Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992 rrrr? r ;f>r —77—7" Ti J ' '—~Tr r->rt A .n r - ÁvængjumEES Bogi Ágústsson fréttastjóri ríkis- sjónvarpsins greindi efnislega frá því hér í blaðinu sl. fimmtudag að ... búið sé að breyta reglum um beinar útsendingar á frétta- efni þannig að þýðingarskyldan sé ekki eins ströng og áður. Hér vísaði Bogi til þeirrar gjörðar rík- issjónvarpsins að varpa út kapp- ræðumbandarísku forsetafram- bjóðendanna án endursagnar. Bogi sagði ennfremur frá því að útsendingarnar séu gerðar með ... vitund menntamálaráðuneytis- ins. Vœngjablak Rýnir hefur löngum barist fyr- ir því að þýðingarskyldan sé virt. En það er erfítt að berjast gegn sjálfu menntamálaráðuneytinu og löggjafanum. Reyndar eru þessar kappræður einstæður viðburður og ekki ástæða til að amast gegn slíkum uppákomum á fárra ára fresti. En brátt líður að því að ekki verður bara við íslenska embættis- og/eða sijómmála- menn að eiga í þessu máli. Starfs- ins vegna hefur undirritaður rýnt í EES-samninginn og þar stendur á einum stað: „Greitt verði fyrir sjónvarpssendingum milli landa með því að aðildarríkin skuldbindi sig til að ryðja hindrunum sem kunna að vera fyrir dreifingu á sjónvarpssendingum annarra að- ildarríkja. Þetta atriði knýr á umbreytingu á fortakslausri þýð- ingarskyldu á erlendu dagskrár- efni í upprunalegum útending- um.“ Og svo bæta skýrsluhöfund- ar við: „Tilskipun þessi kallar á breytingar á útvarpslögum og reglugerðum sérstaklega varð- andi þýðingarskyldu og einstaka skilgreiningu hugtaka.“ Það þýðir lítið fyrir fjölmiðla- rýni á hjara veraldar að beijast gegn slíkri tilskipun. Ólafur M. Jóhannesson Forseti fær K-lykil Forseti Kiwanis International sem staddur er hér á landi gekk á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands í gær ásamt forustumönnum Kiwanis á íslandi. Við það tækifæri var Vigdísi afhentur K-lykillinn, en sala hans stendur nú yfir. Á myndinni sjást Ástbjörn Egilsson formaður K-dagsnefndar og William L. Lieber alþjóðaforseti Kiwanis með Vigdísi Finnbogadóttur. Blaðamannafélag Islands Margraddað og mjúkl - kvartettar Kvartett- söngur í þætti Helga Péturssonar, Manstu gamla daga? SJÓNVARPIÐ KL: 21.30. Þátturinn Manstu gamla daga? sem Sjónvarpið sýnir í kvöld nefn- ist Margraddað og mjúkt og þar er fjallað um kvartettasöng. Sú grein tónlistar hefur lengi átt miklum vinsældum að fagna og á sér langa sögu. í þættinum er fjallað um nokkra þekktustu kvart- etta sem starfað hafa hérlendis. Bræðurnir Stein- þór og Þorgeir Gestssynir koma fram, en þeir voru félagar í MA kvartettinum sem var frægur á árum áður. Þá verður sagt frá Smárakvartettin- um í Reykjavík, Leikbræðrum, Tígulkvartettinum og Smárakvartettinum á Akureyri. Einnig munu nokkrir félagar úr sumum þessara kvartetta koma í heimsókn. Raddbandið, sem skipað er skólapiltum úr Reykjavík, og Tjarnarkvartettinn, blandaður kvartett kenndur við Tjörn í Svarfaðar- dal, syngja við undirleik Pálma Sigurhjartarson- ar. Umsjónarmaður er Helgi Pétursson en dag- skrárgerð annaðist Tage Ammendrup. Þingmenn standi vörð um íslenska fjölmiðlun STJÓRN Blaðamannafélags íslands varar alvarlega við öllum hugmynd- um stjórnvalda um nýjar og auknar álögur á blaða- og bókaútgáfu, segir í ályktun, sem samþykkt var á fundi stjórnar B.I. 16. október. „Á þessum erfiðu samdráttartímum væri það ekki einungis skammsýni heldur stóralvarlegur atburður ef hugmyndir stjórnvalda yrðu að veru- Ieika“, segir stjórn B.í. í ályktun stjórnar B.í. segir: „Blaðadauði er orðinn staðreynd hér- lendis, fjárhagsstaða margra útgáfu- fyrirtækja er mjög erfíð um þessar mundir og umtalsvert atvinnuleysi er meðal blaðamanna í fyrsta sinn í 95 ára sögu Blaðamannafélagsins. í stað þess að treysta og styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla og efla þá í stór- aukinni samkeppni við erlenda miðla, hvort heldur er í blaðaútgáfu eða ljós- vakamiðlun, þá virðast stjórnvöld stefna markvisst að því að draga sem mest úr innlendri fjölmiðlun. Nýjar og auknar álögur á blaðaútgáfu eru vísasti vegurinn til að auka enn frek- ar á atvinnuleysi blaðamanna, og þeirra fjölmörgu annarra sem starfa á einn eða annan hátt við fjölmiðla. Slík atlaga að útgáfustarfsemi í land- inu er um leið atlaga að fijálsri skoðanamyndun og lýðræðislegri umræðu, þar sem einungis örfáum fjársterkum aðilum er gert kleyft að standa fyrir útgáfustarsemi og ann- arri fjölmiðlun.“ Að lokum segir stjórn B.Í., að Blaðamannafélagið geri þá kröfu til þingmanna að þeir standi vörð um íslenska fíölmiðlun og treysti um leið lýðræðislega umræðu í landinu. KæraLáru Höllu send siðanefnd KÆRA Láru Höllu Maack réttar- geðlæknis, á hendur Ólafi Ólafs- syni landlækni, hefur verið send Siðanefnd Læknafélags íslands, að sögn Páls Þórðarsonar fram- kvæmdastjóra félagsins. Landlæknir hefur áminnt Láru Höllu í tvígang vegna ummæla henn- ar um sjúklinga og starfsfólk að Sogni í Ölfusi. I kærti til Siðanefndar hafnar Lára Halla vítum embættis- ins, sem ástæðulausum og segir að ummæli hennar í sjónvarpsþætti hafí verið staðreyndir. „Ég hef kært ummæli yðar í minn garð til siða- nefndar læknafélagsins þar sem ég tel landlækni hafa misbeitt valdi sínu gagnvart mér,“ segir í bréfi til land- læknis. ----♦------- Ríkisspítalar Guðmundur Karl skipað- ur fórmaður GUÐMUNDUR Karl Jónsson, for- stjóri, hefur verið skipaður for- maður stjórnarnefndar ríkispít- ala. Hann tekur við starfínu af Árna Gunnarssyni, sem hefur ver- ið ráðinn forstjóri Heilsustofnun- ar NLFÍ í Hveragerði. Guðmundur lauk stúdentsprófí frá MA árið 1961 og lögfræðiprófí frá HÍ 1969. Hann varð fulltrúi bæjar- fógeta í Hafnarfirði 1969, bæjar- stjóri á Seyðisfirði 1970, fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu 1973, skipað- ur deildarstjóri þar árið 1974, deild- arstjóri í launadeild fjármálaráðu- neytis 1976 og forstjóri Fríhafnar á Keflavíkurflugvelli frá 1981. Guðmundur hefur átt sæti í ýms- um nefndum á vegum ríkisins, m.a. samninganefnd um 12 ára skeið. Kona hans er Rannveig Bjömsdóttir kennari og eiga þau tvo syni. Skjaldborgarhúsinu Ármúla 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.