Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 54 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Hollendingar tóku Þjóðveija í kennslustund Heimsmeistararnir þakka Skotum Reuter Víða mátti sjá danska fánanum veifað eftir sigur Dana gegn Frökkum. Hér fagna dönsku leikmennirnir Kim Christofte til vinstri og Henrik Andersen glæstum sigri og áframhaldandi þátttöku. Danir veittu Frökkum ærlega ráðningu „Litlu" þjóðirnar skutu þeim „stóru" reffyrirrass HOLLENDiNGAR léku einn besta landsleik sinn ífjögur ár í Gautaborg í gærkvöldi, þegar þeir unnu heimsmeistara Þjóð- verja 3:1 í síðasta leiknum í 2. riðli Evrópukeppninnar. Þrátt fyrir tapið sluppu heimsmeist- ararnir með skrekkinn, því Skotar unnu Samveldið 3:0, sem gerði það að verkum að Þjóðverjar náðu öðru sætinu í riðlinum og mæta Svíum í und- anúrslitum. Hollendingar, sem eiga titil að veija, fengu óskabyijun, skoruðu þegar á þriðju mínútu, ■ FRAKKAIf voru taldir sigur- stranglegastir í 1. riðli áður en keppnin hófst í Svíþjóð. Hins vegar hafa þeir ekki sigrað í landsleik á árinu og gott betur — síðasti sigur- inn var gegn íslandi í undankeppn- inni í nóvember á síðasta ári. ■ JEAN-PIERRE Papin gerði tvö mörk fyrir Frakka í Svíþjóð og hefur gert 15 mörk í síðustu 13 landsleikjum. ■ MICHEL Platini sagði fyrir keppnina að sér þætti ekki óeðlilegt að verða sagt upp ef franska liðið kæmist ekki í undanúrslit. Eftir tapið gegn Dönum var hann spurð- ur hvort hann væri hættur með landsliðið. „Það er allt önnur saga, sem verður að koma í ljós.“ ■ KIM Vilfort, sem lék með Dön- um í tveimur fyrstu leikjunum varð að yfirgefa hópinn vegna veikinda sjö ára dóttur sinnar, sem er með hvítblæði og var flutt alvarlega veik á sjúkrahús. „Ég bið ykkur aðeins um eitt gegn Frökkum, Sig- ur,“ sagði hann við félaga sína. Þeir brugðust honum ekki og til- einkuðu honum sigurinn. ■ LARS Elstrup lék með OB í 2. deild í vetur og átti stóran þátt í að koma liðinu aftur upp. Fyrir 10 dögum fylgdust 270 áhorfendur með honum í leik með félagsliðinu, en nú er hann hetja dönsku þjóðar- innar. ■ SVÍAR léku síðast í undanúr- slitum stórmóts árið 1958 — í HM í Svíþjóð. I STEFAN Schwarz og Patrik Andersson fengu að sjá gula spjaldið öðru sinni í keppninni og verða því ekki með Svíum í undan- úrslitunum. ■ GRAHAM Taylor tók við enska landsliðinu fyrir tveimur árum og hefur liðið aðeins tapað tveimur af 24 leikjum á tímabilinu. ■ ENGLAND hefur ekki sigrað Svíþjóð síðan 1968 og mark Platts var það fyrsta í síðustu fimm lands- leikjum þjóðanna. ■ ÍSLENDINGUR og Dani urðu tæpum tíu milljónum króna ríkari eftir að úrslitin lágu ljós í leikjum gærdagsins. Þeir höfðu „tippað" á þrettán rétta á EM-seðlum í get- raunum. Þess má geta að fyrir leik- ina í gær voru fjórir Islendingar með alla ellefu leikina rétta og einn þeirra átti möguleika á að hirða allan pottinn; 19,8 milljónir. Sá spáði Þjóðverjum sigri ogjafntefli í leik Skota og SSR. Hann stóð því uppi með ellefu rétta. staðan var 2:0 eftir stundarfjórðung og sláin bjargaði Þjóðveijum frá því að vera þremur mörkum undir 10 mínútum síðar. Heimsmeistar- amir náðu að rétta úr kútnum fljót- lega í seinni hálfleik, en Evrópu- meistaramir innsigluðu sigurinn 20 mínútum síðar. Rinus Michels, landsliðsþjálfari Hollands, leyndi ekki gleði sinni að leik loknum. „Ég hef sjaldan séð hollenska liðið leika eins vel og að þessu sinni og sérstaklega var fyrri háifleikurinn góður. Fjölmiðlar hafa sagt að við væmm ekki með eins gott lið og fyrir fjómm árum, en við sýndum að við getum enn gert mörk.“ Berti Vogts, þjálfari Þjóðveija, þakkaði Skotum fyrir sætið í undan- úrslitunum. „Ég verð að þakka þeim fyrir, þó við höfum vitað að við gætum treyst á þá. En sem knatt- spymuunnandi verð ég að klappa Hollendingum lof í lófa. Þeir sýndu snilldartakta, en við gerðum þeim lífíð of auðvelt. Hins vegar hef ég sagt leikmönnum mínum að ávallt gefíst annað tækifæri og ég er sannfærður um að við mætum Hol- lendingum í úrslitum." Skotar kvöddu með sigrl Skotar gerðu út um leikinn gegn Samveldinu á fyrstu 17 mínútunum, gerðu þá tvö mörk og bættu því þriðja við skömmu fyrir leikslok. „Sumir manna minna gerðu meira en hægt var að ætlast til af þeim,“ sagði Andy Roxburgh, þjálf- ari Skota. „Það var mikilvægt að skora, en mikilvægara var að sigra og ná að leika eins vel og gegn íjóðveijum." SVIAR höfðu ærna ástæðu til að fagna eftir 2:1 sigur gegn Englendingum i Stokkhólmi í fyrradag, sem tryggði þeim efsta sætið í fyrsta riðli Evr- ópumótsins í knattspyrnu. „Við höfum sýnt að við eigum einnig landslið," sagði Tommy Svens- son, landsliðsþjálfari. „Seinni hálf leikur er sá besti, sem ég hef séð sænskt landslið leika.“ ögn sló á sænska, þegar David Platt skoraði fyrir Englend- inga, en heimamenn tóku gleði sína á ný eftir hlé. Jan Eriksson jafnaði fljótlega og Tomas Brolin innsiglaði sigurinn skömmu fyrir leikslok — rak síðasta naglann í kistu Englend- inga. Þetta er í fyrsta sinn, sem Sví- þjóð leikur í undanúrslitum Evrópu- keppninnar. „Þar verðum við í hlut- verki litla mannsins," sagði þjálfar- inn. „En okkur hefur gengið vel og við ætlum að reyna að halda áfram á sömu braut. Það er gleðiefni að okkur tókst að hafa alla leikmenn- ina eins og þeir eru bestir á réttum tíma. Það gerir gæfumuninn.“ Brolin var ánægður með leik Svía. „í fyrri hálfleik vorum við DANSKA landsliðið í knatt- spyrnu hélt upp á þjóðhátíðar- dag íslendinga með því að vinna Frakka 2:1 og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum Evrópukeppni landsliða. Frakk- ar, sem töpuðu ekki stigi í und- ankeppninni, fóru sneyptir heim frá Svíþjóð, en Danir, sem komu inní úrslitakeppnina á síðustu stundu, sýndu að sókn er besta vörnin. Danir náðu strax undirtökunum og glæsilegt mark Henriks Larsens í byijun setti Frakka útaf nánast alltaf skrefmu á eftir, en við tvíefldumst og sýndum gífurleg- an sigurvilja." Englendingar fengu nokkur marktækifæri í fyrri hálfleik, en voru lítt ógnandi eftir hlé. Graham Taylor, þjálfari, kenndi skipulaginu heima fyrir um árangurinn. „Við erum sem á milli steins og sleggju. Annars vegar erum við að reyna að leika svokallaða meginlands- knattspyrnu, en hins vegar þá knattspyrnu, sem við þekkjum best og er leikin um hveija helgi í Eng- landi.“ laginu. Þeir höfðu engu að tapa og þó Frakkar byijuðu vel í seinni hálfleik og næðu að jafna með góðu marki Jean-Pierre Papins voru það Danir, sem áttu síðasta orðið í opn- um og skemmtilegum leik. Vara- maðurinn Lars Elstrup skoraði af stuttu færi eftir gott spil. „Ég er ánægður og við allir,“ sagði Richard Möller Nielsen, þjálf- ari Dana. „Ég vil þakka Frökkum, því þetta var góður leikur og til þess þarf tvö góð lið. Við vorum í hlutverki Davíðs í riðlinum, en ég hafði ávallt trú á strákunum og þeir brugðust ekki.“ Tomas Brolin Reuter Michel Platini, þjálfari Frakka, var fáorður eftir leikinn. „Ég vil þakka öllum leikmönnum mínum fýrir samveruna og samvinnuna undanfarin þijú ár. Þeir hafa haldið mér við efnið og við getum ekki ásakað þá, en þetta er fyrsti leikur- inn, sem þeir tapa í Evrópukeppn- inni. Þeir gráta inní klefa, en þetta verður gleymt í heimsmeistara- keppninni." Danir höfðu ekki gert ráð fyrir að komast áfram og höfðu því ekki bókað hótelherbergi í Gautaborg. Þeir höfðu samt ekki áhyggjur af því. „Við höldum uppá sigurinn og áfangann og látum hveijum degi nægja sína þjáningu,“ sagði ein stjómarmanna danska knatt- spymusambandsins. ÚRSLIT EM í Svíþjóð, 1. riðill: Stokkhólmur: Svíþjóð - England.................2:1 Jan Eriksson (51.). Tomas Brolin 82). - David Platt (4). 30.126. Málmey: Danmörk - Frakkland...............2:1 Henrik Larsen (7.), Lars Elstrup (77.) - Jean-Pierre Papin (60.). 25.763. Lokastaðan: Svíþjóð................3 2 1 0 4:2 5 Danmörk................3 1 1 1 2:2 3 Frakkland..............3 0 2 1 2:3 2 England................3 0 2 1 1:2 2 2. riðill: Gautaborg: Holland - Þýskaland...............3:1 Frank Rijkaard (3.), Rob Witschge (15.), Dennis Bergkamp (73.) - Jiirgen Klinsmann (54.). 37.725. Nörrköping: Skotland - SSR......................3:0 Paul McStay (7.), Brian McClair (17.), Gary McAllister (84., vsp.). 14.660. Lokastaðan: Holland................3 2 1 0 4:1 5 Þýskaland..............3 1 1 1 4:4 3 Skotland...............3 1 0 2 3:3 2 SSR....................3 0 2 1 1:4 2 ■Svíþjóð og Þýskaland leika í undanúrslit- um í Stokkhólmi á sunnudag, en Holland og Danmörk mætast i hinum leiknum í Gautaborg á mánudag. Mörkin: 2 - Jean-Pierre Papin (Frakklandi), Jan Eriksson (Svíþjóð), Thomas Brolin (Sví- þjóð), Dennis Bergkamp (Hollandi) 1 - Igor Dobrovolsky (SSR), Karlheinz Ri- edle (Þýskalandi), Stefan Effenberg (Þýskalandi), David Platt (Englandi), Henrik Larsen (Danmörku), Lars Elstrup (Danmörku), Thomas Haessler (Þýska- landi), Paul McStay (Skotlandi), Brian McClair (Skotlandi), Gary McAllister (Skotiandi), Frank Rijkaard (Hollandi), Rob Witschge (Hollandi), Juergen Klins- mann (Þýskalandi). Döpur endalok hjá Gary Lineker Gary Lineker, fyrirliði enska landsliðsins, kvaddi á annan hátt en hann hafði ætlað sér. Hann gerði ekki mark í síðustu sex lands- leikjum sínum og náði því ekki að jafna markamet Bobby Charltons, sem gerði 49 mörk með enska landsliðinu. Lineker gerði 48 mörk á litríkum ferli og síðasti landsleíkurinn, gegn Svíum í Stokkhólmi, var sem salt í sárin. Honum var skipt útaf um miðjan seinni hálfleik og lét vonbrigði sín í ljós, þegar hann kastaði fyrirliðabandinu frá sér. Besti hálfleikur sænsks landsliðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.