Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 Víðtækustu verkföll í Þýskalandi í 18 ár Frankfurt. Reuter. TUGIR þúsunda opinberra starfsmanna í Þýskalandi fóru í verkfall í gær, það fyrsta í 18 ár, og olli það strax miklum vandræðum í sam- göngu-, póst- og sorphirðunarmálum. Búist er við, að verkamenn í málmiðnaði grípi til skæruverkfalla í vikunni og ógla er einnig í öðrum atvinnugreinum. Ottast margir, að í uppsiglingu séu mestu vinnudeilur í Þýskalandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Verkföllin nú taka til samgangna innan bæja og borga, lestarferða, póst- og sorphirðunarmála en auk þess voru stjórnarskrifstofur víða lokaðar og miklar truflanir á flutn- ingum með fljótaprömmum. Komust hundruð þúsunda manna ekki til vinnu á réttum tíma af þessum sök- um og þeir, sem fóru á bílnum sín- um, lentu víða í umferðarhnútum. Verkföll opinberra starfsmanna geta náð til um tveggja milljóna manna þegar þau breiðást út og málmiðnaðarmenn og verkamenn í vélaiðnaði, fjórar milljónir manna, hafa hótað verkföllum verði ekki orðið við kröfu þeirra um 9,5% kaup- hækkun. Þá hafa prentarar, sem fara fram á 11% launahækkun, hótað verkföllum snemma í maí og fari samningaviðræður við byggingar- verkamenn út um þúfur kemur til verkfalls hjá þeim í lok maímánaðar. Lítil hreyfing virðist vera í samn- ingaátt og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði í gær, að hvorki airíkisstjórnin né einstakar fylkis- stjórnir gætu boðið betur en gert hefur verið. Kjarasamningarnir sigldu í strand fyrr í mánuðinum þegar ríkisstjórnin hafnaði mála- miðlunartillögu um 5,4% kauphækk- un og kvaðst ekki geta farið hærra en í 4,8%. Verkalýðsfélögin kváðust aftur á móti geta sætt sig við miðlun- artillöguna en leggja nú aftur áherslu á upphaflegu kröfurnar. Ekki er tal- ið útilokað, að lausnin á deilunum geti falist í sérstökum láglaunabót- um. Eignatjón í snörpum skjálfta í Kaliforníu Ferndale 1 Kaiiforniu. Reuter. SNARPUR landskjálfti gekk yfir norðurhluta Kaliforníu á laugardag og olli Ijóni sem metið er á tæpar 50 milljónir dala, 3 milljarða ISK, auk þess sem 94 manns slösuðust. Skjálftinn mældist 6,9 stig á Richters-kvarða og honum fylgdu tveir snarpir eftirskjálftar, 6 og 6,6 stig. í öðrum þeirra kviknaði eldur sem eyðilagði stóra verslanamið- stöð. Yfirvöld áætla að tjón einstakl- inga og fyrirtækja hafi verið um 27,5 milljónir dala en ríkisins um 20 milljónir, aðallega vegna skemmda á vegum og brúm. 94 voru fluttir á sjúkrahús vegna vegna meiðsla, þar af tugir af völd- um eftirskjálftanna. Vart varð við þúsundir smáskjálfta á mælum og búist er við að eftirskjálftarnir haldi áfram vikum saman. Skjálftarnir ollu miklum ótta á meðal íbúanna, enda hafa skjálftafræðingar varað við því að hvenær sem er megi búast við gífurlegum skjálfta á svæðinu, upp á 7,5 stig. Reuter 100.000 Rúmenar fagna heimkomu Mikjáls Mikjáll, fyrrverandi Rúmeníukonungur, kom til heimalands síns um helgina og er þetta fyrsta heimsókn hans þangað frá því rúmenskir kommúnistar sendu hann í útlegð og sviptu hann krúnunni árið 1947. Rúmlega 100.000 manns fögnuðu honum í miðborg Búkarest með ákalli um að hann yrði aftur konungur landsins og kröfum um afsögn Ions Iliescus forseta, sem er fyrrverandi kommúnisti. Mikjáll kvaðst vilja flytjast til Rúmeníu _en sagði að stjórnmálaástandið í landinu þyrfti að breytast áður en hann gæti gerst konungur að nýju. Á myndinni veifar Mikjáll til fólksins eftir páskamessu í grísk-kaþólsku rétttrúnaðar- kirkjunni í Búkarest. Anatolíj Karpov baö um frest Linares. Reuter. ANATOLÍJ Karpov, fyrrum heimsmeistari í skák, frestaði í gær 10. og síðustu skákinni í einvíginu við Nigel Short frá Bretlandi. Nægir Short jafntefli til að vinna og keppa til úrslita um réttinn til að skora á Garríj Kasparov heimsmeistara. Short og Karpov þreyta síðustu skákina í dag og vinni Karpov með svörtu mönnunum verða tefldar tvær aukaskákir. í gær vann Jan Timman frá Hollandi Rússann Artúr Júsúpov í 30 leikjum og einvígi þeirra 6-4. Teflir hann í janúar á næsta ári við sigurvegarann í einvígi Shorts og Karpovs um réttinn til að reyna sig við Kasparov í Los Angeles í ágúst á næsta ári. Þýskaland: Genscher boðcir afsögn eftir 18 ár sem utanríkisráðherra Bonn, Lundunum. Reuter. HANS-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, til- kynnti í gær að hann hygðist segja af sér í maí. Þá hefur hann gegnt embættinu i átján ár, lengur en nokkur annar núverandi utanríkisráðherra í heiminum. Genscher er einn af máttarstólpun- um í stjórn Helmuts Kohls kanslara og nýtur mikilla vinsælda á meðal Þjóðverja. Genscher hefur átt við hjarta- sjúkdóm að stríða en minntist ekki á heilsuna er hann fjallaði um ástæður afsagnarinnar. „Ég hef lengi haft í hyggju að segja af mér embætti utanríkisráðherra þegar ég hef gengt því í átján ár,“ sagði hann. Hann varð utan- ríkisráðherra í stjóm Helmuts Schmidts 17. maí 1974. Áður hafði hann verið innanríkisráð- herra í fimm ár. Sagður hafa tapað áttum Genscher sagði að stefna þýsku stjórnarinnar í utanríkismálum væri nú orðin fullmótuð. Hann hefur þó sætt vaxandi gagnrýni fyrir störf sín síðustu misseri og unnið fáa sigra frá sameiningu þýsku ríkjanna í október 1990. Margir telja að hann hafi átt mik- inn þátt í því að bæta samskipti austurs og vesturs en hann hafi hins vegar tapað áttum þegar kalda stríðinu lauk. „Genscher fékk heiminn til að snúast í ára- raðir, síðan hljóp heimurinn næst- um yfír hann og síðan frá honum. Ráðherrann vildi ekki sjá þetta og langflestir kusu að þegja um það við hann,“ sagði til að mynda í grein sem Bild am Sonntag birti í tilefni af 65 ára afmæli hans nýlega. Utanríkisráðherrann kvaðst fyrst hafa íhugað afsögn í ársbyij- un í fyrra 'er vonir hans um frið í heiminum eftir endalok kalda stríðsins brustu. Fast var lagt að þýsku stjórninni að leggja banda- mönnum í stríðinu fyrir botni Persaflóa lið og knúið hefur verið á hana um að taka þátt í friðar- gæslu erlendis, svo sem í Júgó- slavlu. Genscher kvaðst hafa tjáð Kohl í ársbyijun að hann hygðist segja af sér í maí og rætt málið við hann um páskana. Hann minntist hins vegar ekki á kanslarann í tilkynningu sinni um afsögnina og þakkaði honum ekki fyrir sam- starf þeirra sem hófst í október 1982. Hann vék að vaxandi van- trú almennings á stóru flokkana í Þýskalandi og kvaðst hafa áhyggjur af stöðu lýðræðisins í landinu og því hvemig „menn sem gegna æðstu embættum ríkisins" litu á lýðræðið. Róttækir hægri- menn juku mjög fylgi sitt í tveim- ur fylkjakosningum í síðasta mán- uði með því að nýta sér óánægju almennings með það hversu illa stjórninni í Bonn hefur tekist að koma böndum á kostnaðinn vegna sameiningar þýsku ríkjanna og draga úr straumi innflytjenda til landsins. Reuter Genscher ásamt Rúslan Khasbúlatov, forseta rússneska þingsins, en þeir eiga með sér formlega fund í dag. Genscher hefur verið ráðherra í 23 ár, þar af í 18 ár utanríkisráðherra. gleymdist með árunum og hann naut vaxandi virðingar heima fyr- ir og erlendis en hámarki náði embættisframi hans við samein- ingu Þýskalands, sem gerði hann að vinsælasta stjórnmálamanni Iandsins. Hver tekur við? Óvíst er hver tekur við utanrík- isráðherraembættinu. Þýskir embættismenn töldu að Klaus Kinkel dómsmálaráðherra og Irmgard Schwáter byggingamála- ráðherra væru líklegustu eftir- menn Genschers. Þau eru bæði Genscher er í flokki fijálsra demókrata og var sakaður um að vera slægur tækifærissinni þegar hann sleit stjórnarsamstarfinu með Jafnaðarmannaflokki Schmidts og myndaði stjórn með Kohl árið 1982. Embættismenn annarra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins töluðu með van- þókknun um „Genscherisma", en svo kölluðu þeir þrotlausar til- raunir hans til að viðhalda slökun- arstefnunni í samskiptum austurs og vesturs og koma í veg fyrir að bandalagið endurnýjaði kjarn- orkuvopnabúr sín. Margt af þessu fijálsir demókratar. Volker Rúhe, nýskipaður vamarmálaráðherra, hefur ekki farið leynt með að hann sækist eftir að taka við af Genscher, sem hann segir hafa „setið of lengi á sófanum“. Rúhe er hins vegar í flokki Kohls, Kristi- legum demókrötum, og embættis- mennirnir í Bonn sögðu að Kohl vildi að Frjálsir demókratar héldu embættinu. Ef Kristilegir demó- kratar fengju það þyrfti að öllum líkindum að stokka upp í stjórn- inni. Ráðherrann ætlar ekki að gefa stjórnmálin upp á bátinn því hann tjáði samstarfsmönnum sínum að hann hygðist ekki láta af þing- mennsku. Starfsbræður í Evrópu sjá eftir honum Utanríkisráðherrar Evrópu- ríkja fóru lofsamlegum orðum um Genscher í gær og sögðu að það yrði mikil eftirsjá eftir honum. Joao de Deus Pinheiro, utanríkis- ráðherra Portúgals, sagði að Genscher væri „ef til vill niesta táknið um hina nýju Evrópu“. Starfsbróðir hans í Bretlandi, Douglas Hurd, sagði að Genscher „væri framúrskarandi Evrópuleið- togi og einn þeirra sem stuðluðu að endalokum kalda stríðsins“. Helmut Kohl sagði að afsögn Genscher myndi ekki veikja stjórnina. „Ég tel að maður sem hefur verið ráðherra í 23 ár og hélt nýlega upp á 65 ára afmæli sitt hafí fullan rétt til þess að segja að nú sé kominn tími til að hætta,“ sagði kanslarinn. Genscher er ekki eini ráðherr- ann í þýsku stjórninni sem hyggst segja af sér því að sögn embættis- manna í Bonn ætlar Gerda Hass- elfeldt heilbrigðisráðherra einnig að láta af embætti. Hún er í Kristilega sósíalsambandinu, systurflokki Kristilegra demó- krata í Bæjaralandi, og þykir hafa staðið sig illa í embættinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.