Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 Minning: Guðni Vigfússon Fæddur 3. maí 1934 Dáinn 10. apríl 1992 Guðni Vig-fússon, síðast til heim- ilis að Hátúni 10, Reykjavík, verður jarðsunginn þriðjudaginn 14. apríl frá Neskirkju. Guðni varð ekki sérlega gamall á íslenskan mælikvarða. Það var eins og alla tíð að hann reyndi að lifa Iífinu sínu hratt. Hann var einn af fimm bræðrum. Faðir hans var Vigfús, d. 1990, sonur Guðmundar Vigfússonar, bónda í Neðradal í Biskupstungum, síðar verkamanns í Reykjavík en móðir hans, Guðrún, d. 1950, dóttir Jóns Sigurðssonar, hafnsögumanns á Eyrarbakka. Þau hjónin stofnuðu bú á Selfossi og þar fæddust bræðurnir, sá elsti í Ingólfi, Guðni í Árnesi en hinir í Þórshamri. Eggert, slökkviliðsstjóri á Selfossi er elstur, fæddur 1932, og Guðni tveimur árum seinna. Guðmundur Þór, skólameistari, iíka á Selfossi, fæddist 1936, Jón, skip- stjóri í Reykjavík 1938 og Örn, mjólkurfræðingur í Kópavogi, 1941. Guðni var glaðlyndur en með þykka skel eins og Flóamönnum er tamt enda lítill aldursmunur á bræðrunum og samkeppnin oft og tíðum hörð. Sextán ára eða 1950 fer Guðni í Bændaskólann á Hólum og var þar í tvo vetur og lýkur búfræðingsprófi. Tvö næstu ár vann hann hjá Sandgræðslu ríkisins að Gunnarsholti, en síðan á Selfossi, ýmist hjá Mjólkurbúi Fióamanna eða Kaupfélagi Árnesinga, við akst- ur og afgreiðslustörf. 1956 kvæntist hann Ásu Vil- hjálmsdóttur frá Laugabökkum í Ölfusi. Þau eignuðust tvær dætur. Sú eidri, Helga, er sjúkraliði á Ak- ureyri, gift Hilmari Antonssyni, húsasmíðameistara og eiga þau fjögur börn. Sú yngri, Elva, lést í umferðarslysi 16 ára gömul. Árið 1946 fluttist flölskyldan norður á Blönduós, þar sem Guðni starfaði hjá Kaupfélagi Austur- Húnvetninga við afgreiðslustörf og siðan við vörubifreiðaakstur á eigin vegum. Hann tók virkan þátt í fé- lagslífi á Blönduósi, var um tíma formaður vörubílstjórafélagsins og björgunarsveitarinnar og starfaði í Slysavarnafélaginu og Lions- klúbbnum. Eftir að þau hjón slitu samvistir 1977 fluttist Guðni til Reykjavíkur og vann þar við versl- unarstörf þangað. til hann gerðist umsjónarmaður hjá Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum til 1990, er heilsu hans tók að hnigna. Guðni var sterklega byggður og meðan á lokastríði hans stóð minnt- ist ég sögunnar þegar hann, smá- polli, hafði verið sendur í sveit nið- ur í Gaulveijabæjarhrepp. Hann ætlaði að stijúka heim, lagði af stað norður Bæjarhreppsveg að brúnni yfir Hróarsholtslæk hjá Bár, en þar undir brúnni vissi hann að Ljóti kallinn bjó. Þegar á átti að herða þorði hann ekki yfir og sneri aftur í vistina. Seinna lærði hann hversu auðvelt það er að ferðast fyrir brúna. Þótt Guðni hafi talið vissara að halda sig hérna megin í þessari jarðvist eins lengi og kostur var treysti ég því að hann finni sig nú hólpinn og sælan kominn yfir móðuna miklu. Hildur Hákonardóttir. Fótmái dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Þessi sálmur sr. Björns Halldórs- sonar, Laufási, kom mér í hug er ég heyrði andlát vinar míns, Guðna Vigfússonar. Ég vissi að vísu að Guðni var veikur en samt datt mér ekki í hug þremur dögum áður en ég heimsótti hann á Landspítalann að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi hann á lífi. Guðni var búinn að beijast við banvænan sjúkdóm í 2 ár og tók hlutskipti sínu með æðruleysi fram á síðustu stund. Mig dreymir eina alveldissál, um anda, sem gjörir steina að brauði. Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði. Mungátin sjálf, hún ber moldarkeim. Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað? - Ég leita mig dauðan um lifenda heim að ljósi þess hvarms, sem ég get unnað. Þitt hjarta bar frið. Það var heilög örk. Þín hönd var svöl, og mín kné sig beygja. Fótsár af ævinnar eyðimörk einn unaðsblett fann ég - til þess að deyja. Volduga, mjúkhenta líkn míns lífs, hve ijúft var í skaut þitt ennið að hneigja mín sál á ei máiið, - en varir míns vífs, vilja þær orð mín tii frelsis segja? Guðni fæddist á Selfossi 3. maí 1934, sonur hjónanna Vigfúsar Guðmundssonar, bílstjóra á Aðal- bóli, og Guðrúnar Jónsdóttur. Fúsi og Gunna, en það voru foreldrar Guðna ávallt kölluð, eignuðust 5 drengi og var Guðni næstelstur í röðinni, en þeir eru Eggert, slökkviliðsstjóri á Selfossi, Þór, skólastjóri Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi, Jón, skipstjóri hjá Eimskipafélagi Islands, Örn, mjólk- urfræðingur, býr í Kópavogi. Guðni kvæntist Ásu Vilhjálms- dóttur og eignuðust þau tvær dæt- ur, Helgu og Elvu. Helga, dóttir þeirra hjóna, fæddist 15. júní 1957 og er dugleg eins og hún á kyn til. Hún fór í sjúkraliðanám og lét sér það ekki nægja heldur útskrifaðist sem stúdent úr öldungadeild á Ak- ureyri árið 1986. Hún er gift Hilm- ari Antonssyni, húsasmíðameistara, og búa þau á Akureyri og eiga 4 börn. Þau eru: Bjarki, f. 14. nóvem- ber 1977, Elvar, f. 2. september 1979, Ása, f. 30. ágúst 1986, og Aldís, f. 30. janúar 1989. Helga vinnur við heimahjúkrun á Akur- eyri. Elva fæddist 26. apríl 1963. Hún fórst í bílslysi árið 1979, aðeins 16 ára gömul. Guðni fór í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist árið 1952. Eftir það fór hann að vinna hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi eða þar til hann fór norður á Blönduós þar sem hann vann bæði við af- greiðslustörf og við útkeyrslu á sín- um eigin bíl. Um 1977 fór hann að vinna við virkjunina á Nesjavöli- um og var þar meðan kraftar leyfðu. Guðni verður jarðsunginn frá Neskirkju hér í borg í dag, 14. apríl, kl. 15. Það smáa er stórt í harmanna heim, - höpp og slys bera dularlíki, - og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama giysi þeir báðir flíki. - En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisu á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Ég sem þessar línur rita kynntist Guðna vorið 1948, á fermingarárinu hans. Þá veiktist móðir hans allt í einu þannig að hún varð að liggja í rúminu. Hjálp varð að fá og þann- ig vildi það til að ég kom inn á heimilið. Þá voru bræðurnir 7, 10, 12, 14 og 16 ára. Ég var sjálf 18 ára og átti að heita ráðskona. Guðni var mér einkar handgenginn, ákaf- lega lipur og hjálplegur við húsverk- in. Mig langar að minnast á lítið atvik. Við höfðum þann háttinn á að við flýttum okkur að vaska upp og gera húsverkin og þegar það var búið bauð Guðni gjarnan út að keyra. Úti á hlaði stóð forkunnar fagur bíil, gamall Dodge Weapon, sem gekk undir nafninu „úlfald- inn“. I okkar augum var þetta mik- ill lystivagn og það þarf ekki að orðlengja að það var farið í bíltúr hringinn í kringum gömlu hlöðuna því ekki mátti fara út á götu, en þama var farið í langferð um land- ið í huganum og voru þetta okkar mestu skemmtistundir. Móðir Guðna iifði í 2 ár eftir að hún veiktist, en hún lést árið 1950. Seint mun ég gleyma þeim degi er faðir hans gekk á eftir kistu konu sinnar með drengina sína fimm við hlið sér. Vigfús lést í nóvember 1990. Ein, hreyfing, eitt orð, - og á örskotsstund örlaga vorra grunn vér leggjum á óvæntum, hverfulum farandfund, við flím og kerskni, hjá hlustandi veggjum. Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð, ein veig ber vort líf undir tæmdum dreggjum. - Hvað vill sá sem ræður? (Erindin eru úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson.) Að leiðarlokum kveð ég Guðna með virðingu og þökk og sendi Helgu, dóttur hans, tengdasyni og barnabörnum svo og bræðrum hans og öðrum ættingjum og vinum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Veri hann kært kvaddur, Guði á hendur falinn. Hafi hann hjartans þökk fyrir allt og allt. Það mælir hans gamla vinkona, Jónína Björnsdóttir frá Oddgeirshólum. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð sími 620200 r ^ i Minningarkort Bandalags íslenskra skáta STmi: 91-23190 L EMI J| BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, ÁRNI PÁLSSON, Arnartanga 1, lést á Borgarspítalanum laugardaginn 11. apríl. Kristín Árnadóttir, Reimar Stefánsson, Elsa Reimarsdóttir, Árni Reimarsson. t Ástkaer móðir okkar, KRISTÍN SKAFTADÓTTIR, Kleppsvegi 32, áður Hitmisgötu 7, Vestmannaeyjum, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 10. apríl. Gréta Runólfsdóttir, Guðlaug Runólfsdóttir, Jóhann Runólfsson. t Móðir okkar, REBEKKA ÞIÐRIKSDÓTTIR fyrrum húsmóðir og kennari ■ Arnarfirði, Háagerði 85, Reykjavík, lést í Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 11. apríl. Ingibjörg Magnúsdóttir, Páll Magnússon, Magnús Reynir Magnússon, Svanlaug Magnúsdóttir, Skúli Magnússon. Eiginkona mín, + KRISTÍN JÖNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, áður Skólabraut 24, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness, pálmasunnudag, 12. þ.m. Sigurður Jónsson frá Skáianesi. + Bróðir okkar og frændi, MAGNÚS ÓLAFSSON, Æsufelli 6, -er látinn. Hallveig Ólafsdóttir, Bergþóra Ólafsdóttir, Úlfhildur Úlfarsdóttir, Soffía Vilhjálmsdóttir. + Faðir minn og bróðir okkar, EINAR HÁLFDÁN KRISTJÁNSSON frá Bolungarvík, Flókagötu 2, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum 11. apríl. Jónina Margrét Einarsdóttir, Kristján Fr. Kristjánsson, Jónatan Kristjánsson, Guðjón Kristjánsson, Sigurlína Kristjánsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir. + Faðir minn og tengdafaðir, GUÐNI VIGÚFSSON, Hátúni 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 15.00. Helga Guðnadóttir, Hilmar Antonsson. ' '•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.