem kom Gunnari ekki við, hann var hugmaður mikill og fylgdist vel með öllu sem var að gerast. Alltaf var hann boðinn og búinn til að aðstoða, sama hvað var, það var svo skemmtilegt þegar hann var kominn í sumardvölina, birtist í dyrunum og sagði að nú væri sendillinn kominn í sveitina, því alltaf athugaði hann hvort ekki vantaði eitthvað þegar hann skrapp í bæinn eða hringdi áður en hann kom austur, nú og oft kom sér vel að fá lánuð verkfærin hans og ótal margt annað ótalið. Gunnar hafði mjög gaman af söng og tónlist og fyrir kom að hann tók sér gítar í fang, sem til var á heimilinu, og spilaði og söng, öllum til mikillar ánægju. Þær em margar og góðar minn- ingarnar sem við eigum eftir ára- tuga kynni og erum þakklát fyrir. Við vottum Valgerði og öllum í fjölskyldu Gunnars okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan Heiðarbæ 11. HRINGDU OG FÁÐU SENT EINTAK. Pöntunarlistinn kostar250kr. + póstburöargjald PÖNTUNARLÍNA fiCQAAfl BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.