Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 35 Reuter Skúta Dennis Conner, Stars & Stripes, heldur America3 fyrir aftan sig í 10. og síðustu kappsiglingu undanúrsiitanna. Sú síðamefnda köm þó fyrr í mark og batt þar með enda á þann draum Conners að keppa sjötta sinni til úrslita. öll fímm skiptin í Ameríkubikarnum og nokkrir a.m.k. einu sinni til tvisv- ar áður. Kostnaður Koch við keppnina er væntanlega ekki eins mikili og ítal- anna. Uppgefinn kostnaður þeirra er 43 milljónir dollara en er álitinn vera miklu meiri. Formaður skútu- félagsins, ítalski auðjöfurinn Raul Gardini, sem er stórauðugur með milljarða eignir, hefur haft herskara vísindamanna og skútusmiða á full- um launum í þijú ár við að undirbúa keppnina og rannsaka hvers kyns bátur reyndist best. Hafa þeir smíð- að fimm skútur og þannig smám saman sneitt veikleikana af. Sömu- leiðis hefur áhöfin ekkert annað gert í þrjú ár en sigla skútum af þessari tegund í kappsiglingum. Sér- fróðir menn telja miklu nær að Gardini hafi varið um 100 miiljónum dollara til keppninnar. Minnstu mun- aði að hann fengi lítið upp í her- kostnaðinn og sæti eftir með sárt ennið því framan af undanúrslitun- um var heppnin með nýsjálenska skútustjóranum Rod Davis sem náði 3-1 forskoti á Cayard og hans menn. Sá þeirra kæmist í úrslit er yrði fyrri til að vinna fimm kappsigling- ar. En með ótrúlegum hætti snerist dæmið við og Feneyjamárinn hafði betur í næstu fjórum siglingum og komst því í úrslit. Áður nefndur Michael Fay átti nýsjálensku skútuna og mun hann hafa kostað 40 milljónum dollara til keppninar að þessu sinni og samtals um 100 milljónum í síðustu þijú skipti, við Fremantle ’87, San Diego ’88 og ’92. Taugastríðið í algleymingi Það á við um Ameríkubikarinn eins og aðra íþróttakeppni að hún fer ekki að öllu leyti fram í keppnis- brautinni og mikið taugastrið á sér stað. Öllum brögðum er beitt við að njósna um mótheijann og komast yfir upplýsingar um taktík, segla- búnað, kjalarlag o.fl. o.fl. Fara njósnirnar fram ofan sjávar og neðan og úr lofti. Bill Koch hefur jafnvel gengið svo langt að vera með sér- stök hlustunarskip, Guzzini og Firewater, til þess að hlera ijar- skipti og tölvugagnasendingar kapp- siglara til móðurstöðva sinna í landi. Loftnetahrúgan á njósnabátunum hans minnir á stangir og stög rúss- neskra verksmiðjutogara hér við strendur á dögum Kalda stríðsins. Óvíst er að hvaða gagni njósnirnar koma því stöðugt eru gerðar breyt- ingar á bátunum milli keppnislota og á það sömuleiðis við um Feneyj- armárann og America3. Ut spurðist í vikunni að Koch og áhöfn hans myndi skipta um kjöl á America8, prófa nýjan seglabúnað og slípa nið- ur lakkhimnu á botni skútunnar, allt til þess að hún nái örlítið meiri hraða. ítalirnir sögðust hins vegar í engu breyta fleyi sínu en reyna ný segl. Á síðustu dögum undan- keppninnar hefur samanburður á Feneyjamáranum og America8 leitt í ljós að ítalska beit betur mót vindin- um og var sömuleiðis hraðskreiðari á hliðarvindsleggjum. Bandaríska skútan hefur oftar náð betri tíma á lensinu og betri heildartíma í allri brautinni. Aliðáhatri Taugastríðið er ómissandi þáttur á lokasprettinum fyrir sjálfa keppn- ina og hafa ásakanirnar gengið á víxl í San Diego undanfarna daga. Bandarísku kappsiglararnir hófu leikinn og sökuðu Italina um brot á reglum keppninnar með því að nota frönsk segl gegn Nýsjálendingunum í undanúrslitum. Þessu vísuðu ítal- irnir á bug og sögðu frönsku seglin hafa legið ónotuð inn í verbúð. En talsmaður áhafnar America8 sagði að gögn yrðu lögð fram málinu til stuðnings. „Við getum líka sagt að þeir hafi brotið reglurnar með því að æfa sig á frönsku skútunni F-2 í fyrra,“ svaraði talsmaður Feney- inga en bætti við að ásökunin stæð- ist tæpast ef á reyndi því Koch not- aði skútuna ekki í sjálfri keppninni. Samkvæmt reglum Ameríkubik- arsins mega skútufélögin eingöngu notast við tæki og búnað sem smíð- aður er og hannaður af þegnum við- komandi iands. Auk seglamálsins hafa talsmenn America3 síðustu daga gert mál úr þjóðerni skútu- stjóra Feneyjamárans, Bandaríkja- mannsins Paul Cayard. Hafa liðs- menn skútufélags Bills Koch sagt hann vera málaliða. Ekki bætti úr þegar Koch sagði rétt eftir að hafa slegið Dennis Conner út í síðustu viku: „Eg er Ameríkumaður og sigli fyrir Ameríku. Paul Cayard siglir bara fyrir peninga, hann ratar allt- af á lyktina af þeim.“ Stráði Koch salti í sárið með því að bæta því við að sjálfur gæti hann ekki hugs- að sér að sigla fyrir aðra þjóð en sína eigin í alþjóðakeppni. Þetta hefur Cayard gramist og er ljóst að taugastríðið hefur hleypt miklum móð í siglingakappana. Verður því væntanlega stíft siglt til sigurs í Ameríkubikarnum næstu daga. Reuter Áhöfn ítölsku skútunnar II Moro di Venezia fagnar sigri i undanúrslitunum enda ærin ástæða þar sem skútan er sú . fyrsta frá Evrópu sem kemst í, úrslitaeinyígið um .Ameríkubikarinn .í 28. ár-............ Innilegar þakkir til allra, er glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og heillaóskum, eöa á annan hátt geröu mér ógleymanlegt 90 ára afmœliÖ mitt þann 25. apríl sl. Þorkell Ásmundsson, Grettisgötu 84, Reykjavík. Ungir strákar Við leitum að mjög „töff“og nýtískulega innréttuðu stráka- herbergi heist með sjónvarpsskjá til að kvikmynda þar í 1-2 daga um miðjan júní atriði úr kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar „Hin helgu vé“. Foreldrar stráka, sem eiga þann- ig herbergi og vilja leyfa okkur að kvikmynda þar, vinsamleg- ast hafi samband. Jafnframt leitum við að mjög nýtískulegu eldhúsi til sömu nota. F.I.L.M. pósthólf 7103, 127 Rvk. s. 623442 eða 623441. BLIKKSMIÐJA AUSTURBÆJAR hf. I Ðfl Borgartúni 25 - Reykjavík - Sími: 91-14933 - Bílasími: 985-25235 LAMGAHLÍD 13-15-17, REYKJAVÍK VERÐLAIMHÚSH) 1990 Öll blikksmiðavinna framkvæmd af Bl ^ ÁMUriDI ÁMUNDASOM TILBOÐ ÓSKAST í Cherokee Limited 4x4, árg. ’90 m/leðursæt- um, farsíma, rafdrifnu spili o.fl. (ekinn 27 þús. km.), Ford Aerostar XL, árg. '89 (tjónabifreið, ekinn 30 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 12. maí kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.