Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 OPNA LAXNESMÓTIÐ 20. JÚNÍ ’92 Án/forgjafar 12. og 3. verðlaun. Með/forgjöf 1., 2. og 3. verðlaun. Aukaverðlaun: Næst holu á 2. og 9 braut, næst holu 11. og 18. braut. Hestaleigan, Laxnesi. Hestaleigan, Laxnesi Opin alla daga. Tvær ferðir á dag. Bjóðum fyrirtækjum og hópum upp á sérferðir. Hægt er að fá grillvagn frá Smáréttum ef óskað er. Einnig dagsferðir til Þingvalla með eða án gistingar á Hótel Valhöll. Upplýsingar í síma 666179. Hestaleiga í 25 ár. ESTEE LAUDER - HÚÐGREINING - Húðgreining og ráðleggingar um rétt val á ESTEE LAUDER snyrtivörum ídag milli kl. 14-18. ðara SNYRTIVÖRUVERSLUN Bankastræti 8 -101 Reykjavík Sími 13140 Landsfundur og framhaldsstofnfundur Félags um nýja sjávarútvegsstefnu verður settur næstkomandi laugardag, 20. júní, kl. 13:30 í fundarsal íþróttasambands íslands í Laugardal (við hlið Laugardalshallar). DAGSKRÁ: Laugardagur 20. júní: Kl. 13.30 Fundarsetning - Hrólfur Gunnarsson, formaður undirbúningsstjórnar. Kl. 13.50 Árni Gíslason, framkvæmdastjóri: Skýrsla um starfsemi félagsins. Kl. 14.15 Lögð fram drög að tillögum og ályktunum - skipað í nefndir. Kl. 14.45 Frjálsar umræður. Kl. 15.45 Kaffihlé. Kl. 16.15 Ráðstefna: Mistök í fiskveiðistjórn. Ráðstefnustjóri: Jón Ármann Héðinsson. Framsögur: Guðfinnur Sigurvinsson: Áhrif kvótakerfisins í Keflavík Óskar Þór Karlsson: Núverandi fiskveiðilög - markmið þeirra og framkvæmd. Kristinn Pétursson: Nýting fiskistofna og tillögur Hafrannsóknastofnunar. Guðmundur J. Guðmundsson: Atvinnuleysi og fiskvinnslan úti á sjó. Umræður og fyrirspurnir. Kl. 19.00 Lok ráðstefnu. Kl. 21.00 Vinnufundir nefnda. Sunnudagur 21. júní: Kl. 10.00 Vinnufundir nefnda. Kl. 11.00 Tillögur nefnda lagðar fram og mælt fyrir þeim. Kl. 12.20 Matarhlé. Kl. 13.10 Stjórnarkjör. Umræður og afgreiðsla mála. Kl. 15.30 Fundi slitið. Skrifstofa félagsins er á Suðurlandsbraut 12, Reykjavík. Frekari upplýsingar og innritun í félagið í síma 91 -682833. Félag um nýja sjávarútvegsstefnu. l.júK nk. í nýjasta tölublaði Vís- bendingar, riti Kaup- þings hf. um efnahags- mál, er birt grein um hvarfakúta og kostnað- inn fyrir þjóðarbúið. Höf- undur er Tryggvi Þór Herbertsson, iðnrekstr- arfræðingur, og nefnir hann greinina „Nýtt fisk- eldisævintýri?“. Þar seg- ir m.a.: „Þegar stemma á stigu við mengun eru flestir sammála um að hið opin- bera verði að ganga fram fyrir skjöldu við stefnu- mótun, markmiðssetn- ingu og samræmingu aðgerða. Sú leið sem lög- gjafarvaldið hefur valið til að minnka loftmengun af völdum bifreiða er annars vegar að skatt- leggja eldsneyti mis- mikið eftir því hve mikil mengun Idýst af þvi og hins vegar að skylda bif- reiðaeigendur til að búa bifreiðar sinar hvarfa- kútum. En hversu áhrifa- ríkar eru þessar aðgerðir og þá sérstaklega reglu- gerðin?" Kostnaður Samkvæmt upplýsing- um frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hækkar innkaupsverð bifreiða um 60 þúsund krónur pr. bifreið sé hún búin hvarfakút. Ef skoðaðar eru tölur yfir innflutning bifreiða á fjögurra ára tímabili og þær marg- faldaðar með kostnaðin- um vegna hvarfakútanna má e.t.v. gera sér í hug- arlund hver kostnaður- inn af völdum reglugerð- arinnar er fyrir þjóðfé- lagið. Er um verulegar upp- hæðir að ræða. Ef hvarfakútamir gera það gagn sem menn gerðu ráð fyrir þegar reglu- gerðin var sett má segja að þetta sé sú fóm sem íslendingar em tilbúnir til að færa fyrir minni loftmengun. I fréttum Rikissjónvarpsins fyrir nokkm kom hins vegar fram að hvarfakútar 15 milljarðar í súginn? Frá mæstu mánaðamótum verður skylt að búa bíla hvarfakútum til að draga úr loft- mengun. Þessi ráðstöfun hefur verið gagn- rýnd á þeim grunni, að tiltölulega lítið gagn sé af kútunum í köldu loftslagi og ennfrem- ur vegna óheyrilegs kostnaðar. Hann hefur verið áætlaður 15 milljarðar fyrir þjóðarbúið, eða 5 milljörðum meira en tekjutapið vegna aflaniðurskurðar, sem nú er mest rætt um. gera lítið sem ekkert gagn nema bílvélin gangfi jafnan snúningshraða. Þar sem stór hluti keyrslu Islendinga fer fram innanbæjar er hægt að álykta sem svo að kútamir gagnist Islend- ingum lítið í baráttunni við loftmengun. Astæðan fyrir þessu er sú að í inn- anbæjarakstri gengur bflvélin nánast aldrei jafnan snúningshraða. Áhrif Reglugerðin er sett í þeirri trú að verið sé að stemma stigu við loft- mengun og er það verð- ugt markmið, en sú spuming vaknar óneitan- lega hvort kostnaðurinn sé meiri en ábatinn, þ.e. hver sé hinn raunveru- legi hagnaður. Til að svara spumingum sem þessari hefur hagfræðin tiltækt verkfæri eða öllu heldur aðferð sem kölluð hefur verið kostnaðar- nytjagreining. Kostn- aðar-nytjagreining er fólgin í þvi að ábati af tiltekinni framkvæmd er skoðaður yfir tíma og borinn saman við þann kostnað sem af fram- kvæmdinni hlýst. Ábati fram yfir kostnað, þ.e. hreinn ábati, er siðan færður til í tíma (núvirt- ur) með hæfilegum reiknivöxtum. Eftir að ábatinn hefur verið færð- ur til í tima stendur eftir fjárhæð sem oft og tíðum er kölluð þjóðhagslegur hagnaður vegna fram- kvæmdarinnar. Hefðbundin kostnað- ar-nytjagreining gerir ráð fyrir því að verkefni hins opinbera verði að fela í sér aukna velferð þegnanna ef ráðast á í þau. Ef menn em tilbún- ir til að gefa sér ákveðn- ar einföldunarforsendur til að skilja þá fóm sem þjóðfélagsþegnamir færa vegna reglugerðar- innar, er hægt að fá fram kostnaðinn vegna hennar um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Einföldunarforsend- uraar em þessar. Að ávallt séu fluttar inn 15 þúsund bifreiðar á ári, að engar tæknibreyting- ar séu fyrirsjáanlegar og að verð hvarfakútanna sé ávallt hið sama, m.ö.o. að allar aðstæður verði sambærilegar við það sem þær em nú. Til að geta reiknað núvirði kostnaðarins þarf eina forsendu í viðbót, þ.e. reiknivexti þjóðfélagsins sem í þessu dæmi em 6%. Þess má geta að reikni- vextir þeir sem notaðir em við mat á fjárfesting- arkostum annars staðar á Norðurlöndum em yf- irleitt á bilinu 5—7%. Það er skemmst frá því að segja að kostnaðurinn er um 15 milljarðar á nú- virði. Þó að sumir kostn- aðarliðirnir kunni að reynast ofreiknaðir em 15 milljarðar trúlega nærri lagi þar sem annar kostnaður sem talið er að hvarfakútar leggi á bifreiðaeigendur vegur að vemlegu leyti upp óvissuna, þ.e. talið er að hvarfakútar auki bensín- eyðslu bifreiða og auk þess kalla kútamir á kostnaðarsamt viðhald. Niðurstöður Tölumar hér að fram- an em sláandi og ef áður- greindar fréttir Ríkis- sjónvarpsins um að hvarfakútar virki lítið sem ekki neitt við ís- lenskar aðstæður em réttar, er hér alvarlegt mál á ferðinni. 15 millj- arðar em umtalsverð upphæð og erfitt fyrir almenning að henda reið- ur á henni. Til að gera sér betur grein fyrir hvað hægt sé að nota upphæðina í er rétt að taka dæmi. Hægt væri að endurtaka loðdýra- og fiskeldisævintýrið eða kaupa hálft álver eða minnka sóknina í þorsk- stofninn um 40% á einu ári eins og nú er talað um eða jafnvel greiða um 15% af erlendum skuld- um íslendinga. Til að reyna að koma í veg fyrir mistök á borð við þessi í Bandaríkjun- um gaf Ronald W. Reag- an fyrrverandi Banda- ríkjaforseti út tilskipun árið 1981 um að allar nýjar reglugerðir yrðu að fara í gegniun kostn- aðar-nytjagreiningu áð- ur en þær hlytu sam- þykki. Því ekki að gefa út sambærilega tilskipun í íslenska stjómkerfinu?" SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.