Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 NÝR HERJÓLFUR „ ÞJÓÐVEGURINN" MILLI LANDS OG EYJA Rannveig Hreinsdóttir bryti í hluta fullkomins veitingaeldhúss. í aðalveitingasal skipsins. Herjólfur við bryggju í Flekkefjord, allt stefnið fyrir ofan peruna opnast fyrir bílakstur. HANN AÐ KOMA Bílaþilfarinu var breytt í sam- komusal með uppábúnum borðum fyrir um 400 manns og dansgólfi í tilefni 25 ára afmælis Simtek. FYRIR KLETTINN Grein og myndin Ámi Johnsen HERJÓLFUR togaði léttilega í landfestar við skipasmíðastöðina Simtek í Flekkefjord í Noregi sl. fimmtudag þegar skipinu var gef- ið nafn við hátíðlega athöfn. Lúð- rasveit norskra unglinga lék á bryggjunni og dansflokkur stúlkna tók létta sveiflu í takt við tónlistina. Bæjarbúar í þessum bæ, þar sem smíðuð hafa verið 40 skip fyrir íslendinga, fjölmenntu, skip- asmiðir og börn sem mynd- skreyttu afþreyingarstaði fyrir börn í skipinu voru einnig við- stödd auk um 30 íslendinga sem höfðu á einn eða annan hátt unnið að undirbúningi að smíði skipsins. Nýi Herjólfur er glæsilegt skip, laus við íburð, en allt handbragð er gullfal- legt og stílhreint og skipið er ámóta skref fram á við og sá Herjólfur sem nú er að ljúka hlutverki á leiðinni milli lands og eyja var, þegar hann tók við af fyrsta Herjólfi fyrir nærri 20 árum. Handbragð norsku skipa- smiðanna ber þeim fagurt vitni. Nýi Herjólfur er í rauninni fyrsta alvöru farþegaskip íslendinga síðan Gullfoss fór fyrir lítið. Það á ugg- iaust eftir að koma mörgum á óvart hve skipið er stórt en það er fyrst og fremst í takt við nútímakröfur og mikla umferð sjóleiðis milli lands og Eyja en um 60 þúsund farþegar hafa ferðast árlega að undanförnu með Herjólfí auk þess að þúsundir bíla eru fluttir árlega með skipinu, „þjóðveginum", milli lands og Eyja. Um 70 bílar geta verið á bílaþil- fari, þar af 15 á sérstakri lyftu fyr- ir ofan aðalbílaþilfar. Simek hélt upp á 25 ára afmæli skipasmíðastöðvar- Júlía Andersen innanhússarki- tekt þjá einu listaverkanna sem prýða skipið, Eyjamynd eftir Gunnlaug Blöndal. Stjóm Heijólfs ásamt smíðanefnd, skipstjóra og framkvæmdasljóra. Frá vinstri: Jón Eyjólfsson skipstjóri, Heiðmundur Sigurmundsson, Magnús Jónasson frkvstj., Eyjólfur Martinsson, Tryggvi Jónasson, Jóhann Ólafsson, Guðmundur Þ.B. Ólafsson, Grímur Gíslason, Georg Þór Kristjánsson, Kristmann Karlsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Sveinbjörn Óskarsson, Halldór S. Kristjánsson, Páll Flygenring og Guðmundur Karlsson stjómarformaður. Úr veitinga- og útsýnissalnum á 6. hæð skipsins. Skipshöfnin sem siglir Heijólfi heim. Jón skipstjóri í brúnm, sem er um 16 m breið. Sigríður Jakobsdóttir, Kristmann Karlsson og Eyjólfur Martinsson í sjónvarpssalnum. innar á bílaþilfarinu daginn fyrir afhendinguna og var það hinn skemmtilegasti veislusalur með dekkuð borð fyrir um 400 manns, dansgólf í stefni og hljómsveitar- pall. Gegnumkeyrsla er á bílaþilfahi eftir endilöngu skipinu þannig að bæði skutur og stefni opnast og því getur tekið stutta stund að ferma og afferma skipið, sem getur flutt um 500 farþega. í öllum tveggja manna farþega- klefum er snyrting en neðst í skip- inu eru einnig kojur í eins konar almenningi þar sem 8 kojur eru í hveiju rými. Sérstakir sturtuklefar eru á göngum farþegarýmis sem er á neðri hæðum skipsins. Lyftur eru frá bíladekki á allar hæðir skipsins sem farþegar eiga aðgang að en skipið er 7 hæða. Skipatækni hannaði skipið undir forystu Bárðar Hafsteinssonar skipaverkfræðings og var sú hönnuh byggð á danskri teikningu sem fyrri stjórn Heijólfs hafði látið vinna og vildi smíða eftir. Það skip var 79

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.