Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Hvað merkir orðið málsgrein? • • eftirÞorvald Orn Arnason Það urðu mér vonbrigði að upp- götva að þrátt fyrir málfræði og málfræðikennslu i áratugi skortir samræmi í orðnotkun þegar rætt er um texta á íslensku. Þar ríkir ringulreið eins og sést af dæmum hér á eftir. Hvaða orð notar þú yfir þann texta sem er milli tveggja greina- skila, t.d. í þessu greinarkorni hér? Notarðu setningu, málsgrein, efnis- grein, málslið, klausu eða jafnvel eitthvað annað? Svari nú hver fyrir sig. Hvað kallar þú þennan bút af texta sem byijar á „Hvað“ og end- ar á þessu spumingarmerki? Máls- grein eða setningu? Jafnvel eitthvað annað? Ær og kýr Hvaða smámunasemi er þetta, kann einhver að segja. Getur ekki hver haft þetta eftir sínu höfði? Hvað 'gerir til þótt sumir kalli það málsgreinar sem aðrir kalla efnis- greinar og enn aðrir setningar? Sveitafólki hefur lengi þótt nauð- synlegt að hafa á hreinu hvaða dýr sé ær og hvað sé kýr og þykir það mikil skömm að rugla saman þess- um dýrategundum. Það hefur líka reynst mjög hagnýtt að hafa þetta á hreinu. Til dæmis var mikilvægt fyrir smalann að vita fyrir víst hvað húsfreyjan átti við ef hún bað hann um að sækja kýmar fyrir mjaltim- ar. Þá hefði verið bagalegt ef smal- inn færi út í haga að eltast við kind- ur en kýmar vantaði í mjaltimar! Nú er svo komið að nærri helm- ingur þjóðarinnar fæst aðallega við að semja, rita, prenta og lesa texta og miklum mun færri fást við að hirða um skepnur. Því má til sanns vegar færa að setningar og máls- greinar séu ær og kýr okkar nútím- afólks. En þekkjum við ærnar frá kúnum í þessum skilningi? Emm við sammála um hvort málsgrein sé textinn milli tveggja punkta eða milli tveggja greinarskila? Á þessu er engu minni munur en á á og kú! Það skiptir oft miklu máli við hvað er átt, t.d. þegar tveir eða fleiri vinna saman að textagerð eða eru að gagnrýna texta eða leiðrétta. Ef ég bið þig t.d. að undirstrika síðasta orðið í fyrstu málsgreininni í þessu greinarkomi (að fýrirsögn- inni undanskilinni), hvaða orð strik- arðu þá undir? Hvort strikarðu und- ir „íslensku" eða „eftir“? I ritvinnslu er mikið gert af því að flytja til hluta af texta, stroka út og bæta inní. Það er vissulega kostur að geta talað skýrt um slíka hluti, ekki síst í kennslu. Orðaruglingur þessi veldur einn- ig vandræðum í lagasetningu og umræðu um lög þar sem tilvísanir mega ekki orka tvímælis. Hvað er málsgrein? En setning? Flest okkar hafa varið miklum tíma í að reyna að læra íslensku og setið í ótal málfræðitímum, mis- munandi skemmtilegum. í þeim málfræðibókum sem ég hef skoðað er litlu púðri eytt í þetta mál en flokkun og beygingar orða þeim mun smásmugulegri. Sú bók sem mest hefur verið notuð sl. áratug er íslensk málfræði eftir Bjöm Guðfinnsson (1. útg. 1937). Þar er ekki tekið á því vandamáli sem hér er til umijöllunar. í auglýsingu um greinarmerkja- setningu (Stjórnartíðindi B nr. 133/1974) segir í upphafi greinar: „Punkt skal setja á eftir máls- grein.“ Þetta mætti e.t.v. orða svo að málsgrein sé textinn milli tveggja punkta. Stjórnarráðið aug- lýsir þessar reglur og er öllum því skylt að taka mið af þeim. Að líkind- um hafa málfræðingar samið þær öðnim fremur. í flestum málfræði- eða íslensku- bókum er orðið setning skilgreind á þá leið að hún innihaldi að jafn- aði aðeins eina umsögn. Samkvæmt því geta verið margar setningar frá upphafsstafi að punkti. Mun minna er fjallað um orðið málsgrein, en í flestum kennslubókum halda menn sig við áðumefnda skilgreiningu í auglýsingu stjómarráðsins. Ef málsgrein afmarkast af punktum, hvaða orð er þá til yfir texta milli greinaskila, þ.e. röð „málsgreina“ sem fjalla um sama efni? Það er ekki á hreinu, en í mörgum íslenskubókum er mælt með orðinu efnisgrein (t.d. Baldur Ragnarsson 1974, Eiríkur Páll Ei- ríksson og Guðni Kolbeinsson 1990). Hér finnst mér orðið klausa koma vel til greina, samanber dag- legt mál margra og skýringu í Orða- bók Menningarsjóðs. Margir eru á öðru máli Þetta væri ailt gott og blessað ef fólkið sem hefur lært á þessar íslenskubækur væri á sama máli. eftir Sigurbjörn Þorkelsson Fertugasta og sjöunda landsmót Gídeonfélaga á íslandi fór fram í Reykjavík dagana 29.-31. maí sl. Landsmótið sóttu fulltrúar frá öll- um 14 félagsdeildum Gídeonmanna og kvenna hér á landi. Yfirskrift mótsins var „Farið og gjörið“ og eru þau orð tekin úr Matteusarguð- spjalli 28:19. Sérstakur gestur fé- lagsins á mótinu og fulltrúi alþjóða- stjórnar Gídeonsamtakanna var James Berry, svæðisfulltrúi. Sr. Sigurður Pálsson, framkvæmda- stjóri Hins íslenska Biblíufélags, sá um afar vel heppnaða Biblíulestra. James Berry, svæðisfulltrúi, flutti Gídeonfélögum fréttir af starfí fé- lagsins um víða veröld, en í dag starfar Gídeonfélagið í 154 löndum við mjög misjafnar aðstæður. ísland er þriðja landið þar sem Gídeonfé- lagi var komið á fót. Aðalfundur Á landsmótinu fór m.a. fram aðalfundur Landssambands Gíd- eonfélaga á íslandi. Á þeim fundi voru eftirtaldir kosnir í stjóm fé- lagsins: Forseti: Sigurður Þ. Gúst- Mín reynsla er að svo sé alls ekki! Flestir sem ég tala við álíta að málsgrein afmarkist af greinaskil- um, ekki punktum. Þeir hinir sömu nota flestir orðið setning yfir þann texta sem punktar afmarka. Flestir koma af fjöllum ef ég nefni orðið efnisgrein. Jafnvel lögfræðingar em á öðru máli en því sem fram kemur í aug- lýsingu stjórnarráðsins og í kennslubókunum. Mér skilst að í lögum og lagatilvitnunum sé litið svo á að málsgrein afmarkist af greinaskilum, ef hún er þá ekki númeruð. Það sem afmarkast af punkti og stórum staf skilst mér að heiti á lagamáli málsliður eða jafnvel setning. Þannig virðast lög- fræðingar og íslenskufræðingar vera ósammála um skilgreiningar orðanna setning og málsgrein. Enska orðið „paragraph“ er lyk- ilorð í ritvinnsluforritum. Þar merk- ir það texta sem afmarkast af grein- askilum. í Tölvuorðasafni sem Skýrslutæknistofnun Íslands tók saman og íslensk málnefnd gefur út er þetta hugtak þýtt sem máls- grein og útskýrt þannig: „Ein eða fleiri setningar sem eiga saman og lesnar eru í einnu lotu. Málsgreinar eru aðgreindar með greinaskilum.“ Þessari þýðingu er fylgt í þeim rit- vinnslubókum sem ég hef séð. Það er efni í aðra grein að komast að því hvað tölvumenn eiga við með orðinu setning. Tölvukennari sem kennir starf- andi fólki ritvinnslu, m.a. í opinber- um stofnunum, nota orðið máls- grein í þessari merkingu. Hann seg- „Sennilega eru um 130 lönd af þeim 154, sem Gídeonfélagið starfar í, þar sem hinir innfæddu félagsmenn ná ekki að standa undir kostnaði af þeim Biblíum og Nýja testamentum, sem dreift er.“ afsson, varaforseti: Kári Geirlaugs- son, gjaldkeri: Kristján Þorgeirsson, kapilán: Geir Jón Þórisson. Með- stjómendur, sem em einn fulltrúi frá hverri félagsdeild, vom kosnir: Bjami Gunnarsson, Ólafur Sverris- son, Magnús Þorleifsson, Ingimar Þ. Vigfússon, Hallbjöm Þórarins- son, Sveinn Valdimarsson, Jón Jó- hannsson, Davíð Höskuldsson, Jón Viðar Guðlaugsson og Jóhann Friðfinnsson. Á fundinum var m.a. ákveðið að héðan í frá skyldi sent 50% af því fé sem í Biblíusjóð Gídeonfélaga á íslandi safnast í alþjóða Biblíusjóð félagsins, en hann sér um kostnað Þorvaldur Örn Árnason „Ég furða mig á því kæruleysi okkar lærðu manna að láta þvílíkan rugling viðgangast, að hugtök um svo mikil- væg atriði hafi ekki verið samræmd og þjóðinni kennt sam- kvæmt því.“ ist hafa kennt u.þ.b. 200 kennurum ritvinnslu og hafi fáir gert athuga- semd við þá orðnotkun. Það þarf við prentun og kaup á þeim Biblíum og Nýja testamentum sem keypt em til dreifingar í hinum fjölmörgu löndum þar sem hinir innfæddu Gídeonfélagar ná ekki að standa undir kostnaði við kaupin, nema þá að litlum hluta, oft mjög litlum. Sennilega eru um 130 lönd af þeim 154, sem Gídeonfélagið starfar í, þar sem hinir innfæddu félagsmenn ná ekki að standa undir kostnaði af þeim Biblíum og Nýja testament- um, sem dreift er. Og hæglega gætu þeir dreift mun fleiri eintök- um, ef nægjanlegt fjármagn væri til staðar. Þetta ættu hinir fjöl- mörgu velunnarar Gídeonfélagsins að hafa í huga á komandi tímum. Annað Hópurinn gerði sér ánægjulega ferð út í Viðey, þar sem sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari, tók á móti okkur og sagði okkur frá merkum fomum Viðeyjar, Biblíum og fleiri fróðlegum hlutum. Einnig var haldinn sameiginlegur hátíðar- kvöldverður á Hótel Sögu, þar sem meðal annarra mætra gesta okkar voru biskupshjónin, frú Ebba Sig- urðardóttir og hr. Olafur Skúlason. Landsmótinu var síðan slitið á sunnudeginum 31. maí, með því að Frá landsmóti Gídeonfélaga: Senda 50% fjár í alþjóða Biblíusjóð Gídeonfélagsins oft að nota þetta hugtak þegar rit- vinnsla er kennd og útilokað annað en að kennari og nemendur séu sammála um merkinguna. Svo virðist sem tölvumenn, kenn- arar og lögfræðingar séu sammála um merkingu sem er andstæð því sem segir í reglugerð um greinar- merki og í helstu íslenskubókum. Hvað er til ráða? Ég furða mig á því kæruleysi okkar lærðu manna að láta þvílíkan rugling viðgangast, að hugtök um svo mikilvæg atriði hafi ekki verið samræmd og þjóðinni kennt sam- kvæmt því. Þessi ruglingur er ekki aðeins í mæltu máli heldur einnig í lagasafninu og í grundvallaratrið- um eins og í orðabókum. í Orðabók menningarsjóðs er ekki minnst á orðið efnisgrein og þar er málsliður sagður vera „hluti lagagreinar, hluti setningar" og ekki kemur fram skýr merkingarmunur á orðunum setning og málsgrein. Líku máli gegnir um Ensk-íslensku orðabók- ina frá Erni og Örlygi. Að mínu viti þyrfti að rannsaka hvernig marktækt úrtak af þjóðinni skilur og notar þessi orð. Það þyrfti hvorki að vera flókin né dýr rann- sókn, gæti jafnvel verið námsverk- efni í háskóla. Ef það kemur í ljós að þorri þjóðarinnar, að lögfræðing- um og kennurum meðtöldum, séu ósammála málfræðingum gætu þeir síðastnefndu þurft að játa ósigur sinn og breyta skilgreiningum sín- um sem fyrst. Þessum ruglingi verður að linna. Hér er verk að vinna fyrir þá sem vilja gera greinarmun á ám og kúm nútímans! Höfundur er nimstjóri í umhverfismennt í menntamálaráðuneytinu. Sigurbjörn Þorkelsson hópurinn skipti sér og tók þátt í fjórum guðsþjónustum og samkom- um, þar sem Gídeonfélögum gafst kostur á því að segja frá starfi fé- lagsins auk þess að lesa ritningar- lestra og fleira. Kirkjumar sem heimsóttar voru að þessu sinni vom: Hallgrímskirkja, Neskirkja, Selja- kirkja og hvítasunnukirkjan Fíla- delfía. „Guði séu þakkir, sem fer með oss í óslitinni sigurför Krists og lætur oss útbreiða ilm þekkingar- innar á honum á hveijum stað.“ II Kor. 2:14. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfclagsins á íslandi ÞETTA RÖR ER NÍÐSTERKT, TÆRIST EKKI OG RYDGAR EKKI REYKIALUNDUR - MEÐ VATNIÐ A HREINU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.