Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 45 Kolbrúnu Gunnarsdóttur, sjúkra- liða, en hún er fædd hér í borg 16. mars 1941. Kolbrún reyndist Sverri alla tíð mikil stoð og stytta, ekki síst í veikindum hans. Við hjónin og sonur okkar minn- umst margra góðra stunda á heim- ili þeirra hjóna og barna þeirra, svo og margra skemmtilegra ferðalaga og sumardvala með þeim hjónum á ýmsum stöðum hér á iandi. Sverr- ir gekk börnum Kolbrúnar frá fyrra hjónabandi í föðurstað og reyndist þeim í alla staði vel. Pósturbörn Sverris eru Skúli Gunnarsson kenn- ari og Ragnhildur Gunnarsdóttir bókagerðarmaður. Nú síðari ár komu tveir sólargeislar inní fjöl- skylduna,_ afadrengirnir Sverrir Ljár og Olafur Dagur. Okkur, sem nú fylgjum Sverri síðasta áfangann, fínnst mikill sjónarsviptir við hvarf hans úr samfélagi okkar. En það sem mest er um vert er það, að hann skilur eftir í hugum okkar allra, sem þékktum hann, bjarta og hreina minningu um persónu sem bar með sér góðvild, hlýju og yl og gerði lífið bjartara og betra umhverfis sig. Gott er að minnast hans og minningin um hann mætti verða okkur áminning til eftirbreytni. Eftir er mikill söknuður, enginn fyllir hans skarð, en minningin um góðan, tryggan og göfugan vin lýs- ir okkur, sem þekktum hann best. Mestur er söknuðurinn hjá ást- kærri eiginkonu, móður, börnum og barnabörnum, sem sjá á bak kærum eiginmanni, syni, fósturföð- ur og afa, en einnig þau eiga bjart- ar minningar um hann sem þau geta yljað sér við með Guðs hjálp. Guð varðveiti þau og blessi í sorg þeirra. Blessuð sé minning góðs vinar. María Kristmundsdóttir og Guðmundur Hjálmarsson. Sverrir Karlsson, varaformaður Blindrafélagsins, lést þann 7. apríl sl. aðeins 55 ára að aldri. Er mér barst þessi fregn fann ég, að stórt skarð hafði myndast í vina- og kunningjahópinn hjá blinda og sjónskerta fólkinu hér á landi. Og ekki bara það, heldur var einnig fallinn frá góður stjórnar- og starfsmaður Blindrafélagsins, sem naut þar trausts og virðingar allra. Við hjónin kynntumst Kolbrúnu og Sverri fyrst árið 1977 í skemmti- og kynnisferð til Noregs, sem Blindrafélagið skipulagði. Þessi kynni urðu að góðri vináttu okkar allra, vináttu sem við höfum metið mikils. Um þetta leyti höfðum við Sverr- ir nýlega misst sjónina og fórum að taka meiri og meiri þátt í félags- málastarfsemi Blindrafélagsins og urðum síðan góðir samstarfsmenn. Sverrir Karlsson kom til Blindra- félagsins um þetta leyti til þess að njóta þar þjónustu þess í atvinnu- og félagsmálum. Hann hóf störf hjá Blindravinnustofunni þar sem hann starfaði um árabil. Hann varð fljótlega mjög virkur í félagsmálum Blindrafélagsins, en þau mál voru honum mjög hugleikin. Hann eign- aðist fljótt marga vini meðal blindra og sjónskertra og varð brátt í hópi forystumanna Blindrafélagsins. Sverrir starfaði í mörgum nefnd- um á vegum félagsins, um lengri eða skemmri tíma. Hann var full- Gerum góða veislu betri: veislubrauð veislumatui veisluþjónusta QÐINSVÉ Óðinstorgi, 101 Rvk. símar 20490 & 621934 trúi félgsins hjá Öryrkjabandalagi íslands um langt árabil, hjá Eir og hjá Öldrunarráði íslands. Á síðustu árum starfaði Sverrir sem aðstoðarmaður blindraráð- gjafa og hafði ásamt honum yfir- stjórn félagsmála Blindrafélagsins með höndum. í þessu starfi varð hann mjög ástsæll og dáður, ekki síst á sviði öldrunarþjónustu félags- ins._ Árið 1981 var Sverrir kjörinn í stjórn Blindrafélagsins og varafor- maður þess tveim árum síðar. Þar lagði hann ávallt gott til málanna. Hann var úrræðagóður og raunsær. Sverrir var góður og ljúfur drengur og lagði öllum það lið, sem hann mátti. Því skilur Sverrir eftir sig stórt skarð meðal vina sinna og kunningja og einnig sem stjórn- ar- og starfsmaður Blindrafélags- ins. Þetta skarð verður vandfyllt. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins og félags- manna þakka skemmtileg kynni og ljúft samstarf á liðnum árum. Stjórn Blindrafélagsins vottar eftirlifandi eiginkonu og stjúpbörn- um hans fyllstu samúð og aldraðri móður, bræðrum og fjölskyldum þeirra. Ragnar R. Magnússon, formaður stjórnar Blindrafélagsins. Karlakórinn Stefnir. Tónleikar Stefnis í Bústaðakirkju KARLAKORINN Stefnir í Mos- fellsbæ heldur árlega vortón- leika í Bústaðakirkju 15. april kl. 20.30 og 16. apríl kl. 17.00 og í Hlégarði Mosfellsbæ 18. apríl kl. 17.00. Ennfremur heldur kór- inn tónleika í Þorlákshöfn 25. apríl kl. 14.00. Á efnisskránni eru meðal annars íslenskt vögguljóð eftir Jón Þórar- insson, Lífið hún sá í ljóma þeim eftir Inga T. Lárusson og Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, en í því lagi syngur Sigrún Hjálmtýs- dóttir einsöng. í syrpu þriggja laga eftir Þórarinn Guðmundsson, Þú ert, Minning og Dísa mín góð, munu og einsöngvarar úr röðum kórfélaga, þeir Björn Ó. Björgvins- son og Þórður Guðmundsson, láta í sér heyra. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einnig einsöng í Vocalis eftir Wilbur Chenoweth og La Dansa eftir Ross- ini. Af öðrum erlendum lögum má nefna O Schutzgeist alles Schönen úr Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart og La Montanara eftir Toni Ortelli, einsöngur Björn Ó. Björgvinsson. Stjórnandi kórsins er Lárus Sveinsson, en Margrét Pálmadóttir, raddþjálfari kórsins, mun einnig stjórna kórnum. Undirleikari er Guðrún Guðmundsdóttir píanóleik- ari. Einnig koma til liðs við kórinn nokkrir blásarar úr skólahljómsveit Mosfellsbæjar. VANDAÐAR 0G NYTSAMAR FERMINGARGJAFIR SVEFNPOKAR •naf 3 tegundir SCOUTLUXáaurkr.794 Tilboð kr: 6.99« femundéto< *'1gaJ60' Tilboð kr: 9.98« IGL00 «ur!írÁ ggo-°‘ Tílboð kr: 10-99U «!ÍI 13 tegundir íftWöEp ■ PANTHER E55 áður kf l“,5boð kr: 9.490-* PANTHER 3 áOur kr: 12-590- n nQO-* Tiiboð kr: 1099« UMBOÐSMENN UM ALLT LAND tjal F«rmwír* TOsft VEROFR- SKÍOA-„ 1.990 SKÍÐA' HANSKAr VERBfS, 1.590 *Staðgreitt VISA SKATABUÐIN -SMRAKFRAMUK SNORRABRAUT 60, SÍMI 12045 - 624145 Ftaðgreiðslur Póstsendum samdægurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.