Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 Orðsending til grá- sleppuveiðimanna eftirKjartan Friðbjarnarson Í fréttablaði Landsambands smá- bátaeigenda jan. 1992 er grein með fyrirsögninni „Frá málefnum grá- sleppuveiðimanna", sem auk ýmis- konar fróðleiks um veiðar og vinnslu, flytur töluverðan áróður fyrir því, að fiskimenn selji hrogn sín í ár til íslenzku kavíarverksmiðj- anna, sem sl. ár hafi greitt hæsta verð fyrir hrognin, og hagsmunum allra þeirra aðila sem tengjast veið- um og vinnslu sé best borgið með því að hlutur íslenskra verksmiðja í heimsmarkaðnum sé tiyggður. Að sjálfsögðu væri æskilegt að ís- lenskir framleiðendur kavíars úr grásleppuhrognum gætu tryggt sér stærri hluta af heimsmarkaðnum, en ég tel ekki eðlilegt að það verði gert á kostnað þeirra, sem veiða og salta hrognin. Samkv. upplýsingum í sömu grein hefir hlutur íslensku kavíar- verksmiðjanna í heimsmarkaðinum seinustu árin verið í kringum 25%. Sú barátta að ná þeim áfanga hef- ir ekki verið þrautalaus, hvorki fyr- ir framleiðendur kavíars né fyrir veiðimenn hrognanna, sem hann er gerður úr. Stöðug undirboð á íslenskum kavíar á erlendum mörkuðum hafa orsakað gjaldþrot Ijögurra kavíar- framleiðenda, og haidið niðri verði á þeim hluta hrognanna, sem flutt- ur er út í tunnum, sem oftast er stærri hlutinn af veiðinni. Ef þessi mál eru skoðuð í samhengi og af sanngirni, þá er erfitt að sjá hver ávinningur hefír orðið af þessari vinnslu hér fram að þessu. A seinasta ári greiddu innl. verk- smiðjumar hærra verð fyrir grá- sleppuhrogn en skiptaverð til þeirra veiðimanna sem seldu hrogn sín til útflutnings og er það gott. Hrognin fengust einnig greidd nokkurnveg- inn eðlilega, sem er framför, og einnig af hinu góða. Eg tel að enn sé nauðsyn að halda jafnvægi á milli þessara tveggja möguleika veiðimanna, að selja hrogn til inn- „Stöðug undirboð á ís- lenskum kavíar á er- lendum mörkuðum hafa orsakað gjaldþrot fjögurra kavíarfram- leiðenda, og haldið niðri verði á þeim hluta hrognanna, sem fluttur er út í tunnum, sem oftast er stærri hlutinn af veiðinni.“ lendra framleiðenda kavíars, og passa jafnframt vel að halda hlut sínum í kaupum erlendra framleið- enda, en á því var því miður brest- ur á seinustu vertíð. Verð á útfluttum grásleppuhrognum Verð á grásleppuhrognum til út- flutnings hefir jafnan verið ákveðið á samráðsfundum útflytjenda, með Heildarþörf ísl. framleiðenda á kavíar hefir verið eftir þessu yfírliti 3.822 tn á ári. Heildaraflinn er fenginn eftir könnun Landsam- þands smábátaeigenda, en útflutn- ingur eftir útflutningsskýrslum. Eftir ævintýrið 1987 urðu fjórar kavíarverksmiðjur gjaidþrota, eins og fyrr er minnst á, en nýir eigend- ur hafa komið að þremur þeirra. Þannig munu vera sex verksmiðjur á íslandi í dag, sem hyggjast fram- leiða kavíar. Vonandi hafa þær átt- að sig á því, að selja verður tilbúna vörur á hærra verði en hráefnið er keypt á, svo þær valdi ekki sjálfum sér og öðrum skaða. Landsamband smábátaeigenda hefir nú í þrjú ár gengist fyrir fundi með fulltráum helstu veiðiþjóða grásleppuhrogna, og framleiðend- um kavíars úr þeim hrognum, til þess að freista að ná samstöðu um framleiðsluna og veiðarnar, og ræða mál tengd þessari afurð. Und- irritaður sat seinasta fundinn i ari og næstu vertíðum, en söluverð- ið skiptir iíka máli og örugg af- greiðsla. Það lítur út fyrir að heild- arneysla kavíars í heiminum hafi lítið aukist, enn er talað um að hún sé milli 42 og 48 þúsund tunnur, sama og fyrir 10 árum. Erlendir kaupendur horfa auðvitað á kaup- verðið, en þeir meta oft meira ör- yggi í afgreiðslu. Fram að þessu hafa þeir getað stólað á, að ef þeir vildu kaupa hér 2.000 tn., þá fengu þeir 2.000 tn. Hins vegar var veiði lengi sveiflukennd í Kanada, og ef þeir vildu kaupa þar 2.000 tn. fengu þeir kannski 1.000 tn. eða 500 tn. og við það getur enginn framleið- andi unað. Á seinasta ári fengu erlendir kaupendur aðeins % af þeim hrogn- um sem þeir vildu kaupa hér. Ef framhald verður á því, og þeir fínna meira öryggi í að panta sín hrogn í Kanada eða Noregi, þá getum við gleymt því að verðleggja hrogn okkar 15% hærra en hrogn frá Kjartan Friðbjarnarson fulltráum Landsambands smábáta- eigenda og framleiðenda kavíars hér innanlands, með fulltráa frá viðskiptaráðuneyti. Þetta verð hefir þróast hægt og bítandi uppá við, meðan framboð hefir verið eðlilegt. Þó hafa orðið á því undantekning- ar, sem vonandi verða til varnaðar. Ar söluverð 1984 DM820 1985 DM925 1986 DM 1.025 1987 DM 1.200 1988 DM 1.100 1989 DM 1.100 1990 DM 900 1991 DM 1.025 1992 DM 1.125 Verðið hafði hækkað mjög eðli- lega til ársins 1987, þegar ísl. kav- íarframleiðendurnir ætluðu áð kaupa upp öll hrogn á íslandi og í Kanada líka, enda þá hægt að fá 100% lán út á hráefniskaup. Verð á hrognum hækkaði umfram það sem eðlilegt var, og ákveðið hafði verið, með þeim afleiðingum að birgðir hráguðust upp bæði hér og í öðrum löndum, og verð fór lækk- andi næstu ár. Á árinu 1990 voru hrogn óseljanleg með fyrirfram- samningum vegna birgðastöðunn- ar. Útflytjendur grásleppuhrogna gerðu þá samkomulag við danska kaupendur, um að reyna að koma á stöðugleika á markaðinum, með því að þeir keyptu hér aukið magn á hækkandi verði, og reyna að forð- ast stórar sveiflur í verði og veiðum, þannig að þessi atvinnuvegur gæti orðið í framtíðinni lífvænlegur fyrir þá, sem veiðarnar stunda. Ef litið er á heildarafla á grá- sleppuhrognum nokkurra seinustu ára, og hvernig hann skiptist í út- flutt hrogn í tunnum og gert er ráð fyrir að það magn, sem ekki er flutt út, hafi verið selt til innlendra fram- leiðenda á kavíar, verður niðurstað- an þessi. Amsterdam þann 7. f.m. Eitt helsta áhugamál stjórnenda var að koma í veg fyrir framleiðslu á því sem kallað var „second grade kavíar“ eða annars flokks kavíar. í Dan- mörku er þessi kavíar kallaður þýskur kavíar, en er þannig, að í glas sem tekur 100 grömm eru lát- in 75-80 g af hrognum og svo fyllt upp með vatni og bindiefnum. Einn kanadíski fulltrúinn á ráðstefnunni sagðist einu sinni hafa keypt svona glas, og það mundi hann aldrei gera aftur. Eg er forstöðumönnum Land- sambands smábátaeigenda algjör- lega sammála um skaðsemi þessar- ar framleiðslu fyrir markaðinn af gæðakavíar, eins og öll annars flokks starfsemi er. En það ein- kennilega var, að það upplýstist að mest af þessum annars flokks ka- víar kemur frá íslandi. Við þurfum því að byrja hér heima með áróður fyrir því, að hér sé aðeins framleidd- ur gæðakavíar, úr okkar úrvals hrognum, í stað þess að láta breyta þeim hér í annars flokks vöru, sem kemur til með að eyðileggja mark- aðinn. Annað sem upplýstist á þessari ráðstefnu var, að reiknað er með mikilli aukningu í veiðum á gráslepu í Noregi á komandi vertíð. Þar eru engin stærðarmörk á bátum sem geta hafið grásleppu- veiðar og engin takmörk á neta- fjölda 'eða úthaldstíma. Allir geta stundað grásleppuveiðar sem vilja. Bátar þar hafa takmarkaðan þorskkvóta, og eru margir langt komnir með hann, en sá þorskur, sem þeir veiða í grásleppunetin er ekki talin með í kvótanum. Fulltrúi Norðmanna taldi því eðlilegt, að búast mætti við aukinni veiði, og auknu framboði þaðan á söltuðum hrognum á næstu vertíð. Þar í landi er aðeins ein lítil verksmiðja, sem framleiðir kavíar úr glásleppu- hrognum fyrir innanlandsmarkað, svo mest af hrognunum er saltað til útflutnings. Enginn veit þó um afla fyrr en að lokinni vertíð, en gott að vita hveiju getur verið von á, og nauð- synlegt að fylgjast vel með þróun veiða allsstaðar. Ég vil þakka Landsambandi smá- bátaeigenda fyrir að hafa stofnað til þessara samráðsfunda, sem óef- að geta gert gagn. Þó fæstar þess- ara þjóða geti ráðið við takmörkun á afla heima fyrir, ef þörf krefur, þá fann ég fyrir vilja til slíks sam- starfs. Það er allra hagur að fram- leiða ekki of mikið af söltuðum grásleppuhrognum, það lækkar verð og skemmir fyrir sölu næstu vertíðar. Ef við reynum að horfa fram á veginn og meta sölumöguleika á söltuðum grásleppuhrognum í framtíðinni, þá ræðst það að sjálf- sögðu af heildarafla hrogna á þess- Þegar þú skráir þig í Vaxtalínuna opnast þér ýmsir möguleikar: AFSLÁTTARKORT Fj**mái**°* SKÓLADAGBÓK f**r TAe^f FJÁRMÁLANÁMSKEiÐ VAJf^4/NUV&RUR BÍLPRÓFSSTYRKUR vánamÖgulei^aM^ 'r ' ' ■ I Félagar fá Vaxtalinubol um leið og þeir skrá sig - þeim að kostnaðarlausu. Ár Heildar- afli Útflutn. Útfl. 1990 Samt. útfl. Heima- mark 1988 10.200 5.392 162 5.554 4.646 1989 13.000 5.289 2.431 7.720 5.280 1990 6.500 4.125 4.125 2.375 1991 9.900 6.923 6.923 2.977 39.600 21.729 2.593 24.322 15.278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.