Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 47 HETJUR HÁLOFTANNA Þrœlfjörug ganian- og spennumynd um leikara sem á að taka að sér „TOP GUN" hlutverk í mynd. Hann er sendur í læri til reyndasta flugmannsins á þessu sviði. Útkoman er keimlík þeirri hjá Mich- ael J. Fox er hann sótti skóla hjá James ffoods. Aðalhlutverk: Michael Peré og Antony Michael Hall. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Breytt miðaverð - kr. 300 - fyrir 60 ára og eldri á allar sýningar og fyrir alla á 5 og 7 sýningar. Kr. 300 alla þriðjudaga. Stórmyndin með Robert DeNiro og Nick Nolte. Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10. Bönnuðinnan 16 ára. REDDARINN Eldf iörugur spennu/grínari með HULK HOGAN. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Ekki fyrir yngri en 10 ára. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKiAVÍK: 24.-27. apríl. Á föstudag var tilkynnt um að kona lægi slösuð á bílastæði við Qölbýlishús í Breiðholti. Að sögn sjónar- votts hafði konan fokið undan veðrinu og dottið. Mjög hvasst var í borginni þegar óhappið varð. Konan virtist brotin á fæti og var flutt á slysadeild með sjúkrabíl. Seinnipart föstudags var kvartað yfir manni í versl- un í austurborginni. Að sögn hafði maðurinn hrint afgreiðslustúlkunni í gólfið og hent vörum niður úr hillum. Ástæðan hefði verið sú að maðurinn væri óánægður með það að mjólk, sem hann hafði látið taka frá fyrir sig, hefði verið seld öðrum. Maðurinn fór síðan af staðnum, en þegar rætt var við hann síðar taldi hann sig sak- lausan af þessum ásökun- um. Þarna hefði einungis verið um rifrildi á milli hans og afgreiðslustúlk- unnar að ræða. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um mikinn reyk frá mannlausri íbúð í Hlíðunum. í ljós kom að gleymst hafði að slökkva undir pottum á eldavél. Litlar skemmdir hlutust af, en slökkviliðsmenn þurftu að reyktæma íbúðina. Um nóttina var óskað aðstoð lögreglu að bát í höfninni. Fimm menn voru handteknir um borð í bátn- um eftir slagsmál. Tvo þurfti að flytja á slysadeild vegna meiðsla og þrjá þurfti að vista í fanga- geymslunum það sem eftir lifði nætur. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um þijá pöru- pilta, sem gengu um Ás- vallagötu og létu ófriðlega, rifu upp blaðapakka og dreifðu blöðunum um göt- una og fleygðu reiðhjólum til og frá. Drengirnir náð- ust á hlaupum í nágrenninu og var þeim gert að þrífa til eftir sig. Tveir þeirra voru hortugir og neituðu. Þeir fengu að gista fanga- geymsluna, en sá þriðji var tilbúinn til þess að skoða málið og ákvað að þrífa upp eftir sig. Hann var síðan fijáls ferða sinna. Um morguninn var til- kynnt um að bíl hefði verið ekið útaf Vesturlandsvegi skammt frá Hvammsvík í Kjós. Bíllinn hafnaði niðri í fjöru u.þ.b. 30 metrum frá veginum. Tveir menn stauluðust af sjálfsdáðum út úr bílnum og virtust ómeiddir. Þeir virtust hins vegar sjáanlega mikið und- ir áhrifum áfengis. Bíllinn, lítill japanskur fólksbíll, er talinn ónýtur. Mennirnir voru fluttir til blóðsýni- stöku og síðan í fanga- geymslur lögreglunnar þar sem þeim bar ekki saman um hvor þeirra hefði ekið bílnum þegar óhappið varð. Á því er hins vegar enginn vafi. Greinilegt er að menn- irnir hafi sloppið furðuvel því sýnt er að bílnum hafði verið ekið á allmiklum hraða áður en óhappið varð. Þá er athyglisvert að þeir nutu bæði greiðvikni leigubilstjóra, sem gaí þeim start, og afgreiðslu- manns á bensínstöð, sem afgreiddi þá með eldsneyti á leið þeirra út úr borginni. Fyrir hádegi á laugar- dag varð harður árekstur á gatnamótum Barónsstígs og Eiríksgötu. Bíl var ekið þar harkalega aftan á ann- an, sem kastaðist aftan á þann þriðja. Flytja þurfti ökumann og tvo farþega á slysadeildina vegna háls- meiðsla. Tveir bílanna voru óökufærir eftir árekstur- inn, en ökumaður fyrst- nefnda bílsins er grunaður um ölvun við akstur. Átta ökumenn aðrir, sem stöðv- aðir voru í akstri um helg- ina eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Fyrir utan þessi framan- greindu tvö tilvik var til- kynnt um eitt umferðarslys um helgina. Það var á laug- ardagskvöld þegar bíl var ekið á opið ræsi á gatna- mótum Tryggvagötu og Kalkofnsvegar. Flytja þurfti farþega úr bílnum á slysadeild. Alls var tilkynnt um 12 innbrot og 12 þjófnaði um helgina. Þar af var brotist inn í tvo bíla. Radarvörum var stolið úr báðum þeirra. p W Metsölublað á hverjum degi! REGNBOGINN SÍMI: 19000 STÓRA SVIÐIÐ kl. 20: • ÞRÚGUR REIÐINNAR byggt á sögu John Steinbeck. Leikgerð: Frank Galati. Lau. 16. maí, uppselt. Úlwöld, uppselt. MIÐVIKUD. 29. APRÍL AUKASÝNING. Fim. 30. aprll, uppselt. Fös. 1. maí, uppselt. Lau. 2. maí, uppsclt. Þri. 5. maí, uppselt. Fim. 7. maí, uppselt. Fös. 8. maí, uppselt. Lau. 9. maí, uppselt. Þri. 12. maí, uppselt. Fim. 14. maí, uppselt. Fös. 15. maí, uppselt. Þri. 19. maí, fáein sæti. Fim. 21. maí, uppselt. Fös. 22. maí, uppselt. Lau. 23. maí, uppselt. Þri. 26. maí, aukasýn. Fim. 28. maí, fáein sæti. c- Willy Russel ÓPERUSMIÐJAN sýnir í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur: • LA BOHÉME e. Giacomo Puccini STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00 Sun. 3. maí, miö. 6. maí, næst síöasta sýn., sun. 10. maí, síöasta sýn. LITLA SVIÐIÐ: • SIGRÚN ÁSTRÓS Fös. 1. maí, lau. 2. maí. Fös. 29. maí uppselt. Lau. 30. maí, uppselt. Þri. 2. júní. Mið. 3. júní. Fös. 5. júní, fáein sæti Lau. 6. júní. ATH. Sýningum lýkur 20. júní. Miðar óskast sóttir fjórum dögum fyrir sýningu, annars seldir öörum. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf! Greiðslukortaþjónusta. Miðasalan opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma alla virka daga frá kl. 10-12, sími 680680. Myndsendir 680383 NÝTT! Leikhúslínan, sími 99-1015. STÓRA SVIÐIÐ: ELÍN.^HELGA GUÐRÍÐUR eftir Þórunni Siguröardóttur: Sýning fim. 30. apríl kl. 20, fós. 1. maí kl. 20, fós. 8. maf, fós. 15. maí, lau. 16. mai. EMIL ÍKATTHOLTI eftir Astrid Lindgren Sýning mið. 29. apríl kl. 17 uppselt, lau. 2. maí kl. 14 uppselt og kl. 17 örfá sæti laus, sun. 3. maí kl. 14 örfá sæti laus og kl. 17 örfá sæti laus, lau. 9. mai kl. 14 örfá sæti laus og kl. 17 örfá sæti laus, sun. 10. mai kl. 14 örfá sæti laus og kl. 17 örfá sæti laus, sun. 17. maí kl. 14 og kl. 17, lau. 23. maí kl. 14 og kl. 17, sun. 24. maí kl. 14 og kl. 17, fim. 28. maí kl. 14, sun. 31. maí kl. 14 og kl. 17. Miöar á Emil í Kattholti sækist viku fyrir sýn- ingu ella seidir öörum. Miöasalan er opin frá kl. 13-18 aila daga ncma mánudaga og fram aó sýningu sýningardagana. Auk þess er tekió við pöntunum í síma frá kl. 10 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta - Græna línan 996160. Hópar. 30 manns eóa fleiri, haft samband i síma 11204. LEIKHÚSGESTIR ATHtiGIÐ: ÓSÓITAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA. LITLA SVIÐIÐ: KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju í kvöld kl. 20.30, uppselt, mið. 29. april kl. 20.30, uppselt. Uppselt er á allar sýningar til og meö sun. 24. maí. Sun. 24. maí kl. 20.30, örfá sæti laus, þri. 26. maí kl. 20.30, mið. 27. mai kl. 20.30, sun. 31. maí kl. 20.30 örfá sæti laus. Ekki er unnt aö hleypa gestum í salinn eftir aö sýning hefst. Miðar á Kæru Jelenu sækist viku fyrir sýningu, ella seldir öörum. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ: ÍG HEITI ÍSBJÖRG, ÉG ER UÓN eftir Vigdísi Grímsdóttur í kvöld kl. 20.30, örfá sæti laus, mið. 29. apríl kl. 20.30, örfá sæti laus, lau. 2. maí kl. 20.30 örfá sæti laus, sun. 3. mai kl. 20.30, mið. 6. maí kl. 20.30, lau. 9. maí kl. 20.30, sun. 10. maí kl. 20.30, fim. 14. mai kl. 20.30, sun. 17. mai kl. 20.30. Ekki er unnt nð lileypa gcstunt í salinn eftir að sýning hefst. Miðar á ísbjörgu sa-kist viku fyrir sýningu ella seldir öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.