Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 25. JÚNI 1992 21 ^INGKOSNINGUNUM I ISRAEL Reuter Stuðningsmenn Verkamannaflokksins fagna á götum Tel Aviv eftir að Ijóst var að flokkurinn hafði unnið mikinn kosningasigur. ar einnig hafa haft sitt að segja. Likud hefði þar dregið lappirnar og kjósendur komist að þeirri niður- stöðu að Rabin væri líklegri til að ná fram niðurstöðu. Þegar Medding var spurður hvort hann teldi úrslitin breyta miklu fyrir ísrael á alþjóðavett- vangi sagði hann hið ótvíræða umboð sem Rabin hefði fengið gera það að verkum að aðrir flokkar í stjórninni yrðu að fallast á stefnu hans. Þá hefði hann einnigpersónu- lega mikla þekkingu á alþjóðamál- um og samskiptum við önnur ríki. „Að mínu mati er það ljóst að hann mun leggja mikla áherslu á friðar- málin og að það muni skapa ísrael sveigjanlegri og skynsamlegri ímynd á alþjóðavettvangi. Hann mun hins vegar fara sér hægt í þessum efnum og reyna að ná sem breiðastri samstöðu meðal almenn- ings um þessi mál.“ Yitzhak Rabin, formaður Verkamannaflokksins í ísrael: Stríðshetja sem boðar frið við Palestínumenn kjósendum fannst það skipta minna máli en hitt að hann leiddi herinn tíl stærsta sigurs hans í sögu Israels. Gróusögur um drykkjuskap Rabins virðast held- ur ekki hafa náð athygli kjós- enda. Rabin hóf afskipti af stjórn- málum eftir sex daga stríðið og var forsætisráðherra frá 1974-77, þegar hann neyddist til að segja af sér vegna hneykslis- máls, sem snerist um ólöglegan bankareikning konu hans erlend- is. Hann var skipaður varnar- málaráðherra í samstjórn Verka- mannaflokksins og Likud-banda- lagsins árið 1984 og það kom þá í hans hlut að bregðast við upp- reisn Palestínumanna á herteknu svæðunum árið 1987. Rabin fyrirskipaði hermönnum að bregðast við af hörku og hundruð Palestínumanna féllu og þúsundir voru handteknir í kjöl- farið. Þessi stefna féll í góðan jarðveg hjá meirihluta ísraela, þó svo að hún næði ekki að kæfa niður uppreisnina, og er talin hafa ráðið úrslitum um að marg- ir hægrisinnaðir kjósendur kusu Verkamannaflokkinn nú í stað Likud. Nú er að sjá hvernig Rabin tekst til í hlutverki friðflytjand- ans, en í kosningabaráttunni sagðist hann reiðubúinn að gefa Palestínumönnum sjálfstjórn á stórum hluta herteknu svæðanna og hann léði jafnvel máls á að gefa Sýrlendingum eftir hluta Gólan-hæða í skiptum fyrir frið- arsamninga. í SEX daga stríðinu árið 1967 leiddi Yitzhak Rabin ísraelsher til sigurs gegn aröbum, þegar ísrael hertók vesturbakka Jórdan- árinnar og Gazasvæðið. I þingkosningunum á þriðjudaginn leiddi Rabin Verkamannaflokkinn til sigurs vegna þess að ísraelar treystu honum betur en Yitzhak Shamir forsætisráðherra til að semja frið við Palestínumenn, án þess þó að tefla öryggi ríkisins í tvísýnu. Hann segist vilja semja um takmarkaða sjálf- sljórn Palestínumanna innan níu mánaða og stöðva „pólitískt landnám" gyðinga á herteknu svæðunum. Verkamannaflokkurinn byggði kosningabaráttu sína í kringum persónu Rabins, sem átti að búa yfir réttu blöndunni af hörku og samningalipurð. Margir Israelar eru þreyttir á þvergirðingshætti Shamirs, sem hefur lýst yfir að ekki komi til greina að skila þumlungi lands og að landnám gyðinga á vestur- bakkanum muni halda áfram þó að sú stefna hafi leitt til árekstra við Bandaríkjamenn, sem hafa veitt ísrael mikla íjárhagsaðstoð í gegnum tíðina. A hinn bóginn vantreystu margir Simon Peres, sem var leiðtogi Verkamanna- flokksins þar til Rabin felldi hann í formannskjöri fyrr á árinu, og töldu hann of linan í varnarmál- um. Rabin fæddist í Jerúsalem árið 1922 og er hann eini leiðtogi ísra- els sem fæddur er í landinu sjálfu. Hann gekk ungur til liðs við skæruliðasveitir gyðinga í Palest- ínu og stjórnaði liðssveitum sem náðu undir sig hluta Jerúsalem í sjálfstæðisstríði ísraels árið 1948. Hann varð yfirmaður hers landsins árið 1964 og stjórnaði því ísraelsher í sex daga stríðinu þremur árum síðar. Reuter Yitzhak Rabin þakkar stuðn- ingsmönnum sínum eftir stór- sigur Verkamannaflokksins í kosningunum í Israel. Gamlar sögusagnir um að Rabin hafi fengið taugaáfall þeg- ar spennan var að byggjast upp rétt fyrir stríðið voru endurvaktar í kosningabaráttunni. Hann seg- ist hafa tekið sér frí í einn dag og þá tekið inn róandi töflur, en Bandaríkin: Perot segir áróður Bush minna á Hitler Washington. Reuter. BANDARÍSKI auðkýfingurinn Ross Perot, sem er væntanlegur forsetaframbjóðandi, sagði í gær að áróðursmeistari Adolfs Hitlers hefði getað verið stoltur af kosn- ingabaráttu George Bush Banda- ríkjaforseta. Perot lét þessi orð falla í sjónvarpi í tilefni af gagnrýni forsetans á rann- sókn sem Perot lét gera á fortíð Bush og sona hans. Blaðið The Washington Post hefur skýrt frá því að Perot hafi látið rannsaka feril tveggja sona Bush í varaforsetatíð hans og látið hann vita að þeir væru hugsanlega bendlaðir við vafasamt athæfi. Perot neitaði að athugun hans hefði verið á nokkurn hátt óeðli- leg og las meðal annars upp úr bréfi þar sem Bush þakkaði Perot fyrir áhuga hans á börnum hans. Sagði Perot að hörð viðbrögð forsetans væru algjör leikaraskapur, því hann hefði vitað um málið áður. m o éjDicggjQöDíxg ==■ - feigp Frábærir svefnpokar. Verb frá kr. 4.500,- genat UmferðarmiSstöðinni, Ferba-gasarill kr. 5.700,- símar 19800 og 13072. m/grillteini og vindnlíf kr. 7.990,- Kúlutjöld, 3ja-4ra manna, álhúðuð. Verð kr. 8.500,- Bakpokar. Verb kr. 5.500,- 50 I Gönguskór með Bakpokar. GORE-TEX Verð kr. 6.990,- 62 I eiginleika. Verð frá kr. 5.500,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.