Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 21
Litháen MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 21 ***1/2 US. Ent. - ***AI. Mbl. ***P. Á. D.V. „Prýðis afþreying". Hörku aðsókn - 10.000 manns á tveimur vikum. Frábær leikur, mikil spenna, gott grín. Látió þessa ekki sleppa. Sýnd í A-sal kl. 5 - 7 - 9 og 11.10. Bönnuð börnum innan 12 ára. Yfirvöld auka eftirlit á landamærastöðvum Vilníus. Reuter. YFIRVÖLD í Litháen efldu öryggisgæslu á landamærastöðvum sínum í gær og rannsóknarlögreglumenn leituðu að vísbendingum sem gætu varpað ljósi á morðin á sjö litháískum landamæravörðum á miðvikudag. Aðstoðarforsætisráðherra Litháens, Zigmas Vaisvila, sagði á lokuðum þingfundi að árásin, sem gerð var um kl. 5 á mið- vikudagsmorgun, hefði verið vandlega undirbúin og gerð til að ögra. „Eftirlit hefur verið hert með þeim sem koma inn á litháískt land- svæði og nú leitum við leiða til að auka öryggi tollgæslu- og landa- mæravarða," sagi Vaisvila í sam- tali við sovésku fréttastofuna Tass. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, ávarpaði þingfundinn og krafðist þess að Sovétstjórnin kall- aði allar sovéskar öryggissveitir heim frá Litháen. Hann benti á að tengsl gætu verið milli þessara morða og hryðjuverkanna sem OMON- eða svarthúfusveitirnar svokölluðu, sem eru vopnaðar ör- yggissveitir sovéska innanríkis- ráðuneytisins, hafa framið á landa- mærastöðvum í Litháen og Lett- landi undanfarna mánuði. Ekkert mannfall hefur orðið í þeim árásum en sumum varðanna hefur verið misþyrmt. Yfirmenn OMON í Lithá- en hafa vísað á bug ásökunum um að hafa átt nokkurn þátt í morðun- um á miðvikudag. Morgundagurinn hefur verið lýstur sorgardagur í Litháen og mun útför landamæravarðanna fara fram á vegum yfirvalda. Imelda Marcos: Kæra lögð fram vegna skattsvika Manila. Reuter. STJÓRNVÖLD á Filippseyjum undirbúa nú málsókn á hendur Imeldu Marcos, ekkju einræðisherrans Ferdinands Marcos, vegna skatt- svika. Lagði Francisco Chavez, rikisendurskoðandi, Filippseyja, fram fyrstu kæruna í gær. Sagði hann fjölmargar aðrar eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Kæran er í 38 átta liðum og ef Imelda verður sakfelld vegna þeirra alla á hún yfir höfði sér allt að 55 ára fangelsi. Ferdinand og Imelda flúðu frá Filippseyjum árið 1986 eftir að Ferdinand hafði verið steypt af stóli og stjórn Corazon Aquino tekið við völdum. Ferdinand lést á Hawaii árið 1989 en Imelda hefur hafst við í Bandaríkjunum síðan. Hefur henni fram að þessu verið meinað að snúa aftur til heimalands síns en í fyrra- dag lýsti Corazon Aquino því yfir að henni væri fijálst að koma til eyjanna. Imeldu var gert að sækja vega- bréfsáritun hjá ræðismanni Filipps- eyja í New York í gær og kom þá í ljós að áritunin gilti einungis í einn mánuð og aðeins aðra leiðina, þ.e. til Filippseyja. Fyrr um daginn hafði hún lýst því yfir að hún hlakk- aði til að fara til Filippseyja en eft- ir heimsókn sína á ræðismanns- skrifstofuna sagði Imelda að ein- hver bið gæti orðið á för hennar. Ætlaði hún að ráðfæra sig við lög- fræðinga sína um hvað best væri að gera í stöðunni. James Linn, lög- fræðingur Marcos, sagðist mæla gegn því að hún færi til Filippseyja á þessum forsendum. Grænland: Hruníferða- þjónustunni Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. ÞAÐ er ekki aðeins, að þorskur- inn hafi yfirgefið Grænlend- inga, heldur hafa ferðamenn- irnir gert það líka. I allan vetur var rekinn í Danmörku áróður fyrir svokölluðum „ævintýra- ferðum" og stefnt að því að selja 3.000 miða en útkoman var 930. Er þetta dæmigert fyrir hrunið í grænlensku ferðaþjón- ustunni. Ástandið er einna verst í Nuuk, höfuðstaðnum, en nokkuð skárra í Suður-Grænlandi og við Diskó- flóa. Sem dæmi má nefna, að í sumar hefur herbergjanýting hót- elsamsteypunnar „Hans Egede“ V Nuuk aðeins verið 35% og ekki að furða þótt fyrirtækið eigi við fjárhagsörðugleika að stríða. Hef- ur hrunið í ferðaþjónustunni bitnað á öllu samfélaginu en í fyrra sagði landstjórnarmaðurinn Kaj Egede, að ferðaþjónusta ætti að vera höf- uðatvinnuvegur Grænlendinga ár- ið 2000. Þorskinum væri lítt treystandi og svo væri komið í fyrsta sinn í heila öld, að enginn námagröftur væri í Grænlandi. MIGHAEL J. nx AS HOLLYWOOD’S MOST SPOILED MOVIESTAR. Góða verslunarmannahelgi LAUGARAS= = LEIKARALÖGGAIU Metsölubloð á hverjum degi! Danmörk: Tilfellum heilaskaða fækkar verulega Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. TIÐNI heilaskaða hjá verka- mönnum sem unnið hafa með lífræn leysiefni hefur lækkað um helming á aðeins fimm árum í Danmörku. Árangur þeirra rót- tæku aðgerða sem gripið var til í því skyni að minnka notkun efnanna er nú farinn að skila sér í lægri tíðni heilaskaða. Enn er þó talsvert um notkun þeirra í málmiðnaði. Hámarki náði fjöldi heilaskaðatil- fella árið 1986 þegar 1.605 tilfelli voru tilkynnt til vinnueftirlitsins. Tilfellin voru orðin meira en helm- ingi færri á síðasta ári eða 790. Heilaskaði var þekktur undir nafninu „málaraveikin“ en nú eru það aðallega málmiðnaðarmenn sem helst er hætt við því að hljóta heilaskaða vegna notkunar Ieysi- efna. Leikara- löggan Hussein dyravörður Tveir hollenskir verslunareigendur rembast hér við að koma líkneski af Saddam Hussein Iraksforseta upp fyrir utan verslun þeirra í Amsterdam sem selur notaðar afgangsvörur frá bandaríska hernum. Hefur „Husseiii“ gætt dyra verslunarinnar og laðað að viðskiptavini allt frá því að Persaflóastríðið hófst fyrr á árinu. í dag er eitt ár Iiðið síðan Irakar gerðu innrás inn í Kúveit. Japan; Tívolíi frestað Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. EINS og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu, er uppi samstarf milli fyrirtækisins, sem rekur Tívolí í Kaupmannahöfn, og jap- ansks fyrirtækis um byggingu skemmtigarðs í Japan í líkingu við hið eina sanna Tívolí. Áætlunin var að garðurinn yrði opnaður 1993. Danska fyrirtækið selur jap- anska fyrirtækinu hugmyndina að garðinum, sér um hönnun hans og átti síðan að fá hluta af veltu garðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn í Japan og óvíst um framkvæmdir. Ætlunin var að japanska fyrirtæk- ið byggði garðinn í borginni Okay- ama á lóð, sem borgaryfirvöld ætluðu að kaupa af þessu tilefni og leigja fýrirtækinu. Síðan kom upp fjár- málahneyksli í japanska fyrirtækinu og danska Tívolí tók upp samstarf við annað fyrirtæki. Málið varð síðan kosningamál í borgarstjómarkosn- ingum og fyrirtækið fékk ekki lóð. Ætlunin er að leita annarrar lóðar, líklega einhvers staðar í nágrenni Okayama og hrinda áætluninni í framkvæmd þar. Það verður þó ekki fyrr en 1995, sem hægt er að opna þann garð og hugsanlega síðar, ef það dregst að finna garðinum stað. Forstöðumenn Tívolí í Kaup- mannahöfn segja að þeir bíði ekki tjón, því samningurinn við japanska fyrirtækið standi áfram. NEW YORK’S ANGRIEST COP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.