Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 35
TPf>T HSBM30333 M ÍHT.’lMT'lil.CI'líM iTMf.JtM'JH'ACflíl MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Málmiðnaður SIEMENS Versnandi afkoma Elkem Um 1.760 m.kr. tap fyrstu sex mánuði ársins Financial Times. NORSKI léttmálmsframleiðand- inn Elkem sem á 30% lilut í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga hefur nú birt uppgjör fyr- ir fyrstu' sex mánuði ársins. A tímabilinu tapaði Elkem 195 milljónunt NKR (1,76 milljörðum kr.), fyrir utan óreglulega liði. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist fyrirtækið hins vegar um 35 milljónir NKR (210 milljónir kr.). Rekstrartekjur á þessum sex mánuðum voru samtals 3,89 millj- arðar NKR (35,0 milljarðar kr.) Alusuisse Álframleiðslu verður hætt í Rheinfelden Zörich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbíaðsins. ALUSUISSE-LONZA (A-L) stefnir að því að hætta álframleiðslu í Rheinfelden í Þýskalandi í framhaldi af verðlækkun á áli á al- þjóðamörkuðum. „94% af áli í heiminum er framleitt á ódýrari hátt en við getum gert í Rheinfelden,“ sagði Theodor M. Tschopp, forsljóri svissneska ál- og efnafyrirtækisins, á fundi með frétta- mönnum í Ziirich á þriðjudag. „Okkur er ekki fært að halda fram- leiðslunni þar áfram þrátt fyrir fjárfestingar í verksmiðjunni und- anfarin ár. Kostnaðurinn er einfaldlega of hár.“ A-L framleiðir um 18.000 tonn af áli í Rheinfelden á ári. Fyrirtæk- ið mun halda áfram vinnslu úr áli en um 200 manns munu þurfa að skipta um starf við lok álfram- leiðslunnar. Tschopp sagði að A-L myndi ekki geta veitt þeim öllum atvinnu í framtíðinni. Orkusamningur A-L í Rhein- felden er nýútrunninn og nýja orkuverðið þykir of hátt til að það borgi sig að halda framleiðslunni áfram. Samkeppni um orku í Lufthansa snýr tapinu í hagnað Þýska flugfélagið Lufthansa tapaði 332 milljón marka, um 11,7 miRjörðum ísl. kr., á fyrsta fjórðungi þessa árs en á öðrum ársfjórðungi var hins vegar hagnaður upp á 145 miHj. mörk eða rúmlega fimm milljarða ísl. kr. Rekstrarumskiptin á öðrum ársfjórðungi, apr.-júní, eru að- allega þökkuð auknum farþega- og vöruflutningum innanlands en í bráðabirgðayfirliti frá flug- félaginu kemur fram, að um- svifin á þessu tímabili jukust almennt um 3.9%. Farþega- flutningar í júní voru þó minni en á sama tíma í fyrra og miklu minni en gert hafði verið ráð fyrir. Jukust þeir að vísu á flug- leiðum til Asíu- og Kyrrahafsr- íkja en verulegur samdráttur var í Miðausturlanda- og Norður-Atlantshafsfluginu. Svo virðist sem alþjóðaflugið ætli að rétta seinna úr kútnum en búist var við en eins og al- kunna er dróst það mikið saman á síðustu mánuðum 1990 og fyrstu mánuðum þessa árs vegna Persaflóaátakanna. Á annarri starfsemi Luft- hansa var 40 milljóna marka tap, 1,4 milljarðar ísl. kr.,-á fyrra misseri þessa árs en þá er aðallega átt við veitingaþjón- ustu og leiguflug. Hvortveggi þessi rekstur var þó á batavegi á öðrum ársfjórðungi nú. Þýskalandi verður æ harðari og Hans K. Jucker, stjórnarformaður A-L, sagði að það væri í verka- hring stjórnmálamanna þar að ákveða hvort þeir vilja að orku- frekri álframleiðslu verði haldið áfram í landinu. Tschopp sagði að álframleiðsla væri dýr í Evrópu og hún nyti víða ríkisstyrkja til dæmis í Frakklandi og Noregi. Það er ódýrast að framleiða ál í Súrínam, Venezúela og Egypta- landi sámkvæmt töflu sem hann sýndi og dýrast í Þýskalandi, Aust- urríki og Hollandi. ísland er í átt- unda sæti á töflunni en Tschopp sagði að hún tæki ekki allan fram- leiðslukostnað með í reikninginn. Óvænt sala Sovétríkjanna á milljón tonnum af áli á alþjóða- mörkuðum á þessu ári olli verð- , falli á málminum. Verð á unnu áli hefur einnig lækkað. Hvort tveggja hefur komið illa niður á A-L eins og öðrum álfyrirtækjum. Betur hefur gengið á öðrum svið- um fyrirtækisins og það reiknar með gróða á heildarrekstrinum í ár, þó hann verði ekki eins hár og í fyrra. A-L var rekið með 170 milljón sv. franka (tæpl. 7 millj- arða ÍSK) ágóða 1990 og reiknar með 110 milljón sv. franka (4,5 milljarða ÍSK) ágóða 1991. CACHE FYRIR MACINTOSH IIci Cache-In frá Applied Engineering eykur hraða Macintosh Ilci um allt að 40%. Þetta er ódýrasta uppfærsla miðað við virkni sem völ er á fýrir þessa tölvu. CASHE Verð (stgr.) Cache-in, 40% hraðaaukn. 25.317,- Cache-in 50, fljótari en Ilfx ANNAÐ QuickSIlver fyrir IIsi QuadraLink, 4 raðtengi FastMath LC, reikniörgjörvi 219.748,- 31.393,- 25.317,- 21.020,- TOLVU S E T R I Ð Sigtúni 3 - 105 Reykjavík Sími 62 67 8 1 - Fax 62 67 85 Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! og minnkuðu um 10% frá sama tímabili á síðasta ári. Rekstrartap á tímabilunu nam 44 milljónum NKR (396 milljónum kr.). Af einstökum deildum kom fram- leiðsla járnblendis verst út. Rekst- aratekjur voru 1,98 milljarðar NKR (17,8 milljarðar kr.) sem er 17% minna en árið áður. Tap fyrir skatta var 159 milljónir NKR (1,43 millj- arðar kr.). Meginskýringin er sú að stálframleiðsla í Evrópu og Bandaríkjunum dróst saman um 1,7% á tímabilinu. Þá hefur Elkem farið illa út úr harðnandi sam- keppni við járnblendiverksmiðjur í Sovétríkjunum, Austur-Evrópu og Kína. Af þeim sökum minnkaði markaðshlutdeild fyrirtækisins í löndum Evrópubandalagsins. Þrátt fyrir lágt álverð er álfram- leiðslan ljósið í myrkrinu. Rekstrar- tekjur námu 650 milljónum NKR (5,8 milljörðum kr.) og hagnaður fyrir skatta var 159 milljónir NKR (1,4 milljarðar kr.). Engu að síður mun Elkem draga úr álframleiðslu á þriðja ársfjórðungi. í febrúar var ákveðið að greiða engan arð fyrir síðasta ár og um leið kynnti fyrirtækið róttæka sparnaðaráætlun. Meðal annars var tveimur verksmiðjum lokað og 800 störf hafa verið lögð niður. Fredrik Vogt Lorentzen, forstjóri Elkem, segir að höfuðáhersla sé nú lögð á að endurskipuleggja fyrirtækið og hið sama gildi reyndar um alla greinina. Hagræðingin hefur geng- ið samkvæmt áætlun, en fjárhags- staða Elkem leyfir ekki snögg um- skipti með tilheyrandi íjárfestingu í nýjum búnaði. Kq?Ií - og frvstitœki í miklu úrvali! Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 ■ Glitnir hf. ,kt. 511185-0259 Armúla 7, Reykjavík Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1991 Heildarfjárhæð kr. 240.000.000. Flokkur Útgáfudagur 15. ágúst 1991 Gjalddagi Upphæð l.fl.A 1991 15.10.1994 60.000.000 l.fl.B 1991 15.11.1994 60.000.000 l.fl.C 1991 15.04.1995 60.000.000 l.fl.D 1991 15.06.1995 60.000.000 Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu. Grunnvísitala er 3158 Ávöxtun yfir hækkun lánskjaravisitölu nú 9,5% Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.