Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 51 © VELVAKANDI H.JOL Dino barnahjól með hvítu og bleiku skrauti var tekið við Holtasel 9. maí sl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 71812 eða síma 642815. LÆÐA Lítil svört læða með hvítar loppur fannst við Stuðlasel. Hún er mannelsk og hefur greinilega búið í góðu yfirlæti. Eigandi hennar er vinsamlega beðinn að hringja í síma 76886. ÚR Uranus drengjastálúr með brúnni leðuról tapaðist 14. júní við Reykjanesbraut eða á leið- inni þaðan að Básendum. Finnandi er vinsamlegast beð-, inn að hringja í síma 35796. LEIKSKÓLA- TASKA Lítill drengur tapaði leik- skólatöskunni sinni í strætis- vagnabiðskýli við Fjallkonuveg föstudaginn 16. júní. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 616126. ÓVIÐEIGANDI BRANDARAR Guðmundur Jónsson: Ég var að fá sendar bækur fyrir dóttur mína frá Barna- bókaklúbbi Máls og Menning- ar, en ég er áskrifandi að þess- um bókaflokki. Til þessa hef ég ekkert haft við þessar bæk- ur að athuga, en dóttir mín 7 ára fær sendar bækur úr flokki fyrir 7-11 ára gömul börn. Með síðustu bókasendingu kom sér- stök brandarabók, þar sem nokkur hundruð gátur eru gefnar upp, með svörum á bak- hlið. Flestar gáturnar eru létt- ar, kannski vitlausar, en fyrir unglinga er þetta þó það, sem mál og menning þeirra snýst um dags daglega. En nú blöskrar mér alveg. Innan um gáturnar voru nokkr- ar spurningar, sem ég get eng- an veginn sætt mig við að 7 ára dóttir mín sé að lesa, fyrir utan hvað það tekur langan tíma að útskýra öll atriði spurninganna og svörin sömu- leiðis. Hér eru nokkur sýnis- horn: Spurn.: Hvað heitir ánægjuleg- asta hljómsveitin? Svar: Sjálfsfróun. Spurn.: Af hverju tekur amma inn pilluna? Svar: Af því að hún vill ekki eignast fleiri barnabörn. Spurn: Af hverju tekur Sigga litla inn pilluna? Svar: Af því að hún vill ekki eignast fleiri dúkkur. Það getur verið að einhveij- um finnist þetta vera óþarfa viðkvæmni en ég tel það þó ekki vera. Fyrir 7 ára gömul börn mætti velja aðeins betri spurningar. Synir mínir 13 og 15 ára geta hlegið að þessum brönduðum, því að þeir skilja þá, en dóttir mín ekki. Hún er aðeins búin að vera tvö ár í skóla og orðaforðinn er ennþá takmarkaður. ÓSKAROG VINUR HANS Óskar og vinur hans, þið sem voruð á heimsmeistaramóti unglinga í skíðaíþróttum í Vu- okatti í Finnlandi 18.-31, mars 1992. Munið þið eftir mér? Ég er stelpan með brúna hárið og gleraugun. Þið skrifuðuð nöfn ykkar í heftið mitt og ég tók mynd af ykkur. Óskar er rauð- hærður og vinur hans var með íslenska fánann á hatti sínum. Báðir voru í bláum íþróttabux- um og rauðum úlpum. Ég var í brúnni úlpu og var með lítið veski. Ég vil gjarnan heyra frá ykkur og hef nokkuð þýðingar- mikið að segja ykkur. Ég bið Óskar eða vin hans að skrifa til mín á sænsku eðá ensku. Sari Karhu Korpisalo SF-88530 Paakki Finland Hefjum hvalveiðar áný Frá Vilhjálmi Alfreðssyni: Þær fréttir að samdráttur þorsk- afla Íslendinga verði hugsanlega fjörutíu prósent, samkvæmt skýrslu Alþjóða hafrannsóknaráðsins, hljóta að vekja ýmsar spurningar. Hvers vegna eru hvalveiðar bannaðar? Hvers vegna eru selveið- ar bannaðar? Þessar dýrategundir eru einmitt að gereyðileggja ís- landsmið. Erlendir aðilar hafa séð til þess að þessar veiðar séu bannað- ar. Og nú ætlast erlendir aðilar einu sinni enn til þess að íslendingar beygi sig. Ég segi nei! Tími er til þess kominn að reka harðari þjóð- ernisstefnu. Tími er til þess kominn að íslensk yfirvöld átti sig á hvað er að gerast. VILHJÁLMUR ALFREÐSSON Efstasundi 76, Reykjavík. Pennavinir Fimmtán ára bandarískur piltui með margvísleg áhugamál: Vincent Fagone, 715 Rocky Trail Road, Ilenderson, Nevada 89014, U.S.A. Sextán ára japönsk stúlka me- áhuga átónlist, kvikmyndum o.fl.: Hiromi Yano, 90 Saiwaicho Toyouracho, Abutagun, Hokkaido, 049-54 Japan. Bandarískur karlmaður, 32 ára með áhuga á mótorhjólum, dansi. tónlist, ferðalögum, vill skrifast á við 18-32 ára konur: Matthew Bingenheimer, P.OJBox 16, Winnebago, Wisconsin 54985, U.S.A. LEIÐRÉTTING Eigandinn ekki knapinn Þau mistök urðu í frásögn frá hesta- móti Geysis, að sagt var Erlendur lngvarsson hafi orðið í fyrsta sæti á Stjarna frá Skarði í unglinga- flokki. Hið rétta er að knapi var Þórhallur Hlynur Árnason, en Er- lendur Ingvarsson á aftur á móti Stjarna. KÆRA JELENA í kvöld kl. 20.30 Lou. 20. júní kl. 20.30. Sun. 21. júní kl. 20.30. Miðapantanir hjó Leikfélagi Akureyrar. Egilsstaðir - Valaskjálf Mén. 22. júní kl. 21. Þri. 23. júní kl. 21. Miðapantanir í Volaskjólf. Neskaupstaður - Eoilsbúö Mið. 24. júní kl. 21. Miðapantanir í Egilsbúð, sími 71321. Húsavík - Samkomuhúsið Fim. 25. júni kl. 21. í leikferð um Norður- og Austurland Miðapantanir í Samkomuhúsinu fró 21. júní, sími 41129. ðlatsfjörður - Félagsbeimiiið Tjamarborg Lau. 27. júní kl. 21. Miðapantanir í Félagsheimilinu daglega fró kl. 19-21, sími 62188. Skagafjðrður - Miðgarðm Sun. 28. júní kl. 21. Miðasala samdægurs í félagsheimilinu. Blðnduós - félagsheimilið Mén. 29. júní kl. 21. Miðasaln semdægurs í félagsheimilinu. Or leikdómum um Kæru Jelenu: „Það er hreinn unaður að sjð verk af þessu togi og enginn ætti að lóta það framhjð sér fara.“ (Súsanna Svavarsdóttir, Mbl.) „Þessi sýning er gimsteinn, vandlega slípaður af Þórhalli Sigurðssyni.“ (Silja Aðal- steinsdóttir, Rés 1) „Það hlýtur að gleðjo hjarta hvers leikhúsgests að verða vitni að jafn glæsilegri frumraun nýrror kynslóðar leikara." (Ingólfur Margeirsson, Alþbl.) GEYMIfl AU6LÝSIM6BMA GLÆSILEG SUMARHUS lili Við erum að hefja smíði á stórglæsilegum sumarhúsum í landi Vaðness í Grímsnesi. Húsin verða til afhendingar næsta vor. Landið er kjarri vaxið eignarland einn hektari fyrir hvert hús, rafmagn, heitt og kalt vatn verður til staðar. Athugið að aðeins er um þrjú hús að ræða á þessum eftirsótta stað nánari uppl. veitir Ólafur á skrifstofu okkar að Hjallahrauni 10 Hafnarfirði. STOFKIB 1975 HJALLAHRAUNI 10-220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 51070 - FAX 654980 ÁRATUGA REYNSLA TRYG6IR GÆOIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.