Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBEIl 1991 45 Helga Sæmunds- dóttir - Minning Fædd 5. október 1929 Dáin 2. september 1991 í dag, þriðjudaginn 10. septem- ber, fer fram frá Seltjarnarnes- kirkju útför fyrrum mágkonu minnar, Helgu Sæmundsdóttur, Miðbraut 26, Seltjarnarnesi. Foreldrar Helgu voru Guðný Jónsdóttir, síðar veitingakona í Reykjavík, og Sæmundur Þorvalds- son kaupmaður. Helga var fædd á Norðfirði, en ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Ingimundi Bjarnasyni járnsmið, fyrst á Seyðis- firði en síðar að mestu leyti í Reykjavík og á Seltjamarnesi. Guðný og Ingimundur eignuðust eina dóttur, Gróu Valgerði, f. 13. júlí 1931 d. 23. október 1978, gift Ríkarði Steinbergssyni verkfræð- ingi. Auk þess átti Helga tvö hálf- systkini í föðurætt, Kolbrúnu og Olaf. Rúmlega tvítug giftist Helga Kristjáni Pálssyni trésmíðmeistara, f. 4. desember 1928 d. 4. mars 1965. Þau Kristján og Helga eignuðust 6 börn en þau eru: Guðný, f. 1949 setjari í Reykjavík, gift Alfreð Þor- steinssyni forstj., og eiga þau tvær dætur; Sæmundur Páll, f. 1951, kranamaður í Reykjavík, kvæntur Martínu Sigursteinsdóttur og eru þau barnlaus, en Páll á fjögur börn fyrir; Kristjana, búsett í Kaup- mannahöfn, fráskilin á tvö börn; Bjarni Þór, f. 1954, kennari í Reykjavík, kvæntur Edeltrude Mantel og eiga þau eitt barn; Gunn- ar, f. 1958, vélstjóri á Patreksfirði, kvæntur Sigríði Karlsdóttur og eiga þau fjögur börn; Anna Katrín, f. 1963, búsett í Reykjavík, barnlaus. Eftirlifandi maður Helgu er Karl Þórðarson fyrrum verkamaður í Áburðarverksmiðjunni en þau giftu sig 1978. Þegar litið er um farinn veg og j kynni við Helgu rifjuð upp koma fyrst í hugann ung og hamingjusöm hjón með lífið framundan. Með lítið I nema bjartsýnina og dugnaðinn að leiðarljósi stóðu þau í því að byggja sér einbýlishús ekki langt frá foreld- rum Helgu á Seltjarnamesi. Flutt er í húsið ófullgert, börnum fjölgar, hagurinn vænkast og lífið virðist brosa við. Skyndilega bregður þó dökku skýi á loft, er heimilisfaðirinn greinist með hjartagalla og skyndi- lega er hann dáinn langt um aldur fram. Við tekur erfiður tími en með góðri aðstoð þeirra Guðnýjar og Ingimundar vaxa börnin úr grasi, verða öll myndarfólk, skapa sér eig- in framtíð og stofna eigið heimili. Þá kynnist Helga síðari manni sínum, Karli, sem þá var orðinn i ekkjumaður og nýtt líf hefst. Aftur birtir í loft, en áður en varir varpa sjúkdómar skugga á hamingjuna, s fyrst missir Helga systur sína Gróu ! Valgerði og við taka ár þar sem foreldrar hennar og síðar Karl eiga | við þungbæra sjúkdóma að stríða. Ég vil sérstaklega þakka þeim Helgu og Karli alla þá umhyggju, sem þau sýndu þeim Guðnýju og Ingimundi á þessum erfiðu tímum. Að lokum vil ég þakka Helgu samfylgdina og senda Karli, börn- unum, tengdabörnum og barna- börnum hugheilar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Ríkarður Steinbergsson ur hét þá. Hún var dóttir Guðnýjar Jónsdóttur og Sæmundar Þorvalds- sonar kaupmanns á Norðfirði. Barnung fluttist Helga með móður sinni til Seyðisfjarðar. Guðný giftist Ingimundi Bjarna- syni járnmið, hinum ágætasta manni og reyndist hann Helgu hinn besti faðir. Þau Guðný og Ingi- mundur bjuggu þar eystra um ára- bil, en fluttust síðan suður. Guðný var mikil dugnaðarkona, hún rak í mörg ár matstofu í miðbæ Reykjavíkur og var mörgum að góðu kunn. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Gróu Valgerði, en hún andaðist á besta aldri frá eigin- manni og börnum og var það allri ijölskyldunni mikið áfall, ekki síst Helgu, að missa einkasystur sína. Við Helga kynntumst fyrst þegar við vorum sautján ára unglingar og stunduðum nám við héraðsskól- ann að Laugarvatni og hefur okkar vinátta haldist síðan, að vísu var ekki mikið um samfundi næstu ár- in, því við vorum hvor á sínu lands- horninu, en það breyttist, því örlög- in höguðu því svo til að eiginmenn okkar voru bræður og við bjuggum báðar á höfuðborgarsvæðinu og var jafnan góður samgangur milli heim- ilanna. Helga giftist mjög ung Kristjáni Pálssyni húsasmið, ættuðum frá Ólafsvík, hinum besta dreng, og eignuðust þau saman sex börn. Oft var Jjröngt í búi fyrstu bú- skaparár þeirra þegar Kristján var ennþá við nám og þætti það trúlega mörgum þröngt búið í dag að vera með tvö börn í einu herbergi og aðgang að eldhúsi. Þau voru ung og hraust og bjartsýn og með af- burða dugnaði tókst Kristjáni að byggja þeim einbýlishús á Miðbraut 26 á Seltjarnarnesi og í því húsi bjó Helga til síðasta dags. Lukkan er oft hverful í þessu lífi. Helga missti sinn ágæta mann eftir erfitt veikindastríð og varð hann aðeins þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Þá var yngsta bamið á öðru ári en það elsta laust yfir fermingu, má því nærri geta hveijir erfiðleik- ar biðu hinnar ungu ekkju. Með stökum dugnaði tókst Helgu að koma upp börnum sínum, hún vann einsog hún gat heilsunnar vegna og máski meira en það, en hver spyr um slíkt þegar þörfin er fyrir hendi. Móðir Helgu var ávallt henn- ar styrka stoð á þessum erfiðu tím- um. Árið 1978 giftist Helga seinni manni sínum Karli Þórðarsyni frá Múla á Barðaströnd, mesta ágætis- manni, sem reyndist henni og fjöl- skyldu hennar mjög vel. Mér fannst þáð aðdáunarvert hversu vel þau Kari og Helga reyndust móður hennar og fóstra, þegar veikindi og elli sótti þau heim. Ég er ekki í neinum vafa um að vel verður tekið á móti Helgu hinum megin við land- Legsteinar Hún Helga vinkona mín er dáin langt um aldur fram. Þótt við séum ekki eins viss um nokkurn hlut í þessu lífi eins og komu dauðans, fyrr eða síðar, þá kemur hann okkur alltaf á óvart, jafnvel þótt við vitum að viðkom- ; andi hafi ekki gengið heil til skógar árum saman, eins og Helga, en hún bar ekki lasleika sinn á torg, þótt j við nánustu vinir og ættingjar viss- um hvað leið. Helga fæddist á Norðfirði í Suð- ur-Múlasýslu eins og Neskaupstað- Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. KS.HELGAS0NHF 81STEINSN8I0JA ■■ SKEMMUVEGI40. SIMI76677 amærin, svo vel sem hún hugsaði um þau bæði síðustu ár þeirra. Þau Karl og Helga áttu nokkur góð ár saman, fóru meðal annars í nokkrar utanlandsferðir sér til heislubótar og ánægju. Fyrir nokkr- um árum syrti í álinn. Karl missti heilsuna og hefur hann þurft að vera á spítala af og til síðastliðin ár. Helga hefur einnig átt margar spítalalegur um árabil. Börn Helgu og Kristjáns eru: Guðný, býr í Reykjavík, Páll, býr í Reykjavík, Kristjana, býr í Kaup- mannahöfn, Bjarni, býr f Reykjavík, Gunnar, býr á Patreksfirði, Ánna, býr í Reykjavík og hefur hún átt við vanheislu að stríða frá barns- aldri. Helga átti hóp af barnabörnum og kom ég sjaldan svo til hennar að ekki væru þar eitt eða fleiri þeirra, ýmist í heimsókn eða til lengri dvalar, hún hafði af þeim ómælda ánægju, því hún var hin sanna amma. Karl átti dóttur frá fyrra hjónabandi, Hafdísi, sem er búsett í Svíþjóð og þar eru þijú barnabörn. Helga vann í mörg ár við barna- gæslu á róluvelli á Seltjarnarnesi og þar er áreiðanlega margt ungt fólk sem minnist hennar hlýju handa, því Helga var þeirrar gerð- ar, að hún mátti ekkert aumt sjá og ég veit að hún var þessum ungu skjólstæðingum sínum mjög góð og ekki síst þeim sem minna máttu sín. Helga var ekki allra, en sá sem einu sinni hlaut vináttu hennar gat verið viss um tryggð hennar alla tíð og hún tók vini sína eins og þeir voru, án þess að dæma þá eða þeirra gerðir. Mig langar að þakka Helgu fyrir vináttu hennar og tryggð við mig. í hvert sinn er Heiga ferðaðist utan- lands færði hún mér einhveija gjöf, mér þykir sérlega vænt um þessar gjafir, ekki endilega fyrir verðgildi þeirra, heldur fyrir minningargildi þeirra og hvað þær eru valdar af mikilli smekkvísi sem sýnir mér að hún taldi ekki eftir sér tímann að leita að einhverju alveg sérstöku. Ég veit að margir hafa sömu sögu að segja. Hún Helga mín hafði svo mikla ánægju af að gefa og vera veitandi, það var eðli hennar. Ég minnist óteljandi ánægju- stunda er við áttum saman fyrr og síðar, bæði á skólaáranum og seinna þegar við, nokkrar húsmæð- ur, stofnuðum lesklúbb og komum saman einu sinni í mánuði til skipt- is hver hjá annarri í tíu ár. Þá var nú oft glatt á hjalla og ekki síst hjá henni Helgu. Eða þegar við fóram saman í Húsmæðraorlof að Laugarvatni. Mig langar að þakka henni fyrir allt, þessar minningar munu ylja mér um ókomin ár. Kæri Karl, börn, barnaböm og vinir og aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Eg óska Helgu góðrar ferðar á ókunnum leiðum. Ragna S. Gunnarsdóttir Við getum þaggað niður í þeim flestum Sendum í póstkröfu! Gott verð — Gæðaþjónusto ÍSETNING Á STAÐNUM & M; ^Ballettskóli Lauslr Fmhalðí “du ' M tímar elðri 2 Scheving g) -þræliott MirXhflHia % Skúlatúni 4 ^ iteffj MeAlimur í Fólagi islenskra listdansara. Kennsla hefst um miðjan september. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa frá 4ra ára. Innritun í síma 38360 frá kl. 12-16. Afhending skírteina í skólanum þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. sept. frá kl. 16-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.