Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 19 ábyrgðarmönnum. Tengsl Spari- sjóðsins við borgina hafa frá upp- hafi verið náin eins og í öðrum bæjarfélögum þar sem sparisjóðir starfa. „Það var engan veginn sjálfgefið fyrir mig að taka að mér þessa stöðu,“ segir Baldvin. „Það er svo skrýtið að ekkert af þvi sem ég hef sýslað við um ævina hefði mér dott- ið í hugað ég ætti eftir að fást við eða sóst eftir að fyrra bragði. Ég lærði lögfræði og ætlaði að stunda embættisstörf, en varð fram- kvæmdastjóri Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins 1956. Þegar Eyjólf- ur Konráð Jónsson verður ritstjóri Morgunblaðsins er mér boðið starf hans sem framkvæmdastjóri Al- menna Bókafélagsins. Á dauða mín- um hefði ég nú frekar átt von en að ég færi að fást við bókaútgáfu, en svona hefur lífíð stundum skemmtilega vit fyrir manni. Ég var búinn að vera í sextán ár hjá AB þegar mér var boðið starf sparisjóðsstjóra. Ég hafði alls ekki hugsað mér að hætta í bókunum og var lengi tvístígandi. En afréð svo að slá til. Fannst ég kominn á þann aldur að annað hvort væri að skipta um gír þá eða aldrei. Eg verð nú að viðurkenna að fyrstu tvö árin hér í Sparisjóðnum var þetta ósköp þægilegt og mikil viðbrigði frá því starfi sem ég hafði verið í. Ég kom heim á réttum tíma í kvöldmat — og jafnvel fyrr — því hér var allt í býsna föstum skorðum. En þetta gjörbreyttist á fáum árum, einkum eftir að vaxtafrelsið kom til sögunnar og nú er löngu liðin sú tíð að ég komi heim klukkan fimm. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með breytingunum í þjóðfé- laginu gegnum þetta starf. Til dæm- is hvemig hlutverk kvenna hefur breyst. Þegar ég settist í stól spari- sjóðsstjóra kom það örsjaldan fyrir að konur kæmu og bæðu um lán, en þá sjaldan það gerðist komu þær uppábúnar og sögðu að maðurinn þeirra væri að byggja, hvort hægt væri að fá lán. Smám saman breytt- ist þetta í „við erum að byggja“ og nú er orðið mjög algengt að konur komi og í raun virðist mér það vera að gerast í vaxandi mæli að konur séu að yfirtaka fjármál heimilanna. Og nú segja þær: „Ég er að byggja og vantar lán“. Fyrstu árin sat maður hér í hálf- gerðu skömmtunarstjórasæti, því að eftirspurnin eftir peningum var svo miklu meiri en framboðið. í raun var verið að gera mönnum greiða þegar þeim var veitt lán með nei- kvæðum vöxtum. Eitt af því sem til allrar hamingju er horfið, eru upphringingar stjórn- málamanna vegna vina og kunn- ingja. Þeir komu jafnvel með við- komandi í viðtal. Þetta er gjörsam- lega horfið. Við eiguin ekki þessa peninga heldur sparifjáreigendur Það er vandi að stjórna svona stofnun. Ég verð stundum var við að fólk heldur að það felist helst í að taka á móti fólki sem vantar lán og segja já eða nei. En það er að sjálfsögðu mikill misskilningur. Fyr- ir utan hefðbundin dagleg verkefni og samráð við mitt fólk, er mikil- vægt að fylgjast með. Þjónustan verður sífellt meiri og flóknari, sam- keppnin er vægðarlaus og þegar einhver bankanna kemur með eitt- hvað nýtt verðum við að hafa svar við því og helst að vera á undan. Ég tel líka mjög mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að við eigum ekki þessa peninga sem hér er verslað með, heldur sparifjáreig- endur. Okkar hlutverk er að ávaxta og varðveita það sem okkur er trúað fyrir, því við verðum að standa skil gagnvart þessu fólki. Þess vegna er farið fram á það við lántakendur að þeir setji tryggingar fyrir lánum. Það vefst fyrir mörgum hver munurinn er á sparisjóði og banka. Sparisjóður er sjálfseignarstofnun sem enginn á. Stjórn hans er kosin á aðalfundi tvö hundruð sparifjár- eigenda, sem kjósa þijá fulltrúa, en borgaryfirvöld kjósa tvo. Ef sjóður- inn hættir, ganga eigur íbúa á starfssvæði sjóðsins, til almanna- heilla. Ég myndi gjaman vilja fjölga stofnfláraðilum til mikilla muna og að þeir kysu fulltrúaráð sem síðan kysi stjórn sem endurnýjaðist þriðja hvert ár. Ég tel mjög varasamt að skipta um stjórn árlega í svona stofnun, en vildi sjá aukna stjórnar- aðild viðskiptamanna sjóðsins. En með því að vera stofnfjáraðili geta menn haft áhrif á hveijir stjórna sjóðnum. Ef hann yrði gerður að hlutafélagi, myndu tengslin við heimabyggðina rofna, í okkar tilviki við Reykjavíkurborg. Reynslan frá Danmörku er sú, að þar sem spari- sjóðum hefur verið breytt í hlutafé- lög, hafa þeir verið yfirteknir eða sameinaðir öðmm bönkum. Tímamót Þegar ég tók við starfi sparisjóðs- stjóra varð Jón G. Tómasson for- maður sjóðsins. Samvinna okkar og annarra stjórnarmanna hefur að mínu mati verið mjög farsæl. Við Jón tökum við sjóðnum á mjög spennandi tímum og má segja að þetta tímabil hafí verið afar við- burðaríkt. Þjóðfélagið hefur gjör- breyst og Sparisjóðurinn auðvitað líka. Árið 1977 styttum við lánstíma lána, þannig að bið eftir lánum stytt- ist til muna. Við fómm smám sam- an að veita almenrta bankaþjónustu og þjóna viðskiptalífínu í heild sinni, kaupa víxla af fyrirtækjum, veita skammtímalán og yfírdráttarheim- ildir í stað þess að lána eingöngu til íbúðakaupa. Níundi áratugurinn markar tíma- mót. Árið 1983 fá sparisjóðimir heimild til að hefja gjaldeyrisvið- skipti, árið 1985 fá þeir sömu rétt- indi og viðskiptabankarnir og árið 1987 er gefið fullt frelsi í vaxta- ákvörðunum og gjaldskrártöku sem varð sjóðnum til mikilla heilla. Við erum nú með fímm afgreiðslustaði og starfsmannafjöldi sem var 14 árið 1976 er nú um 90. Það urðu þáttaskil í sögu spari- sjóðanna hér á landi þegar ný lög um sparisjóði voru sett árið 1986. Ýmsum hömlum var- aflétt og sjóð- irnir gátu nú keppt á jafnréttis- grandvelli við bankana. Sparisjóðurinn er nú tæknivædd nútíma fjármálastofnun þar sem megináhersla er lögð á persónulega þjónustu og fagleg vinnubrögð. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu fyrir fjölskyldur og fyrirtæki og ég er satt að segja stoltur af þeim spari- sjóði sem heldur upp á sextíu ára afmæli sitt í dag. Framtíðarsýn Við hjá Sambandi íslenskra spari- góða höfum lagt mikið upp úr tengslum við erlend sparisjóðasam- bönd til að forða íslenskum spari- sjóðum frá því að einangrast í al- þjóðlegu tilliti. Innganga í Norræna sparisjóðasambandið Nordspar árið 1978, styrkti íslensku sparisjóðina þar sem þeir fengu hlutdeild í reynslu og þekkingu nágrannaþjóð- anna í sparisjóðarekstri. Árið 1990 fékk samband íslenskra sparisjóða aðild að Evrópusambandi spari- sjóða, European Savings Bank Gro- up, sem eru samtök sparisjóða allra EB-landanna, en aukaaðilar era landsamtök sparisjóða í EFTA-ríkj- unum. Þetta er mikilvægt skref í að gera Sparisjóðina hæfari til að mæta breyttum samkeppnisaðstæð- um sem munu fylgja í kjölfar aukins frelsis á fjármagnsmarkaði. Samn- ingurinn um Evrópskt' efnahags- svæði, tekur væntanlega gildi 1993, en eins og kunnugt er veitir hann frelsi til fjármagnsflutninga milli íslands og annarra Evrópulanda og starfsemi erlendra fjármálafyrir- tækja á íslandi. Þessi síðustu ár og ekki síst síð- ustu misseri hafa verið mjög við- burðarík í heiminum og einnig hér heima. Við lifum á spennandi tímum og engin ástæða til að ætla annað en framundan séu margvísleg við- fangsefni sem við sjáum ekki fyrir í dag. Við hjá Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis eram tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Markmið okkar er fyrsta flokks þjónusta við alla aldurshópa í Reykjavík, því þetta er þeirra sjóð- ur,“ segir Baldvin Tryggvason. Sœvar Karl Olason Bankastræti og Kringlunni: 13470 og 689988 NÝR DAGUR ... AU G L ÝSINGASTO FA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.