Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Hrúturinn þarf að einbeita sér að ákveðnum verkefnum heima fyrir núna. pann nýtur þess að vera frumlegur í hugs- un. Ferð sem stendur fyrir dyrum lofargóðu. Sumirþeirra sem hann umgengst í dag eru helsti stjómsamir. Naut (20. apríl - 20. maí) Þegar hjólin fara að snúast hjá nautinu á annað borð finnur það ekki fyrir því að vinna mikið. Það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum núna. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Tvíburinn verður kynntur fyrir mikilvægum persónum í dag. Hann verður að hafa taumhald á eyðslu sinni síðdegis. Vanda- mál á vinnustað reynir á þolrif- in í honum, en það er engin ástæða til að gefast upp. Krabbi (21. júni - 22. júlf) HSS8 Krabbinn þarf ekki að ýta á eftir hlutunum núna því að heppnin er sannarlega með honum. Nýstárleg tækni gerir honum auðveldara fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljóninu tekst ekki að leysa ákveðið vandamál heima fyrir í dag, en því bjóðast ýmsir kostir til menntunar og ferða- laga ogþað fær lokkandi heim- boð. Meyja (23. ágúst - 22. september) él Slegið getur í brýnu milli meyj- unnar og nágranna hennar í dag og henni finnst eitthvað sem hún verður áheyrsla að ósanngjamt. Vog (23. sept. - 22. október) Vogin lendir upp á kant við vin sinn út af peningum, en rómantíkin blómstrar hjá henni. Hún heldur upp á eitt- hvað í kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) (0 Nýir möguleikar birtast sporð- drekanum í dag, en hann má ekki fara sér að neinu óðslega. Grandgæfilegur undirbúning- ur er nauðsynlegur núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) & Bogmaðurinn getur lent í deil- um út af lífsreglum. Sumir þeirra sem hann umgengst kunna að hafa rangt við. Hann ætti að fara út að skemmta sér í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Steingeitin þarf að vera afar vökul núna og forðast að blanda sér í peningamál ann- ars fólks. Hún kann að hitta fyrir forhertan fjárglæfra- mann. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vatnsberinn ætti að bregða sér í stutt ferðalag núna og njóta sumarsins og þess að vera til. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) tSí Fjármálaþróunin er jákvæð hjá fiskinum núna . Hann heldur upp á eitthvað, en ætti að eyða eins litlu og mögulegt er. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni ' vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS Du'DÓ, HELDUZ&U /)B SJÓNV/tEPfÐ HAF/ EV&IL AGT LtST/NA T X~ GRETTIR TOMMI OG JENNI SMAFOLK TMI5 15 A NICE ROOM..IT REMINP5 ME OFTWETIME I WA5 CALLEP IN TO APVISE 6ENERAL PER5HIN6... Já, herra ... nei, herra dómari, ég hef aldrei hitt dómara áður ... Nú, hundurinn fékk þetta kort í pósti, þar sem sagði, að hann hefði verið valinn í kviðdóm, og ... Þetta er snoturt herbergi ... það minnir mig á þegar ég var kallaður til að ráðleggja Pershing herfor- ingja... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spilarar eru alltaf heldur tregir til að teygja sig upp í 11 slaga geimin, 5 lauf og 5 tígla, þegar 3 grönd er raunhæfur valkostur. Sú tregða reyndist Búlgörum dýrkeypt í leiknum við Island á EM: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ K54 V 854 ♦ G863 Vestur ♦ Á32 Austur ♦ ÁG ♦ 7 V G932 II VKD6 ♦ 54 ♦ ÁKD97 ♦ KDG87 Suður ♦ 9654 ♦ D1098632 V Á107 ♦ 102 ♦ 10 Búlgararnir í AV sögðu þann- ig gegn Guðlaugi R. Jóhanns- syni og Emi Amþórssyni: Vestur Norður Austur Suður — — 1 tígull 2 spaðar Dobl Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Allir pass Eftir eðlilega tígulopnun og hindmn Amar doblaði vestur neikvætt. Guðlaugur tók góða taktíska ákvörðun með því að passa, frekar en lyfta í 3 spaða, sem hefði að öllum líkindum ýtt mótheijunum upp í 5 lauf. Þijú grönd fóru 4 niður, sem gáfu NS 400. í opna salnum skilaði biðsagnakerfi Jóns Baldurssonar og Aðalsteins Jörgensen sínu hlutverki prýðilega. Vestur Norður Austur Suður — — 1 tfgull Pass 1 grand Pass 2 tíglar 2 spaðar Pass Pass 2 grönd Pass 3 fauf Pass 3 hjörtu Pass 5 lauf Allir pass Grandsvarið var geimkrafa og um leið spurning um skiptingu. Síðbúin innkoma suðurs breytti engu, og með 3 hjörtum hafði Aðalsteinn sýnt skiptinguna 1-3-5-4. Jón hafði því engan áhuga á 3 gröndum. Fimm lauf unnust slétt og ísland græddi 14 IMPa. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Bozen í Aust- urríki í sumar kom þessi staða upp í viðureign alþjóðlegu meist- aranna Ortega (2.415), Kúbu, og Laketic (2.415), Júgóslavíu, sem hafði svart og átti leik. Hvítur drap síðast peð á b5, sem svartur fórnaði til að drottning hans kæm- ist í sóknina: 24. - Hxa2+! 25. Kxa2 - Da7+ og hvítur gafst upp, þvi eftir 26. Kb2 — Da3 er hann mát. Þátttakendur á þessu móti voru 129, sem þykir ekki mikið á þessum slóðum, þar af 30 í efsta flokki. Þar urðu úrslit þau að þeir Laketic og hinn nýbakaði sænski stórmeistari Thomas Emst urðu jafnir og efstir með 7 v. af 9 mögulegum, en Júgóslavinn var úrskurðaður sigurvegari á stigum. Þriðji varð hinn gamalreyndi ung- verski stórmeistari Forintos með 6'A v. og kollegar hans Inkiov, Búlgaríu, með 6 v. og Espig, A-Þýzkalandi með 5 ‘A v. komu næstir. Ernst fékk stórmeistara- titilinn loks staðfestan um síðustu áramót eftir mikið basl. Þrátt fyr- ir að hann hafi í áranna rás náð hinum þremur tilskildu áföngum gekk honum illa að komast upp í stigatöluna 2.500, sem er eitt skil- yrða fyrir útnefningu. Það hafðist þó á síðasta ári og hann hætti þá að tefla þangað til hin gullna tala birtist opinberlega á stigalistanum 1. janúar. M.a. lagði kappinn ekki í að tefla á Ólympíumótinu í Novi Sad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.