Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JUNI 1992 Skerðing þorskkvótans og áhrífá heildarbotnfiskkvóta* valdra staða *Botnfiskkvótinn er metinn í þorskígildum Hlutfalisleg skerðing botnfiskkvótans TILLOGUR ALÞJÓÐAHAF- RANNSÓKNA- RÁÐSINS UM 40% Sur SKERÐINGU í ÞORSKSÓKN ER MIKIÐ ÁFALL FYR- IR ÞJÓÐARBÚ- SKAPINN. SLÍKUR SAMDRÁTTUR KÆ.MI MISÞUNGT NIÐUR Á BYGGÐ- UM LANDSINS. VEIÐISKIP SUNN- ANLANDS YRÐU HLUTFALLSLEGA FYRIR MINNSTRI SKERÐINGU Á MEÐAN VEIÐISKIP í ÖÐRUM LANDS- HLUTUM, SEM HAFA AÐ MESTU BYGGT Á ÞORSK- VEIÐUM, FENGJU STÆRRI SKELLI. eftir Jóhönnu Ingvorsdóttur EITT aðalmarkmið kvótakerfisins, sem komið var á koppinn árið 1984, var efling fiskistofnanna umhverfis landið. Nú, sex árum síð- ar, stendur þjóðin frammi fyrir 40% samdrætti í þorsksókn, ef farið verður að ráði Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem þýðir að mati for- stjóra Þjóðhagsstofnunar allt að 15 milljarða króna minnkun á út- flutningstekjum þjóðarinnar. í fyrra nam landsframleiðslan 382,5 milljörðum króna. Þar af var hlutur þorsksins tæpir 40 miljjarðar króna, eða 46,4% af heildarútflutningi sjávarafurða. iskveiðiráðgjafarnefnd Alþjóðaha- frannsóknaráðsins mælir með 40% samdrætti í þorsksókn á næsta al- mannaksári. Leyfilegur þorskafli yrði þannig 100 þúsund tonnum minni en hann er í ár, sem samsvar- ar 90 þúsund tonna samdrætti milli fiskveiðiára. Veiða má 265 þúsund tönn af þorski á yfírstandandi fisk- veiðiári, en þorskaflinn yrði 175 þúsund tonn á því næsta sem hefst þann 1. september nk. og stendur til 31. ágúst 1993 ef filiögur ráðsins ná fram að ganga, Skerðing á þorskkvótanum milli fiskveiðiár- anna næmi því 34%. Ráðið kemst að þeirri niðurstöðu að hrygningarstofn þorsks hafí minnkáð úr því að vera yfir milljón tonn milli áranna 1955 og 1960 í rúmlega 200 þúsund tonn árið 1992. Einnig að allir árgangar frá 1985 séu undir meðallagi og að 1986- árgangurinn sé sá Iélegasti frá 1955. Sjávarútvegsráðherra segir þetta vera einhver þau alvarlegustu tíðindi, sem yfir sjávarútveginn hafi dunið fyrr og síðar. Ljóst sé að veru- !eg skerðing þurfi að eiga sér stað á næsta fiskveiðiári. Þar með er þó ekki allt talið því ráðgjafarnefndin býst ekki við að þorskstofninn styr- kist á ný fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til þtjú ár ef farið verður að ráðum hennar. Þá má ætla að hrygningarstofninn muni stækka og að líkindum ná um 300 þúsund tonn- Þorskurinn og landsframleiðslan sl. 4 ár Hlutfall þorsks af heildar verðmæti sjávarafurða Verg landsframleiðsla (milljarðar kr.) 333 5 um árið 1995 auk þess sem afli mun aukast hægt og bítandi á næstu árum vegna stækkunar stofnsins. „Málið er einfaldlega ekki komið lengra. Við bíðum eftír tillögum Hafrannsóknastofnunar og áliti sér- fræðings í Englandi sem fenginn hefur verið til að leggja mat á niður- stöður Hafrannsóknastofnunar um ástand þorskstofnsins sem væntan- legar eru eftir aðra helgi. Aftur á móti ef af slíkum samdrætti verður er ljóst að hann kemur misþungt niður. Verst verða þeir auðvitað úti sem byggja mestmegnis á þorskin- um, en eru minna í öðrum tegund- um,“ segir Kristján Skarphéðinsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Frá því að við fengum fullan yfir- ráðarétt yfir fiskveiðilögsögunni um miðjan áttunda áratuginn höfum við verið einráð um stjórn okkar á fisk- veiðum. Eftir nær tveggja áratuga stjómun stöndum við hinsvegar frammi fyrir því að þörskafli á þessu ári verður einn sá minnsti síðan nútímafískveiðar hófust við landið. Ekki nóg með það, heldur er meðal- ársafli þorsks á stjórnunartímabil- inu talsvert minni en þegar við sjálf og útlendingar stunduðu óhefta sókn. Því er ekki að undra að menn velti yöngum yfir fiskveiðistjórnun- inni. Ýmsar kenningar hafa komið fram hjá lærðum sem leikum. Og hvað háværastir hafa verið þeir gagnrýnendur Hafrannsóknastofn- unar sem staðhæfa að litlir þorsk- stofnar gefi af sér besta nýliðun. Allt talið um „ofveiði" eigi sér því hvorki tilverurétt né vísindalegan grundvöll. Þeir benda á að bestu nýliðunarárin frá 1960 hafi verið árgangamir 1973, 1983 og 1984. Þorskstofninn hafí verið á þessum ámm 100 þúsund tonnum minni en hann er í dag og veidd voru 330 til 380 þúsund tonn af þorski á þessum ámm. Auk þess hafi ný met verið slegin hvað nýliðun varðar. Að mati annars gagnrýnanda leiddi tilraunin til uppbyggingar stofnsins í ljós að ekki var fæðugrundvöllur fyrir stækkun stofnsins. Minnkað veiðiá- SJÁ BLS. 12 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.