Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 23 NÚTÍMAKONUR OG KVENHETJUR eftir Agnesi Bragadóttur Reynsluheimur kvenna hefur aldrei verið mér sérstaklega hug- leikinn sem afmarkað umfjöllunar- efni og oftar en ekki hafa sérstak- ar kvennabókmenntir, kvennapóli- tík, kvenna þetta og kvenna hitt pirrað mig heil ósköp, vegna þeirr- ar staðföstu sannfæringar minnar að við konur séum menn — að við tilheyrum öll dýrategundinni homo sapiens, sem greinist svo í tvö kyn, karlmann og kvenmann. Öll erum við samt sem áður menn, og því er ég ekki sátt við þessa sér-' stöku kvennapólitík, sem birtist okkur til dæmis í því að þingmenn Kvennalistans vilja ekki vera þing- menn, heldur þingkonur. Mín skoð- un er sú að konumar ættu þá að gera kröfu til þess að þingmennim- ir okkar hétu þingkarlar, til að- greiningar frá þingkonum. Sömu- leiðis er ég stolt af eigin starfs- heiti, sem er blaðamaður. Stéttar- félag okkar blaðamanna heitir Blaðamannafélag íslands, en innan okkar raða em einnig til konur sem vilja nefna sig blaðakonur, og þær verða sjálfsagt að fá að ráða því, þótt ég sé ekki með öllu sátt við val þeirra. Það verður bara að hafa það. Ég er einnig ósátt við það að draga fólk í dilka, og búa til ákveðna undirhópa mannkyns, sem ég tel oft og tíðum hvergi vera til nema í hugarheimi þess sem ástundar dilkadráttinn. Þannig tel ég að ekki sé til neinn undirflokk- ur mannkyns sem nefnist nútíma- konur, ekki frekar en það er til undirflokkur sem heitir nútíma- karlar. Það em ákveðnar alhæfing- ar, einfaldanir og skmmskælingar um þennan ímyndaða undirflokk, nútímakonur, sem em kveikjan að því að ég get ekki látið hjá líða að leggja nokkur orð í belg í svo- kallaðri kvennaumræðu. Þess er skemmst að minnast að nóbelsskáldið okkar átti stóraf- mæli, sem veglega var fjallað um í öllum fjölmiðlum, auk þess sem hátíðarsamkomur voru haldnar til heiðurs skáldinu. Meðal annars birtist þann 23. apríl í Morgunblað- inu vegleg og að mínu mati á margan hátt góð grein um heiðar- leika kvenna í verkum Halldórs Laxness eftir Súsönnu Svavars- dóttur. Það var þó einn hluti þessarar greinar sem fór fyrir bijóstið á mér, en það var umfjöllun greinar- höfundar um „nútímakonur". í stuttu máli tel ég að þessi undir- flokkur sé ekki til, hvorki hér á landi né annars staðar sem Sús- anna kallar „nútímakonur". Höf- undurinn segir nútímakonur hafa gert karlmenn ábyrga fyrir stöðu kvenna. Þær tali um karla sem gerendur, konur sem þolendur (vissulega á þessi lýsing við til dæmis úr lögregluskýrslum, þar sem flallað er um nauðgunarkærur eða líkamsárásarkærur — innskot mitt). Konur séu sjálfum sér ekki samkvæmar; þær beygi sig undir kreddur og hefðir. Þær ljúgi því að þær séu fórnarlömb karlahefða, bara af einskærri leti við að fylgja eftir sannfæringu sinni og af hræðslu við afleiðingarnar. Þær gangist inn á fyrirfram ákveðnar hugmyndir um rétt og rangt og kenni öðrum um að þær samþykki að vera annars flokks verur í sam- félaginu. Þær hafi hlaðið utan á sig skýringarmykju samfélagsins til að viðhalda eigin getuleysi til að takast á við sitt persónulega líf og bera ábyrgð á því. Greinarhöf- undur segir einnig að konur í dag séu ekkert ólíkar Sigurlínu, móður Sölku Völku, sem alltaf var að leita að karlmanni til að sjá um sig. Hér var ekki lítið sagt og mynd- y in sem gefin er af konum í dag í þessari grein er vægast sagt svo ógeðfelld, að 'fæstir myndu hafa áhyggjur af að þessi dýrategund væri í útrýmingarhættu, þótt frá því væri greint í fréttum að slík útrýming blasti við. í nokkrum dálksentimetrum afgreiddi greinarhöfundur konur í dag sem heldur ómerkilega dýrategund sem fáum ef nokkrum væri eftirsjá að, þótt hyrfi með öllu af yfírborði jarðar. Hvergi nokkurs staðar studdi höfundur mál sitt rökum eða nefndi dæmi máli sínu til sönnun- ar. Væri raunveruleikinn eitthvað í líkingu við nöturlega mynd nútím- akonunnar sem greinarhöfundur gefur okkur mætti með sanni segja að lífið væri okkur konum ekki beinlínis gjöfult. Mætti flokka allar konur í dag undir þessa ógeðfelldu stöðluðu „stereotýpu" væru konur hvorki hluti af né þátttakendur í sköpun lifandi bókmennta eða lista almennt. Við ættum enga kven- skörunga sem létu að sér kveða í félagsstarfí, stjórnmálum og at- vinnulífí. Við ættum engar valkyij- ur, engar kvenhetjur, engar konur sem lyfta sér upp fyrir meðal- mennsku karla og kvenna. Ég veit í hjarta mínu að meðal kvenna í dag eru til Sölkur Völk- ur, Snæfríðar íslandssólir, Steinur í Steinahlíðum, Uglur og Uur. Brot úr þessum persónuleikum eru til, hafa alltaf verið til og verða von- andi alltaf til — bara í öðrum útgáf- um og myndum en þeim sem nób- elsskáldið okkar hefur gefíð okkur. Staðreyndin er hins vegar sú að við eigum í dag ekkert það skáld sem leitar, fínnur og skapar eða endurskapar þessar kvenhetjur í skáldverkum og festir þær þar með í sessi í þjóðarsálinni með þeim hætti sem Halldór Laxness hefur einn íslendinga gert á þessari öld. Til þess að fínna kvenhetjur á borð við kvenhetjur Halldórs, sem skipa Agnes Bragadóttir „Þannig tel ég að ekki sé tií neinn undirflokk- ur mannkyns sem nefn- ist nútímakonur, ekki frekar en það er til undirflokkur sem heitir nútímakarlar.“ svipaðan eða sama sess í þjóðarsál- inni þurfum við að leita til fornbók- mennta okkar: Guðrún Ósvífurs- dóttir, kvenhetja Laxdælu, „kvenna vænst er upp óxu á ís- landi, bæði að ásjónu og vitsmun- um“, er kvenhetja allra Isleridinga og hvert mannsbarn þekkir hið fleyga svar hennar, „þeim var eg verst er eg unni mest“, er sonur hennar, Bolli Bollason, gekk á hana hveijum hún hefði unnað mest. Þessi setning og konan sem hana sagði í hárri elli er einfald- lega greypt í þjóðarsál íslendinga, hvað svo sem almennri þekkingu á Laxdælu líður. Sama máli gegn- ir með Hallgerði langbrók, sem í Brennu-Njálssögu launaði Gunnari kinnhestinn með því að synja hon- um um leppa tvo úr hári sínu og svaraði Bergþóru með þessum orð- um, þegar hún skyldi þoka fyrir Þórhöllu: „Hvergi mun eg þoka því engi hornkerling vil eg vera.“ Það skiptir ekki máli hvaða skoðun við höfum á þessum tveimur kvenhetj- um sem ég hef kosið að vitna til og verkum þeirra. Við fordæmum sjálfsagt flest það hatur sem stjórnaði Guðrúnu er hún eggjaði Bolla mann sinn til þess að vega fóstbróður sinn og frænda, mann- inn sem hún unni mest, Kjartan Ólafsson. Sömuleiðis teljum við sjálfsagt að Hallgerður hafí fyrir löngu verið búin að vinna sér inn fyrir einum löðrungi eða svo þegar hún hlaut kinnhestinn fyrir að reyna að gera bónda sinn að þjóf- snaut sínum. Hvað sem áliti okkar á þessum konum líður, kostum þeirra og göllum, eru þær og verða kvenskörungar í þjóðarvitundinni. Þær svöruðu fýrir sig fuilum hálsi, stjórnuðu atburðarásinni þegar þeim svo sýndist og tóku afleiðing- um gerða sinna eins og kvenhetjum sæmir. Þær, eins og kvenhetjur Halldórs Laxness, voru svo sannar- lega breyskar og meðal annars þess vegna eru þær okkur jafn ástfólgnar og raun ber vitni. Svo ég hverfí aftur til kveikjunn- ar að þessum skrifum mínum, greinar Súsönnu Svavarsdóttur, þá get ég ekki látið hjá líða að greina frá því að ég tel að konur jafnt og karlar séu æði margbreyti- legar. Þær eru stórar, smáar, fal- legar, ljótar, grimmar, blíðar, sterkar, veiklundaðar, gáfaðar, heimskar, sanngjarnar, ósann- gjamar, fijóar, ófijóar, hugmynda- ríkar, hugmyndasnauðar, eigin- gjarnar, fórnfúsar, skemmtilegar, leiðinlegar, töfrandi, fráhrindandi, duglegar, latar, metnaðarfullar, metnaðarlausar, sjálfstæðar, ósjálfstæðar, ástríkar, hatursfull- ar, skapríkar og skaplausar. Sjálf- sagt eru eðlisþættir kvenna sem karla mun fleiri en þeir sem ég taldi hér upp og í hverri konu býr margbreytileg blanda einhverra, jafnvel flestra, þessara eðlisþátta, þar sem sumir þættir eru í ríkum mæli, aðrir í minna og enn aðrir eru kannski ekki fýrir hendi — allt fer það eftir einstaklingnum hveiju sinni. Mannlífið væri lítið spennandi skoðunar-, umfjöllunar- og sköpunarefni til dæmis fyrir rithöfunda og skáld ef mannskepn- an væri ekki jafnskrýtin og hun er. Lífíð hefur alltaf upp á þennan óendanlega margbreytileika að bjóða, það upplifum við hvert og eitt, en það er ekki á færi nema svo agnarlítils hluta mannkyns að gera andartakið eilíft, persónuna ódauðlega eða atburðinn svo lif- andi að hann gleymist þeim aldrei sem um hann les. Það er aðeins stórskáldið sem hefur þann næm- leika, það vald á tungunni og það hugarflug sem þarf til þess að ná slíkum áhrifum. Raunar tel ég að þjóðin geti vel við unað að hafa átt eitt slíkt skáld á þessari öld. Höfundur er blaðamaður. RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl Tysk Turisl Information Vesterbrogade 6 d, DK-1620 Kbh. V. Simi: (90) 45 3312 70 95 Spennandi sumarleyfisland íhjarta Þýskalands. Luxemborg er hliðið að hinum rómantísku héruðum Rheinland-Pfalz. Þangað er um 1-3 tíma akstur með bíl. Njóttu pess að ferðast um Mosel- og Rínarhéruðin. Flug og bíll í A-flokki til Luxemborgar verð frá 28.200 kr. á mann m.v. tvo í btl. Flugvallarskattur kr. 1.250.- er ekki innifalinn í ofangreindu verði. FLUGLEIDIR Traustur Islenskur ferbafólagi Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þfna. Söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða i sima 690 300 (svaraö alla 7 daga vikunnar frá kl. 8:00-18:00).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.