Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNIJDAGUK |7, JÚNÍ 1992 KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ Morgunblaöiö/Rúnar Þór Brugðið á leikl Ormarr Örlygsson, KA-maður og markahæsti leikmaður 1. deildar, og Þórsarinn Bjami Sveinbjöms- son, sem gert hefur bæði mörk liðs síns í deildinni, bregða á leik. Þeir mætast, sennilega ekki í svo miklu bróðemi, á Akúreyrarvelli á morgun. í Stórleikir á dagskránni Segja má að þriðja umferð 1. deildarinnar í ár sé umferð stórleikja — og fer það líklega eftir landssvæðum hvaða leikur er talinn merkilegastur! íslands- og bikarmeistaramir frá því í fyrra mætast í Víkinni. Heimamenn, íslandsmeistarar Víkings, taka þá á móti Vals- mönnum. Liðin mættust einmitt í Meistarakeppni KSÍ á dögunum, þar sem sem Valur sigraði örugg- lega. Hlíðarendaliðið hefur byqað tímabilið af krafti, en Víkingar ekki alveg eins vel, þannig að fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þessara tveggja stórvelda úr höfuðborginni. Á Akureyri snýst allt um viður- eign heimaliðanna tveggja, sem eru á toppi deildarinnar. Þór hefur unnið báða leiki sína en KA vann fyrsta leikinn og gerði jafntefli í þeim næsta. Það er aldrei neitt gefíð eftir í viðureignum liðanna, því rígurinn er mikill og segja má með sanni að auk stiganna, sé keppt um það hvor hópurinn hefur leyfí til að brosa sínu breið- asta næstu daga á eftir — stuðn- ingsmenn Þórs eða KA! Á Akranesi fá heimamenn Framara í heimsókn, en þessum liðum var einmitt spáð tveimur efstu sætum deildarinnar í spá þjálfara, fyrirliða og formanna knattsymudeildar 1. deildar fé- laganna fyrir mótið. Framarar náðu sér mjög vel á strik í síðasta leik en skarð er í liði IA, þar sem fyrirliðinn Sigurður Jónsson tekur út leikbann. í Hafnarfirði mætast FH og ÍBV og þar er mikið í húfi. FH hefur byijað vel en Eyjamenn tap- að tveimur fyrstu leikjunum, báð- um á heimavelli. Því er að duga eða drepast fyrir þá. KR og Breiðablik mætast svo á þriðjudaginn á KR-vellinum. Liðin hafa ekki byijað sérlega vel, Blikamir tapað báðum leilq- um sínum en KR-ingar em með eitt stig. Akureyrariiðin mætastfyrsta sinni í toppslag Ná KA-rhenn að brjóta ísinn og sigra Þórsara í fyrsta skipti í 1. deild? KNATTSPYRNUÁHUGAMENN á Akureyri hafa haft um nóg að tala þrátt fyrir tíu daga hlé á Samskipadeildinni. Bæjarlið- in Þór og KA hafa fengið óska- byrjun á mótinu og annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20 rennur stóra stundin upp þeg- ar þau mætast innbyrðis í fyrsta leik sumarsins á aðal- leikvangi bæjarins — og það í fyrsta skipti í toppslag 1. deild- ar. órsarar hafa haft tak á KA í leikjum liðanna í 1. deild. Leik- ir liðanna hafa ýmist endað með jafntefli eða sigri Þórs og sjálfsagt er það einlæg ósk stuðningsmanna KA-liðsins að breyting verði þar á annað kvöld. Litlu munaði í leik lið- anna 1989 en þá jafnaði Júlíus Tryggvason úr vítaspymu, mínútu fyrir leikslok í dramatískum leik. Þórsarar unnu hins vegar báða leik- ina fyrir tveimur ámm 2:1 en end- uðu það ár í 9. sæti og féllu í 2. deild. Kominn tími á sigur „Leikurinn leggst vel í mig og það er kominn tími á sigur gegn Þór,“ segir KA-maðurinn Ormarr Örlygsson sem byijað hefur sumar- ið af miklum krafti og hefur þegar sent knöttinn flórum sinnum í mark andstæðinganna það sem af er mótsins. „Ég hef verið heppinn með mörk- in en held að það verði erfítt að halda á sömu braut enda er það mér ekkert kappsmál. Það sem skiptir máli er að liðið skori mörk en ekki hver skorar þau.“ AIKaf fiðringur í maga „Við höfum aldrei ttipað fyrir þeim í 1. deild og við ætlum ekki að breyta til núna,“ segir Bjarni Sveinbjörnsson, fremsti maður Þórsliðsins. „Það er alltaf meiri barátta þeg- ar þessi lið keppa heldur en í öðrum leikjum og maður fínnur alltaf fyrir fíðringi í maganum fyrir leiki gegn KA,“ segir Bjami. „Þó að þessi viðureign sé öðru- vísi á margan hátt heldur en aðrir leikir og mikið sé rætt um hann á vinnustöðum þá höldum við leik- mennimir ró okkar. Þetta er aðeins einn af átján leikjum okkar í mótinu og við búum okkur undir hann á sama hátt og aðra leiki," segir Orm- arr. Óvíst er hvort Bjarni Jónsson, fyrirliði KA geti leikið með. Hann fékk skurð við hásin í fyrsta Ieik KA, gegn Víkingi og hann hefur gróið illa. Allir leikmenn Þórs eru hins vegar við góða heilsu. 1. DEILD-SAM- SKIPADEILD F|. leikja u J T Mörk Stig ÞÓR 2 2 0 0 2:0 6 KA 2 1 1 0 5:3 4 FH 2 1 1 0 5:4 4 VALUR 2 1 1 0 3:2 4 FRAM 2 1 0 1 3:2 3 VÍKINGUR 2 1 0 1 2:3 3 ÍA 2 0 2 0 3:3 2 KR 2 0 1 1 3:5 1 IBV 2 0 0 2 2:4 O UBK 2 0 0 2 1:3 0 ■Fjórir leikir eru á dagskrá á morgun, mánudag, annan í hvítasunnu. ÍA og Fram hefja leik kl. 14 á Akranesi, FH og ÍBV mætast kl. 16 í Hafnarfirði og kl. 20 mæt- ast annars vegar Víkingur og Valur í Vík- inni og hins vegar Þór og KA á Akureyrar- velli. Síðasti leikur umferðarinnar verður svo á þriðjudag kl. 20 á KR-velli, þar sem KR-ingar taka á móti leikmönnum Breiða- bliks. HANDKNATTLEIKUR / HEYRNARLAUSIR íslendingar IMorðuriandsmeistarar Rúlluðu yfir Svía í úrslitaleikn- _um, þarsemJóhann R. Ágústsson gerði 18 mörk t ÍSLENDINGAR urðu fyrir skömmu Norðurlandameistar- ar í handknattleik heyrnar- lausra, er þeir sigruðu á Norð- urlandamótinu sem haldið var í Örebro í Svíþjóð. Þetta var í fyrsta sinn sem íslendingar sigra á mótinu, en þeir urðu í öðru sæti 1988 og 1990. Islenska liðið vann alla sína leiki á mótinu. Strákamir sigruðu Norðmenn í fyrsta leik 20:18, og Dani í öðrum leik 19:15. Þeir kepptu síðan við Norðurlandameistara Svía í síðasta Ieiknum, og var það úrslita- leikurinn á mótinu. Svíar höfðu unnið einn leik og gert eitt jafn- tefli þegar þeir mættu Islendingum. Strákunum nægði því jafntefli gegn þeim til að tryggja sér titilinn. Þeir gerðu sér hins vegar lítið fyrir og sigruðu Svía með 27 mörkum gegn 17- Jóhann R. Ágústsson gerði 18 mörk í sigurleiknum gegn Svíum. Hann gerði alls 37 mörk á mótinu, rúmlega helminginn af alls 66 mörkum sem íslendingar skoruðu. Jóhann er um tveir metrar á hæð og áttu Svíar ekkert svar við frá- bærum leik hans. Fyrirliði Iandsliðs- ins var Matthías Rúnarsson, en hann er 32 ára og hefur spilað 31 landsleik. Daði Hreinsson hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár og náð mjög góðum árangri. Islenska landsliðið er skipað sömu leikmönnum og léku með liði Ögra í 2. deildinni í handbolta í vetur. Liðið tók þátt í Evrópumóti heymarlausra í fyrra og lenti þar í öðru sæti. Næsta sumar mun liðið taka þátt í Heimsleikum heymar- lausra sem haldnir verða í Búlgaríu. Liö íslands sem varð Norðurlandameistari í handknattleik heymarlausra á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Fremri röð frá vinstri: Marek Wolanczyk, Tadeusz J. Baran, Þröstur Friðþjófsson, Trausti Jóhannesson, Rafn Einarsson og Georg Bragi Einarsson. Aftari röð frá vinstri: Rúnar Vilhjálmsson, liðsstjóri, Jóel E. Einarsson, Magnús Sverrisson, Jóhann R. Ágústsson, Matthías Rúnarsson, fyrirliði, Bemharður Guðmundsson, Olgeir Jóhannesson, Hjálmar Ö. Pétursson, Daði Hreinsson, þjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.