Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 Útflutnings- verslun og viðskipti Is- iendinga á frímerki PÓST- og símamálastofnunin gefur út tvö ný frímerki sem sýna nokkur tákn þeirra at- vinnugreina er vinna að útflutn- ingi afurða frá íslandi. í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofnun segir m.a.: „ís- lendingar er nvjög háðir utanríkis- verslun. Lega Islands og náttúrleg skilyrði gera það að verkum að við verðum að eiga mikil viðskipti við önnur lönd. Öflug útflutnings- starfsemi er undirstaða þess að hér geti þrifist velferðarþjóðfélag á vestræna vísu. Það verður varla •um það deilt að verðmæti útflutn- ings er undirstaða þess að á Is- landi eru lífskjör með því besta sem gerist í heiminum. Hátt verð sjávarafurða á heimsmarkaði og öflug markaðssókn íslenskra fyrir- tækja hefur stuðlað að því að ís- lendingum hefur tekist að byggja upp nútímaþjóðfélag." GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ELFA VORTICE VIFTUR AUKIN VELLÍÐAN ! Loftspaðaviftur í hvítu, kopar, stáli og svörtu. © Borðviftur Gólfviftur Fjölbreytt úrval ■ hagstætt verð! Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúm 28 - "S 622901 og 622900 /-"///•'///-/:/ NEYTENDAMAL Gera má mat úr öllum fískí ÞEGAR reisa á við landið, liggur beinast við að kanna hvernig nýta má þjóðarauðlindina, fiskinn, betur en gert hefur verið. Mat- reiðslumenn Veitingahússins við Tjörnina hafa sýnt mikið hugvit við matreiðslu fágætra fisktegunda sem eru í hafinu í kringum landið. Margar þessar fisktegundir eru afbragðs matur. Við mæltum okkur mót við yfirmatreiðslumann Veitingahússins við Tjömina, Gunnar Pál Rúnarsson, einn eftirmiðdag fyrir skömmu og var rætt við hann um matreiðslu fágætra fisktegunda og nýtingu á fiski yfirleitt. Við urðum margs fróðari. Gunnar Pál! sagði að Veitinga- húsið við Tjömina hafi boðið upp á fjölmargar óvenjulegar fiskteg- undir eins og langhala, tindaskötu, búra, háf, hámeri, geimyt, hlýra, margskonar flatfiska, grásleppu og fl. Þar sem margar þessar tegund- ir hafa almennt verið lítið þekktar var hann beðinn að lýsa nýtingu þeirra, meðferð og matargerð. Búri er gæðavara Búri hefur verið mjög tii umræðu að undanfömu, Gunnar Páll var því spurður um þennan vannýtta fisk sem er hér að fínna á djúpslóð og er nú í mjög háu verði á erlend- um mörkuðum. „ Búri er einn besti matfiskur sem hægt er að fá í dag, sagði hann „Búrinn er þétt- holda, beinagarður er lítill og auð- velt að eiga við hann. Fiskurinn geymist vel og það er hægt að matreiða hann á mjög marga vegu, steikja, sjóða, baka, grafa. Hann er bragðgóður og einn vinsælasti fískurinn sem boðið er upp á í dag, það má segja að hann sé eins kon- ar tískufískur — hann er gæða- vara. Við Þorkell Þorkelsson ljós- myndari Morgunblaðsins fylgd- umst með er Gunnar Páll útbjó tvo rétti úr búra fyrir lesendur neyt- endasiðunnar. Við brögðuðum síð- an á réttunum og þótti okkur þeir vera meiriháttar, sérstaklega sá sem soðinn var með engiferrót. Gunnar Páll sagði að segja mætti að slegist væri um þann fisk sem berst á land. En þeir væm svo láns- amir að sjómenn á togaranum Klakki frá Vestmannaeyjum hafi séð þeim fyrir nægum búra. Langhali er bragðgóður en nýting óhagstæð Nýting langhala hefur einnig verið í umræðunni. Gunnar Páll sagði að það hefðu ekki verið marg- ir aðrir veitingastaðir sem boðið hafa upp á langhala. Langhalinn væri mjúkur fiskur og bragðgóður og það væri gott að eiga við hann. Þeir hefðu bæði steikt og soðið og grafíð langhalann og hann þætti góður matfiskur. Verðið á honum væri nokkuð hátt. Nýtingin væri aftur á móti fremur óhagstæð eða aðeins um 35 prósent, vegna þess hve hausinn er stór og halinn lang- ur miðað við búkinn. Skötu má nýta betur en gert er Tindaskata eða tindabikkja hef- ur náð miklum vinsældum. Hún er mun minni en stórskata og af þeim ástæðum er fískholdið mun mýkra. Hún geymist ekki eins vel og ann- ar fiskur vegna ammóniaksins. Tindabikkjan hefur verið bæði soð- in og steikt og þá borin fram með léttri sósu. Gunnar Páli sagðist hafa reyksoðið hana, reykurinn gæfi henni gott bragð og einnig hafi verið búin til úr henni tinda- bikkjusúpa. Hann vakti athygli á lélegri nýtingu á stærri skötu. Venjan hefði verið að hirða börðin en henda halanum. Það væri i raun synd, vegna þess að besti og fín- gerðasti fiskurinn væri í halanum. Kinnamar væru einnig mjög góð- ar. Skötuna má nýta mun betur en gert er í dag. Háfur einn hvítasti fiskur sem til er Það eru fleiri fiskar'í sjó, þar á meðal er háfur. Gunnar Páll sagði að á veitingastaðnum hafí þeir ver- ið með gráháf, hann væri mjög góður fiskur og sennilega einhvei* sá hvítasti fískur sem til er. Eftir að skrápnum hefur verið flett af og fíta fjarlægð kemur í ljós mjall- hvítur fiskur. Háfurinn hefur verið steiktur, bakaður með fýllingu og einnig hefur verið boðið upp á hann kryddleginn. Gunnar Páll sagði að það mætti gjarnan nýta háfinn meira. Hann benti t.d. á að Þjóð- veijar nýttu þunnildin á háfi , þeir reyktu þau og notuðu sem álegg. Hámerin vinsæl glóðuð Hámerin tilheyrir bijóskfískum eins og háfur og skata. Gunnar Páll sagði að oft reyndist erfitt að fá hámeri. Hann sagði að sá fiskur leyndi á sér. Fiskholdið hefði sitt sérstaka bragð og bæri sítrónu- keim. Fiskurinn væri ljósgrár að lit nema við hryggsúluna þar er hann eldrauður. Hann væri matreiddur á svipaðan hátt og kjöt. Vinsælast- ur væri hann glóðaður. Fiskinn Gunnar Páll Rúnarsson yfirmat- reiðslumaður Veitingahússins við Tjörnina. hafa þeir einnig meðhöndlað á hefðbundinn hátt, þ.e. soðið og steikt, einnig væri hann mjög góð- ur grafinn, kæmi þá fram hinn sérstaki sítrónukeimur. Af öðrum óvenjulegum fískum hefur geirnyt einnig verið á þeirra borðum. Fiskurinn væri að vísu góður, hann væri nokkuð þéttur í sér en ágætur í bollur og farsrétti. Annar gaili við geimyt væri lítil nýting þar sem búkurinn væri lítill miðað við haus og hala. Hlýri betri en steinbítur Við spurðum um hlýra? Hann sagði að þeir hefðu einnig verið með hlýra, hann væri eiginlega alveg eins og steinbítur á bragðið. Fæstir fyndu mun á þessum tveim y í ' w C Morgunblaðið/Þorkell Tveir frábærir réttir úr búra. Búri er einn vinsælasti fiskur sem boðið er upp á í dag. tegundum nema ef vera kynni eldri menn sem telja hlýrann betri. Hann bætti því við að framboð af hiýra virtist vera mun minna en af stein- bít. Grásleppan vannýttur fiskur Gunnar Páll kom því næst að nýtingu físktegundar sem hér hef- ur verið mjög illa nýtt. Hann sagði að nú í vor hefðu þeir verið með grásleppu á borðum. „Grásleppa kom mjög skemmtilega á óvart,“ sagði hann. „Hún er mjög góður fiskur, ég bæði steikti hana og reyksauð hana, hún kom líka mjög skemmtileg út grilluð og einnig hrá í kryddlegi. Það er óhemju mikið magn veitt af grásleppu vegna hrognanna, en hún hefur sáralítið verið nýtt, það er synd vegna þess að hún er mjög góður fiskur. Það eina sem þarf að gæta að við steik- ingu er að ná sem mestri fitu úr fiskinum og hefur það tekist með því að láta hunang á pönnuna í lok steikingar. Gunnar Páll sagði að á kynningu á fiski á vegum Afla- kaupabankans hafí þeir kynnt grá- sleppu, steikta, grillaða og krydd- legna og það hafí komið á óvart hve gestir sýndu þessum grá- sleppuréttum mikinn áhuga. Þeir hafi þótt koma skemmtilega á óvart. Margar fisktegundir sælkeramatur Skötuselur og skötuselskinnar, steinbítskinnar og ígulker þykja sælkeramatur. Lýsa og keila þykja mjög góðir matfískar svo og flat- fiskar og ufsi, en landanum hefur ekki þótt hann áhugaverður. Þá eru óupptaldar skelfisktegundirnar sem Gunnar Páll sagði að væru margar mjög góðar svo og ígulker sem reyndar höfða ekki tii allra. Þau eru bragðmikil, sæt, bragðið minnir á ferskjur og er mjög frí- skandi. Hafa þau verið notuð sem forréttur og einnig í sósur og fiski- kæfur. Nýjar fisktegundir þarf að kynna betur fyrir almenningi „Við vitum að það er hægt að gera mat úr öllum fiski,“ sagði Gunnar Páll, „við höfum prófað okkur sjálfír áfram með matreiðslu á mörgum óvenjulegum fiskteg- undum. Ég tel að smekkur fólks fyrir físki muni breytast þegar far- ið verður að nýta aðrar fisktegund- ir en hinar hefðbundnu í kjölfar minnkandi afla. En það er nauðsyn- legt að mynda tengsl við almenn- ing. Þegar komið er með nýjar fisk- tegundir á markað er nauðsynlegt að hafa meiri kynningar, t.d. í stór- mörkuðum, og matreiða fískinn og leyfa fólki að smakka og láta upp- skriftir fylgja. Það er hægt að nýta flestar físktegundir, spurningin er hvort hægt sé að selja þær. M. Þorv. í hafi er gullkista falin NÚ virðist ljóst að draga verður úr veiðum hefðbundinna fiskteg- unda eins og þorski. Minnkandi afli í kjölfar ofveiði á ókynþroska fiski kemur sennilega fæstum á óvart, enda hefur mikið verið reynt, í gegnum árin, að vara við hruni fiskistofna í kjölfar ofveiði. Allt fram til þessa hafa veiðar hér einkennst af viðhofum veiði- mannsins, þ.e. að ná sem mestum afla úr sjó, oft á kostnað eðlilegrar nýtingar. Við höfum reyndar aldrei nýtt nema hluta af fískinum sem á land berst, aðeins þykkasta bit- ann, öðru hefúr verið fargað. Við sem þjóð höfum í raun setið við „gullkistu sjávar árum saman og lítið hirt annað en það sem fljótleg- ast hefur verið koma í verð. Nýting- una þarf að endurskoða. Sem dæmi má nefna að við bein flakaðra físka er bragðmikið hráefni sem nýta má á marga vegu eins og að sjóða úr þeim fiskikraft sem notaður er í sósur, jafninga og súpur. Hingað er fískikraftur innfluttur frá Nor- egi. Roð og skráp er erlendis sútað í verðmætan leðurvaming. Nú er verið að kanna möguleika á vinnslu verðmætra lyfja úr fiskaugum og vinnslu á heilnæmum heilsuvörum úr fískbeinum. Þá eru ótalin þau verðmæti sem unnin em úr innyfl- um fiska. Vannýttar auðlindir Gullmolar auðlindarinnar sem ámm saman hafa fært öðmm þjóð- um auð hafa hér verið ónýttir. I sumum tilfellum hefur enginn vilj- að kosta fé til þróunarvinnu. Önnur ástæða, sennilega ekki veigaminni, er hugmyndaskortur. Aðrar þjóðir virðast hafa verið talsvert hug- myndaríkar þegar kemur að gjör- nýtingu sumra fisktegunda. Hámeri hefur mikið verið veidd af Norðmönnum. Þeir hafa flutt hana út, m.a. til Þýskalanda sep túnfisk, sjóstyiju eða kálfafisk. Úr lifrinni er unnið verðmætt lýsi. Háfurinn hefur verið nýttur í mörgum löndum og hefur hann verið seldur undir mörgum villandi nöfnum. í Þýskalandi era þunnildi og búkur af háfí reykt og seid sem Seeaal eða sjóáll, og Schillerlocken. í Danmörku er háfurinn seldur nýr og roðflettur og þá sem kóngaáll. Verðmætín liggja víða Roðið af hámeri er sútað í margs konar leðurvörur. Roð af hlýra er sagt ágætt til sútunar. Eftir seinna stríð var hlýraroð og notað í yfirieð- ur á skó. Þessir skór þóttu eftir- sóknarverðir þar sem skinnið þótti minna á snákaskinn. Hér er án efa hægt að súta bæði roð og skráp af hinum ýmsu fiskitegundum og vinna úr skinn í verðmætar töskur og fatnað á sama hátt og aðrar þjóðir gera. Það er ekki nóg að sitja við „gull- kistuna það verður að aðhafast eitt- hvað. Innihaldið verður að kanna vel og vinna úr verðmæti á skipu- legan hátt. Gullkista sjávar er okk- ar forðabúr. M. Þorv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.