Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIUGAR SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 Þorbjörg Ólafsdóttir Kratsch — Minning Fædd 23. desember 1902 Dáin 30. apríl 1992 Langamma Bobba er búin að fá hvíldina sem hún var farin að þrá. Mig langar að þakka fyrir hve góð hún var alltaf við mig og systkini mín. Langamma var mjög barngóð. Ég kveð hana með lítilli kvöldbæn. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Blessuð sé minning langömmu minnar. Erna Hlín. Á morgun verður amma mín, Þorbjörg Olafsdóttir Kratsch, borin til hinstu hvíldar. Amma var fædd þann 23. desember 1902 í Selár- dal, og hefði þvi orðið 90 ára í ár. Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarnason og Margrét Jónsdóttir. Amma var ein 5 systkina en bara amma og Guðríður systir hennar komust til fullorðinsára, hin dóu mjög ung og öll á sama árinu. Amma giftist ung afa mínum Walther Kratsch snemma árs 1922 og eignuðust þau 4 börn. Þau eru Reynir, fæddur 25. apríl 1922, giftur Guðrúnu Jónsdóttur. Þau eiga 3 börn, 8 barnabörn og 1 barnabarnabam. Oswald, fæddur 16. maí 1926, búsettur í Noregi. Ester, fædd 6. janúar 1924, gift Auðun Gunnari, en hann lést árið 1980. Þau áttu 4 börn og 4 barna- börn og svo kom Marteinn, fæddur 16. júní 1931, giftur Guðfinnu Magneu, en hún lést 1988. Þau t Jarðarför móður okkar, PÁLÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Langeyrarvegi 3, Hafnarfirði, fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 12. maí kl. 13.30. Blóm afþökkuð, þeim sem vildu minnast hennar er bent á Systra- sjóð St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Sigrfður Sigurðardóttir, Kristján Sigurðsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR KRISTJÁNSSON, Skarðshlfð 34d, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 5. maí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 16.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Elísabet Ballington, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir og bróðir, GUÐBJARTUR H. ÓLAFSSON vörubílstjóri, Áiftamýri 50, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á að láta Krabbameinsfélagið og heima- hlynningu þeirra njóta þess. Sigmundur Guðbjartsson, Ólafur B. Guðbjartsson, Guðrún I. Bjarnadóttir, Helga Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN THEODÓR JÓNSSON frá Skagaströnd, Víðilundi 24, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. maf kl. 13.30. Þorgerður Guðmundsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 tilkl ^Opið öll kvöld ^ Skreytingar við öli tiiefni. Gjafavörur. Kveðja: Ema Sigmundsdóttir áttu 5 börn og 10 barnabörn. Afí lést árið 1969. Amma og afí bjuggu lengst af á Laugavegi 157, í þremur her- bergjum ásamt langömmu og Björgu sem var mikill heimilisvin- ur. Það má nærri geta að oft hefur verið þröngt á þingi. Á stríðsárun- um var afí handtekinn og fluttur í fangabúðir af Bretum þar sem hann var Þjóðveiji. I 7 ár beið amma heima því þó afí hafí slopp- ið eftir rúmt ár þá var ekki gott að komast heim. Það hefur senni- lega reynt á þolrifin að bíða svo lengi með stór heimili. En loksins kom hann og þá voru börnin öll uppkomin svo barnabömin fóru að koma eitt af öðru og þá hefur lyfst á ömmu brúnin auk þess sem hún, afí og Oswald fluttu í stóra íbúð í Stigahlíðinni. Þaðan á ég alveg yndislegar minningar. Amma var alveg einstaklega barngóð kona. Á hverjum þriðjudegi kom amma heim á Lindarbrautina og dvaldi yfír daginn, þá daga reyndi maður að flýta sér heim úr skólanum. Um helgar fengum við systumar oft að gista hjá henni og það var svo gaman því hún lék sér allan liðlangan daginn við okkur, spilaði á spil og svo tók hún upp munn- hörpuna og spilaði meðan við dönsuðum. Hún fór með okkur í sund, bíó og flakkaði um allan bæ því hún hafði alveg einstaka unun af útviem. Já, amma var einstök. Seinni árin vom henni erfið, hún missti sjónina og varð alltaf meira og meira máttfarin. Esta frænka var alveg flutt til hennar því hún þurfti umönnun allan sólarhringinn og á sumrin og um jól var Oswald hjá henni. Nú síðustu vikumar dvaldi hún á Sólvangi í Hafnarfírði. Svefninn langi var ömmu líkn. Ég kveð hana með þakklæti fyrir öll góðu árin sem hún gaf mér. Hvíli hún í friði. Magga Björg. Fædd 13. júní 1930 Dáin 2. maí 1992 Þegar barist er við illvígan sjúk- dóm og engin von er um sigur reyn- ir á styrk þess sem orrustuna háir. Tengdamóðir mín, Erna Sigmunds- dóttir, háði slíka baráttu undan- farna mánuði af einstæðu æðru- leysi og reisn. Þrátt fyrir erfíð veik- indi og vitneskjuna um það sem í vændum var var hún ávallt bjartsýn og bar höfuðið hátt, jafnvel þegar baráttan var hvað sársaukafyllst. Hún var alltaf hress í viðmóti og ætíð stutt í góða skapið. Glaðværð og bjartsýni vom reyndar aldrei langt undan þar sem Erna fór. Hún var ákaflega lífsglöð kona og einkenndu þessir eiginleik- ar alla hennar framgöngu. I góðra vina hópi var hún hrókur alls fagn- aðar og ósjaldan lífgaði hún upp á slíka samfundi með gítarleik og söng. Hafði hún ágæta söngrödd og kunni hafsjó af lögum sem hent- uðu þess háttar tilefnum. Ema átti ákaflega auðvelt með að umgangast fólk. Hún átti greiða leið að hjarta þeirra sem hún átti samskiptí við enda var hún sjálf mjög opin og einlæg. Hún var hrein og bein í tali en var þó kurteis og hógvær. Ég held að hún hafi komið fram við fólk eins og hún vildi láta koma fram við sig. Henni leiddist öll uppgerð og formlegheit í dagleg- um samskiptum manna og því tal- aði hún gjaman við fólk eins og kunningja eftir stutta viðkynningu. Varð mér oft hugsað til þess, þegar ég varð vitni að því, hversu miklu þægilegra lífíð yrði nú ef fleiri kæmu fram með þessum hætti. Ema var mikið fyrir fjölskyldu sína. Eftir að hún giftist bjó móðir hennar hjá henni allt til þess er hún fór á elliheimili, þá öldruð kona. Þá átti bróðir hennar og eina systk- inið hjá henni heimili alla tíð eftir að hún hóf búskap. Lagði hún mik- ið upp úr samheldni fjölskyldunnar og vildi eiga sem flestar stundir með fjölskyldunni sameinaðri. Em mér einkar minnisstæðar þær ótal . fjölskylduveislur sem Ema stóð fyr- ir þar sem veisluföng voru hvergi spömð. Var það ævinlega mikið til- hlökkunarefni að bregða sér norður til ömmu á Akureyri og brást það aldrei að vel var tekið á móti ferða- lúnu höfuðborgarbúunum þegar áfangastað var náð. Þrátt fyrir að nokkur fjarlægð væri milli heimila okkar hin seinni ár áttum við marg- ar samverastundir og minningin um þær er dýrmætur sjóður nú á kveð- justund. Er'na bar ákaflega sterkartilfinn- ingar til barna sinna og var þeim ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð r e"rT"a n sími 620200 Opið alla daga frá kl. 9-22. góð og ástrík móðir. Ef eitthvað bjátaði á hjá einhveijum í fjölskyld- unni var hún ætíð fyrst til að bjóða fram aðstoð sína og lét aldrei sitja við orðin tóm. Fannst mér það dæmigert fyrir Emu, þegar hún á síðustu vikum lífs síns hafði mestar áhyggjur af þeirri sorg sem fráfall hennar myndi valda ástvinunum. Bað hún fjölksylduna að minnast sín í gleði fremur en sorg þegar ormstan væri að baki og hún væri komin til fundar við eiginmanninn sem hún hafði svo sárt saknað. Síðustu mánuði ævi sinnar dvaldi Ema á heimili okkar Soffíu, dóttur hennar og er það í senn raunaleg og lærdómsrík reynsla að verða vitni að þeirri baráttu sem hún háði. Sá styrkur og æðmleysi sem hún sýndi á þessum erfíða tíma verður manni hvatning til dáða í átökum við minni og ómerkilegri vandamál hversdagsins. Að leiðarlokum" vil ég þakka tengdamóður minni þá velvild og væntumþykju sem hún sýndi mér allt frá því að ég fyrst kom inn á heimili hennar og allar þær ljúfu minningar sem ég á um samskipti okkar. Lárus L. Blöndal. Vor, sól hækkar á himni, gróður vaknar af dvala og fuglar himins syngja, vor þetta litla orð, sem hef- ur þó svo mikla merkingu og gefur okkur von. Von um bjart og hlýtt sumar, von um hlýja bjarta daga, von um vinafundi og ferðalög, von um gleðisöng og gítarspil. Skyndi- lega dregur úr eftirvæntingunni, ein sem átti að vera með, halda uppi söngnum, spila á gítarinn og taka þátt í samverastundunum hef- ur verið kölluð burt. Vinnufélagi okkar, Erna Sig- mundsdóttir, var kölluð burt laugar- daginn 2. maí sl. Á haustdögum kenndi hún sér meins, sem í ljós kom að varð hennar banamein. Hún gekk undir erfíða aðgerð og háði baráttu sem sönn hetja. Hjá okkur vinnufélögum Emu eru nú blendnar tilfínningar, vonin sem fylgdi vorinu er tregafull vegna söknuðar vinar. Með þessum fátæklegu línum viljum við votta börnum, tengda- börnum, barnabörnum og bróður samúð okkar. Við biðjum þess að Guð leggi líkn með þraut. Blessuð sé minning hennar. Samstarfsfélgar á bæjarfó- getaskrifstofunni á Akureyri. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öfl tækifæri blómaverkstæði INNA Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.