Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRIL 1992 51 KJARASAMNINGARNIR: Þórður Friðiónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Miðlunartillagan rúmast innan þjóðhagsáætlunar MIÐLUNARTILLAGA ríkissáttasemjara rúmast innan þeirra áætl- ana sem Þjóðhagsstofnun kynnti í síðustu viku i riti sínu Þjóðarbú- skapurinn — framvindan 1991 og horfur 1992, að sögn Þórðar Frið- jónssonar forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Þórður sagði í samtali við Morg- unblaðið i gær að sér sýndist að miðlunartillagan fæli í sér að kaup- máttur hætti að dragast saman, þegar á allt væri litið. Hann taldi að ef tillagan yrði að samningi myndi það ekki raska þeim forsend- um sem áætlanir stofnunarinnar byggjast á, það er að 2-3% verð- bólga verði frá byijun til loka þessa árs. Þjóðhagsstofnun telur að hagn- aður atvinnuveganna í heild hafi verið 1 '/2% af tekjum og spáir versn- andi afkomu í ár og bendir í því sambandi á minní eftirspurn og umsvif í þjóðarbúskapnum og af- leita afkomu sjávarútvegs um þess- ar mundir. Telur stofnunin að hagn- aður atvinnuveganna gæti farið nið- ur í ‘/2% af veltu sem er um 1% lakari niðurstaða en áætlanir fyrir 1991 sýna. Þórður Friðjónsson sagði í gær að allt benti til að miðl- unartillaga ríkissáttasemjara rask- aði ekki þessum áætlunum. Guðni Aðalsteinsson hagfræð- ingur' hjá Vinnuveitendasambandi Islands sagði að vissulega hefði það verulegar kostnaðarhækkanir í för með sér ef miðlunartillagan yrði að samningi. Hinsvegar vægi það á móti að nokkur raungengisbati, það er innlendur kostnaður mældur í erlendri mynt, yrði á tímabilinu þar sem genginu yrði haldið stöðugu. Taldi Guðni að erfiðast yrði fýrir sjávarútveginn að mæta þessum kostnaðarhækkunum, þar væru erf- iðleikarnir mestir. Guðni sagði að í samningsgrund- vellinum væri gert ráð fyrir 1,8% verðbólgu og væri það mun minni verðbólga en í nágrannalöndunum. Hann sagði ólíklegt að fyrirtækin létu kauphækkanirnar fara út í vöruverðið. Það væri kostur þessa samkomulags að launabreytingin kæmi í upphafi samningstímans og atvinnurekendur vissu þegar í upp- hafi um áhrif samninganna á rekstrkostnað og gætu tekið sínar ákvarðanir út frá því. Áður hefðu hækkanirnar dreifst á samnings- tímann og menn ekki vitað það nákvæmlega fyrirfram hvað háar þær yrðu. Með nýja samningnum minnkuðu líkurnar á að þeir settu hækkanirnar út í verðlagið. Gylfi Arnbjörnsson hagfræðing- ur hjá Alþýðusambandi íslands sagði að vissulega hefði kaupmáttur launa verið að síga en við saman- burð á kaupmætti samkvæmt miðl- unartillögunni yrðu menn að hafa það í huga að samningamir væru gerðir í óvenjulega erfiðu ástandi og að samningarnir hefðu tekið langan tíma. Hann sagði að kaup- máttur meðaltalsmannsins í ASÍ Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu: 35% þurfa að taka þátt til að 50% atkvæða felli SÉRSTÖK ákvæði eru um atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara og talningu atkvæða samkvæmt lögum um sáttastörf í vinnudeilum nr. 33/1978. í lögunum segir að atkvæða- greiðsla skuli vera skrifleg og leyni- leg og getur sáttasemjari ákveðið hvort talið er sameiginlega eða sér- staklega í hveiju félagi eða sam- bandi. Nú verður kosið sérstaklega um miðlunartillöguna í hveiju félagi nema í álverinu í Straumsvík og í ríkisverksmiðjunum, þar sem at- kvæðagreiðsla er sameiginleg hjá starfsmönnum í hverri verksmiðju. Miðlunartillaga telst felld ef meiri en helmingur þeirra sem atkvæði greiða er á móti henni, enda sé Áskorendaeinvígin í Linares: Timman bar signrorð af Jusupov Tefla vestrænir skákmeistarar um réttínn til þess að mæta Kasparov? Skák Karl Þorsteins HOLLENSKI stórmeistarinn Jan Timman sigraði rússneska stór- meistarann Arthur Jusupov í áskorendaeinvíginu í Linares. Með sigri í 10. einvígisskákinni fékk hann 6 vinninga gegn 4 vinningum Jusupovs. Enska stórmeistaranum Nigel Short nægir jafntefli í 10. einvígis- skákinni við fyrrum heimsmeist- ara, Anatoly Karpov, til þess að tryggja sér sigur í einvígi þeirra. Sigurvegararnir í einvígunum munu síðar á árinu tefla um hvor þeirra öðlast rétt til þess að mæta heimsmeistaranum Garrí Kasparov í einvígi um heimsmeistaratitilinnn sem verður haldið í Los Angeles í ágúst á næsta ári. Verðlaunafé verður hið mesta í allri skáksög- unni, alls 6 inilljónir dollara, eða sem nemur 360 milljónum ís- lenskra króna. Þótt of fljótt sé að spá Short sigri í einvíginu gegn Karpov, yrðu það tímamót í skáksögunni ef Karpov félli úr keppninni um heimsmeistaratitilinn án þess að komast í sjálft heimsmeistaraein- vígið. Karpov varð heimsmeistari árið 1975, þegar Robert James Fiseher mætti ekki til leiks, og hélt titlinum óslitið til ársins 1985 þegar Kasparov varð heimsmeist- ari. Síðan hafa K-in tvö, eins og þeir hafa oft verið kallaðir, borið ægishjálm yfir aðra skákmeistara í heiminum. Karpov hefur í þijú skipti verið áskorandi í heimsmeist- araeinvígum án þess að ná titlinum til baka og vissulega væri það kærkomið að sjá nýjan áskoranda andspænis Garrí Kasparov í keppni um heimsmeistaratitilinn. Hvítt: N. Short Svart: A. Karpov 8. einvígisskákin Spánskur leikur I. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. De2 - b5, 7. Bb3 - 0-0, 8. c3 — d6 (Karpov breytir hér út af 6. einvígisskákinni sem tefldist 8. - d5l? 9. d3 - d4, 10. Rbd2 - Bc5, 11. Bc2) 9. d4 - Bg4, 10. Hdl - exd4, II. cxd4 - d5?l, 12. e5 - Re4, 13. a4! (Short er þaulkunnugur byijuninni. í þessari stöðu lék hann 13. Rc3 gegn Damljanovic í Belgrad árið 1990. Áframhaldið varð 13. Rxc3, 14. bxc3 — Dd7, 15. Bf4 en hvítur náði ekki frum- kvæði eftir byijunina.) 13. bxa4, 14. Bxa4 - Rb4, 15. h3 - Bh5, 16. Rc3! - Bg6, 17. Be3 — Hb8? 18. Ra2! (Hér eyddi Karpov dijúgum tíma til umhugs- unar. Peðaveikleikar eru á drottn- ingarvæng og léttu menn hans grípa í tómt. Karpov leitar því leiða til þess að virkja stöðuna.) 18. — c5, 19. dxc5 — Rxc5, 20. Rxb4 - Hxb4, 21. Bc6! Peðið á d5 er nú skotspónn hvítu liðsmannanna. Við 21. — Be4 er 22. Rg5! býsna óþægilegur leikur en leikur svarts leysir ekki vanda- mál.) 21. - Db6, 22. Bxd5 - Hxb2, 23. Dc4 - Hc2, 24. Dg4 - Dc7, 25. Rd4 - Hc3, 26. Rc6 - He8, 27. Bd4 — Hc2 (28. — Hd3 væri svar- að með 29. Hdcl en nú fellur skiptamunur hjá svörtum og staðan um leið.) 28. Rb4! - Hd8, 29. Rxc2 - Bxc2, 30. e6! (30. — f6 væri svar- að með 31. Bxf6! — Bxf6, 32. e7+ og tjaldið fellur. Nú fellur á hinn bóginn peð til viðbótar hjá svört- um.) 30. - Bf8, 31. exf7+ - Kh8, 32. Hel! (Nú má svartur ekki drepa biskupinn á d5, því þá myndi hvít- ur leika 33. Dxg7+! — Bxg7, 34. He8 mát.) 32. - Bg6, 33. He8! - Hxe8, 34. fxe8 — Bxe8, 35. Bxc5 — Bxc5, 36. De6! Karpov gafst upp. Til að forða máti yrði hann að gefa mann til viðbótar með 36. — Pf7. myndi hækka á samningstímabilinu um tæplega 'h%. Hann sagði að ASÍ hefði krafðist þess í upphafi að kaupmátturinn næðist upp í það sem hann var í júnímánuði á síðasta ári. Það hefði ekki tekist og vantaði um það bil 2% upp á það. Á móti benti hann á að samkvæmt miðlunartillögunni myndi kaupmátturinn aukast held- ur frá því sem nú væri. Þá benti hann á að lögð hefði verið áhersla á að veija kaupmátt þeirra lægst launuðu og myndu þeir sem væru með íaun undir 80 þúsund á inán- uði ná þeim kaupmætti sem þeir höfðu í júní 1991. Gylfi sagði að þó gert væri ráð fyrir 1,8% verðbólgu á samnings- tímabilinu og 1,7% upphafshækkun yrði kaupmáttUrinn á tímabilinu að meðaltali svipaður og var í lok þjóð- arsáttar vegna þess að launahækk- unin kæmi öll í upphafi tímabilsins en það tæki verðbólguna tólf mán- uði að komast í 1,8%. Bankar og sparisjóðir: Raunvöxtum breytt 1 samræmi við spariskírteinin MEÐ miðlunartillögu ríkissáttasemjara fylgdu yfirlýsingar frá bönk- um og sparisjóðum um vaxtamál og voru þær efnislega samhljóða. Hér á eftir fer yfirlýsing Landsbanka Islands: markaði með samsvarandi hætti. þátttaka ekki minni en 35% af at- kvæðsbærum mönnum. Fyrir hvert prósentustig sem þátttaka er minni en 35%, þarf mótatkvæðafjöldinn að hækka um einn af hundraði til að fella tillöguna. Ef að minnsta kosti 20% atkvæðisbærra manna taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni telst tillagan samþykkt hvernig svo sem atkvæðagreiðslan fer. I tilefni af þeim viðræðum um kjarasamninga, sem staðið hafa yfir undanfarið hafa aðilar vinnu- markaðarins óskað upplýsinga um stefnu Landsbanka íslands í vaxta- málum. Landsbanki íslands tekur af því tilefni fram að hann er hlynntur þeim meginsjónarmiðum, sem fram koma í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar um vaxtamál, sem gefin hefur verið í sambandi við kjarasamninga. Landsbanki Íslands telur að á grundvelli nýgerðra kjarasamninga hafi skapast forsendur fyrir mjög litlum verðhækkunum á þessu ári, sem rriuni leiða til stöðugleika í vaxtaákvörðunum. Með tilvísun í yfirlýsingu Seðla- banka og ríkisstjórnar um vaxtamál mun Landsbankinn breyta kjörum á algengustu vísitölubundnum skuldabréfalánum með hliðstæðum hætti og verða ákveðin á nýjum spariskírteinum ríkisins í kjölfar kjarasamninganna, enda breytist vaxtakjör spariskírteina á eftir- Við vaxtaákvarðanir á óverð- tryggðum útlánum verður á næst- unni miðað við verðþróun til lengri tíma en verið hefur til að tryggja sem mestan stöðugleika vaxta. Stefnt verður að því að raunávöxtun óverðtryggðra útlána verði svipuð kjörum sambærilegra verðtryggðra útlána í hliðstæðum útlánaflokkum. Vaxtaákvarðanir banka og spari- sjóða hljóta jafnframt að taka mið af vöxtum samkeppnisaðila og starfsskilyrðum á hveijum tíma. Ýmis opinber gjöld og viðskiptakjör við Seðlabankann skipta sköpum í þeim efnum. Þess má vænta að markaðsað- stæður leiði til almennt svipaðra og sambærilegra kjara banka hvort heldur er í verðtryggðum eða óverð- ti-yggðum bankaviðskiptum. Til þess að flýta þeirri þróun er einnig nauðsynlegt að aðlaga stjórn peningamála enn frekar en nú er að því jafnvægi og þeim stöðugleika sem nú ríkir í efnahagslífinu. y VANNÞIN FJÖLSKYLDAÍ Heildarvinningsupphæðin 132.276.044 kr. Röðin : 112-21X-X11-XX1X 9 raðir á 265 raðir á 3.837 raðir á 33.122 raðir á Þaö kom engin rööfram meö 13 réttum hérlendis um helgina en 9 raöir komu fram meö 12 réttum, 204 raöir meö 11 réttum og 1.763 raöir meö 10 réttum. Viö þurfum því aö greiöa 96.710 kr. til sænskra tippara þessa vikuna. 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 3.968.280 - kr. 84.850 - kr. 6.200 - kr. 1.510 -kr. týrir þig og þina fjölskyldu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.