Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 Ferðamenn á hrossum í Fjörðum: Þau töldu sig heppin að sleppa lifandi frá þessu - segir Stefán bóndi á Grýtubakka STEFÁN Kristjánsson bóndi á Grýtubakka .var á ferð í Fjörðum með fimm ferðamenn, Svisslendinga og Þjóðverja, þegar óveðrið skall á, en ferðinni var heitið á hestum í Þorgeirsfjörð og átti ferðin að standa í þijá daga. Vegna veðurs var ákveðið að snúa til byggða og gekk heimferðin seint enda þurfti á köflum að fara yfir um eins og hálfs metra háa skafla. „Það var umbrotafæri fyrir hross- . in, enda haugasnjór víða á leiðinni. Ferðafólkið minnist þessa áreiðan- lega alla sína ævi, þau töluðu um það á leiðinni heim hversu fáránlegt þetta væri allt saman, að ferðast hingað um 6.000 kílómetra leið til að festast svo í snjóskafli. Eg held þau hafi litið á þessa ferð sem mikla lífsreynslu og þau verið heppin að sleppa lifandi frá þessu,“ sagði Stef- án. Hátt í fjóra tíma tók að fara á hestunum leið sem að jafnaði tekur um einn klukkutíma að ríða. „Fólkinu stökk ekki bros fyrr en sást "til byggða," sagði Stefán. Hann sagðist ekki mikið hafa séð til skepna, kindur hefðu eflaust kom- • ið sér í skjól og átti hann síður von á að þær hefði fennt. Bændur úr Höfðahverfi fóru að huga að skepn- Snjór sligar trjágreinar Björk, Mývatnssveit. KULDALEG var um að litast snemma í gærmorgun í Mývatns- sveit. Grátt niður í byggð og al- ■ hvítt til heiða og fjalla. Omurlegt var að sjá tijágreinar sligast und- an snjóþunga. Þá þurftu ökumenn að skafa bílrúður sínar. Hreinsa varð snjó af flugvellinum við Reykjahlíð, en veður var þá nokk- uð farið að ganga niður og orðið úrkomulaust. Við vatnið tók snjóinn fljótlega upp en í næsta nágrenni eru fjöliin hins vegar enn hvít. Margir líkja þessu Jónsmessuhreti við norðanáhlaup og snjókomu er gerði 17. júní árið 1959. Þá fennti fé á heiðum og fjöllum hér í Þingeyj- arsýslu. um í gær, en voru ekki væntanlegir til byggða aftur fyrr en seint í gær- kvöld. „Ég er hræddur um að detti úr þeim mjólkin eftir þessar hremm- ingar. Það verður örugglega minni vigt í haust og meiri vanhöld, það má búast við að eitthvað af lömbun- um drepist í svona veðri. Við sáum líka þarna skógarþrastarunga sem voru að fijósa í hel ofan á snjósköfl- unum, þeir þola ekki þennan kulda," sagði Stefán. Snjóruðningstæki greiddu braut vegfarenda í Víkurskarði í gær. Morgunblaðið/Rúnar Þór Lágheiði, Yíkurskarð og Oxar- fjarðarheiði ófær vegna snjóa SNJÓMOKSTURSTÆKI voru á ferð um Norðurland í gærmorgun, enda fjallvegir víða ófærir. Búið var að opna flesta vegi síðdegis, en þó var Lágheiði enn ófær svo og Öxarfjarðarheiði, en ekki átti að hefja hreinsun vega þar fyrr en veður skánaði. Tækin voru flest komin í önnur verkefni sem hæfa sumrinu, en skella þurfti vetrarút- búnaði á þau áður en haldið var á heiðarnar. Mikill snjór var í Víkurskarði í gærmorgun og var ófært öllum bílum framundir hádegi, en fjór- hjóladrifnir bílar komust yfir skarðið nokkru fyrir hádegi. Búið var að hreinsa snjó af veginum síðdegis og það fært öllum bflum. Þá var mokað á veginum norðan Dalvíkur og að Múlagöngum. Hálka var á Öxnadalsheiði og þar var slydduhríð í gærmorgun. Svavar Jónsson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík sagði að snjór hefði verið niður í byggð í gærmorgun, krap og hálka var á Tjörnesi og hreinsa þurfti Kísilveg- inn að hluta, en þar var færð erf- ið. Öxarfjarðarheiði var kolófær í gær og bjóst Guðni Oddgeirsson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Þórshöfn ekki við að hreinsun hæfíst fyrr en í dag, fímmtudag. Mikill snjór var á heiðinni og sagði Guðni að tíma gæti tekið að opna hana fyrir umferð, þar sem snjór- inn væri blautur og þungur. Vegurinn yfir Hólsand var mok- aður í gær og reyna átti að hefj- ast handa við að opna veginn úr Kelduhverfi upp í Vesturdal í gær- kvöld, að sögn Guðna. Hann sagð- ist hafa unnið hjá Vegagerðinni frá árinu 1966 og hefði öll árin eitt- hvað þurft að hreinsa snjó að sumri til á Öxarfjarðarheiði, en hann myndi ekki til að svo mikill snjór hefði fallið áður á þessum árstíma. Lágheiði var ófær og þar var mikill snjór, en samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni á Sauðár- króki átti að hefja hreinsun þegar veður skánaði. Hálka var víða á fjallvegum í umdæminu. Ferðamenn gerðu snjókarla á tjaldsvæðinu við Reykjahlíð: Höfðu aldrei lent í öðru eins — segir Þór Kjartansson starfsmaður Iceland Safari „ÉG VAR á vappi hér í kringum tjöldin í alla nótt, reyndi að festa þau betur og gæta þess að þau væru á sínum stað,“ sagði Þór Kjartansson starfsmaður hjá Ic- eland Safari, Úlfari Jakobssyni, en um 20 manna hópur á vegum ferðaskrifstofunnar gisti í tjöld- um í Mývatnssveit í fyrrinótt. Hiuti hópsins treysti sér ekki til að sofa í tjöldunum og fékk inni í húsum. Tvö tjaldanna fuku upp og þá Iagðist stórt tjald að hálfu saman. Þór Kjartansson sagði að skaf- renningur hefði verið á svæðinu á þriðjudagskvöld og þegar fólk vaknaði eftir kuldalega nótt höfðu skaflar myndast á milli tjaldanna. „Þegar ég kom út um morguninn var búið að gera nokkra snjókarla hér í kringum tjöldin, þannig að menn virtust hafa húmor fyrir þessu,“ sagði Þór. Hópurinn á vegum Iceland Saf- ari átti að dvelja aðra nótt í Mý- vatnssveit, en fólki leist ekki á blikuna og því var farið af stað fyrr en áætlað hafði verið og hald- ið austur á bóginn. „Þetta var þriðja nótt þessa hóps hér á landi, áður höfum við verið í Stykkis- hólmi og Skagafírði og allan tím- Morgunblaðið/Rúnar Þór Þór Kjartansson, starfsmaður Iceland Safari, þurfti að sópa snjó frá tjöldum í Mývatnssveit í gærmorgun. Þegar hann kom út í býtið höfðu nokkrir ferðalangar gert snjókarla á milli tjaldanna. ann hreppt rigningu. Svo lendum við í snjókomu hér í Mývatnssveit. Fólkið hafði aldrei lent í öðru eins, en við reyndum að gera þeim ljóst að okkur þætti þetta óvenjulegt líka.“ Þór sagði að vissulega hefði sumu fólkinu þótt þetta spennandi ævintýri, en öðrum var lítið um það gefið að lenda í slíku veðri í sumarleyfi sínu, einkum eldra fólk- inu í hópnum. En tvær sænskar stúlkur hefðu til að mynda við- urkennt að þær væru orðnar full smeykar þegar leið á nóttina, en orðið að dúsa áfram í tjaldi sínu þar sem ekki var hægt að komast í hús. Átti von á kulda, en alls ekki þessu — segir þýski ferðamaðurinn Bernhard Strichler „ÉG ÁTTI alveg von á að það yrði kalt hérna, en við þessu bjóst ég alls ekki,“ sagði Bernhard Strichler, þýskur ferðamaður sem gisti í tjaldi sínu á tjaldstæðinu við Reykjahlíð í Mývatnssveit í fyrrinótt. Á tjaldstæðinu voru 23 tjöld í fyrrinótt og eflaust hefur tjaldbúum brugðið í brún er þeir vöknuðu í morgunsárið við alhvíta jörð. Bernhard Strichler kom til lands- ins í síðustu viku með Norrænu og sagðist hann koma til Mývatnssveit- ar frá því að skoða Dettifoss og Ásbyrgi, en hann ætlar að ferðast um landið næstu daga og halda á brott með flugi 1. júlí næstkomandi. Hann er einn á ferð og ferðast um á hjóli sínu. „Ég ætla að vera hér í Mývatnssveit og skoða mig um þrátt fyrir þetta veður. Ég býst við að fara um sveitina og taka myndir,“ sagði Bernhard Strichler. Hann sagðist vera vel út búinn, en vegna kuldans hefði hann keypt sér húfu í Mývatnssveitinni og þá var hann einnig með ullarvettlinga á höndum er blaðamenn Morgun- blaðsins hittu hann við tjald sitt í Reykjahlíð í gærmorgun. Tjald hans getur vart talist stórt, rúmar einn mann og því lítið hægt að setjast þar inn til að fá yl í kropp- inn, en hann lét það lítið á sig fá og sagðist hafa sofið alveg ágæt- lega um nóttina þrátt fyrir kulda og snjókomu. Þó veðrið léki ekki við þennan þýska ferðamann ætlaði hann að dvelja áfram í Mývatnssveit eins og hann hafði áður ráðgert, en margir ferðamenn breyttu ferða- áætlun sinni og fóru af svæðinu. Smalaö af Lágheiði Mannhæöarháir skaflar á heiðinni „VIÐ náðum um 250 til 260 kindum niður af heiðinni," sagði Guð- rún Sigurðardóttir húsfreyja á Bakka í Ólafsfirði, en í fyrrakvöld og gærdag var farið að leita að fé á Lágheiðinni og fengu þau á Bakka aðstoð björgunarsveitarmanna í Ólafsfirði við leitina. Kindumar voru reknar í Reykja- rétt í fyrrakvöld og síðan niður í sveitina í gær þar sem snjóléttara var. Lágheiðin var kolófær og lög- reglumenn sem sem feija ætluðu dómara yfir heiðina lentu í mann- hæðarháum snjóskafli og þurftu að snúa til baka. Guðrún sagði að byijað hefði að snjóa á þriðjudagskvöld og snjó kyngt niður alla nóttina. Bömin hefðu verið að búa til snjókarla heima við bæinn í gærdag. Verið var að huga að fé í allan gærdag, en lítið til þess sést á heið- inni, enda stytti ekki upp fyrr en seinnipart dags. Á þriðjudagskvöld hefðu um 250-60 kindur náðst nið- ur af heiðinni. Á Bakka em rúm- lega 300 kindur. „Við óttumst það að hafa misst eitthvað af fénu, en vitum það ekki með vissu fyrr en snjóa leysir. Sennilega hefur eitt- hvað farið yfir í Fljótin og eins gæti sumt haldið sig hér niðri í sveitinni," sagði Guðrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.