Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 ERLENT INNLENT Miðlunar- tillaga samþykkt Mikill meirihluti verkalýðsfé- laga landsins samþykkti í al- mennri atkvæðagreiðslu miðlun- artillögu ríkissáttasemjara til lausnar kjaradeilu á vinnumark- aði. Vinnuveitendur samþykktu tillöguna nema hvað varðar vinnu hjá Islenska álfélaginu í Straums- vík. Er með því kominn samningur milli þeirra 97 félaga innan ASÍ sem samþykktu tillöguna og vinnuveitenda annarra en ÍSAL. Níu félög felldu tillöguna og eru þar með áfram með lausa samn- inga. í lok vikunnar var búið að telja atkvæði hjá 25 félögum innan BSRB og var miðlunartillagan samþykkt í öllum félögunum nema einu. ÍSAL felldi miðlunartillögu Framkvæmdastjóm Vinnuveit- endasambands íslands felldi miðl- unartillögu ríkissáttasemjara hvað varðar ÍSAL, að ósk fyrirtækisins, í kjölfar þess að upp úr sérkj- araviðræðum samninganefndar starfsmanna og fyrirtækisips slitnaði í byijun vikunnar. Starfs- menn samþykktu miðlunartillög- una. í viðræðunum lagði ÍSAL áherslu á að fá svipaðan rétt til stjórnunar og til að nýta sér utan- aðkomandi verktaka og önnur ís- lensk fyrirtæki hefðu, að sögn Þórarins Þórarinssonar fram- kvæmdastjóra VSÍ. Gylfi Ing- varsson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL sagði að fyrir- tækið hefði aldrei ætlað að semja við starfsfólkl aðeins stillt því upp við vegg. íslenskur hugbúnaður gæti valdið byltingu Nýr hugbúnaður sem þróaður hefur verið af íslenska fyrirtækinu Softis hf. og auðveldar mjög tölvu- forritun, gæti haft í för með sér ERLENT Skammlíf sjálfstæðis- yfirlýsing ÞINGIÐ á Krím lýsti yfir sjálf- stæði skagans á þriðjudag og við- skilnaði við Úkraínu og boðaði jafnframt þjóðaratkvæðagreiðslu til staðfestingar yfirlýsingunni. Höfðu þingmenn uppi stór orð um að hvika hvergi í þessu máli en daginn eftir ventu þeir sínu kvæði í kross, afturkölluðu yfirlýsinguna og samþykktu, að Krímskagi væri hluti af Úkraínu. Talið er, að þetta sé liður í tilraunum þingsins til að tryggja landshlutanum veru- lega sjálfstjórn og sérstöðu innan Úkraínu en hann tilheyrði áður Rússlandi en var færður Úkraínu að gjöf 1954. Eru Rússar í meiri- hluta þar. Rússneskur her stofnaður FORSETI Rússlands, Borís Jelts- ín, hefur stofnað með tilskipun sérstakan rússneskan her og út- nefnt sjálfan sig sem yfírmann. Hefur þetta staðið til í nokkurn tíma og bandarískir embættis- menn segja, að ákvörðunin hafi verið nauðsynleg vegna stofnunar ríkishers í sumum samveldisríkj- anna og til að tryggja umbætur í rússneska hemum og koma í veg fyrir, að hann brotni upp. Verkföll leysast í Þýskalandi TEKIST hafa samningar í kjara- deilu opinberra starfsmanna í Þýskalandi og er verkföllum þeirra lokið. Stóðu þau í 11 daga, þau mestu eftir stríð, og lömuðu þjóð- lífið meira' eða minna. Var fallist byltingu í tölvuheiminum og skilað fyrirtækinu veltu upp á milljarða króna á næstu ámm. Hugbúnaður- inn hefur fengið nafnið Louis. Softis er hlutafélag í eigu ýmissa einkafyrirtækja og er til húsa í Tæknigarði Háskólans. Það hefur átt í viðræðum við ýmis þekktustu tölvufyrirtæki heims um notkun hugbúnaðarins. Mjólkurbúum verði fækkað Ef tillögur svokallaðrar sjö- mannanefndar um hagræðingu í mjólkurframleiðslu og mjólkuriðn- aði ná fram að ganga verður mjólkurbúum í landinu fækkað og verkaskipting þeirra aukin. Þá verða gerðar 6% framleiðnikröfur til bænda og mjólkurbúa til ársloka 1994, og fullvirðisréttur bænda færður niður um 4,3% næsta haust. Samkomulag tókst um til- lögumar á þriðjudag og þær sendar landbúnaðarráðherra. FH íslandsmeistari FH-ingar urðu íslandsmeistarar í handknattleit á miðvikudags- kvöld er þeir bám sigurorð af Selfyssingum 'á heimavelli þeirra síðarnefndu. Var þetta fjórða við- ureign liðanna í úrslitakeppninni um Islandsmeistaratítilinn, Selfoss vann einn leik og FH þijá. Ný- krýndum íslandsmeisturum var vel fagnað þegar þeir komu til Hafnarfjarðar á miðvikudags- kvöldið. Samkomulag um þingmeðferð EES Samkomulag tókst á föstudág milli stjómar og stjómarandstöðu á Alþingi um þingmeðferð samn- ingsins um Evrópskt efnahags- svæði. Samkomulag varð um að samningurinn og fylgimál verði lögð fyrir á vorþingi og ljúki 19. maí en umræður um hann hefjist 10. ágúst þegar reglulegt Alþingi komi saman. Stefnt er að þinghléi í síðari hluta september. Um samninginn verður fjallað í utan- ríkismálanefnd en ekki í sérstakri þingnefnd eins og ríkisstjómin hafði uppi áform um. Stefnt er að því að málsmeðferð allri Ijúki í nóvember. á 5,4% kauphækkun en krafist hafði verið 9,5% hækkunar. Ósam- ið er enn við aðrar starfsstéttir, til dæmis málmiðnaðarmenn, en líklegt er, að samningar við þær verði á svipuðum nótum. Hag- fræðingar em á einu máli um, að þessar launahækkanir muni koma í bakið á öllum, jafnt launþegum sem vinnuveitendum, og kynda undir verðbólgu, vaxta- og skatta- hækkunum og atvinnuleysi. Serbar óttast útskúfun EKKERT lát er á óöldinni í Bos- níu-Herzegovínu og er harðast barist um höfuðborgina, Sarajevo. Hafa friðartilraunir Evrópuband- alagsins engan árangur borið og engar líkur em á, að orðið verði við tilmælum Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, um erlenda hern- aðaraðstoð. Nokkrar vöflur virðast þó komnar á stjórnvöld í Serbíu, sem augljóslega óttast pólitíska útskúfun vegna yfirgangs sam- bandshersins. Hafa þau reynt að sveija af sér alla ábyrgð á fram- ferði hersins í Bosníu og Slobodan Milosevic Serbíuforseti viður- kennir, að Serbum sé líka um að kenna hvemig komið er í Júgóslav- íu. Suður-Afríka: Viðhorfsbreytingin varð „móður þjóðarinnar“ að falli Winnie Mandela og eiginmaður hennar, Nelson, á leið í réttarsal- inn er mál Winnie var tekið til meðferðar í febrúar í fyrra. Ásak- anirnar á hendur henni hafa nú orðið til þess að þau hjónin hafa ákveðið að skilja. FALL Winnie Mandela end- urspeglar þær miklu þjóðfé- lagsbreytingar sem nú eiga sér stað í Suður-Afríku og snýst því um annað og meira en eiginkonu þekktasta leið- toga blökkumanna. Lýðræð- isþróunin hefur þegar getið af sér viðhorfsbreytingu; þeir sem áður voru í dýrlingatölu eru taldir til hinna syndugu, óvætturinn sem áður var tal- inn svo forógnanlegur virðist skyndilega ekki jafn illskeytt- ur og af var látið. Vemleikinn var að sönnu ein- faldur er blökkumenn og hvítir háðu sitt andstyggilega stríð í Suður-Afríku. Annars veg- ar vom blökkumenn, hinir alls- lausu, og hins vegar hinir hvítu, sem nutu lífsins gæða. Valdið var í höndum hinna hvítu, hinum hömndsdökku var stjórnað. Hör- undsliturinn mótaði alla afstöðu manna. Þetta var heimur hinnar skelfilegu einföldunar. Þjóðarflokkur Búa hafði öll ráð blökkumanna í höndum sér og andmæli fijálslyndra í röðum hvítra vom hundsuð. Fyrir bragð- ið var nánast sérhver andstæðing- ur þessarar stefnu Þjóðarflokks- ins, hvort heldur viðkomandi tald- ist til fijálslyndra eða var blakkur á hörund hafinn upp til skýjanna. Samtímis fengu Þjóðarflokks- menn á sig þann stimpil að þar fæm níðingar haldnir illum anda. I augum heimsbyggðarinnar sem og í huga flestra Suður-Afr- íkubúa stóð Þjóðarflokkur- inn vörð um fá- mennisstjóm, sem ríkti í skjóli valds og hafði það eitt á stenfuskrá sinni að halda blökku- mönnum niðri í krafti kynþáttaað- skilnaðar. Þessi mynd af ástand- inu í Suður-Afríku var rétt. Breytinga tók hins vegar að verða vart er fyrmm forseti lands- ins, P.W. Botha, gerðist „umbóta- sinni“. Verkalýðsfélögum blökku- manna var heimilað að starfa, slakað var á aðskilnaðarreglunum og afnumin sú illræmda löggjöf er kvað á um að blökkumönnum bæri ávallt að bera á sér skilríki til að unnt væri að sannreyna hvort þeim væri heimilt að vera á ákveðnum stöðum eða starfa utan tilgreindra svæða. Hlutskipti mikils meirihluta blökkumanna varð heldur skárra. En Botha, sem var í senn skap- bráður og herskár, skorti þrátt fyrir það hugrekki og um leið framtíðarsýn. Af þessum sökum gat hann ekki náð fram því sem verið hefði rökrétt lokaniðurstaða umbótastefnunnar: lausn blökku- manna úr ánauð í eigin heimal- andi. Hann reyndi að blanda sam- an kúgun og umbótum. Þá kom Winnie Mandela fram á sjónarsviðið. Þar eð eiginmaður hennar, Nelson, hafði verið dæmdur að því er virtist til lífstíðardvalar inn- an fangelsismúra og aðrir leiðtog- ar Afríska þjóðarráðsins (ANC) sem enn voru á lífi voru ýmist í útlegð eða fangelsi, kom það í hlut hennar að halda uppi andófí gegn þeirri vítisvist sem blökku- mönnum var búin í Suður-Afríku. Hún var kraftmikil og skörp og svo fór að hún tók að sér hlutverk „móður þjóðarinnar“. Hún ögraði stjórnvöldum sífellt og sætti linn- ulausri kúgun. Marga dálka þyrfti til að rekja þjáningar hennar og ofsóknirnar sem öryggissveitir stjórnvalda og Þjóðarflokksmenn stóðu fyrir. Hér verður það eitt sagt að hver sá sem hlotið hefði slíka meðferð myndi þurfa á aðstoð geð- lækna og sál- fræðinga að halda. (Með fullri virðingu fyrir Winnie Mandela má segja að hún þurfi einmitt nú á slíkri aðstoð að halda). Þá kom F.W. de Klerk, núver- andi forseti, fram á sjónarsviðið. De Klerk tókst að neyða Botha til að segja af sér. Hann mótaði tvíþætta stefnu sem annars vegar fólst í því að leysa suður-afríska blökkumenn úr ánauð og hins vegar að sannfæra hvíta um að hagsmunir þeirra yrðu tryggðir. Hann leiddi stjórnmálafrelsi í lög, jafnvel flokkur kommúnista fékk að starfa, kúgununarlögin voru afnumin og eiginmaður Winnie Mandela fékk frelsið. Nelson Mandela sneri aftur til mann- heima. Nú þegar litið er til baka er ljóst að atburðir þessir boðuðu einnig endalokin fyrir Winnie Mandela. Henni tókst ekki að aðlaga sig að breyttum aðstæð- um. Aðferðir hennar og málflutn- ingur voru miðaðar við stjórnartíð Botha þegar hvítir voru þrátt fyr- ir allt umbótatalið staðráðnir í að vera áfram valdastéttin í Suður- Afríku. Um það bil sem valdatíð Botha var að ljúka gerðust lífverð- ir Winnie Mandela sekir um þau myrkraverk, sem haldið er fram að hún hafi vitað af og jafnvel átt þátt í að skipuleggja. Þetta var í Söweto árið 1988. Ungling- um var rænt og þeim misþyrmt, 14 ára gamall piltur lést. Samfé- laginu var misboðið og svo var einnig um marga stuðningsmenn ANC. Winnie Mandela féll í ónáð. I fyrra var Winnie Mandela dæmd í fangelsi og sakirnar voru alvarleganmannrán og yfirhylm- ingar. Hún hefur áfrýjað þessum dómi. Eiginmaður hennar stóð ávallt með henni en samband þeirra fór versnandi. Nú hefur Nelson Mandela, því miður, ákveðið að binda enda á hjónaband þeirra. Svo virðist sem ágreiningur þeirra hafí magnast sífellt frá því honum var sleppt úr fangelsi í febrúarmánuði árið 1990 og Nelson Mandela, sem er rúmlega sjötugur, telji heppileg- ast að halda áfram starfi sínu án hennar. Winnie Mandela var orðin raun- verulegur dragbítur á störf Nels- ons Mandela. Mál þetta er að sönnu mótsagnakennt: Þegar Nel- son Mandela var í fangelsi var stuðningQr Winnie afdráttarlaus og gífurlega mikilvægur. Nú þeg- ar hann hefur fengið frelsi er hún til trafala. Öfgakenndar yfirlýsingar hennar voru í engu samræmi við störf hans, hún jók spennuna þeg- ar slökunar var þörf. Nafn hennar hefur verið tengt við vafasamt athæfí af ýmsum toga og að þessu leyti brást hún Nelson Mandela, Þess verður ekki vart að Winnie Mandela hafi endurskoðað sjónar- mið sín og málflutning. Hún heim- sækir blóðvellina í hverfum blökkumanna, huggar þá sem orð- ið hafa fyrir miklum missi og heillar ungu blökkumennina sem dýrka hana. Svo kann að fara að hún verði á ný dregin fyrir dóm fari fram ný rannsókn á voðaverk- unum sem unnin voru í Soweto. Vafasamt er að Winnie Mand- ela öðlist sess í sögunni. Hún hef- ur þegar látið af trúnaðarstörfum fyrir Afríska þjóðarráðið. Svo virðist sem hún geti einungis styrkt stöðu sína komi afturkippur í lýðræðisþróunina og öfgastefna í krafti vopnavalds verði innleidd á ný. Ólíklegt er að þetta gerist nú þegar fyrrum eiginmaður hennar og F.W. de Klerk forseti hafa ákveðið að vinna í samein- ingu að því að skapa stöðugleika í Suður-Afríku. Framtíð hvítra jafn sem svartra mun mótast af því hvort það starf ber árangur og í því er von landsmanna fólgin. Höfundur er fyrrum ritstjóri Cnpe Times í Höfðaborg en ritar nú dálka um suður-afrísk mál- efni. BAKSVID Anthony Heard skrifar fró Höjbaborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.