Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 AKUREYRI Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Hulda Björk Garðarsdóttir í hlutverki Maríu Magdalenu í rokkóper- unni Messíasi mannsyni. Freyvangsleikhúsið; Rokkóperan hlýtur góðar viðtökur Rokkóperan Messías mannsonur hefur nú verið sýnd hjá Freyvang- leikhúsinu og hlotið frábærar viðtökur. Uppselt hefur verið á flestar sýningar til þessa. Að öllum öðrum ólöstuðum hefur túlkun Huldu Bjarkar Garðarsdóttur á Maríu Magdalenu slegið eftirminni- lega í gegn. Sýningar verða á morgun, mið- vikudag, laugardag fyrir páska og annan í páskum kl. 20.30. Sýningar eru nú komnar töluvert á annan tug- inn og verður verkið á fjölunum fram í maíbyijun. Katrín Ragnarsdóttir formaður Freyvangsleikhússins sagði að vissu- lega væru aðstandendur sýningar- innar afar ánægðir með hversu góð- ar viðtökur rokkóperan hefði fengið. - Benjamín Skútustaðakirkja vígð eftir endurbætur Björk, Mývatnssveit. SÍÐASTLIÐINN sunnudag, pálm- asunnudag, endurvígði biskup Is- lands, herra Olafur Skúlason, Skútustaðakirkju. Hófst vígsluat- höfnin kl. 14 að viðstöddu fjöl- menni. Þar mættu meðal annars Helgarskák- mót hefst á sumardag- inn fyrsta Helgarskákmót verður haldið á Akureyri dagana 23. apríl til 26. apríl. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi. Umhugsunar- tími er 1 klukkustund og 30 mín- útur á 36 leiki og síðan 30 mínút- ur til að Ijúka skákinni. Fyrsta umferð verður tefld kl. 14 á sumardaginn fyrsta, og önnur umferð sama dag kl. 20. A föstudag, 23. apríl, verða einnig tefldar tvær umferðir, kl. 16 og 21. Laugardaginn 24. apríl verður teflt kl. 10 og 16 og síðasta umferð mótsins verður • tefld á sunnudag kl. 10. Heildarverðlaun á mótinu nema ríflega 60 þúsund krónum. (Fréttatilkynning) ásamt biskup, séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, séra Kristján Valur Ingólfsson, Björn Jónsson fyrrverandi sóknarprest- ur á Húsavík og séra Orn Friðriks- son prófastur á Skútustöðum. Kór kirkjunnar söng, orgelleikari var Kristín Jónasdóttir. Vígsluat- höfnin var virðuleg og hátíðleg. Um alllangan tíma hafa staðið yfir umfangsmiklar endurbætur á kirkjunni. Það verk hafa unnið um- fram aðra bræðumir Ásmundur og Guðmundur Jónssynir á Hofstöðum. Að allra dómi hefur mjög vel til te- kist, enda eru þeir bræður báðir vandvirkir og miklir hagle.ksmenn. Að lokinni vígslu var öllum kirkju- gestum boðið í veglegt kaffisamsæti í Skjólbrekku. Þar rakti Þráinn Þóris- son skólastjóri byggingasögu Skútu- staðakirkju, sem nú er 130 ára. Fleiri ræður voru þar fluttar, þar á meðal talaði herra Olafur Skúlason, biskup, séra Sigurður Guðmundsson og séra Orn Friðriksson. Ennfremur hinn gamalkunni knattspymukappi Rík- harður Jónsson frá Akranesi, en hann vann mikið við málningu á kirkjunni. Góðar gjafir hafa kirkjunni borist, m.a. altarisdúkur, skímarfontur og Ijósabúnaður. Þessir munir eru gefn- ir til minningar um látna ástvini. Krlslján 17. Andrésar andarleikarnir í Hlíðarfialli: Rúmlega 700 keppendur frá 16 stöðum á landinu taka þátt Leikarnir haldnir við sérlega erfiðar aðstæður í ár SAUTJÁNDU Andrésar andar- leikarnir verða haldnir í Hlíðar- fjalli 22. til 25. apríl. Þátttakend- ur eru 739 talsins á aldrinum frá 6 til 12 ára og keppt verður í alpagreinum, göngu og stökki. Leikarnir verðíi haldnir við sér- staklega erfiðar aðstæður nú þar sem snjór hefur verið af skornum skammti í vetur. Leikarnir verða settir við hátíð- lega athöfn í íþróttahöllinni á Ak- ureyri miðvikudagskvöldið 22. apríl og munu þátttakendur fara í skrúðgöngu frá Lundarskóia að höllinni. Með í skrúðgöngunni verða Andrés önd og Guffi, sem koma til landsins frá Danmörku þennan dag. Keppnisdagarnir verða þrír og hafa leikarnir aldrei verið haldnir við jafn erfiðar aðstæður og nú, en fremur lítill snjór er í Hlíðar- fjalli. Fram kom á blaðamanna- fundi sem haldinn var í gær, að til þess gæti komið að loka þyrfti skíðasvæðinu fyrir almenning á meðan leikarnir standa yfir. Keppt verður við Strýtu og eins í gili við stólalyftuna, en það eru einu svæð- in sem hægt er að skíða á. Þátttakendur í leikunum verða 739 talsins frá 16 stöðum á land- inu. Felstir koma frá Reykjavík eða 165 samtals, frá 5 félögum, þá eru 108 þátttakendur frá Akureyri, 41 frá Neskaupstað, 58 frá Dalvík, 42 frá Ólafsfirði, 45 frá ísafirði, 22 frá Eskifirði, 22 frá Seyðis- firði, 12 frá Reyðarfirði, 42 frá Kópavogi, 65 frá Húsavík, 16 frá Egilstöðum, 67 frá Siglufirði, 28 frá Hafnarfirði, 4 frá Bolungarvík og 2 frá Grundarfirði. Flestir keppa í alpagreinum, 694, skráðir keppendur í göngu eru 48 og í stökki 66. Auk þátttakenda er búist við um 200 fararstjórum og þá má nefna að um 200 manna starfslið verður á þönum þessa daga í tengslum við leikana. Á meðan á leikunum stendur dvelja börnin í Lundarskóla, en þar verða tæplega 500 börn og um 100 munu hafa aðsetur í íþróttahúsi KA. Aðalstyrktaraðili leikanna nú er Pepsí á íslandi, sem gefur öll verð- laun, en Vaka-Helgafell styrkir leikana einnig, en fyrirtækið gefur út Andrésblöðin. Ömissandi þótti að fá þá félaga Andrés og Guffa norður á leikana, en forráðamenn leikanna lentu í nokkurri klemmu Morgunblaðið/Rúnar Þór Gísli Kristinn Lórenzson, ívar Sigmundsson og Friðrik Adolfsson úr Andrésar andar- nefndinni, en á stærri mynd- inni sést yfir skíðasvæðið þar sem leikarnir verða m.a. haldnir. vegna þess, þar sem Walt Disney fyrirtækið hefur gert samning við Vífilfell hf. en aðalstyrktaraðili leikanna er sem fyrr segir fram- leiðendur Pepsi. Þessi klemma félaganna í Andrésarnefndinni fékk þó farsælan endi sem báðir gosdrykkj arframleiðendurnir gátu vel við unað. Þriðji styrktaraðili leikanna er Alsport sem gefur skíðaverðlaun, en auk þess veita ýmis félög sem og Akureyrarbær styrki vegna leikanna. Nordisk Kurs ’92; Norrænt þing myndmennta- kennara haldid á Akureyri NORRÆNT þing myndmennta- kennara, Nordisk Kurs ’92, verð- ur haldið á Akureyri 29. júní til 3. júlí næstkomandi. Norrænir myndmenntakennarar hafa í 25 ár skipst á að halda þessi þing, og verður yfirskrift þingsins að þessu sinni: „Erum við í takt við tímann?“ Ráðgert er að um 100 norrænir myndmenntakennarar af öllum skólastigum komi á aOR * / % þingið og taki þátt í skapandi vinnu, fræðist á fyrirlestrum og kynni sér eða greini frá nýstár- legum verkefnum sem unnið er að innan skólanna. Ferðaskrif- stofa Islands sér um almenna skipulagningu þingsins, og þurfa tilkynningar um þátttöku að hafa borist skrifstofunni fyrir 15. apríl. Fyrirlestrar á Nordisk Kurs ’92 verða fjórir. Sigríður Björnsdóttir myndmenntakennari og listmeð- ferðarfræðingur fjallar um fijálsa myndsköpun, Páll Skúlason heim- spekingur og háskólaprófessor fjall- ar um list og siðfræði, Eiríkur Þor- láksson iistfræðingur og kennari við Kennarahskóla íslands fjallar um hvað myndmennt getur fært nemendum og Bjarni Daníelsson myndmenntakennari og skólastjóri Myndlistar- og handíðaskóla ís- lands fjallar um menningarvitund í nýrri Evrópu. Á þinginu er ráðgert að vinna skapandi vinnu á verk- stæðum og hafa hópumræður þar sem tækifæri gefst til að vinna í ýmis efni og skiptast á reynslusög- um. Á dagskránnf verða einnig kynningar á verkefnum sem unnin eru í skólum víðsvegar á Norður- löndum. Á meðan þingið stendur NK'92 28.6 - 4.7 1992 Akureyri Fólag íslonskra myndmonntakonnara yfir verður meðal annars farið í sigl- ingu um Eyjafjörð og farin verður dagsferð til Mývatns. Bæjarstjórn Akureyrar býður þinggestum til kvöldverðar, en þinginu lýkur með hátíðarkvöldverði 3. júlí. í undirbúningsnefnd Nordisk Kurs ’92 eru Bryndís Björgvinsdótt- ir, Sigrún Sveinsdóttir, Þóra Lovísa Friðleifsdóttir og þær Ása Björk Snorradóttir og Hrafnhildur Gunn- laugsdóttir sem eru þingstjórar. Tengiliðir á Akureyri eru Kristján Jóhannsson og Þórhalla L. Guð- mundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.