Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992-- 37 VELVAKANDI LYKLAR Brúnt lyklaveski af gerðinni Mano tapaðist fyrir skömmu. Pinnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 21019. LÆÐA Grábröndótt læða, um það bil sex mánaða og merkt í eyra, hvarf fyrir þremur dögum frá Máshólum 4. Hún var með fjólubláa hálsól. Upplýsingar í síma 678298. PÁFAGAUKUR Blár páfagaukur tapaðist frá Hvammsgerði. Vinsamlegast hringið í síma 673567 ef hann hefur fundist. BARNASKÓR Skókassi með bamaskóm tap- aðist í Kringlunni og var kassinn í grænum plastpoka merktum Steinar Waage. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 51098. ÚR Bleikt, lítið Mikka mús-úr glat- aðist fynr rúmlega hálfum mán- uði í Árbæ, Miðbænum eða í Kópavogi. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 44604. STÖNDUM SAMAN Vilborg Bjömsdóttir: Ég get ekki orða bundist leng- ur, hvað er að gerast í okkar þjóð- félagi? Er ég horfði á heilbrigðis- ráðherra í sjónvarpi á dögunum útaf niðurskurði í áfengismálum. Greinilegt er að hann hefur ekki vit á þeim málum og ætti að kynna sér þau betur. Hann lét þau orð falla, hvort áfengisneytendur væru ekki að fara sér til hressing- ar á Vog. Það sauð mér.^ég væri ekki til frásagnar ef SÁA væri ekki til. Ég hef hlotið þá gæfu eða ógæfu, eftir því hvemig litið er á málið, að vera með frá upp- hafi. Ég man er SÁÁ var stofnað, þá fannst mér í lagi að styrkja þessar fyllibyttur því svo fráleit var sú hugsun að ég kæmi til með að þurfa á hjálp að halda. En raunin varð önnur og til að gera langa sögu stutta hef ég oft þurft á meðferð að halda. Og reynt í flestum tilfellum að gera mitt besta. Ég tel að þegar talað er um endurkomufólk, þá er Þórar- inn Tyrfingsson mannvinur og er að þjarga Iífi manna. Ég get ekki lýst þeirri tilfinningu er mað- ur bregst sjálfum sér og bytjar að drekka á ný, jafnvel eftir að hafa verið frá áfengi í mörg ár. Og vonbrigðin og niðurbrotið að þurfa að leita sér hjálpar aftur og aftur. En í öll þau skipti er ég hef þurft á Vogi að halda hef ég ekki heyrt einn einasta mann tala um að hann væri í hvíld. Þó er það sjálfsagt til. Én á Vogi er tekið á með alvöru og þeir sem þar starfa em fljótir að sjá út hvem einstakling og hvort hann sé að vinna í sínum málum. Og ef svo er ekki er honum einfald- lega vísað á dyr. Maður kemst sem sagt ekki upp með neitt múður og þar af leið- andi er ekki hægt að nota þá meðferð sem Vogur bíður upp á sér til hressingar. En hefur heil- brigðisráðherra athugað hvað margir teppa rúm á hinum al- mennu sjúkrahúsum á fölskum forsendum nú þegar? Undirrituð hefur starfað til margra ára á heilbrigðisstofnun og nærri á hverri einustu bráðavakt kom sjúklingur sem átti við áfengis- vandamál að stríða. Stundum fann hann það sjálfur og bað um að sér yrði komið í viðeigandi meðferð. Mér sjálfri blöskrar stundum hvað hinn almenni lækn- ir sýnir áfengissjúklingi lítinn skilning. En vonandi stendur þetta allt til bóta. Ég neita að trúa því að niður- skurður þessi komi til fram- kvæmda. Það yrði skömm og sví- virða. Við íslendingar eigum einn færasta lækni í heimi í áfengis- málum og mjög góða leiðbeinend- ur sem eru tilbúnir að leiðbeina manni út í lífið á nýjan leik. Mér hefur lærst að fara frekar í með- ferð en að halda áfram drykkju þótt erfitt sé. Því þetta er sjúk- dómur en ekki aumingjaskapur eða skortur á viljastyrk. Stöndum öll saman og styðjum við bakið á SÁÁ því mörgum mannslífum hefur verið bjargað og minnumst þeirra er lífið hafa látið af völdum alkóhólisma. LÆÐA Grá angórulæða tapaðist frá Laufskógum 21a í Hveragerði laugardagskvöldið 10. október. Þeir sem hafa einhveijar upplýs- ingar um ferðir kisu hafið sam- band í síma 98-34746. Fundar- laun. Tími veð- urfregna Frá Athugasemd við yfírlýsingu nokkurra veðurfræðinga á veður- spárdeild: Ég tel að sú yfirlýsing sem 6 veðurfræðingar á veðurspárdeild hafa sent frá sér um breytingar á veðurfregnum sé mjög mótsagna- kennd, ef vel er að gáð. Fyrst er fullyrt að seinkun veðurspánna sé óþörf, meira að segja óþörf með öllu. Ifyrir því eru færð þau rök að á flestum lestrar- tímum veðurfregna sem hafa verið um árabil liggi fyrir nægar upplýs- ingar til að senda út veðurspá. Hér er ekki sagt að á öllum heldur aðeins á flestum tímum sé þessu skilyrði fullnægt. Að mati þessara veðurfræðinga hljóta samkvæmt þessu þau gögn sem lágu fyrir á einhveijum af þessum gömlu spá- tímum að hafa verið ófullnægj- andi. Þessir tímar hljóta að vera kl. 6.45, 12.45 og 18.45 sem allir voru þremur stundarflórðungum eftir að veðurathuganir fóru fram. Hér er um að ræða þijá af sex veðurfregnatímum að degi til. Þetta gerir ómerka þá staðhæf- ingu veðurfræðinganna að breyt- ingar hafi verið óþarfar. Rétt er að taka fram að lestrartímanum 12.45 fékkst ekki breytt vegna afstöðu Ríkisútvarpsins. Sigurður Þorsteinsson veðurfræðingur. LEIÐRÉTTINGAR Rangt ártal í minningargrein Katrínar M. Ólafsdóttur um Elínborgu Finn- bogadóttur misritaðist ártal. Rétt með farið er setningin svohljóð- andi: „Árið 1978 fórum við fjöl- skyldan ásamt Borgu t.d. í skemmtilega siglingu norður fyrir land og síðan m.a. til Finnlands og Rússlands." Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Elísabet Guðmann Fyrir nokkru síðan var sagt frá hjónavígslu Elisabetar Guðmann og Geirs Haukaas. Sagt var í texta Elísabet Guðmundsdóttir en átti að vera Guðmann. í sömu klausu var var Eyþór Þorbergsson fulltrúi sýslumanns titlaður séra en hann mun a.m.k. ekki ennþá hafa hlotið þá nafngift. Söngmenn Karlakórinn Fóstbræður getur bætt við sig söngmönnum. Upplýsingar gefur formaður kórsins, Viðar Þorsteinsson, í síma 76692. Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró . Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14 og veitir viðskiptavinum ráðleggingar um allt er varöar innréttingar, gólfefni, hreinlætistæki og litaval í málningu. • GROHE •Villeroy & Boch Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. JtfKMETRÓ ___________í MJÓDP___________ ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050 VINSÆLU ULLARJ AKKARNIR KOMNIR AFTUR verb 16.900 kr. 1 HANZ kringlun N I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.