Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 35 Minning: Lára Þorsteinsdóttir Fædd 7. desember 1938 Dáin 18. apríl 1992 Þegar maður býr fleiri þúsund kílómetra frá íslandi er ekkert jafngaman og að fá símtal frá klakanum, heyra í íslendingum og íslensku. En á laugardaginn var það frekar leiðinlegt símtal sem ég fékk. Lára dó í morgun, 11. apríl, var mér sagt og það dofnaði heldur betur yfir mér. Ég kem til með að sakna hennar mjög mikið og allra þeirra skammarræðna sem hún hélt yfir okkur strákunum þegar við gerðum eitthvað sem var henni á móti skapi. Kæri Hjálmar, Steini, afi og amma, þið fáið mína dýpstu sam- úð. Ég finn mikið til með ykkur. Gústi. Laugardaginn 18. apríl andaðist Lára B. Þorsteinsdóttir, Miðvangi 3, Hafnarfirði. Lára var fósturdótt- ir hjónanna Þorsteins Auðunssonar og konu hans Lili Hjördísar Auðunsson. Við höfðum um 14 ára skeið haft nokkuð náin kynni af Láru þar sem synir okkar höfðu fylgst að í skóla frá 9 ára aldri og allar götur til háskólanáms í Bandaríkj- unum. Lára giftist ekki en eignað- ist tvo syni, Þorstein iðnrekstrar- fræðing, rekstrarstjóra og meðeig- anda frystihúss á Dalvík, og Hjálmar hagfræðing, starfar á Skattstofu Hafnarfjarðar. Það var Láru mikið keppikefli að synir hennar gengju menntaveginn og áttu þeir hennar stuðning til þess óskiptan. Lára átti um árabil við erfíðan sjúkdóm að stríða, en aldrei lét hún bugast, og stundaði vinnu fram undir það síðasta. Lára var ein af þessum hvunndagshetjum sem stóð meðan stætt var. Við biðjum guð að blessa hana og sefa sorg aldraðra foreldra og drengja hennar. Karl, Oktavía, Vignir. Það síðasta sem hún mamma tók sér fyrir hendur var að prjóna peysu á barnabarnið sitt, hann Mikael litla sem var yndið hennar og hamingja seinustu árin. Mamma hafði mjög gaman af því þegar Mikael Árni kom á Mið- vanginn í heimsókn og dundaði sér hjá Láru ömmu og hún hlakkaði mikið til að sjá barnabarnið sem nú er von á og töluðu þau Mikael oft um það. Við bræður söknum mömmu okkar mjög en við vitum að hún fylgist með okkur og okkar fjöl- skyldum og að við getum ætíð leit- að til hennar með vonir okkar og þrár, hamingju og sorgir. Mamma var svo dugleg, hún var svo sterk, hvort sem það var í glím- unni við veikindin sem stóðu svo lengi eða bara til allra verka sem hún tók sér fýrir hendur. Hún lauk gagnfræðaprófí frá Flensborgarskóla eins og þá tíðkaðist og stundaði hún hin ýmsu störf á lífsleiðinni en lengst af starfaði mamma í Landsbanka ís- lands eða rúman aldarfjórðung og þar eignaðist hún marga góða vini. Hún mamma kenndi okkur bræðrunum gildi vinnunnar og mikilvægi þess að stunda sitt starf samviskusamlega, hvort sem það fór fram í skóla eða úti í atvinnulíf- inu. Mamma skildi líka mikilvægi menntunar og studdi okkur alla tíð til náms. Mömmu einkunnarorð voru líka að vinna enda var hún mætt í Landsbankann um leið og heilsan leyfði og stundum líka þegar heils- an leyfði ekki og.fór mamma þá til vinnu oft á þijóskunni einni saman og síðast aðeins nokkrum dögum áður en hún dó. Mamma var dóttir Brands Bjamasonar og Hildar Hjálmars- dóttur og eignuðust þau hana ung. Sæmdarhjónin Þorsteinn Auðuns- son útgerðarmaður í Hafnarfírði og Lili Hjördís Auðunsson tóku mömmu í fóstur þegar hún var rétt að verða þriggja ára gömul. Þau bjuggu mömmu gott heim- ili í Hafnarfirði og var samband þeirra ætíð náið. Mamma ól allt sitt líf í Hafnarfírði þar sem henni Jeið best og þar sem hún ól okkur upp. Mamm byggði sína höll á Mið- vangi 3 í Hafnarfírði þar sem hún undi sér best. Verst hvað sjúkdóm- urinn krafðist oft langra dvala að heiman, stundum mánuði í senn á sjúkrahúsum. Baráttan við nýma- sjúkdóminn var oft hörð og oft var mamma mikið veik, en vonin var alltaf að fá nýtt nýra. Árið 1986 fór mamma með hraði til Danmerkur í nýrnaígræðslu og var það langþráð ferö. En hamingj- an er fallvölt og ekki tókst aðgerð- in. Upp úr því var mamma mikið veik en reif sig upp eins og oft áður. Síðustu dagana var mamma líka mjög veik en við áttum alveg eins von á því að hún myndi yfírstíga það eins og alltaf áður. En mamma andaðist að morgni hins 18. apríl á Landspítalanum eftir margra ára hetjulega baráttu við sjúkdóminn. Við bræður viljum - koma á framfæri innilegu þakk- læti til starfsfólks Landspítalans, á blóðskiljunardeild og hjúkrunar- deild 14 G., svo og starfsfólki Landsbanka íslands fyrir allan þann stuðning, hjálp og umönnun sem mamma fékk hjá þeim. Við bræður kveðjum nú mömmu okkar og vitum að núna líður henni vel. Guð styrki afa okkar og ömmu sem misst hafa einkadóttur sína. Við viljum kveðja hana með kvæði eftir afa hennar. Hinn duldi máttur Ég dáist að þeim kraftir, sem rikjum raíður ' einn, þó ráði lífsins gátur og skilji ekki neinn. Sólarljóssins herra á heima í hverri sál, sem hjartað lætur tala og skriftar - guða mál. Ég er aðeins dropi, sem drýp í ljóssins haf með draumsýni og vonir er alfaðir mér gaf. Tilverunnar rúnir ég ræð á eða skil, þá rökkur slær á himinn, ég hverf í þennan hyl. (Hjálmar frá Hofi) Hvíli mamma í friði og guð blessi minningu hennar. Þorsteinn og Hjálmar Péturssynir. Vigfús Scheving Jóns- son frá Vatnsskarðs- hólum - Minning Fæddur 4. janúar 1904 Dáinn 19. apríl 1992 Móðurbróðir minn, Vigfús Schev- ing, eða Scheving, eins og hann var ætíð nefndur af vinum og vanda- mönnum, fæddist í Reynisholti í Mýrdal, sonur Jóns Pálssonar Scheving og Oddnýjar Ólafsdóttur. Schevingsættin mun komin norðan úr Skagafirði með Þórunni Hannes- dóttur Scheving, fyrri konu Jóns Steingrímssonar eldprests, en hún var dóttir Hannesar Scheving sýslu- manns á Munkaþverá. í Reynisholti ólst Scheving upp til fjögurra ára aldurs er foreldrar hans fluttu að Vatnsskarðshólum. Eftirlifandi af systkinunum frá Reynisholti, ‘ eru þær Ólafía og Guðný, látin eru auk Schevings, Ragnhildur, Pálína, Sigurbjört Sig- ríður og Guðný, sem dó barnung. Á Vatnsskarðshólum ólst Schev- ing upp við hefðbundin sveitastörf og sjóróðra frá Dyrhólaey þegar aldur leyfði. í unglingaskólanum í Vík stundaði hann nám í tvo vetur og naut hann þess náms alla tíð. Ekki var það algengt á þeim árum að sveitaunglingar færu til fram- haldsnáms, þó voru það frekar drengir en stúlkur og tíðarandinn í þá daga var þannig að talið var að þær hefðu lítið með lærdóm að gera, ættu einungis að hugsa um börn og heimili. Eftir að Scheving komst til full- orðinsára fór hann um margra ára skeið á vertíð til Vestmannaeyja. Vann oft að beitingu framan af vertíð en réri svo seinni part vertíð- ar. Var m.a. um tíma á Maí hjá Andrési Einarssyni frá Þórisholti. í mars 1941 lenti Scheving í sjóslysi við Vestmannaeyjar. í bókinni „For- mannaævi í Eyjum“ efítr Þorstein í Laufási segir: „7. mars sökk v.b. Olga. Enskur togari sigldi á hana fyrir vestan Álsey. Einn maður drukknaði af Olgu, var það Sigurð- ur Bjamason frá Djúpadal í Vest- mannaeyjum. Formaður með Olgu var Sigursteinn Magnússon úr Vestur-Landeyjum.“ Á Olgu voru alls 5 manns og komust 4 af. Tveir gátu stokkið yfír í togarann um leið og árekstur- inn varð en þrír lentu í sjónum, þar á meðal Scheving. Vélstjórinn, Sig- urður Bjarnason, sem fórst, lánaði Scheving bjargbelti, sem hann var með en hann var vel syndur, en Scheving ekki. Togarinn var ljós- laus þegar áreksturinn varð enda slíkt algengt á stríðsárunum. Ekki urðu togaramenn varir við árekst- urinn og urðu því harla undrandi þegar ókunnir menn birtust í brúnni. Nokkum tíma tók að snúa skipinu þegar loks tókst að gera skipveijum ljóst hvað gerst hafði. Scheving var hætt kominn er hon- um var bjargað og var alllengi að ná sér. Scheving vann á sumrin að búi foreldra sinna á Vatnsskarðshólum og síðan hjá Eihari Eyjólfssyni mági sínum og Ragnhildi eftir að þau tóku við. Skömmu eftir að Ein- ar missti heilsuna (fékk berklaveik- ina) tóku þau Scheving og ólafía búið að sér og sáu um það þar til fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1948. Þar tóku þau að sér að sjá um hænsnabú hjá Eiríki í Réttar- holti, bróður Einars. Eftir 3ja ára dvöl fluttu þau upp á Selás. I Rétt- arholti létust þau Jón og Oddný en þar höfðu þau notið góðrar umönn- unar systranna einkum Ólafíu, en Ragnhildur var lengst af heilsutæp. Selásinn var í þá daga nánast eins og sveit og heyjuðu þau handa einni kú sem þau komu með frá Réttar- holti. Eftir að Scheving fór að vinna hjá Rafveitunni og Ölafía í Þvotta- húsi Landspítalans var önugt að búa í Selásnum, samgöngur voru erfið- ari þá en í dag. Því fóru þau í það að kaupa sér kjallaraíbúð í Eskihlíð 14 ásamt Einari og Ragnhildi. Þar dvölu þau í nokkur ár eða þar til Ólafía og Scheving keyptu sér íbúð á hæð í Mjóuhlíð 10, þar sem þau bjuggu ásamt Einari og Ragnhildi í 22 ár, eða til febrúar 1984 er þau Ólafía og Scheving fluttu á Hrafn- istu, þ.e. í Jökulgrunninn, en þá vom þau Einar og Ragnhildur látin, hún 1977 en hann 1983. Hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur starfaði Scheving fram yfir sjötugt. Geta má þess að Rafveitan gaf honum gullúr á sjötugsafmæli hans, enda var hann annálaður fyrir trú- mennsku í starfí. í ágúst sl. var Scheving fluttur á hjúkrunardeildina á Hrafnistu en Ólafía á vistina. Nokkurri heilsu náði hann aftur, komst meira að segja út að hreinsa rusl í kringum Hrafnistu en það hafði hann stund- að síðan hann kom á heimilið enda var til þess tekið hversu þrifalegt væri þar umhverfís eftir að hann kom á staðinn. Scheving naut þess á efri árum að ferðast, fór m.a. tvívegis kring- um landið, fýrst á sjó og síðan land- ieiðina auk fjölmargra styttri ferða. Þá var það föst regla að koma einu sinni eða tvisvar á ári í Mýrdalinn en þar var hugurinn einatt. Bóka- safn átti Scheving gott og hafði smekk fyrir góðum bókum, sótti hann til þeirra mikinn fróðleik enda var hann fróður um hin margvísleg- ustu málefni. Scheving var mikið prúðmenni og kom sér alls staðar vel hvort sem var í vinnu eða öðrum félagsskap. Siíkt var jafnaðargeðið að hans nánustu muna vart eftir að sjá hann skipta skapi. Nokkrum dögum fyrir andlátið fékk Scheving áfall og var rænu- laus þar til hann sofnaði svefninum langa að kvöldi páskadags á 89. aldursári. Að lokum vil ég flytja kærum frænda alúðarþakkir okkar allra hér á Skeiðflöt, fyrir órofa tryggð og vináttu frá fyrstu tíð. Blessuð sé minning hans. Eyþór Ólafsson. Þórhallur Bjama- son - Kveðjuorð Fæddur 6. ágúst 1932 Dáinn 30. mars 1992 Góður vinur er horfínn á braut. Okkar kynni voru ekki löng en góð. Við kynntumst á hjartadeild Borg- arspítalans og tókst með okkur góður vinskapur enda áttum við sameiginlega hugsjón. Þórhallur fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 6. ágúst 1932, sonur Bjarna Friðrikssonar sjómanns, vitavarðar og verkalýðsleiðtoga þar vestra og Sigurborgar Sumarlínu Jónsdóttur frá Gelti í Súgandafirði. Þórhallur var sjöundi í röðinni af sextán systkinum en nú eru þau níu á lífí. Þetta var dugmikill hópur og varð Þórhallur ungur að hjálpa til við að draga björg í bú og við uppeldi systkina sinna. Honum varð tíðrætt um æskustaðina, bæði á Flateyri og Galtarvita, þar sem erf- itt var að róa á litlum smábát fyrir opnu hafí. Þurfti að beita gætni og hyggjuviti til að ná landi án óhappa. Þetta var harður skóli en dýrmætur. Þórhallur var hæggerður og dul- ur, gætinn til orðs og æðis, skarp- greindur og staðfastur í skoðunum og lét ekki eiga hjá sér ér á hann var haliað. Hann var sannur jafnað- armaður, harður í sókn og vöm eins og krötum að vestan er einum hug- að. Hann var vel inni í þjóðmálum og gat því túlkað stefnu jafnaðar- stefnunnar. Við höfum misst góðan málsvara. Þórhallur var snyrtimenni, heið- arlegur og vandaður maður. Hann byijaði sem barn að aldri að draga físk úr sjó og var sjómaður á árabát- um, vélbátum og togurum, og átti sjórinn hug hans allan. Síðustu árin starfaði hann í álverinu í Straums- vík. Fyrir tveimur árum veiktist hann af þeim sjúkdómi sem lagði hann að velli langt fyrir aldur fram, aðeins 59 ára, eftir erfíða baráttu. Ég óska honum góðra vistaskipta og ekki er vafi á að kynni við góð- an dreng þroskar mann og því verð- ur minningin ljúf. Albert Magnússon. i—<jj. ] Minningarkort Bandalags íslenskra skáta Sími: 91-23190 L. Ba J1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.