Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.05.1992, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1992 18.30 Auglýsingar. Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Um daginn og veginn. Steinunn Jóhannes- dóttir talar. 20.00 Hljóðritasafnið. — Píanósónata ópus 3 í þremur þáttum eftir Árna Björnsson. Gísli Magnússon leikur. — Erna Guðmundsdóttir syngur lög eftir Joaquin Rodrigo, Ned Rorem og Vincenzo Bellini. — „Sólglit", svíta númer 3 eftir Skúla Halldórsson. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; Gilbert Levine stjórnar. — „A krossgötum", hljómsveitarsvíta eftir Karl 0. Runólfsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur; Karsten Andersen stjórnar. 21.00 Kvöldvaka. a. Af fuglum. Sr. Sigurður Ægis- son kynnir kriuna. b. Æviágrip sr. Björns Halldórs- sonar i Sauðlauksdal eftir Jón R. Hjálmarsson. Sigr'ún Guðmundsdóttir les. c. Drukknun.Eggerts Ólafssonar. Samantekt Jóns G. Jónssonar. Um- sjón: Pétur Bjarnason (Frá isafirði.) 22.00 Fréttir. Heimsbyggð, endurtekin úr Morgun- þætti. 22.15 Veðurfregnir. Orð Kvöldsins. Dagskrá morg- undagsins. 22.30 Mannlifið. Umsjón: Finnbogi Hermannsson (Frá ísafirði.) (Áður útvarpað sl. föstudag.) 23.10 Stundarkom í dúr og moll. Umsjón: Knútur R. Magnússon. (Einnig útvarpað á sunnudags- kvöld kl. 0.10.) 24.00 Fréttir. 0.10 RúRek 1992. islensk-erlend samvinna. Jukka Linkola, Richard Boone, Karin Krog, Bent Jædig, Pierre Dörge og fleiri i félagsskap’islendinga. Umsjón: Vernharður Linnet. 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Eirikur Hjálmarsson Fjármálapistill Péturs Blöndals. 8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið helduráfram. Illugi Jökulsson í starfi og leik. 9.03 9 - fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. Af- mæliskveðjur. Síminn er 91 687 123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9 - fjögur heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Eréttir. 16.03 Dagskrá: DægurmálaúWarp og fréttir. Starfs- menn dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál. Krist- inn R. Ólafsson talar frá Spáni. 17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram, meðal annars með máli dagsins og landshornafréttum. Mein- hornið. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson. 19.32 Kvöldtónar. 20.00 Smiðjan - Frank Zappa. Sjötti og lokaþátt- ur. Umsjón: Kolbeinn Ámason og Jón Atli Bene- diktsson. 22.10 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson leikur islenska tónlist, flutta af Islendingum. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 I háttinri. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00,8.30, 9.00,10.00,11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 I dagsins önn — Gildi héraðsfréttablaða. (EndurtekinnþátturfrádeginumáðuráRás 1.) • 3.30 Glefsur. Ur dægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Með morgunkaffinu. Ólafur Þórðarson. 9.00 Fram að hádegi með Þuríði Sigurðardóttur. Islenskt mál, hollustu-, neytenda- og heilbrigðis- mál, stjörnuspeki o.fl. Opin lína í síma 626060. 12.00 Hitt og þetta í hádeginu. 14.00 „Vinnan göfgar", vinnustaðamúsík. 16.00 Hjólin snúast. 18.00 „Islandsdeildin". Leikin islensk óskalög hlut- senda. 19.00 Kvöldverðartónlist. 20.00 „Lunga unga fólksins". Umsjón Böðvar Bergsson. 21.00 Undir yfirborðinu. Ingibjörg Gunnarsdóttir. 22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson. STJARNAN FM 102,2 7.00 Morgunþáttur. Umsjón Ásgeir Páll. 9.00 Kristbjörg Jónsdóttir. 13.00 Ásgeir Páll. 17.00 Ólafur Haukur 19.05 Ævintýraferð í Odyssey. 19.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin. 20.35 Richard Perinchief prédikar. 21.05 Vinsældalistinn ... framhald. 22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastundir kl. 9.30, 13.30, 17.30, 22.45, 23.50. Bænalinan er opin kl. 7.00 - 24.00 s. 675320. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson, Guðrún Þóra og Inger Schiöt. Fréttir kl. 7 og£. Fréftayfirlit kl. 7.30 og 8.30. 9.00 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalína er 671111. Fréttir kl. 9 og 12. Mannamál kl. 10 og 11. fréttapakki i umsjón Steingrims Ólafssonar og Eiríks Jónssonar. Frétt- ir kl. 12.00. 13.00 Sigurður Ragnarsson. Iþróttafréttir kl. 13.00. Mannamál kl. 14. Fréttir kl. 15. 16.00 Reykjavik síðdegis. HallgrímurThorsteinsson og SteingrímurÓlafsson. Mannamál kl. 16. Frétt- ir kl. 17 og 18. 18.05 Landssíminn. Bjarni DagurJónsson ræðirviö hlustendur o.fl. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. Siminn er 671111, myndriti 680064. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. Óskalög í s. 671111. 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. Síminn er 671111. 24.00 Næturvaktin. EFFEMM FM 95,7 7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdis Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir. 15.00 ívar Guðmundsson. Stafaruglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason. 19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Náttfari. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guömundsson fylgir ykkur með góðri tónlist. Tekið.á móti óskalögum og afmæl- iskveðjum i síma 27711. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. SÓLIN FM 100,6 7.00 Venjulegur morgunþáttur. Umsjón Haraldur Kristjánsson. 9.00 Jóna de Groot. Fyrirtækjaleikur o.fl. 12.00 Karl Lúðvíksson. 16.00 Síðdegislestin. 19.00 Hvað er að gerast? 21.00 Hallgrimur Kristinsson. ÚTRÁS FM 97,7 16.00 Iðnskólinn i Reykjavik. 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 í öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og ÍSak Jónsson. 1.00 Dagskrárlok. Aðaistöðin: Ólafur Þórðarson tekur víð morgunútvarpi ■H Frá og með deginum í dag tekur Ólafur Þórðarson við stjórn 700 morgunútvarps Aðalstöðvarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Ólafur stjórnar morgunútvarpinu óg ættu því hlustendur að kannast við ýmislegt, sem þar verður boðið upp á. Eins og venja er í morgunútvarpi mun Ólafur líta í morgunblöðin, spjalla við hlustend- ur, bjóða til sín gestum í morgunkaffi, menningarmálin verða á dag- skrá auk spurningaleiks, sem hefst stundvíslega kl. 08.15. Tónlist verður áberandi í þættinum. Sjónvarpið: Nýsjálensku bláhænumar HBHBHI Þættirnir Úr ríki náttúr- 0"| 30 unnar, sem sýndir hafa " -•- verið á laugardagseftirm- iðdögum í vetur, hafa nú verið færð- ir á mánudagskvöld. Að þessu sinni verður sýnd nýsjálensk mynd um bláhænur, sem nefnast pukeko á máli innfæddra. Bláhænustofninn sem ijallað er um í myndinni heldur sig í stórum garði í Auckland, stærstu borg Nýja-Sjálands. Öðrum megin við garðinn er fjölfarin hrað- braut og hinum megin leikvangur þar sem oft eru haldnir rokktónleik- ar. Hænumar virðast geta lifað eðlilegu lífi í þar þótt aðstæður séu gjörólíkar því sem gerist úti í nátt- úrunni og meira ónæði af mannfólk- inu. Bláhæna. Sjónvarpsefni: Stöð 2 kannar við- horf áhorfenda STÖÐ 2 og Ríkissjónvarpið hafa reglulega tekið þátt í Gallup- könnunum um hvert er vinsælasta efni stöðvanna frá einum tíma til annars. Nú hyggst Stöð 2 brydda upp á þeirri nýjung að taka beint á móti upplýsingum um hvernig fólki líkar dagskráin. „Þessa dagana er verið að ganga frá tölvuforriti, þar sem skráðar verða inn upplýsingar frá fólki sem hingað hringir. Smám saman getum við gert okkur grein fyrir hvað það er sem fólk hefur áhuga á og hvað það er sem því líkar ekki,“ sagði Jónas R. Jónsson dag- skrárstjóri Stöðvar 2 í samtali við Morgunblaðið. Jónas segir að fólk hafi mjög ákveðnar skoðanir á sjónvarpsefni og alltaf hafi verið eitthvað um að hringt sé inn til að kvarta yfir efni eða til að hrósa því. „Frá og með næstu viku verður tilhögunin sú, að hringi einhver í Stöð 2 sem vill gera athugasemd við efni stöðvarinnar, mun sá hinn sami verða beðinn að svara nokkrum spurningum varðandi sjónvarps- efnið. Eftir nokkurn tíma getum við farið að gera okkur grein fyr- ir ákveðnu mynstri um hvað fólki líkar og hvað ekki,“ sagði Jónas. Aðspurður um hvort einhveijar nýjungar væru í vændum í inn- lendri þáttagerð á næstunni, sagði hann að farið væri að velta dag- skrá haustins fyrir sér. „Við erum að gera prufuþætti núna í sam- bandi við viðtalsþátt með nýju sniði, þ.e.a.s. við erum að kanna hvort sá þáttur gengur upp. Einn- ig erum við að undirbúa kokka- þætti, þar sem Sigurður Hall matreiðslumeistari, verður við stjórnvölinn.“ eftir Elíttu Pálmadóttur Að skulda sig út ágaddimi Allir búnir að skulda sig út á gaddinn. Einstak- lingar, fyrirtækin og ríkið. Komnir í spennitreyjuna og mega sig hvergi hræra. Flest- ir búnir að rígbinda hveija vænt- anlega krónu langt fram í tím- ann. Allt klappað og klárt. Þarf ekkert að vera að velta fyrir sér lengur í hvað eigi að verja aur- unum. Ekki einu sinni hægt að auka tekjurnar með hörku, því engin má við að missa úr launa- greiðlu í verkfalli. Heimilin hafa verið lang duglegust við að binda sér skuldabagga. Brunuðu langt fram úr öllum öðmm í skuldasöfnun á umliðnum árum, eins og kollegi minn, hún Heiður á Tímanum, reiknaði út úr skýrslum Seðlabankans um daginn. Hún er svo glúrin að lesa skiljanleg sannindi úr tölum, hún Heiður. Af 80 milljarða kr. aukningu á heildarútlánum í fyrra fóru 44 milljarðar til heimilanna. í hvað ætli þetta hafi allt farið? Við snöruð- um t.d. út 17,5 milljöi^um í erlendum gjaldeyri í ferðalög til útlanda á sl. ári. Heldur hærri upphæð en í lang- tíma erlendu lánin. Úr því allar gjaldeyristekjurnar fóm í er- lendu skuldabyrgðina og ferða- lögin varð auðvitað að taka lán fyrir öllu hinu. Mér skilst að hvert mannsbarn skuldi til við- bótar við sínar heimilsskuldir hundruð þúsunda vegna sameig- inlega sjóðsins. Hvað það er gott að við skemmtum okkur.svo vel og gerum svona mikil inn- kaup. Stundaránægjan getur þurft að endast okkur býsna Iengi. Fjórði hver fiskur fór í fyrra í ferðagjaldeyrinn, sem hafði vaxið um 17%. Nú á kvót- inn að minnka og fiskunum fækkar. Um að gera að herða róðurinn í sumar meðan einhver fiskur er til að borga með um- fram þessa vaxtafiska, sem auð- vitað fjölgar með auknum skuld- um. En jafnvel ríkissjóður með sína alþekktu skuldasetningu hefur ekki roð við heimilunum á þessu sviði. Skuldir ríkissjóðs jukust frá 1989-91 um 25 milljarða eða 36% en heimilanna um 80 millj- arða eða 60%. Skuldasúpa heim- ilanna er víst komin í 215 millj- arða af alls 609 milljörðum í útlánum og verðbréfum lána- kerfisins, skv. skýrslu Seðla- bankans. Launin hækka lítið, sem hlýtur að þýða að æ stærri hluti af tekjunum fer til greiðslu afborgana og vaxta. Ekki hefur þó allt þetta farið í ferðalögin góðu. Fólk hefur búið sig vel undir mögru árin með byggingu stórra og glæsilegra húsa og fínum græjum að una sér við. Það hafa fyrirtækin og stofnan- imar líka gert. Lengi verið góð- ur og gildur íslenskur siður að byggja yfir sig „við vöxt“. Þegar fyrirtækin byggja sér yfir höfuð fara þau bara á hausinn og láta lánardrottnana borga brúsann. Ríkið sækir tapið einfaldlega í vasa skattgreiðenda. En hvað gera eymingja heimilin? Leysast bara upp. Þannig hafa allir, eft- ir að hafa tekið sína ákvörðun um að færast meira í fang en ráðið er við, nokkurt viðfangs- efni. Sem sagt, harla gott! En svo koma strikin í reikninginn. A undanfömum árum hafa nokkrir furðufuglar, helst aldraðir sem ekki kunnu á galskapið, tekið upp á því að eyða ekki aurunum sínum fyrirfram og sumir jafn- vel ekki jafnóðum. Farið að geyma þá í bönkum og sjóðum. Til að eiga fyrir áföllum, ef eitt- hvað kæmi nú fyrir. Sjáandi fram á með vaxandi lífslíkum að geta illa lif- að sæmilega svo lengi heima í góðu gömlu íbúðinni sinni. Ef það dettur í þá þarna við stjórnvölinn getur hún étist upp á áratug upp í skatta. Kom góð að- vörun um slíkt. Og. litlu mun- aðarlausu líf- eyrissjóðimir farnir að greiða meira út en inn kem- ur. Engu að treysta. Jafnvel sumir farnir að selja stóra húsið sitt í tíma, flytja í minna til að geta átt mismun- inn í sparifé til að grípa til. En það er einmitt svo voðalega ljótt. Að skulda ekki. Hvað þá að eiga sér sparifé til mögra áranna eða óvæntra uppákoma. Hvað vill svoleiðis fólk upp á dekk. Það á auðvitað að skulda eins og allt almennilegt fólk. Auka skuldirn- ar ár frá ári. Annars gæti það jafnvel fengið einhveija vexti í stað þess að borga þá þegar eytt er um efni fram. Verður að koma í veg fyrir slíkt. Ríkis- stjórnin verður að koma til. Og verkalýðsforastan að tryggja að enginn safni auranum sínum. Allir séu jafn skuldugir og fari með kaupið sitt í vexti. Enda ætla þeir að bregðast við. Nú er ekkert annað að gera fyrir þá sem ekki hafa komið sér upp skuldahala en að bæta þar úr. Taka peningana sína og eyða þeim hið snarasta í ferðalög og innkaup í útlöndum áður en vondu karlarnir hirða þá. Koma sér upp skuldum. Hið opinbera er líka að herða sig. Það er svo miklu fínna að skulda en eiga aur. Þegar maðurinn á götunni á árunum fyrir skuldaveisluna sá nágrannann aka í stóra amer- íska dollaragríninu sínu heim að stóra húsinu sínu til glæsilegu konunnar sinnar þá dreymdi hann um þann dag er hann eign- aðist sjálfur svona útgerð. Nú- tímamanninn dreymir um þann dag sem hann geti dregið þenn- an gaur út úr stóra húsinu og ofan í skuldasúpuna til hinna. Hvað vilja menn upp á dekk. Hvað um það. Furðufuglarnir era í útrýmingarhættu. Það verður að vera jafnrétti í okkar íslenska samfélagi. Úr því ekki er hægt að draga alla upp úr risapottinum, þá verða bara allir að sitja auralausir í sömu ís- lensku skuldasúpunni, ekki satt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.