Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 ■ NÝR Skíðaskáli í Hveradöl- um hefur verið opnaður. Hann verður opinn öll kvöld vikunnar og yfir sumarið verður einnig opið í hádeginu. Á næsta fimmtudags- og sunnudagskvöld mun vera lif- andi tónlist. Þá mun Ragnar Bjarnason Söngvari koma ásamt félögum og skemmta. Einnig verða haldnar _ víkingaveislur. Þá verða sérstök íslandskvöld þar sem það besta í íslenskri matargerð verður borið fram, bæði sjávarréttir og lambakjöt. Þá verður hægt að fá létta og ódýra rétti auk þeirra íburðarmeiri. Þá verður fylgt þeirri gömlu hefð að afmælis- og brúð- kaupsveislur og annar fagnaður verður haldinn í Skíðaskálanum. VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI £0 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Þú svalar lestrarþörf dagsins ástóum Moggans! y FASTEIGIMASALA Suöurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 Parhús-raðhús HRAUNBÆR Parhús á einni hæö. Bílskréttur. BAUGHUS Parhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. samtals 187 fm. Selst fokh. og frágengiö aö utan. BREKKUBYGGÐ V.8.5M. Til sölu raðhús á tveimur hæöum, samt. 90 fm, auk bílsk. 2 svefnherb. 4ra—6 herb. BLÖNDUBAKKI Vorum að fó i sölu mjög góða 4ra herb. 102 fm ib. á 2. hæð. DALSEL Vorum að fá í sölu 4ra herb. 106 fm íb. á 1. hæð. Stæði í lokuöu bílahúsi fylgir. UÓSHEIMAR Til sölu mjög góö 4ra herb. endaíb. á 7. hæö. Parket á stofu. Skipti á minni eign mögul. STÓRAGERÐI Vorum að fá i sölu mjög góöa 4ra herb. 100 fm ib. á 1. hæð i fjölbhúsi. Góður bílsk. fylgir. Góð elgn á eftirsóttum stað. RAUÐARÁRSTÍGUR 3-4 herb. 94 fm íb. á 3. hæð í lyftuh. Selst rúml. tilb. undir trév. og máln. Stæöi í bílaskýli fylgir. Til afh. strax. V. 8,4 m. 3ja herb. UGLUHÓLAR Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. 70 fm íb. á 3. hæð. Laus 1. júlí nk. HLÍÐARHJALLI Tíl sölu 3ja herb. 86 fm »b. á 3. hæð. Suðursv. 25 fm bílsk. Áhv. 5 millj. húsnstj. 2ja herb. MÁVAHLÍÐ Vorum að fá í sölu 2ja herb. 60 fm íb. í kj. Mjög lítiö niðurgr. ESKIHLÍÐ Vorum að fá í sölu 2ja herb. 7t fm íb. í kj. Laus fljótl. HLÍÐARHJALLI Glæsil. 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæö. Áhv. 3 millj. frá húsnstj. Laus fljótl. ÁSBRAUT Til sölu ágæt 2ja herb. 37 fm íb. á 3. hæð í fjórb. Verð 3,5 millj. NESVEGUR 2ja herb. 54 fm ósamþ. íb. á jarö- hæö. Verð 2,4 míllj. jm Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson, hs. 39558. Loftárás á Seyðisfjörð ________Myndlist______________ Eiríkur Þorláksson Það var ekki langt liðið á Lista- hátíð í Reykjavík að þessu sinni þegar fréttist að myndarlegur hópur af ungu listafólki hefði tekið hönd- um saman til að hrinda af stað ann- arri listaveislu, sem skyldi vera óháð listahátíð, sem m.a. hefði að markmiði „... að sýna fram á þörf fyrir fjöllistahús í Reykjavík þar sem listafólk úr öllum listgreinum hefði aðstöðu til að koma á framfæri sköpunargleði sinni ...“ svo vitnað sé í inngangsorð dagskrárinnar. Undirbúningshópurinn hefur látið hendur standa fram úr ermum, og listahátíðin, sem hlotið hefur hið sérkennilega nafn „Loftárás á Seyð- isfjörð" stendur yfír í Reykjavík dagana 13.-28. júní. Á dagskrá Loftárásarinnar er að finna fjöl- breytt efni tónleika, danssýninga, kvikmynda, leiklistar, Ijóðalestra, fatasýninga og myndlistarsýninga, þannig að dag hvem er eitthvað nýtt að gerast. Það er alltaf nokkur hætta á því við skipulagningu óháðra hátíða af þessum toga að reynst sé að koma of miklu að á takmörkuðum tíma; aðstandendur skorast undan því stjórnunarhlutverki sem felst í að velja og hafna. Þetta má til sanns vegar færa hvað varðar hlut mynd- listarinnar. Loftárásin stendur að- eins í tvær vikur, en í dagskrá henn- ar em taldar upp nær fimmtán myndlistarsýningar, og á þeim er að fínna verk eftir nærri fjörutíu listamenn — og em þá taldar með sýningar sém era utan Reykjavíkur og því vafasamt að tengja við hátíð- ina yfírleitt. Það er skiljanlega ill- vinnandi vegur að fjalla um allar þessar sýningar á sama granni, enda era þær misverðugar slíks og auk þess misvel aðgengilegar; nokkrar hafa verið settar upp í kaffistofum eða ölduhúsum, sem ekki henta vel undir myndlistarsýn- ingar af neinu tagi. Eftir nokkra yfírferð má segja að það séu einkum fjórar af þessum sýningum, sem rétt sé að benda fólki sérstaklega á, en það eru sýn- ingamar á Bergsstöðum (við bíla- geymslu á homi Bergsstaðastrætis og Skólavörðustígs), í Gallerí Ing- ólfsstræti (á homi Ingólfsstrætis og Bankastrætis), Geysishúsinu (við Aðalstræti) og í Hlaðvarpanum (við Vesturgötu). Á Bergsstöðum (sem er fokhelt húsnæði ofan bílageymslunnar) ber fyrir augu kunnugleg verk úr sjón- háttafræðum Bjarna Þórarinssonar, sem hægt er að sökkva sér í löngum stundum, en Bjarni hélt nýlega einkasýningu á fræðiverkum sínum í Nýlistasafninu. Þarna er m.a. einn- ig að fínna kynlegar myndir eftir Þór Stiefel, sem era ýmist fallega erótískar eða einfaldlega klúrar, og loks skemmtilega innsetningu frá hendi G.R. Lúðvíkssonar, þar sem grillæði sumarsins er tekið fyrir. I Gallerí Ingólfsstræti (sem er ónotað verslunarhúsnæði) era ljós- myndir sýndar á efri hæðinni og önnur myndverk niðri. Af ljósmynd- unum var helst að verk Guðmundar Ingólfssonar vektu athygli fyrir góða myndbyggingu og úrvinnslu, og þeir skemmtilegu persónuleikar eldri borgara, sem Magnús Reynir Jónsson hefur fest á filmu. Á neðri hæðinni er að fínna furðulega flat- físka, sem Magnús Sigurðsson hefur byggt úr vaxi; hin viðkvæma náttúra endurspeglast þannig í hinu viðkvæma efni. Þarna getur einnig að líta mjög áhugaverð málverk eft- ir Jón Garðar Henrýsson, en hann hefur einnig lagt fram nokkra sýningarskrá, þar sem hann rökstyður þá skoðun sína „að það að lifa með málverkum sé ákveðin afstaða til lífsins". Þetta era athygl- isverðar hugleiðingar um efnið, og FASTEIGN ER FRAMTÍD FASTEIG N A SVERRIR KRISTJÁNSSON LOGGIL TUR FASTEIGNASALI SUÐURLANDSBRAUT12, 108 REYKJAVÍK, Lausar eignir Steinagerói - einbýli Mjög vandað 177 fm nýl. endurbyggt einbýli, hæð og ris. 34 fm bílskúr. Seffgaróar - einbýli Ca 180 fm á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Horn- lóð. Húsið þarfnast standsetningar. Fálkagata - einbýli Lítið, snoturt, nýendurnýjað einbýli á einni hæð. Ósabakki - raóhús 211 fm gott pallaraðhús. Innb. bílskúr. Laust fljótlega. Serlaskjel + bilskúr Ca 100 fm góð neðri hæð ásamt 30 fm innb. bílskúr. Barmahlíó - sérhæó 117 fm neðri sérhæð. Stórar stofur. Suðursvalir. Kjarrhólmi - 4ra herb. Ca 90 fm björt og falleg íbúð á 2. hæð. Kóngsbakki - 3ja herb. Mjög góðar 3ja herb. íbúðir á jarðhæð og 2. hæð. Gnoóarvogur - 3ja herb. Lítil nýstandsett endaíbúð á 1. hæð. Dúffnahólar - 3ja herb. Snotur íbúð á 3. hæð ásamt bílskúrsplötu. Jöklaffold - 2 ja herb. Mjög góð ca 60 fm íbúð á 2. hæð. MI Ð L UN SÍMI68 77 6S Jón Garðar Henrýsson fyrir framan eitt verka sinna í Gallerí Ingólfs- stræti. myndimar sýna að hann kann vissu- lega til þeirra verka sem hann Ijall- ar um, og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. í Hlaðvarpanum eiga fimm lista- menn verk á sýningunni, en þar vekja helst athygli rýmisverk Hjör- dísar Ingadóttur, einkum verkið „Könnuðut'", sem kemur vel fyrir, einkum hvað varðar myndbyggingu. Ljósmyndir Sigurjóns Ragnars era einnig athyglisverðar, og má þar benda á myndina „Arfinn“, sem sýnir hveijir munu erfa landið og menningarlífið. í Geysishúsinu við Aðalstræti hefur orðið til þokkalegt sýningar- rými fyrir myndlist, sem vonandi fær að haldast í framtíðinni. Þar getur m.a. að líta nokkur máiverk tengd sköpunarsögunni eftir Sam- son, vandaðar höggmyndir eftir ívar Kristjánsson (sem hefur leitað í smiðju til Sigurðar Guðmundssonar) og loks fjögur málverk eftir Jón S. Liborius, þar sem býflugnavax og litaduft eru notuð við gerð stórra málverka sem í litum og myndefni tengjast framkröftunum (lofti, jörð, vatni og eldi). í þessum sal er lík- ast til jafnsterkasta sýningin sem tengist hátíðinni. Fleiri smærri sýningar tengjast listahátíðinni „Loftárás á Seyðis- fjörð“ og er vert að benda fólki á að líta inn á hina ýmsu staði þar sem þær er að finna; hér er að mestum hluta á ferðinni ungt, lista- fólk, sem enn hefur ekki tekið mik- inn þátt í sýningum, og því er þetta kjörið tækifæri til að kynnast því sem kann að vera framundan í ís- lenskri myndlist. Þessari óháðu listahátíð lýkur sunnudaginn 28. júní. Einsöngur __________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Ung söngkona, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, „debuteraði" sl. mánudag í Norræna húsinu. Undir- leikari hennar á píanó var Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Á efnis- skránni voru lög eftir Monterverdi, Ravel, Georg Crumb, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveins- son. Tónleikarnir hófust á smá mót- ettu, Exulta fília Sion eftir Claudio Monteverdi. Fagna, dóttir Sion, er fallegt verk, samið 1629, en nokk- uð fjarlægt í tíma, bæði hvað snert- ir tónferli, formskipan og jafnvel flutningsmáta, sem söngkonan kom aðeins inná í nokkrum niðurlagshendingum með „stacc- ato“-söng. Þrátt fyrir það var langt frá því að söngkonan væri að út- færa þann söngmáta, sem fræði- menn telja að hafí einkennt bel- canto söng í upphafí 16.. aldar. Eftir þokkafullan söng á mótettu Monteverdis komu fimm lög, Histo- ires naturelles, eftir Ravel. Þessi lög eru vandflutt og var flutningur Guðrúnar Eddu mjög góður. Histo- ires naturelles eru raddlega ekki erfíð, nema þar sem tónmótunin er bundin við leikræna túlkun á textanum. Píanóið á þarna nokkur skemmtileg augnablik og það sem fínna mætti að ágætum leik Stein- unnar Birnu var það hversu mjög hún hélt aftur af sér, t.d. í fyrsta laginu, Páfuglinn. Þar hefði mátt vera meiri „sperringur" í forspilinu og reyndar víða í laginu, er Ravel hermir eftir hátíðlegu göngulagi páfuglsins. Best fluttu lögin voru Svanurinn og Bláþyrillinn, þó í heild væri lagaflokkurinn mjög vel fluttur. Eftir hlé söng Guðrún Edda þrjú skemmtileg lög eftir Georg Crumb, sem hann samdi er hann var 18 ára. Þetta eru falleg lög um fegurð næturinnar, það sem tíminn, vinur okkar, kennir að allt liðið skuli liggja gleymt og harmijóð vindsins, sem gróðursetti grenitrén en sefur Guðrún Edda Gunnarsdóttir þegar sólin skín. Lögin voru sungin af innileik og sama má segja um Lauffall eftir Hjálmar H. Ragnars- son, sem var frábærlega vel flutt. Tónleikunum lauk með sjö lögum eftir Atla Heimi Sveinsson, sem eru einkar leikræn og skemmtileg og söng Guðrún Edda þau mjög fal- lega við öruggan undirleik Stein- unnar Birnu, sem lék með tónleik- ana í heild með sérlega mjúkum og fallegum áslætti. Guðrún Edda er efnileg söng- kona, hefur mjög fallega rödd, er sérlega músíkölsk og raddlega leik- in í mótun blæbrigða. Efnisskráin var nokkuð sérstæð, mest allt lög sem era krefjandi um túlkun og tónræna mótun raddarinnar en reyna hins vegar ekki mikið á hljómþol raddarinnar, sem kom fram í aukalaginu, eftir Eyþór Stef- ánsson, að þar vantaði nokkuð á fullt jafnvægi í tónmyndum og öndun, sem auðvitað fæst góð skikkan á með glímu við raddlega erfið viðfangsefni. Guðrún Edda Gunnarsdóttir sýndi að hún er vel á vegi með að verða góða söng- kona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.