Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 KAUPMANNAHAFNARBRÉF I núinu o g þáinu - eða - hinn mannlegi þáttur Báðir hópamir áttu jafn erfitt með að komast úr þáinu í núið kosningakvöldið í þinghúsinu. í Danmörku tíðkast á kosninga- kvöldi að innsti hringur flokksmanna safn- ist saman í flokksherbergjunum í Kristjáns- borg. Eins og nafnið bendir til er þinghúsið gömul höll og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Flokksherbergin eru fremur í ætt við sali, en herbergi. í samræmi við stöðu Jafnaðarmannaflokksins í danskri stjórnmálasögu er herbergi hans ótvíræður salur. Þennan dag kemst enginn inn í þinghús- ið nema að hafa aðgangskort upp á vas- ann, svo óbreyttir flokksmenn geta ekki ónáðað forystuna, ef það dettur skyndilega í þá. Almenningur fær þó að leggjast á skjáinn, því lið sjónvarpsmanna stikar > gangana og varpar völdum glefsum úr öng- þveitinu yfir þá, sem eru utan veggja. Stöðvamar em tvær, danska ríkissjónvarp- ið sem er með vel á þriðja hundrað manns að störfum þama og svo 2. stöðin, nokkurs konar einkaframtak í ríkiseign, sem er með um sextíu manns að störfum. Skýringin á mannfjöida ríkisstöðvarinnar er meðal ann- ars sú að í húsinu er sjálf miðstöð kosninga- dagskrárinnar með tölum, umræðum og öðru tilheyrandi. Jáið hafði legið í loftinu og huga stjóm- málamannanna, rækilega stutt af ijölmiðl- um og skoðanakönnunum alveg fram að lokun kjörstaða kl. 20. Já-flokkamir vom í startholunum að fagna jáinu, hinir tilbún- ir að taka því sem að höndum bæri. Um daginn hafði ég séð Ritt Bjerregaard í stutt- um sumarkjól á sólbökuðum þinghúströpp- unum, þar sem hún stóð fyrir hjá ljósmynd- ara og skálaði í kampavíni. Af einhveijum ástæðum hefur þessi mynd ekki birst í neinu blaðanna. Við dymar að flokksherbergi Vinstri- flokksins vom allir tólf fánar landanna, sem gerðu Maastricht-samkomulagið. Danir geta vart komið saman án þess að borða og um kjörstaðalokun var setið að snæð- ingi í flokksherbergjunum. Kalt kjöt var uppistaðan, svínasteik, rúgbrauð og fleira hjá jafnaðarmönnunum í salnum þar sem einn veggurinn var helgaður helsta slagorði þeirra, Norðurlöndin inn í Evrópu, ásamt fjórum fánum. Vinstrimenn fengu kalt nautakjöt. í brauðbollunum þeirra vora litl- ir EB-fánar. Grasrótarhreyfingamar, sem börðust gegn samkomulaginu, fengu út- hlutað herbergjum í þinghúsinu í tilefni dagsins og þar var maturinn samskotsleg- ur. Segið mér hvað þið borðið og ég skal segja ykkur hvað þið kjósið, treysti ég mér til að segja eftir stutta vettyangskönnun.. Minnugir lesendur Kaupmannahafnarbréfa geta auðvitað getið sér til um að matnum fylgdu diykkjarföng. Nóg af sódavatni. Borðvín sá ég aðeins á einum stað, minnir að það hafí verið hjá íhaldsflokknum, en bjórinn var aðal drykkurinn. Hjá litlum flokki eins og Kristilega þjóðarflokknum var gert ráð fyrir að það væri borgað fyrir drykkjarföngin, annars var yfirleitt fijáls aðgangur. Maturinn rann greiðlega ofan í stjómmál- 'amennina og starfslið þeirra um kl. 20. Fyrstu tölurnar komu um 20.30 og þær voru ekki lystaukandi. Þær byggðust á aðeins örfáum prósentum atkvæða en þegar í þeim var jáið undir 50%, en neiið aðeins yfír. í vinstraherberginu urðu menn þungir á brún. Utanríkisráðherrann og flokksfor- maðurinn sat við langborð fyrir miðju her- berginu, umkringdur nánustu samstarfs- mönnum og horfði þungbrýnn á sjónvarpið. Tölumar drógu bæði úr matarlystinni og samræðugleðinni. Nokkrir frétta- og blaða- menn reyndu að ryðjast að ráðherranum, en hann sem annars er draumur hvers blað- amanns, af því hann er alltaf til í viðtal, bandaði höndum og sagðist vilja doka við. í herbergjum grasrótarhreyfínganna hafði líka dregið niður í fólki. Viðstaddir létu sér nægja að brosa hikandi hver til annars með — það-skyldi-þó-ekki-vera-svip. Strax á eftir tölunum kom viðtal við for- sætisráðherrann, sem sat einn með frétta- manni í friði og ró heima hjá sér. Nei, hann var ekki hikandi við að segja að spilið væri búið, hlaupið keyrt eins og það heitir á máli innfæddra. Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér, nú er bara að reyna hvað hægt er að gera. Daginn eftir sagði danskur blaðamaður við mig, að viðbrögð hans hefðu verið frétt kvöldsins, þó að hún hafí hvergi birst. Hvernig stóð á því að hann var svona óhikandi við að marka úrslitin af tölum, byggðum á örfáum prósentum atkvæða? Kannski af því að hann sá niðurstöðumar sem útbreidda sæng utanríkisráðherrans, sem hann hefur víst aldrei verið hrifínn af, frekar en margir íhaldsmenn? Pólitík er ekki bara meiningar, heldur einnig menn. Svo komu fleiri tölur og þær bentu allar í sömu átt. Utanríkisráðherra sat enn sem fastast. Orðtækið að trúa ekki sínum eigin augum stóð skrifað á andlit hans og sessu- nauta hans. Nú átti hann um tvo kosti að velja og báða slæma. Að sitja áfram, svo fréttamenn kæmust ekki að honum, en hinn var að fara fram og þurfa þá að svara óumflýjanlegum spumingum um hvað hon- um fyndist, hvort hann væri leiður, hvort hann kenndi sjálfum sér um, eða einhveijum öðmm og hvað með framtíðina og... Sem dyggur lesandi Njáls sögu hefur hann hugs- að með sér að best væri að bíta á jaxlinn og taka verri kostinn. Hann stóð upp, fréttamennimir tróðu hver annan undir í ákafanum eftir að heyra ráðherrann segja eitthvað um það sem hann gæti ekki vitað um. Honum var efst í huga að svar kjósenda væri högg í andlit allra þeirra 130 þing- manna, sem studdu samkomulagið. Fransk- ur fréttamaður spurði ráðherrann spurning- ar á frönsku, vitandi það að hann er hrað- mæltur á því máli, um leið og hann kýldi að honum hátalarann. Þegar ráðherrann svaraði á ensku spurði Frakkinn óþægilega undrandi af hveiju hann talaði ekki frönsku, svo ráðherrann svaraði nokkuð höstugur að það væm fleiri viðstaddir en þeir tveir. Dæmigert fyrir Frakkann að hafa ekki hugsað út í það. Ráðherrann ætlaði fyrst og fremst að hugsa. Bros ráðherrans til ákafra frétta- mannanna var mjúklegt, allt að því blíð- legt. Svipurinn var annar en venjulega. Margir útlendingar taka til þess hvað hann sé öðm vísi en flestir Danir, sem hafí oft einhvern sjálfsútstrokandi svip. Þessa stundina líktist hann meira Dana en sjálfum sér. Loksins tókst honum að mjakast fram- hjá og komast fram á gang, þar sem hann var eltur af þeim allra harðsnúnustu. Þegar hann gekk framhjá bækistöðvum einnar af grasrótarhreyfíngunum stukku nokkrir fé- lagar hennar fram í dyr og hlógu hátt og hæðnislega á eftir ráðherranum, þegar hann gekk fram ganginn, svo glumdi í. í herbergi íhaldsflokksins var andrúms- loftið þungt. Snyrtilega klæddir og renn- sveittir menn, flestir á skyrtunni, stóðu og horfðu ýmist hver á annan eða á sjónvarps- skjáinn. Einn frammámaður í flokknum stóð í beinni útsendingu og sagði upplits- djarfur að nú þyrfti bara að athuga alla möguleika. Fréttamaðurinn mettaðist og sneri sér frá honum. Á sjónvarpsskjánum mátti sjá að einhvers staðar í húsinu var annar tekinn við. í framhaldi af orðum danska fréttamannsins vék ég spurningu að frammámanninum, sem eins og seig saman um leið og sjónvarpsvélarnir liðu frá honum. Hann sneri sér hægt að mér. Um leið og hann svaraði stóð hann og raðaði saltkexmylsnu í öskubakkanum. Hann hall- aði sér yfir borðið á milli okkar til að kom- ast betur að mylsnunni. Tungan á hálsbind- inu með stjörnunum tólf lenti í einu af mýmörgum hálffullum bjórglösum úr plasti sem stóðu á borðinu. Sem hann rétti aftur úr sér eftir tiltektina í öskubakkanum draup úr hálsbindinu niður á buxurnar, einmitt á óheppilegasta stað. Af því að það vora eng- ar líkur til að sjónarhorn myndavélanna næði svo neðarlega þarna í þrengslunum fannst mér ég með góðri samvisku geta þagað yfír þessu slysi við hann. I flokksherbergi Vinstriflokksins hafði fækkað, því kjaminn í fjölmiðlaliðinu hafði yfírgefíð staðinn um leið og formaðurinn, sem var hins vegar kominn aftur og talaði í ró og næði við nokkra fréttamenn og flokksmenn, á milli þess sem hann hlustaði á sjónvarpið. Einn frammámaður Vinstri- flokksins var í viðtali og iauk því með hressilegu „það gengur betur næst“, sem fréttamaðurinn gerði sér að góðu um leið og hann sveif á næsta. Ég spurði frammá- manninn hvað hann ætti við með „næst“. Hann hikaði, byijaði að segja eitthvað um að það væri alltaf eitthvað næst, en hætti skyndilega við. Brosti svo afsakandi brosi um leið og hann klappaðii mér á öxlina og sneri sér að næsta manni. Svona leið kvöldið. Jáið, sem virtist vera á vörum landsmanna í þáinu, breyttist í nei í núinu þegar blýanturinn var kominn í hönd þeirra í afdrepi kjörklefans. Allir virt- ust eiga erfitt með að átta sig á að þáið var ekki núið, meðan tölumar streymdu inn. Úrslitin staðfesta gjá milli almennings og sjtómmálamanna, er sagt. Skrýtið, því þeir bregðast alveg eins við og allir aðrir við óvæntar uppákomur, verða hikandi, óömggir, óttaslegnir og fumandi. Hver skyldi þá vera munurinn á þeim og hinum? Sigrún Davíðsdóttir Kristjón Þ. ísaks son — Minning Fæddur 23. nóv. 1913 Dáinn 29. mal 1992 Kveðja: Jónas B. Hallgríms son, Helgavatni Það er margs að minnast. í gegn skín þó sú birta, hlýja og gleði sem stafaði frá afa, Kristjóni Þorgrími ísakssyni. Það var ætíð gaman að eiga við hann samtal. Hann lumaði alltaf á skemmtileg- um frásögnum og hann hafði af- skaplega gaman af því að minnast æskuáranna. Margar sögur síðan þá fékk maður að heyra og oftar en ekki brá fyrir undarlegum orða- tiltækjum eins og „sumir fá allt en allir ekkert". Hann var alla ævi fróðleiksfús og var vel lesinn. Ef eitthvað var til sem hann vissi ekki um bar hann sig sem mest hann mátti eftir því. Hann fylgdist vel með fréttum og því sem var að gerast í kring um hann. íþróttaáhugi hans var mikill fram á síðasta dag og gaman var að koma að honum í hita leiksins fyrir framan sjón- varpsskjáinn í miðjum fótboltaleik. Kristjóni afa var margt til lista lagt. Hann var alla tíð hagyrtur og lunkinn teiknari. Margar skop- myndir og enn fleiri tækifærisvís- ur liggja eftir hann. Afi hafði gam- an af því að ferðast um landið og ekki mátti yfirgefa sumarbústað- inn án þess að „beija saman vísu“ í gestabókina. Það er stutt síðan að hann dvaldi í iðjuþjálfun og tók hann í framhaldi af því þátt í myndlistasýningu VR í listasafni A.S.Í. Afí var einn af þessum mönnum sem eiga einstaklega gott með að kynnast fólki. Kannski var það vegna þess að hann talaði við alla sem jafningja og vegna þess að hann bar virðingu fyrir sjónarmið- um annarra. Þegar við töluðum við hann fannst okkur stundum eins og hann væri náinn vinur en ekki bara afí. Hann gaf sér líka alltaf góðan tíma fyrir okkur og var alltaf tilbúinn að passa okkur þegar við vomm yngri. Hann hafði mikinn áhuga fyrir því sem við vomm að gera og fylgdist jafnan með því sem við höfðum fyrir stafni. Sín síðustu ár bjó afí í sama húsi og dóttir hans og bamaböm og hafði hann gaman af því að eiga svo mikil samskipti við þau. Það var gagnkvæmt og munu þær minningar sem við eigum frá þess- um tímum lifa með okkur. Erfítt er að venjast tilveranni án Kris- tjóns afa en við munum alltaf eiga þær stundir sem við áttum með afa innra með okkur. Þrátt fyrir að afí hafí verið bund- inn hjólastól þessi síðustu ár hélst lundin áfram létt. Alltaf var hægt að leita til afa með vandamál og raunir og fá hjá honum góð ráð. Ungur nemur þá gamall temur og höfum við lært margt af afa okkar. í gegnum lífíð munum við fylgja ráði hans: „Farið varlega en þó djarflega." Bamabörn. Fæddur 13. maí 1945 Dáinn 3. mai 1992 3. maí sl. lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi tengdasonur okkar, Jón- as Bergmann Hallgrímsson, eftir harða baráttu við þann sjúkdóm sem læknavísindin kunna engin ráð við. Andlát hans kom engum á óvart, sem með fylgdist. Jónas fæddist á Helgavatni í Vatnsdal 13. maí 1945. Foreldrar hans em Þorbjörg Jónasdóttir frá Marðamúpi og Hallgrímur Eð- varðsson frá Helgavatni. Að honum stóðu traustar bændaættir og frá þeim erfði hann sína góðu eigin- leika. Hann var traustur, sterkur og hlýr persónuleiki. Kynni okkar hófust er hann, ásamt dóttur okkar Sigurlaugu Helgu, hóf búskap á Helgavatni. Þau bjuggu fyrst í félagi við for- eldra hans, en tóku síðar við búinu. Jónas var mikill náttúmunnandi og náttúmskoðari sem og Bjöm Bergmann, frændi hans, var. Það var ætíð tilhlökkunarefni að fara í heimsókn að Helgavatni. Alltaf var hugsað til þess hvað hægt væri að gera okkur til skemmtunar. Margar ferðimar fórum við með Jónasi og fíölskyldunni fram á heiðamar og víðar um Húnavatnssýslurnar. Allt- af var hann að fræða okkur um umhverfíð og lífshætti fólksins, sem þar býr. Dalinn sinn fallega var hann búinn að kenna okkur allan. Hann var góður sonur sinnar sveit- ar og nú hefur Vatnsdalurinn misst einn sinna góðu sona. Jónas var ekki maður metorða. Líf hans og starf var helgað jörðinni hans og fjölskyldu, sem hann unni mjög. Þar vann hann sín störf af þeirri alúð og hlýju sem einkenndu hann allt til enda. Þá var einstakt hve mikla umhyggju hann bar fyrir tengdaföður sínum eftir að hann varð fyrir þungu áfalli. Við eigum honum svo óendanlega mikið að þakka og kveðjum hann með sámm söknuði. Tíminn einn megnar að milda sorgina hjá ástvinum hans, Sigur- laugu og börnunum þremur, öldmð- um foreldmm hans og systkinum. En eftir stendur minningin um góða drenginn okkar allra. Við biðjum algóðan Guð að leiða hann á landi ljóss og lífs. Blessuð sé minning hans. Kristín Bjarnadóttir, Maron Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.